Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Blaðsíða 45
23.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 569 7000miklaborg.is Með þér alla leið Miklaborg fasteignasala er að hefja sölu á nýjum íbúðum við Vindakór 2-8 Vindakór 2-8 Sjá nánar á vindakor.is Nýjar og rúmgóðar 3ja-5 herbergja íbúðir frá 112-166 fm og fylgir öllum íbúðum eitt stæði í lokaðari bílageymslu. Íbúðirnar skilast fullbúnar án gólfefna, að auki stendur til boða að fá íbúðirnar með gólfefnum að eigin vali frá Birgisson ehf á hagstæðum kjörum og leggst sá kostnaður við kaupverð. Möguleiki er á að kaupa til viðbótar bílskúr eða 30-40 fm viðbótargeymslu á sanngjörnu verði. Kaupendum stendur til boða viðbótarlán frá seljanda uppí allt að 90% af kaupverði. Leikskóli, grunnskóli, íþróttamiðstöðin Kórinn, Salalaug og verslun eru í göngufæri. Fallegar gönguleiðir í óspilltri náttúru, Elliðavatn og Heiðmörk eru í næsta nágrenni. 90% lán í boði SÖLUSÝNING SUNNUDAGINN 23. MARS milli 13:00 og 15:00 Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar frá apríl 2014 Óskar R. Harðarson hdl. og löggiltur fasteignasali Allar nánari upplýsingar gefur Atli S. Sigvarðsson sölufulltrúi sími: 899-1178 atli@miklaborg.is Eitt það besta við snjallsímana er að aldrei hefur veriðauðveldara að hlusta á hljóðbækur á ferðinni, og nýtaþannig betur „dauða tíman“ sem fylgir daglegu amstri. Minnst bók á mánuði Tekurðu strætisvagn til og frá skóla eða vinnu dag hvern? Upp með heyrnartólin og byrjaðu lesturinn. Skotist út í stór- markað til að kaupa inn fyrir vikuna? Það má hlusta á meðan raðað er í körfuna. Þarf hundurinn sinn reglulega göngutúr? Af hverju ekki að hlusta á heimsbókmenntirnar eða for- vitnilegt fræðirit í spásser- túrnum? Svona safnast mínúturnar upp og tími sem áður fór til spillis er orðinn að tugum og hundruðum klukkustunda til að spana í gegn- um bækur. Bara tvær 20 mínútna strætó- ferðir á dag, alla virka daga, gera 14 klukkustundir yfir mánuðinn, sem er nóg til að hlusta á ígildi tæplega 400 síðna skáldverks. En gott og vel, eru ekki hljóð- bækur dýrar? Þarf ekki að gera ráð fyrir því í mánaðarútgjöld- unum að leggja út fyrir allmiklum fjölda hljóðbóka yfir árið? Nei, aldeilis ekki, því netið er orðið að óþrjótandi uppsprettu vandaðra hljóðbóka sem auðvelt er að nálgast, a.m.k. ef fólk setur ekki fyrir sig að lesturinn sé á ensku. Leit á Google ætti að leiða í ljós fjölda vefsíðna þar sem finna má upptökur sjálfboðaliða sem lesa hnökralaust bók- menntir af öllum toga. Bækur hér og þar Síðan er ekki úr vegi að hreinlega leita að tilteknum ritum eða höfundum í Google. Spekiveitur og stofnanir hér og þar um heim hafa látið taka upp og dreifa ókeypis yfir netið verkum sem varða tiltekin málefni. Gott dæmi er vefurinn Mises.org sem gerir aðgengilegar upptökur af heilu bókunum eftir jöfra stjórnmálahagfræðinnar, á borð við Rothbard, von Mises og Hoppe. En hvað um nýrri bækur? Kannski nýjustu spennusöguna sem var að koma í hillur verslana eða einhver ómissandi rit frá alþjóðlegum viðskiptaleiðtoga? Þá er málið að fá prufuá- skrift hjá Audible, hljóðbókaverslun Amazon. Hægt er að fá eins mánaðar prufuaðgang með einni hljóðbók að eigin vali. Þarf bara að muna að afþakka áskriftina áður en fyrsti mán- uðurinn er liðinn. Óþarfi að borga fyrir hljóðbækur BÆKUR SEM HJÁLPA FÓLKI AÐ NÝTA TÍMANN BETUR OG KOSTA EKKI KRÓNU. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Er ekki upplagt að hafa Jane Austen samferða í strætó? Reuters Nota mætti gönguferð- irnar til að hlusta á hug- myndir Murray Rothbard um hagfræði. Óhætt er að mæla með vefsíðunni Booksshouldbefree- .com, en þar er safnað upptökum af bókum með útrunn- inn höfundarrétt, sem er raunin með margar helstu perlur bókmenntasögunnar. Meðal titla má finna t.d. frægustu verk Jane Austen, Alexandre Dumas, Mark Twain og Dante. Þeir sem vilja ekki skáldsögur geta valið að hlusta á hugleiðingar Markusar Árelíusar eða valdabröltsráðleggingar Niccoló Machiavelli í Furst- anum. Annar afbragðsgóður vefur er Librivox.org. Þar fá bækur af ýmsum toga að njóta sín og t.d. auðvelt að finna öndvegisrit Adams Smith eða hlusta á sagn- fræðileg rit um hin ýmsu tímabil og stórmenni. Perlur á perlur ofan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.