Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Side 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Side 49
23.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 hugsunum mínum í skefjum. Foreldrar mín- ir voru logandi hræddir um að ég væri að þróa með mér geðhvörf.“ Hvernig getur kvíði verið geðsjúkdómur? Það var þó ekki niðurstaða lækna, heldur að hann væri með aðra gerð af geð- sjúkdómi, kvíðaröskun. „Það hljómar kannski léttvægt, alla vega við hliðina á til dæmis geðklofa. Kvíði er orð sem við notum í daglegu tali og allir upplifa kvíða í sínu lífi. Hvernig getur kvíði verið geðsjúkdómur? Það er hins vegar enginn venjulegur kvíði sem hrjáir fólk með kvíðaröskun. Hann getur verið yfirþyrmandi. Kvíðaröskun er einn af fjór- um helstu geðsjúkdómunum, nátengdur þunglyndi. Sjúkdómur sem getur orðið mjög alvarlegur og haft djúpstæð áhrif á líf fólks. Ég er gott dæmi um það. Ætli megi ekki segja að kvíðaröskun sé týndi geðsjúkdómurinn.“ Eftir þennan vetur í Hollandi var Ing- ólfur orðinn svo veikur að ekki var um annað að ræða en að snúa heim til Íslands. Eins erfitt og það var að gefa drauminn um atvinnumennsku í knattspyrnu upp á bátinn. Alltént í bili. Hann segir sc Hee- renveen hafa sýnt veikindum sínum skiln- ing. Sagt honum að einbeita sér að heils- unni og að hann væri velkominn aftur síðar. Það var huggun harmi gegn. Heima á Íslandi byrjaði Ingólfur að heimsækja barnageðdeildina. Hann var ekki lagður inn en kom reglulega á göngudeild. Kvíðinn var síst í rénun og áfram bar á of- læti hjá drengnum. „Það var mín leið til að komast frá sársaukanum.“ Á þessum tíma byrjaði Ingólfur líka að taka lyf við veikindum sínum. „Til að byrja með var erfitt að taka lyfin. Þegar fyrsta verkið á morgnana er að taka lyf upplifir maður sig sem veikan mann. Þess utan þyngdist ég og varð flatari sem kom niður á mér í fótboltanum. En með tímanum vandist þetta.“ Skoraði í fyrsta leik Ingólfur kveðst hafa verið mjög viðkvæmur fyrir veikindum sínum á þessum tíma og ekki rætt þau við nokkurn mann, fyrir utan fjölskyldu og lækna. Eflaust hafa einhverjir velt fyrir sér hvers vegna hann væri kom- inn svona fljótt heim frá Hollandi en senni- lega bara komist að þeirri niðurstöðu að hann hefði farið of ungur út. Við heimkomuna gekk Ingólfur í raðir KR, þar sem hann fékk ljómandi góðar við- tökur. Auk þess að spila með þriðja og öðr- um flokki æfði hann með meistaraflokki og fékk meira að segja tækifæri í Pepsi- deildinni síðsumars. Skoraði strax í fyrsta leik gegn ÍBV. „Það var frábært að fá tæki- færi í efstu deild aðeins sextán ára og það með jafnsterku liði og KR. Ég fann að ég naut virðingar og að vonir voru bundnar við mig.“ Þrátt fyrir velgengni á vellinum kraum- uðu veikindin undir niðri. „Ég stundaði æf- ingar af kappi og lét ekki á neinu bera. Barðist bara við sjálfan mig þegar ég var kominn heim á kvöldin.“ Þetta sama sumar var hann valinn í landslið Íslands, skipað leikmönnum sautján ára og yngri, og tók þátt í sínu fyrsta landsliðsmóti, í Noregi. Vel gekk á mótinu og varð Ingólfur var við áhuga erlendra stórliða. Fékk meðal annars formlegt boð frá Englandsmeisturum Manchester United um að koma til æfinga. „Það var mikill „Kvíðaröskunin er partur af mér, hvort sem mér líkar það betur eða verr. Þetta eru spilin sem mér eru gefin í þessu lífi og undir mér komið að vinna úr þeim,“ segir Ingólfur Sigurðsson. Ekki eru mörg dæmi um knattspyrnu- menn sem glímt hafa, svo vitað sé, við geðsjúkdóma. Þó má nefna einn fremsta leikmann Íslandssögunnar, Þórólf Beck, sem hætta varð keppni á sínum tíma vegna veikinda. Sama máli gegnir um þýska landsliðsmanninn Sebastian Deisler sem lagði skóna á hilluna aðeins 27 ára vegna þunglyndis árið 2007. Þá var þunglyndi Englend- ingsins Stans Collymores til umfjöll- unar um tíma. Sjálfur veit Ingólfur ekki um aðra knattspyrnumenn hér heima sem glíma við kvíðaröskun eða aðra geð- sjúkdóma en efast samt ekki um að þeir séu til. „Það er ekki síst þess vegna sem ég kýs að segja mína sögu. Vonandi opnar það þessa umræðu og verður öðrum hvatning.“ Fá dæmi úr sparksögunni

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.