Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Síða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.3. 2014 E fst á forsíðu hins þekkta breska blaðs Sunday Times sagði hinn 9. mars sl. frá því, að nú lægi fyrir „leynileg skýrsla um BBC,“ breska ríkis- útvarpið. Inntak hennar væri tillaga um að leggja af útvarpsskattinn og taka upp áskriftarþjónustu. Skrítnar aðferðir Breska fyrirkomulagið er jafnvel forneskjulegra en hið íslenska var á sínum tíma. Þar er enn refsivert að greiða ekki leyfisgjald til BBC. Að meðaltali lenda 70 Bretar í fangelsi árlega þar í landi fyrir það afbrot að greiða ekki gjald til ríkisútvarpsins. Og fangarnir mörgu segja ekki einu sinni hálfa söguna. Langflestir afnotagjaldsglæpamannanna fá sektir og þær geta orðið háar. Og ástandið er síst að batna. Dómstólar nágrannanna fyrir sunnan okkur eru að kikna undan álagi, því 3.500 mál vegna BBC eins eru lögð fyrir þá vikulega. Á Íslandi var fyrirkomulagið það til skamms tíma að sérstakir fógetafulltrúar fóru við annan mann heim til meintra hlustenda og hótuðu að taka af þeim við- tækið nema þeir greiddu afnotagjaldið, eins og það var kallað. Á þeim tíma gátu borgararnir þó, þrátt fyrir allt, komið sér undan gjaldinu með því að sanna að þeir væru ekki með slíkt tæki. Ekki nægði andófs- mönnum að neita að greiða afnotagjald með þeim rök- um einum að aldrei væri kveikt á viðtækinu á því heimili, enda óspillt menningarheimili, því að tilvist útvarpstækis/sjónvarps á heimili þótti sanna mál fóg- etans. Einu gilti þótt tækið fyndist uppi á háalofti, því ályktað var að það sýndi eingöngu einbeittan brota- vilja. Óvæntur gleðigjafi Þekktur lögmaður, sem hafði þann starfa um hríð að sinna seinasta innheimtuskrefinu fyrir Ríkisútvarpið og fara heim til fólks til að gera upptækt tækið sem það hafði greitt fullu verði, sagðist hafa orðið undr- andi hvað hann hefði fljótt haft gaman af starfanum. „Mér þótti skemmtilegast að koma heim til fólks eftir að Dallas hafði verið á í svona 15 mínútur. Það var bæði vegna uppnámsins sem varð við komu mína og þess hve ótrúlegustu fátæklingarnir náðu flestir undrafljótt að klóra saman aura fyrir afnotagjaldinu,“ sagði hann á skemmtikvöldi lögfræðinga. Eftir að önnur fyrirtæki en það í ríkiseigu fengu heimild til að útvarpa og sjónvarpa varð smám saman erfiðara að hafa þetta fyrirkomulag, þrátt fyrir þá skemmtun sem löglærðir gátu haft af því. Því þegar þarna var komið bitnaði það ekki aðeins á almenningi, eins og áður, sem yfirvöld virtust telja sig geta afbor- ið, heldur var þar með komið í veg fyrir að ein- staklingar gætu notið þjónustu sem þeir höfðu sann- anlega greitt fyrir til annarra en ríkisins. Það er meginskýringin á því að fyrirkomulaginu var breytt í það horf sem nú er, þegar fjárframlagið til „RÚV“ er innlimað í skattkerfið, samhliða því að ekkert út- varpsráð er lengur til staðar og á almenningur í land- inu því ekki lengur neina aðkomu að þessu apparati sínu og getur ekki einu sinni fengið útrás fyrir ríka réttlætiskennd sína með því að neita að borga. Þeim er að vísu bættur skaðinn með fáfengilegri yfirskrift nýjustu útvarpslaga um að sú stofnun sem lögin taka til sé rekin í „þjóðarþágu“ og er það eina stofnun landsins sem nýtur slíkrar upphafningar. Með gagn- ályktun má því ætla að forsetaembættið, Hæstiréttur, Ekki hringja bjöllunni fyrr en Dallas er byrjað * Daginn eftir hrakyrðin þau réð útvarpsstjórinn Óðin semfréttastjóra án þess að starfið væri auglýst á nýjan leik. Þá þótti þeim á útvarpinu „fagmennskan“ sem þeim er svo tamt að tala um vera komin í samt lag á ný innanhúss. Reykjavíkurbréf 21.3.14

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.