Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Page 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Page 59
23.3. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 Eftirköstin er skáldsaga eftir Rhidian Brook en hann byggir söguna á atburðum úr lífi afa síns. Sögusviðið er Hamborg árið 1946 og breska hernáms- liðið á að reisa borgina úr rúst- um. Lewis, yfirmaður í hern- um, og fjölskylda hans fá til umráða glæsilegt hús en Lewis leyfir eigandanum og unglings- dóttur hans að búa þar áfram. Sambúðin er ekki án átaka, en þróast síðan í óvænta átt. Þetta er þriðja skáldsaga Rhidians Brooks og hefur kom- ið út víða um heim. Kvik- myndarétturinn að bókinni hefur verið seldur, enda margt í sögunni sem ætti að geta geng- ið vel upp í kvikmynd. Guðrún Eva Mínervudóttir þýðir bók- ina. Óvænt sambúð í Hamborg Tvær bækur eru komnar út um breska njósnarann fræga Kim Philby, en hann sá Sovétmönnum fyrir leynilegum upplýsingum í þrjátíu ár en flúði svo til Sovétríkjanna. Önnur bókin, sem nefnist Kim Philby, er eftir Tim Milne, sem lést árið 2010, og var vinur Philbys í áratugi. Milne, sem var háttsettur hjá Bresku leyniþjónustunni, skrifaði minningar sínar upp úr 1970 en þær hafa ekki birst fyrr en nú. Þótt Philby hafi blekkt þennan vin sinn í þrjátíu ár skrifar Milne um hann af hlýju í minningabók- inni og segist ekki iðrast þess að hafa þekkt hann. Milne taldi að Philby hefði svikið þjóð sína vegna þess að hann hefði verið einlægur kommúnisti. Það er hins vegar ekki skoðun annars höfundar sem skrifað hefur bók um Philby. Sá er Ben Macintyre og bók hans nefnist A Spy Among Friends, en hann heldur því fram að Philby hafi ekki haft nokkurn áhuga á kommúnisma og nær aldrei rætt um stjórnmál. Philby hafi því ekki verið rekinn áfram af eldheitri hugmyndafræði heldur séu ástæðurnar sálfræðilegar. Philby hafi átt afar ráðríkan föður sem sýndi syni sínum enga ástúð og Philby hafi verið í leit að athygli sem hann fékk hjá KGB, en einnig orðið háður spennunni sem fylgdi lífi njósnarans. Hann hefði notið þess að blekkja og svíkja fólk, þar á meðal vini sína, og ekki haft nokkurt sam- viskubit þótt upplýsingar sem hann lak til KGB kostuðu mannslíf. Ný bók um Kim Philby er á met- sölulista í Bretlandi. NJÓSNARINN SEM NAUT ÞESS AÐ SVÍKJA Von er á fyrstu skáld- sögu Ara Jóhannes- sonar, Lífsmörk, á næstu vikum. Þar segir frá Sölva Oddssyni, ung- um lækni sem er í mikl- um metum á Landspítal- anum, bæði meðal samstarfsfólks og sjúk- linga, enda alltaf til í að taka aukavaktir. Í vinn- unni fjarlægist hann stöðugt veruleikann, eiginkonu og börn og að lokum verða skilin milli þess að sefa og valda sársauka svo óskýr að eitthvað verður undan að láta. Hér er á ferð saga um mannlegan breyskleika og mörk lífs og dauða. Ari Jóhannes- son er sérfræðingur í lyflækningum og starfar sjálfur á Landspítala. Hann hlaut Bókmennta- verðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabókina Öskudagar árið 2007. FYRSTA SKÁLDSAGA ARA Ari hlaut árið 2007 Tómasarverðlaunin og þáverandi borgarstjóri Dag- ur B. Eggertsson samgladdist honum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ljóðasafn Steins Steinars á heima á hverju heimili og er reyndar einkar heppileg gjöf því hver vill ekki eiga bók með svo góðum skáldskap? Vaka- Helgafell hefur endurútgefið ljóðasafn þessa merkilega ljóð- skálds með sérlega góðum for- mála Kristjáns Karlssonar. Þetta er falleg bók með ógleymanlegum ljóðum sem heillað hafa þjóðina og munu halda því áfram svo lengi sem Íslendingar lesa ljóð. Ógleymanleg ljóð Steins Steinars Ljósmynd/Jón Kaldal Ljóð, líkami og uppgjör í Hamborg NÝJAR OG NÝLEGAR BÆKUR LJÓÐASAFN STEINS STEINARS HEFUR VERIÐ ENDURÚTGEFIÐ OG ÞÝÐING Á FRÆGRI LJÓÐA- BÓK TED HUGHES ER Á MARKAÐI. MYND- SKREYTT BARNABÓK UM LÍKAMANN HEFUR LIT- IÐ DAGSINS LJÓS OG NÝLEG BRESK SKÁLDSAGA SEM ÞÝDD HEFUR VERIÐ Á FJÖLMÖRG TUNGU- MÁL ER KOMIN ÚT Á ÍSLENSKU. Afmælisbréf, ljóðabók breska lár- viðarskáldsins Teds Hughes, er komin út í íslenskri þýðingu Hall- bergs Hallmundssonar og Árna Blandon. Hughes lýsir þar á áhrifamikinn hátt sambandi sínu við fyrri eiginkonu sína, banda- ríska ljóðskáldið Sylviu Plath. Ljóðabókin var gefin út nokkrum mánuðum áður en Ted Hughes lést árið 1998, vakti gríðarlega at- hygli og varð metsölubók. Marglofuð ljóðabók Í bókinni Kroppurinn er kraftaverk – Líkamsvirðing fyrir börn – er börnum kennt að þykja vænt um líkama sinn og hugsa vel um hann. Höfundur bókarinnar er Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur og Björk Bjarkadótt- ir myndskreytti á sinn skemmtilega hátt. Í lokakafla bókarinnar, sem er skilaboð til fullorðinna, segir: Öll börn eiga rétt á því að líða vel í líkama sínum og vera stolt af sjálfum sér eins og þau eru. Barnabók um líkamann *Maðurinn er skástur þegar hanner upptekinn við iðju sem á hughans allan. Pétur Gunnarsson BÓKSALA 12.-18. MARS Allar bækur 1 Hljóðin í nóttinniBjörg Guðrún Gísladóttir 2 Sannleikurinn um mál HarrysQuebert Joël Dicker 3 HHhHLaurent Binet 4 Iceland Small World lítilSigurgeir Sigurjónsson 5 Kroppurinn er kraftaverkSigrún Daníelsdóttir 6 5:2 mataræðiðMichael Mosley/ Mimi Spencer 7 Marco áhrifinJussi Adler Olsen 8 5:2 mataræðiðUnnur Guðrún Pálsdóttir 9 Skrifað í stjörnurnarJohn Green 10 KonungsmorðiðHanne-Vibeke Holst Kiljur 1 Sannleikurinn um mál HarrysQuebert Joël Dicker 2 HHhHLaurent Binet 3 Marco áhrifinJussi Adler Olsen 4 KonungsmorðiðHanne-Vibeke Holst 5 SkuggasundArnaldur Indriðason 6 ÓlæsinginnJonas Jonasson 7 SandmaðurinnLars Kepler 8 MánasteinnSjón 9 Furðulegt háttalag hunds um nóttMark K. Haddon 10 LygiYrsa Sigurðardóttir Listinn er tekinn saman af Eymundsson MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Tvisvar verður gamall maður barn.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.