Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Page 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Page 40
*Breska ofurfyrirsætan Kate Moss, semstarfar á ritstjórn breska tískutímaritsinsVogue, skrifaði nýlega grein á vefinnwww.vogue.co.uk þar sem hún fjallar í716 orðum um nýjustu plötu tónlistar-mannsins George Michaels, Symphonica. Íumfjöllun sinni segir Moss meðal annars: „Allir ættu að upplifa plötuna. ÉG ELSKA ÞIG GEORGE.“ Tónlistargagnrýnandinn Kate Moss E in klassísk – hver hafa verið bestu kaupin þín fatakyns? Ég held gríðarlega mik- ið upp á Red Wing Chelsea Boots sem ég keypti í versluninni 14oz í Berlín. Það hefur sennilega verið árið 2010 og þessir skór endast frábærlega og eru algjörlega tímalausir í hönnun. Ég hef í hyggju að hugsa vel um þá og eiga alla ævi. En þau verstu? Þegar ég byrjaði að vera töffari og kaupa föt var mainstream-tískan mjög sérstök. Ungir menn voru undir miklum áhrifum af kvikmyndinni Alfie þar sem Jude Law fór með aðalhlutverkið. Á þessum tíma var keppni um hver var mest metró og David Beckham var á þessum tíma með sítt hár og ein aðalfyrirmyndin. Ég átti nokkrar hvítar buxur, bleikar skyrtur og spöng til að hafa í hárinu. Gríðarlega gaman að skoða myndir frá þessu tímabili. Hvað hefurðu helst í huga þegar þú velur föt? Undanfarið hef ég reynt að fara eftir 90/10-reglu sem ég bjó til fyrir sjálfan mig til að hafa í huga. Þá reyni ég að hafa 90% af fataskápnum mínum flíkur sem ég gæti hugsað mér að nota hvern dag og ég veit að lit- irnir og sniðið muni henta mér til lengri tíma. Hin 10% leyfi ég mér að kaupa einhverjar sturlaðar flíkur sem ég nota svo sjaldnar. Var til dæmis að fjárfesta í off-white trench- coat. Vandamálið er bara það að ég vinn í verslun og hef gert síðastliðin 10 ár, þá stund- um flýgur skynsemin út um gluggann þegar eitthvað nýtt kemur inn. Þá enda ég með margar svipaðar flíkur og stórt safn af fötum og skóm sem ég nota ekki mikið. Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð? Þessa spurningu hef ég fengið oft áður og átt erfitt með að svara. Ég á mér í raun miklu frekar nokkur uppáhaldsmerki þar sem hönnunin er í höndum margra. Þar get ég nefnt: Norse Projects, Libertine-Libertine, Nudie Jeans, Edwin og YMC. Svo get ég ekki annað en nefnt Valsarann Guðmund Jör- undsson, ég þarf að kaupa af honum jakkaföt næst þegar ég er á Íslandi. Ég er gríðar- lega ánægður fyrir hönd Íslands að hafa slíkan mann sem virðist stefna mjög hátt í fata- hönnun og vona ég að honum og hans teymi vegni sem allra best. Hvert er þitt eftirlætistískutímabil og hvers vegna? Það eru tveir mánuðir á árinu þar sem hitastig og veðurfar er sambærilegt, þessir mánuðir eiga það líka sameiginlegt að þá eru nýjar vörur að koma í verslanir af fullu afli og útsölur tiltörulega nýafstaðnar. Þetta eru mars og september, þá er yfirleitt veður fyrir peysur og létta jakka. Það er hægt að klæðast nokkrum lögum af fatnaði án þess þó að þurfa húfu, trefil og hanska. Ég er ekki mikið fyrir sumarið tískulega séð, var til dæmis að stikna síðasta sumar í Kaup- mannahöfn, kófsveittur að vinna í stuttbuxum og stuttermabol. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Ég hef í raun og veru ekkert fylgst með því undanfarið. Ég sé gríðarlega mikið af flottu fólki í miðbæ Kaupmannahafar. Þá starfa ég hjá stóru fyrirtæki með mörgum töffurum sem veita mér og hver öðrum innblástur daglega þegar stíll og hönnun er annars vegar. Hverju er mest af í fataskápnum? Ég hreinsaði vel til áður en ég flutti utan í byrjun árs 2013 svo lagerstaðan er frekar lág miðað við oft áður. En ég kaupi mér þó alltaf mest af skyrtum og skóm. Ég nota skyrtur nánast hvern dag og þá þunna stuttermaboli undir og það er mjög mikilvægt að eiga alltaf góðan lager af ferskum hvítum bolum. Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Hann breytist reglulega með umhverfinu og félagsskapnum sem ég er í hverju sinni í lífi mínu. En ég elska þó allt sem er blátt, hef staðið sjálfan mig undanfarið að því vera í öllu dökkbláu, buxum, skyrtu, jakka, derhúfu og skóm. Það skiptir mig miklu máli að vita söguna á bak við flíkina og merkið sem ég klæðist. Ég vil vita hvaðan merkið er, hversu gamalt það er og í hvaða löndum og verslunum það er selt. Það er fátt sem ég kann betur að meta en alvörugallabuxur, 13-14 únsu þykkar selvage-buxur. Í hnotskurn: Gæði, saga og snið skipta mig öllu máli. Áttu þér uppáhaldsflík? Ég á mér yfirleitt uppáhaldsflík í nokkra mánuði og svo tekur önnur við, þannig að á ég nú gott safn af frábærum flíkum sem eru í miklu uppáhaldi. Í augnablikinu er ég samgróinn við dökkbláan 3-layer Trench-Coat-frakka frá Norse Proj- ects sem er vatns- og vindheldur. Frábær í alla staði þar sem ég hjóla allra minna leiða og get þá bara strokið vatnið af honum, þar sem það á til að rigna hressilega. Hvert er uppáhalds-„trendið“ þitt fyrir sumarið? Ég væri meira til í að svara hver eru ekki uppáhaldstrendin mín þar sem það er svo mikið af rugli í gangi hjá mörgum karlmönnum. En ég hef líka oft verið þekktur fyrir að vera ansi neikvæður og þá þykir að sjálfsögðu hverjum sinn fífill fegurstur, svo við látum það vera. En ég verð allavega í „button-down“-stuttermaskyrtum í sumar og Slip-On-skóm frá Vans. Ef veður leyfir verð ég í stuttbuxum úr mesh-efni frá Libertine-Libertine sem ég er að geyma fyrir góða veðrið. Ég vona bara innilega að fólk verði í fötum sem því líður vel í og hætti að stimpla hvað annað sem hina eða þessa týpu eingöngu út frá klæðaburði. Föt gefa manni ákveðið frelsi til að tjá sig en eru enginn endanlegur mælikvarði á hvers konar manneskju fólk hefur að geyma, dæmum ekki bókina eftir kápunni. Sindri Snær segir föt gefa ákveðið frelsi til tjáningar. Ljósmynd/Morten Westh GÆÐI, SAGA OG SNIÐ SKIPTA ÖLLU MÁLI Síbreytilegur stíll SINDRI SNÆR JENSSON HEFUR SPILAÐ KNATTSPYRNU ALLA TÍÐ. SINDRI HEFUR MIKINN ÁHUGA Á TÍSKU EN HANN STARFAR SEM VERSLUNARSTJÓRI Í STREETMACHINE Í KAUPMANNAHÖFN ÁSAMT ÞVÍ AÐ HALDA ÚTI VINSÆLU TÍSKUBLOGGI, WWW.SINDRIJENSSON.COM Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Sindri heldur upp á Vals- arann og fatahönnuðinn Guðmund Jörundsson. Vans-skór eru vinsælir um þessar mundir. Red Wing Chelsea-stígvélin fékk Sindri í Berlín. Libertine-Libertine er eitt af uppáhalds- merkjum Sindra. Tíska

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.