Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Side 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Side 47
23.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 Árnasafn, Landspítalinn og Alþingi séu annarrar gerðar, þótt þess sé ekki getið í hvurs þágu þau séu rekin. Það þarf mikið samviskubit þeirra sem í hlut eiga til að setja slíka yfirskrift yfir lög um þessa einu ríkisstofnun. Vandi BBC Ekki er um það deilt, svo nokkru nemi, að BBC hafi alla tíð haft verulega vinstri slagsíðu, þótt sú stofnun hafi gætt mun betur að sér í slíkum efnum en íslenska ríkisútvarpið, svo himinn og haf eru á milli, og því hafa menn umborið hlutdrægnina. Við þann pólitíska vandræðagang hefur annar álitshnekkir bæst við síð- ustu árin. Í ljós hefur komið að sumar af helstu stjörn- um stofnunarinnar hafa verið afkastamiklir barnaníð- ingar og/eða kynferðismisnotkunarmenn af öðru tagi og hafa notað sterka stöðu sína og álit til að komast upp með óhugnanlega framgöngu. Við það hefur síðan bæst að upplýst hefur verið að lykilstjórnendur þessa heimsfræga fjölmiðils höfðu vitneskju um að ekki væri allt með felldu og höfðu árum og áratugum sam- an haldið hlífiskildi yfir ódæðismönnunum. Þá hefur tæknin síðustu árin grafið nokkuð undan stöðu BBC ásamt öflugri samkeppni einkaaðila. BBC hefur því gefið til kynna að verulegur samdráttur sé óhjákvæmilegur í starfsemi stofnunarinnar. Í „leyni- skýrslunni“ er lagt til að afnotagjöldin verði áfram við lýði til ársins 2020. Þau verði hins vegar fryst og muni því ekki hækka með verðbólgu. Verðbólga er lág á Bretlandi um þessar mundir, en á 6 árum yrði þó um verulega lækkun á rauntekjum að ræða. Bent er á að frjálsu stöðvarnar hafi sannað að áskriftarkerfið á að geta dugað BBC, standi stofnunin sig á annað borð. Með sama hætti hefur verið bent á að sjálfsagt sé að Íslendingar eigi þann kost í skattframtali að merkja við hvort hin háa upphæð sem gengur til „RÚV“ fari þangað eða beint til annarra þarfa sem greiðandinn metur verðskulda framlög sín betur. Sama dag og fréttin um „leyniskýrsluna“ var birt var fjallað um málið í leiðara sama blaðs. Þar er vakin athygli á því, að það hafi verið James Purnell, fyrrver- andi ráðherra í ríkisstjórn Verkmannaflokksins, sem óskaði eftir gerð þessarar innanhússskýrslu. Purnell er nú æðsti yfirmaður þróunarsviðs BBC. Þá segir efnislega í leiðaranum: „Þessi óháða innanhúss- skýrsla mun vekja stjórnmálafræðilega undrun: venj- an er sú að fyrst gefi menn sér niðurstöðu og þá fyrst óski þeir eftir skýrslu til að undirbyggja þá niður- stöðu.“ Þá segir í leiðaranum: „Afnotagjaldið er tíma- skekkja. Þegar svo er komið að fjöldi fólks „horfir ekki á sjónvarp“ í hinni hefðbundnu merkingu, er óraunsætt að ætla fólki að sætta sig við fjármögn- unaraðferð sem sniðin var á þeim tíma þegar BBC naut einokunarstöðu og nánast allir hópuðust kring- um sjónvarpið eða útvarpið sitt.“ Horft heim Þessi rök eiga enn betur við um hið fráleita fyrir- komulag sem komið var á til að tryggja rekstur ríkis- útvarps undir stjórn hóps fólks sem lætur eins og hann eigi það og það eignarhald sé svo afgerandi að ekki þurfi að hlusta á neinar gagnrýnisraddir, þótt studdar séu margsönnuðum staðreyndum sem blasa við þorra fólks og enn síður að beygja sig undir þær lagareglur sem um þessa stofnun gilda. Þegar frétta- menn Ríkisútvarpsins slökktu á ríkisútvarpinu „sínu“ í verkfallshrifningu fyrir réttum 30 árum, gerðist í framhaldinu það sem síst skyldi, að mati þeirra sem slökktu. Oflátungarnir þeir hjuggu sjálfir fyrsta höggið sem varð síðar til þess að skarð kom í einok- unarvegginn. Kraftmiklir einstaklingar sem vildu ekki láta kúgast hófu útsendingar útvarps og sýndu fram á að slík starfsemi væri ekki aðeins á færi ævi- ráðinna ofurmenna í marga ættliði. Tuttugu árum síðar ákvað þáverandi útvarpsstjóri, eftir að Kári Jónasson lét af störfum fréttastjóra, að fylgja meðmælum útvarpsráðs um hver skyldi taka við því starfi. Hann valdi utanstofnunarmann. Það ætlaði allt af göflunum að ganga. Auðvitað kom eng- um á óvart að starfsmenn „RÚV“ væru heimaríkir. Mjög margir hafa starfað þar óralengi og ófá dæmi um að kynslóð af kynslóð starfsmanna (mörg dæmi um 3 kynslóðir) starfi í útvarpinu og auðvitað enginn ráðinn vegna þeirra tengsla, heldur eingöngu af fag- legum ástæðum. En þrátt fyrir það kom gauragang- urinn og hótanir um að „utanaðkomandi“ starfsmað- urinn myndi sæta einelti frá fyrsta degi ýmsum í opna skjöldu. Yfir 90% þeirra sem sóttu fjölmennan starfs- mannafund lýstu yfir vantrausti á útvarpsstjórann og einn fréttamaðurinn, Óðinn Jónsson, hellti sér yfir yf- irmann sinn, útvarpsstjórann, með miklum stór- yrðum opinberlega, þeirrar gerðar að jafnvel þeim Páli Magnússyni og Helga Seljan gæti þótt töluvert til koma kynntu þeir sér þau sameiginlega. Daginn eftir hrakyrðin þau réð útvarpsstjórinn Óðin sem fréttastjóra án þess að starfið væri auglýst á nýjan leik. Þá þótti þeim á útvarpinu „fagmennskan“ sem þeim er svo tamt að tala um vera komin í samt lag á ný innanhúss. Nýráðinn útvarpsstjóri, Magnús Geir Þórðarson, telur ekki óeðlilegt að fara yfir skipun framkvæmda- stjórnar „RÚV“. Hann sagði: „Það er óhjákvæmilegt og hreinlegast að auglýsa stöðurnar, losa samninga við núverandi framkvæmdastjórn og ráða nýjan sam- heldinn hóp sem vonandi verður fjölbreyttur.“ Magn- ús Geir sagðist jafnframt horfa til þess að jafnrétti verði á milli kynja í nýrri framkvæmdastjórn RÚV, sem verður auglýst og stefnt er á að skipa um miðjan apríl. Ekki er neitt athugavert við þessi sjónarmið út- varpsstjórans. En það skrítna var að ýmsum þótti rétt að beina sjónum sínum eingöngu að einum af 9 fram- kvæmdastjórum þessarar ósnertanlegu stofnunar, Óðni Jónssyni. Gengu þeir fast að nýja útvarpsstjór- anum, þó ekki eins hart og að þeim gamla, sem áður var nefndur, enda sá tími ekki kominn. En þeir vildu ekki draga það að benda nýja útvarpsstjóranum á, hverjir eiga Ríkisútvarpið, enda vona þeir að hann verði ekki svo ófaglegur að leita að svarinu við þeirri spurningu í lögunum sem gilda um þá stofnun. Það hefur ekki verið gert á „RÚV“ í áratugi og væri því mjög ófaglegt svo ekki sé meira sagt. Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.