Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Qupperneq 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Qupperneq 57
23.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Evrópa hlær er heiti kvik- myndahátíðar sem hefst í Kamesi Borgarbókasafns við Tryggvagötu á laugardag kl. 15. Í myndunum er fjallað um sam- skipti þjóðabrota í Evrópu og er opn- unarmyndin austurrísk, Geboren in Absurdistan (Fædd í Absúrdistan). 2 5x8 fjölfeldi er heiti verk- efnis sem verður kynnt á opnun sýningar í Týsgalleríi við Týsgötu á laugardag klukkan 17. Átta listamenn hafa skap- að listaverk sem hvert er í fimm tölu- settum eintökum. Meðal þeirra eru Steingrímur Eyfjörð, Þóroddur Bjarnason og Sólveig Einarsdóttir. 4 Mörg þekktustu karlakóralög landsins eru á efnisskrá stúlknakórsins Graduale Nobili í Langholtskirkju á sunnudagskvöldið. Þær syngja meðal annars Brennið þið vitar, Hraustir menn og Sveinar kátir syngið. 5 Fyrsta almenna sýningin á Kynfræðslu Pörupilta verð- ur í Borgarleikhúsinu á sunnudag klukkan 20. Ung- lingum var boðið á sýninguna í febr- úar en nú geta aðrir sem vilja hlæja og fræðast um kynlíf skellt sér á sýn- inguna. Piltarnir eru Sólveig Guð- mundsdóttir, María Pálsdóttir og Alexía Björg Jóhannesdóttir. 3 Unnendur dægurlagasöngvar- ans Eltons Johns ættu að þyrpast í Háskólabíó á laugar- dagskvöld. Klukkan 19.15 verður sýnd upptaka frá tónleikum kappans í Caesar’s Palace í Las Vegas, í miklum hljóð- og myndgæðum. MÆLT MEÐ 1 Tónlistarskólar landsins fagna um þessarmundir góðum árangri í tónlistarupp-eldi landans með eins konar uppske- ruhátíð sem fram fer í Hörpu í dag. „Þetta eru rétt rúmlega 100 börn sem koma fram og flytja verk af ýmsu tagi,“ seg- ir Össur Geirsson en hann er einn af þremur í framkvæmdastjórn Nótunnar, ásamt Sig- rúnu Grendal og Snorra Heimissyni. Hafa þau borið hitann og þungann af undirbúningi Nótunnar, studd af nefndarfólki um land allt. „Efnisskráin verður mjög fjölbreytt en þarna eru til dæmis á ferðinni lúðrasveitir, einleikarar og aðrir hópar. Lögin sem eru flutt eru frá Bach upp í frumsamda blúsa, og allt þar á milli. Þá munu nemendur bjóða upp á lifandi tónlist í opnu rými Hörpu á milli viðburða.“ Þetta er í fimmta sinn sem Nótan er hald- in og ljóst að mikil vinna liggur að baki og metnaðurinn er mikill. „Undirbúningurinn að þessari hátíð hófst um áramótin. Fyrirkomu- lagið er þannig að tónlistarskólarnir velja nemendur til þess að keppa á svæðistón- leikum þar sem þriggja manna valnefnd, sem er skipuð framúrskarandi tónlistarmönnum, velur ákveðinn fjölda atriða fyrir hvert svæði en það eru 24 atriði sem koma fram í Hörpu. Það má því með sanni segja að það sé rjóminn af bestu tónlistarnemendum lands- ins sem kemur fram og allir leggja kapp á að spila sem best fyrir hönd síns skóla. Það eru engin aldursmörk í þessu, maður getur allt eins verið sextugur, svo lengi sem maður er nemandi í tónlistarskóla. Flestir sem þarna koma fram eru þó frá níu ára og upp undir þrítugt.“ Allir hafa mikla ánægju af því að taka þátt í þessari hátíð. „Þrátt fyrir að þetta sé ekki keppni í ströngustu merkingu þess orðs kemur samt keppnisskapið fram og allir leggja sig fram. Það er áberandi að krakk- arnir hafa mjög gaman af því að koma fram og sýna mikinn metnað. Helsti vandinn sem sneri að okkur var að velja úr þessum mikla fjölda framúrskarandi nemenda. Það var mjög erfitt verkefni.“ Össur telur ekki útilokað að þarna séu á ferðinni margar vonarstjörnur íslenskrar tónlistar. „Ég er viss um það að þegar fram líða stundir þá munum við geta bent á hina og þessa sem áttu sínar stundir í Nótunni. Þetta eru mjög oft krakkar sem hafa sett stefnuna á að vera atvinnumenn í tónlist og þetta er kannski fyrsti stökkpallurinn þeirra í djúpu laugina,“ segir Össur. Tónleikarnir hefjast klukkan 11:30 og er aðgangur ókeypis. mariamargret@mbl.is VONARSTJÖRNUR ÍSLENSKRAR TÓNLISTAR KOMA FRAM Á NÓTUNNI 2014 Fyrsti stökkpallurinn LOKAHÁTÍÐ NÓTUNNAR FER FRAM Í DAG. FJÖLMÖRG BÖRN ÚR TÓN- LISTARSKÓLUM LANDSINS KOMA FRAM OG SÝNA LISTIR SÍNAR. Margrét Guangbing Hu og Pétur Nói Stefáns- son koma úr Tónlistarskóla Árnesinga. efni með því að endurgreiða hluta kostn- aðarins og ég vona svo sannarlega að haldið verði áfram á þeirri braut. Á sama tíma og við unnum hér var unnið að fimm stórum kvikmyndaverkefnum víða um land. Þegar við leikmyndahönnuðurinn fórum að skoða Ísland betur ákváðum við að öll fagurfræði kvikmyndarinnar og útlit yrði undir áhrifum íslensks landslags. Að fá að taka þessa kvikmynd hér, með þessari áherslu á náttúruna, má líkja við að ég væri að gera kvikmynd um myndlist og fengi að taka hana í Louvre-safninu … Þetta er einstakt land.“ Þegar blaðamaður ræddi við Aronofsky vildi hann árétta að reynt var að ganga af mikilli nærgætni um náttúruna hér. „Þegar við vorum að leita að tökustöðum fórum við til að mynda ekki á staði sem eru of við- kvæmir. Við fórum varlega og reyndum að skilja ekkert eftir okkur. Til dæmis getur mosabreiða virst þola ýmislegt en sú er alls ekki raunin, það getur hafa tekið hana hundruð ára að ná að skjóta rótum og breiða úr sér. Við vorum með strangar regl- ur um endurvinnslu á tökustöðum. Stundum þegar kvikmyndafyrirtæki fara til annarra landa að framleiða kvikmyndir er þeim nokkuð sama hvað áhrif þau hafa en ég hef alltaf – mögulega vegna þjálfunar minnar á sviði líffræði – haft ríka tilfinningu fyrir umhverfismálum,“ segir hann. Enn ekki spillt með raflínum Greint hefur verið frá því í fréttum að kvik- myndin um Nóa væri þegar umdeild í ein- hverjum löndum. Meðal annars hafa þrjú ríki í Mið-Austurlöndum bannað sýningar á henni. Hann gefur ekki mikið fyrir það. „Kvikmyndin er aðeins umdeild meðal fólks sem hefur ekki séð hana. Nú er hún byrjuð í forsýningum og þau skrif sem birt- ast eru jákvæð og lofsamleg; áhorfendur eru sáttir við myndina og styðja hana. Lítill hluti jarðarbúa fylkir sér bak við bókstafs- kenningar en við hvað miða þau? Kaflinn um Nóa í Biblíunni er stuttur, fjórir hlutar alls, nokkur hundruð orð. Við erum trú þeim, en þurfum að gæða þá lífi, fá efnið til að lifna á hvíta tjaldinu fyri áhorfendur á 21. öldinni. Sýningar á Noah hafa verið bannaðar í þremur íslömskum ríkjum en þar er líka bannað að sýna lifandi eftirmyndir manna og dýra í listum.“ Í lokin beinir Aronofsky aftur talinu að íslenskri náttúru, sem stendur huga hans nærri. Hann segir hin ósnortnu víðerni gríð- arlega mikilvæg, og verða sífellt mikilvægari þegar ósnortin náttúra sé horfin víðast hvar annars staðar. „Hún er hinn stóri fjársjóður framtíðarinnar. Þessum hornum fækkar sí- fellt í heiminum og þau verða sífellt mikil- vægari og verðmætari. Hér hefur víðernum enn ekki verið spillt með girðingum og raf- línum,“ segir leikstjórinn. Morgunblaðið/Kristinn „Kvikmyndin er aðeins umdeild meðal fólks sem hefur ekki séð hana,“ segir leikstjórinn Darren Aron- ofsky um Noah.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.