Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Side 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.3. 2014 Sýningin „Lystisemdir – Efasemdir – Heims- endir“ verður opnuð í Kling & Bang-galleríi við Hverfisgötu 42 á laugardag klukkan 17. Á sýningunni gefur að líta verk eftir Emmu Heiðarsdóttur, Ingibjörgu Sigurjónsdóttur, Loja Höskuldsson, Margréti Helgu Sesselju- dóttur og Sigurð Ámundason. Sýningarstjóri er Anna Hrund Másdóttir. Ragnar Kjartansson myndlistarmaður fylgir sýningunni úr hlaði og segir að sýn- endur séu fimm vonartírur reykvískrar myndlistar. Á sýninguna hafa verið valdir listamenn „sem hafa látið að sér kveða með ljóðrænum efasemdum á síðustu árum … Þessir listamenn skapa verk sem fylla okkur samtímis af von og vonleysi“. OPNA Í KLING & BANG-GALLERÍI LYSTISEMDIR … Verk eftir Margréti Helgu: Unstable Interior Postponed, Transportation of Nothing, 2013. Hluti Caput-hópsins. Þau flytja áhugaverð verk eftir Elliott Carter og Leif Þórarinsson. Á tónleikum 15:15-tónleikaraðarinnar í Norræna húsinu kl. 15.15 á sunnudag flytur Caput-hópurinn verk eftir Elliott Carter og Leif Þórarinsson. Aðstandendur tónleikanna segja um að ræða tuttugustu aldar tónlist eins og hún gerist best. Tónskáldin Carter (1908-2012) og Leifur (1934-1998) eigi að auki sitthvað sameiginlegt. Þeir hófu ferilinn sem nýklass- ísk tónskáld, færðu sig síðan yfir í seríalisma og síðan eitthvað annað en þar skilur leið- ir … Meðal annars verða flutt flautu- og óbósóló Carters, Scrivo in vento og Inner Song, og þá eru þrjú verk Leifs á efnisskránni. VERK EFTIR LEIF OG CARTER CAPUT Á 15:15 Píanókonsertinn „Grúi“ eftir Eirík Árna Sigtryggs- son verður frumfluttur á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar áhugamanna í Seltjarnarneskirkju á sunnudag klukkan 17. Ein- leikari er Tinna Þorsteins- dóttir. Tónleikarnir hefjast á tveimur stuttum tón- verkum eftir Armas Järnefelt, „Praeludium“ og „Berceuse“. Järnefelt var finnskt tónskáld og stjórnandi sem uppi var á fyrri hluta síð- ustu aldar, mágur Sibeliusar. Síðasta verk á efnisskránni er „Sinfónía númer 6“ eftir bandaríska tónskáldið Alan Hovhaness. Verkið er flutt í minningu Martins Berkofskys sem lést fyrir skömmu. Hann bjó um skeið á Íslandi, tók virkan þátt í íslensku tónlistarlífi og beitti sér talsvert á seinni árum við að endurvekja áhuga á verkum Hovhaness. Stjórnandi á tónleikunum er Oliver Kentish. HLJÓMSVEIT ÁHUGAMANNA NÝR KONSERT Eiríkur Árni Sigtryggsson Sópransöngkonan Unnur Helga Möller kemur fram í tónleikaröðungra söngvara, „Eflum ungar raddir“, í Kaldalóni í Hörpu ásunnudag. Tónleikarnir hefjast klukkan 16, Steinunn Birna Ragnarsdóttir leikur með Unni Helgu á píanó á tónleikunum og er aðgangur ókeypis. Unnur Helga og Steinunn Birna flytja úrval óperuaría á tónleik- unum. „Það sem ég hef valið að syngja spannar gróflega 550 ár í tónlistarsögunni,“ segir hún. „Margir þeir vina minna sem eru ekki óperufólk virðast oft halda að öll óperutónlist sé eins, sem hún er alls ekki. Þetta verður sambærilegt við „Shakesperare á 60 mínútum“, nema þetta verður ópera á fimmtíu mínútum. Við ætum að byrja í elstu óperutónlistinni og enda í nútímamúsík. Ég mun tala við gesti á milli aría en þær sem ég syng eru eftir margra þá stóru; Verdi, Händel, Mozart, Donizetti … Ég geri mitt besta til að gera þetta sem aðgengilegast fyrir þá sem ekki hafa kynnt sér óperuna, því sem listform á hún að vera mjög aðgengileg. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“ Unnur Helga er frá Akureyri og söng í tíu ár með Stúlknakór Akureyrarkirkju, í söngleikjum og með ýmsum kórum nyrðra, og lauk námi við Tónlistarskólann á Akureyri. Fyrir sunnan nam hún við Söngskóla Sigurðar Demetz þar sem Kristján Jóhannsson var aðalkennari hennar. Hún var við framhaldsnám í Leipzig og Salzburg og hefur komið fram í ýmsum verkefnum bæði heima og erlendis, m.a. söng hún í gjörningi Ragnars Kjartanssonar, BLISS, í New York. Hún er í kór Íslensku óperunnar og hefur í vetur tekið þátt í bæði Carmen og Ragnheiði. Unnur Helga segir að af tónlist hlusti hún hvað mest á barokk- tónlist en hafi gaman af því að syngja bel-canto, í ítalska stílnum. „En heima er aðallega spilaður metall,“ ssgir hún og hlær. „Það er frábært að fá að koma fram í þessari tónleikaröð, vinna með hæfileikafólki eins og Steinunni Birnu – og fá að láta heyra í mér í þessum fína sal. Þetta er í fyrsta skipti sem ég fæ að halda tónleika sem þessa þar sem ég fæ að ráða hvað ég syng. Seinna væri síðan geðveikt að fá að syngja með Skálmöld!“ UNNUR HELGA MÖLLER SYNGUR Í KALDALÓNI Óperusagan á 50 mínútum Það sem ég hef valið að syngja spannar gróflega 550 ár í tónlistarsög- unni,“ segir Unnur Helga um tónleikana á sunnudag. SÓPRANSÖNGKONAN UNNUR HELGA KEMUR FRAM Í TÓNLEIKARÖÐINNI „EFLUM UNGAR RADDIR“. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Menning E ftir að hafa eytt talsverðum tíma við kvikmyndatökur í þessu mikilfenglega landslagi get ég fullyrt að hér er einhver ein- stæðasta náttúra sem fyrirfinnst nokkurs staðar á jarðríki – og ég hef komið til margra staða og skoðað myndir af enn fleiri mögulegum tökustöðum,“ sagði banda- ríski kvikmyndaleikstjórinn Darren Aronof- sky þegar hann kom fram í vikunni, ásamt söngkonunum Björk Guðmundsdóttur og Patti Smith, og kynnti hátíðarsýningu á nýrri stórmynd sinni, Noah, og hljóm- sveitaveislu í Hörpu; hvort tveggja til styrktar náttúruverndarhreyfingum á Ís- landi. Hann bætti við: „Náttúran hér á Ís- landi er afar sérstök og það sem gerir það sérstakt fær fólk líka til að koma hingað. Þegar fólk sér Noah mun það átta sig á því að öll kvikmyndin er undir áhrifum feg- urðar þessarar náttúru, allir þættir hennar; búningar, förðun, tæknibrellur, allt er það undir áhrifum af landslaginu, litum þess og áferð. Við sköpuðum risastórar tölvugerðar skepnur úr hraunbreiðunum.“ Því má bæta við að Patti Smith var hér á ferð með leik- stjóranum, því hún samdi vögguvísu sem hljómar í kvikmyndinni og flytur hana í lok- in ásamt Kronos-kvartettinum kunna. Kvikmynd Aronofskys um Nóa og örkina hans, með leikurunum Russell Crowe, Emmu Watson, Jennifer Connelly og Anth- ony Hopkins, fer í almennar sýningar hér á landi um næstu helgi, um leið og hún verð- ur frumsýnd í Bandaríkjunum. Aronofsky, sem er 45 ára gamall, er einn athyglisverð- asti kvikmyndagerðarmaður Bandaríkjanna um þessar mundir, höfundur sex kvikmynda sem hafa hlotið fjölda verðlauna. Þar á með- al má nefna The Wrestler, með Mickey Ro- urke og Marisu Tomei, og Black Swan, en fyrir hana var hann tilnefndur til Óskars- verðlauna sem besti leikstjórinn og hreppti Natalie Portman þau fyrir bestan leik. Aronofsky segist lengi hafa gengið með þann draum í maganum að gera kvikmynd um Nóa og hafi hann undrast það að enginn væri búinn að gera slíka stórmynd, um eina elstu sögu mannkyns, sögu sem tilheyrir öll- um, sama hverrar trúar þeir séu. Hún sé eins og staður á heimsminjaskrá, sameign manna; saga um samband manna við vatn. „Ég fór að hugsa um Nóa þrettán ára gamall,“ sagði hann fyrir sýninguna á Noah í vikunni. „Ég var þá með stórkostlegan kennara sem sagði okkur krökkunum að taka fram blað og penna og skrifa eitthvað um frið. Ég endaði á að skrifa ljóð um Nóa og það vann til verðlauna í samkeppni hjá Sameinuðu þjóðunum. Það var í fyrsta skipti sem ég vann nokkurn skapaðan hlut. Þar hófst vegferð mín sem sagnamanns en Nói fór ekki úr huga mér – og hér erum við, 32 árum síðar, og sagan komin á breið- tjald.“ Á ferð um einstakt landslag Aronofsky kom fyrst til Íslands árið 1998 þegar honum var boðið hingað með fyrstu kvikmynd sína, Pi, á kvikmyndahátíð. „Þá var ég að mestu í Reykjavík, sem var frábært, en einn daginn var mér boðið í bíl- ferð til Nesjavalla. Það var stórkostleg ferð um einstakt landslag og áhugi minn var vakinn,“ segir hann. Árið 2007 kom leik- stjórinn aftur og var viðstaddur opnun Vatnasafns listakonunnar Roni Horn í Stykkishólmi. „Þá ók ég um og það var hreint makalaus ferð,“ segir hann. „Ég var á ferð um ein- stakt landslag og fór að sjá fyrir mér hvernig það gæti hentað sögunni um Nóa. Ég var í umhverfi sem var ólíkt öllu sem ég hafði áður séð eða upplifað. Skömmu síðar var sagan farin að taka á sig form og við tókum að íhuga Ísland alvarlega sem helsta vettvanginn fyrir tökurnar. Þá voru íslensk stjórnvöld líka farin að styðja við slík verk- DARREN ARONOFSKY LEIKSTÝRÐI MEGINHLUTA KVIKMYNDAR UM NÓA HÉR Á LANDI Allt útlit myndarinnar undir áhrifum íslenskrar náttúru BANDARÍSKI KVIKMYNDALEIKSTJÓRINN ARONOFSKY HEFUR GENGIÐ LENGI MEÐ ÞANN DRAUM AÐ SEGJA SÖG- UNA UM NÓA OG SYNDAFLÓÐIÐ. HANN KVIKMYNDAÐI ÞESSA SÖGU UM MENN OG VATN LOKS Á ÍSLANDI. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Nói ásamt einum sona sinna framan við örkina. Öll dýrin eru tölvugerð í kvikmyndinni. Og þá kom steypiregn … Leikarinn Russell Crowe hleypur fremstur í hlutverki Nóa. Ljósmynd/Niko Tavernise

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.