Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Blaðsíða 39
Tæki þeirrar gerðar sem stytti greinar-
höfundi stundir í öskunni forðum daga.
F
yrir aldarfjórðungi vann
ég eitt sumar sem ösku-
karl norður í landi, ætli
það heiti ekki „sorp-
tæknir“ í dag. Synd væri að
segja að það sé skemmtileg-
asta starf sem ég hef gegnt
um dagana enda þótt í því
fælist mikil og holl hreyfing.
Líklega hef ég aldrei verið í
betra líkamlegu formi.
Alltént. Besti vinur minn
þetta sumar var vasadiskóið
mitt, Sony Walkman, litla
einkakassettutækið sem ég
festi við beltið og hlustaði á
daginn út og inn meðan ég
hljóp um bæinn og affermdi
úrgang. Það stytti mér stund-
ir.
Ekki voru allir eins ánægðir
með vasadiskóið en bílstjóri
öskubílsins kvartaði reglulega
undan því að hann næði ekki
sambandi við mig. „Helvítis
pönkarinn heyrir aldrei neitt
þegar ég kalla á hann út af
þessu drasli sem hann er með í
eyrunum!“
Bílstjórinn gerði engan greinarmun
á pönkurum og þungarokkurum.
Hafði líklega ekki forsendur til þess.
Vasadiskóið nýttist víðar. Þegar
farið var út að hlaupa eða á lang-
ferðum, eins og með skóla eða
íþróttafélagi. Þá sátu menn upp til hópa með vasa-
diskóið í kjöltunni og heyrnartól í eyrum. Í eigin
heimi, feykjandi flösu.
Motorbreath.
It’s how I live my life.
I can’t take it any other way.
Motorbreath.
The sign of living fast.
It is going to take your breath away.
Ekki man ég fyrir mitt litla líf hvenær ég eignaðist
fyrsta vasadiskóið, ugglaust hefur það verið snemma á
níunda áratugnum. Í það minnsta man ég ekki eftir
minni unglingstilveru öðruvísi en vasadiskóið hafi verið
partur af henni. Tæki tækið upp á þeim óskunda að
bila voru góð ráð dýr. Og það var ósjaldan enda álagið
á græjuna mikið og meðferðin eflaust ekki til eftir-
breytni. Seigt hefur alla vega verið í græjunni hafi hún
lifað öskusumarið af.
Einhver hefur rafhlöðukostnaðurinn verið.
HVAÐ VARÐ UM VASADISKÓIÐ?
Ómissandi í öskunni
Fyrsta Walkman-
vasadiskóið sem Sony
setti á markað 1979.
VASADISKÓIÐ VAR EIN HELSTA EINKENNISGRÆJA NÍUNDA ÁRATUGARINS ENDA VEITTI
ÞAÐ TÓNÞYRSTUM UNGMENNUM AUKIÐ FRELSI VIÐ HLUSTUNINA.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Höfundurinn barðist fyrir viðurkenningu
Það var brasilísk/þýski uppfinningamaðurinn Andreas
Pavel sem hannaði fyrsta vasadiskóið, Stereobelt, árið
1972 en sótti ekki um einkaleyfi fyrr en fimm árum
síðar. Þeirri beiðni var hafnað í Bandaríkjunum og
Bretlandi. Árið 1979 hóf Sony að selja keimlíkt tæki
og samdi við Pavel um höfundarlaun til málamynda
enda þótt fyrirtækið viðurkenndi hann ekki sem hönn-
uð vasadiskósins. Þessu undi Pavel ekki og höfðaði mál
gegn Sony. Þeirri rimmu lauk ekki fyrr en árið 2003,
þegar Sony samþykkti loksins að greiða Pavel þóknun,
tíu milljónir Bandaríkjadala, að talið er, og viður-
kenndi að hann væri faðir vasadiskósins í sinni upp-
runalegu mynd.
Þá hafði vasadiskóið, það er kassettuformið, löngu
runnið sitt skeið á enda. Ferðageislaspilarinn leysti
það af hólmi. Nú gegna iPodar og snjallsímar vita-
skuld þessu hlutverki.
23.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39
Smáralind | Sími 512 1330
Opið Sunnudaga 13-18
AppleTV
iPhone
Verð frá:67.890.-
FERMINGARTILBOÐ
Tilboð:15.990.-*
Fullt verð: 18.990.-
*T
ilb
o
ð
g
ild
ir
til
1
2
.a
p
ríl
2
0
1
4
.
Þaðerbúiðað
ferma iPhone í
verslanirokkar