Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.03.2014, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 23. MARS 2014 Upplifðu 4G með iPhone 5c Verð 5.527 kr. á mánuði* Vodafone Góð samskipti bæta lífið * Samkvæmt 18 mánaða raðgreiðslusamningi. Staðgreiðsluverð 89.990 kr. Flottur fyrir fermingarbarnið Lipur og lit íkur 4G sími Verð 5.590 kr. á mánuði* Vodafone Góð samskipti bæta lífið Graduale Nobili hefur starfað frá árinu 2000 og kallar sig dömukór. Kórinn er skipaður 24 dömum aldrinum 18-25 ára og hefur alla tíð verið undir stjórn Jóns Stefánssonar. Á sunnudag mun kórinn halda svokallaða Karlakórstón- leika þar sem dömurnar spreyta sig á helstu „karlakórs- lögum“ Íslendinga. Þær Eygló og Harpa Ósk hafa báðar lengi verið tengdar kórastarfinu í Langholtskirkju og eru nú báðar meðlimir í Graduale Nobili. Segja þær að karla- kórslögin hafi blundað í þeirra innri tenór í þónokkur ár og að nú fái þær loksins að hleypa honum út. Þegar kom- in var vöntun á hressilegu aukalagi fyrir tónleika kórsins stakk kórstjórinn þeirra, Jón Stefánsson, upp á því að kórinn syngi Brennið þið vitar. „Eftir það vildum við taka þetta alla leið og höfum verið að syngja þessi helstukarla- kóralög, t.a.m. Ísland, Ísland eg vil syngja og Fóst- bræðralag,“ segir Harpa Ósk. „Til að ganga úr skugga um að við værum að gera þetta almennilega fórum við í heimsókn á æfingu bæði hjá Karlakórnum Fóstbræðrum og hjá Karlakór Reykjavíkur og fengum þá til að hlusta á okkur,“ bætir Eygló við. Stúlkurnar í kórnum ákváðu síð- an að nota tækifærið og taka þátt í Mottumars, bæði til að láta gott af sér leiða og til að auglýsa tónleikana. Þrátt fyrir að vera flokkaður sem kirkjukór hafa stúlk- urnar í Graduale Nobili tekið þátt í ýmsum öðrum verk- efnum utan kirkjunnar í gegnum tíðina. Til að mynda var kórinn fenginn til þess að syngja inn á Biophiliu, nýjustu plötu Bjarkar Guðmundsdóttur sem út kom árið 2011. Með því fylgdi tæplega tveggja ára langt tónleika- ferðalag þar sem stúlkurnar heimsóttu meðal annars Bandaríkin, Suður-Ameríku, Tókýó og ýmis lönd í Evr- ópu. Tónleikarnir verða í Langholtskirkju 23. mars klukkan 20.00. Miðaverð er 2.000 krónur en veittur er afsláttur fyrir námsmenn og karlakórsmeðlimi nær og fjær. Harpa Ósk Björnsdóttir og Eygló Höskuldsdóttir Viborg ásamt Graduale Nobili dömukórnum sem hefur æft karlakórs- lög af kappi undanfarið í tengslum við Mottumars. Dömunum þótti að sjálfsögðu við hæfi að klæða sig í takt við tilefnið. Morgunblaðið/Ómar GRADUALE NOBILI TEKUR ÞÁTT Í MOTTUMARS Dömukór syngur karlakórslög Íþróttin Buzkashi er iðkuð víða í Mið-Asíu og getur einn leikur staðið í marga daga. Ljósmyndar- ar AFP fréttaveitunnar voru á ferð í Kyrgyzstan og sáu þarlenda menn stunda íþróttina og rifu upp myndavélina til að mynda herleg- heitin sem eru alls ekki fyrir við- kvæma. Í Buzkashi keppa tvö lið á hest- um og markmiðið er að koma dýrshræi í mark – eins undarlega og það kann að hljóma. Íþróttinni er trúlega best lýst sem einhvers- konar útfærslu á ruðningi á hest- baki. Buzkashi þýðir „að grípa geit“ enda er boltinn, ef bolta kyldi kalla, hauslaust hræ, yfirleitt af geit eða jafnvel kálfi. Líffærin eru fjarlægð og hræið fyllt af sandi til að gera það þyngra. Það er svo lát- ið liggja í vatni, til að gera það harðara. Leikurinn hefst á því að knapar liðanna umkringja hræið. Þegar flautað er til leiks keppast liðsmenn við að lyfta því upp að hnakknum og ríða í átt að marklín- unni. Leikvöllurinn er 200 metra langur og 80 metra breiður, 10 knapar eru í hverju liði en aðeins fjórir mega vera inná í einu. Regl- urnar eru ólíkar í hverju landi fyr- ir sig. FURÐUR VERALDAR Keppt í hrækasti Buzkashi var fyrst spilað í Kasakstan. Átökin eru mikil fyrir knapa og hesta enda geta leikar staðið í marga daga þangað til úrslit eru kunn. AFP ÞRÍFARAR VIKUNNAR Dustin Hoffman leikari. Björgvin Halldórsson tónlistarmaður. Einar Hákonarson myndlistarmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.