Morgunblaðið - 03.04.2014, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2014
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 |www.eirvik.is
Elica háfar
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Mikil spenna er fyrir afhjúpun
kappakstursbíls íslenska keppnis-
liðsins í Formula Student-
háskólakeppninni. Keppnin er
haldin einu sinni á ári og fer
fram á hinni frægu Silverstone-
keppnisbraut í Bretlandi í sumar.
Í íslenska liðinu eru nemendur í
verkfræðideildum Háskóla Ís-
lands og þeir hanna og smíða bíl-
inn, sem verður afhjúpaður á Há-
skólatorgi klukkan 17 í dag.
Ragnheiður Björk Halldórs-
dóttir, liðsstjóri, segist fyrst og
fremst vera stolt af öllum sínum
liðsfélögum á þessum tímamótum
enda hafi gífurleg vinna farið í
hönnun og smíði bílsins. „Nú taka
við prófanir og fínstillingar í
samstarfi við ökumennina.“ Bíll-
inn gengur fyrir rafmagni og
gætt var að því að nota umhverf-
isvænar aðferðir og efni við smíði
hans.
Unnið dag og nótt að
smíði kappakstursbíls
Morgunblaðið/Ómar
Til stendur að lengja Arnarnesveg-
inn verulega þannig að hann liggi
frá Garðabæ í Breiðholt í Reykjavík
og hefjast framkvæmdir í ár. Þetta
er meðal þess sem kemur fram í
nýrri samgönguáætlun til ársins
2016 sem Hanna Birna Kristjáns-
dóttir innanríkisráðherra lagði fram
sem þingsályktunartillögu á mánu-
daginn.
Vegarkaflinn liggur um land
Kópavogs, Garðabæjar og Reykja-
víkur, vegagerðin hefur staðið til um
hríð, en ekki orðið af framkvæmdum
fyrr en nú, t.d. voru umhverfisáhrif
vegarkaflans metin árið 2006.
Til stendur að gera kafla frá
Reykjanesbraut að Fífuhvammsvegi
í ár og næsta ár. Nýi vegarkaflinn
verður hluti af Arnarnesvegi og mun
liggja frá stóra hringtorginu á
Reykjanesbraut, til móts við Hlíða-
smára og þaðan til austurs, þar sem
áður var hesthúsahverfið við
Reykjanesbraut, norðan við golfvöll-
inn í Vetrarmýri í Garðabæ og niður
í Salahverfi meðfram kirkjugarðin-
um í Kópavogi og tengjast þar vegi
sem þegar ber heitið Arnarnesveg-
ur. Kostnaður við framkvæmdirnar
er áætlaður 100 milljónir í ár og 500
milljónir á næsta ári.
Eftir nokkur ár er síðan áformað
að halda áfram með framkvæmdir,
þá mun vegurinn halda áfram í átt
að Breiðholtsbraut, liggja á milli
Vatnsendahvarfs og efsta hluta
Seljahverfis og tengjast þar Breið-
holtsbrautinni. Kostnaður við þær
framkvæmdir er áætlaður 600 millj-
ónir.
Spennandi vegur
Jónas Snæbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri þróunarsviðs hjá
Vegagerðinni, segir að ekki sé búist
við mikilli umferð við veginn næstu
árin. Hann verði einbreiður í báðar
áttir. „En síðan þegar hann verður
tengdur áfram yfir á Breiðholts-
braut, sem er áætlað að gerist eftir
sex ár, þá er komin býsna góð teng-
ing frá suðurhluta höfuðborgar-
svæðisins og austur á land, upp á
Suðurlandsveg við Rauðavatn,“ seg-
ir Jónas. „Þetta verður mjög spenn-
andi vegur.“ annalilja@mbl.is
Breiðholtsbraut
Lengri Arnarnesvegur
Garðabær
Kópavogur
Hnoðraholt
Vífilsstaðavatn
Golfvöllur
Elliðavatn
Vatnsendahvarf
Vat
nse
nda
veg
ur
Skíðasvæði
Jað
ars
el
Vífilsstaðavegur
Re
yk
ja
ne
sb
ra
ut
Kirkjugarður
Salavegur
Rjúpnavegur
Rjúpnahæð
Fífuhvam
m
svegur
Garðabær
Kópavogur
Grunnkort/Loftmyndir ehf.
Ný leið úr Garðabæ í Breiðholt
Framkvæmdastjóri Keilis leggur til
að kennsla í unglingadeildum
grunnskólanna á Reykjanesi og
Fjölbrautaskóla Suðurnesja hefjist
klukkan níu á morgnana í staðinn
fyrir rúmlega átta. Tillöguna setur
hann fram á málþingi sem Keilir og
Hið íslenska svefnrannsóknafélag
standa fyrir í dag.
Hjálmar Árnason vekur athygli á
því að rannsóknir sýni að unglingar
þurfi átta til níu tíma svefn á sólar-
hring. Það sé hættulegt fyrir heilsu
þeirra ef það náist ekki í langan
tíma. „Öllum ber saman um að þau
ná ekki nauðsynlegum svefni. Hvað
er til ráða? Koma þeim fyrr í rúmið
á kvöldin? Það er fullreynt, allir
foreldrar þekkja það. Þá verður að
huga að því hvenær þau fara á fæt-
ur,“ segir Hjálmar og bætir því við
að hálft gagn sé að kenna illa sofn-
um unglingum.
Hann segir að Framhaldsskólinn
á Laugum hefji kennslu klukkan
níu og það hafi reynst vel. Þá getur
hann um rannsókn í bandarískum
skóla sem sýni að meira en tvöfalt
fleiri nemendur hafi náð lágmarks
svefni eftir að upphafi skóladags
var frestað um 25 mínútur.
„Tilgangur minn er að vekja um-
ræðu. Ég fæ viðbrögð á málþinginu
og úr því geta fræðsluyfirvöld og
skólastjórnendur unnið,“ segir
Hjálmar. helgi@mbl.is
Unglingar fái
að lúra lengur
Tillaga um seinkun
kennslu að morgni
Morgunblaðið/Ernir
Hvíld Unglingar þurfa fullan svefn.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Lélegur vatnsbúskapur á hálendinu kostar hita-
veitu HS veitna í Vestmannaeyjum rúmar 100
milljónir króna, ef skrúfað verður fyrir rafmagn til
veitunnar í tvo mánuði eins og nú er útlit fyrir. Það
mun að lokum bitna á notendum, að sögn forsvars-
manns hitaveitunnar.
Fjarvarmaveitan sem HS veitur reka í Vest-
mannaeyjum er að stofni til hraunvarmaveita sem
sett var á laggirnar eftir gos. Hún hefur verið rek-
ið með ótryggðri orku frá Landsvirkjun frá 1988.
Ívar Atlason, tæknifræðingur hjá HS veitum, seg-
ir að það hafi gengið vel. Aðeins einu sinni hafi
komið til skerðingar og þá í stuttan tíma.
Olían margfalt dýrari
Vegna þess hversu hratt gengur á vatnsforða
virkjana Landsvirkjunar hefur verið gripið til
skerðingar á ótryggðri orku til stórnotenda og
dreifiveitna. Þannig var skrúfað fyrir rafmagnið
til fjarvarmaveitunnar í Vestmannaeyjum 1. mars
og nú er útlit fyrir að skerðingin standi út apríl, að
minnsta kosti. Fjarvarmaveitan er því kynt með
olíu og það er fimm til sex sinnum dýrara en
ótryggða raforkan, að sögn Ívars. Hann segir að
ef skerðingin standi út apríl kosti það veituna
rúmar 100 milljónir kr. aukalega.
Ívar segir óumflýjanlegt að þessi kostnaður
muni hafa einhver áhrif á notendur með breyt-
ingum á gjaldskrá fyrirtækisins en ekkert hafi
verið ákveðið um hver þau verði eða hvenær þau
komi fram.
„Það er grátlegt að þurfa að keyra hitaveituna á
olíu, það eyðir gjaldeyri þjóðarinnar og mengar,“
segir Ívar en bætir því við að vonandi breytist að-
stæður á hálendinu svo hægt verði að hefja sem
fyrst notkun innlendra orkugjafa.
Yfir 100 milljóna kr. högg
Fjarvarmaveita HS veitna í Vestmannaeyjum kynt með olíu vegna skerðingar á
raforku þar sem vatnsbúskapur Landsvirkjunar er lakari en verið hefur í mörg ár
Skrúfað fyrir
» Vegna veðurfars í vetur hef-
ur innrennsli í Þórisvatn og
Blöndulón verið lítið og miðl-
unarforði Landsvirkjunar á
Suður- og Norðurlandi er minni
en verið hefur um árabil.
» Stórnotendum var tilkynnt
um skerðingu á umframorku
en hún er almennt um 10% hjá
álverunum.
» Þá var skrúfað fyrir raf-
orkusölu til fjögurra kaupenda
sem reka kyndistöðvar á
nokkrum þéttbýlisstöðum á
landsbyggðinni og þeim gert
að nota varaafl.
Á næstu dögum mun Orkuveita
Reykjavíkur hefja niðurdælingu
brennisteinsvetnis, sem hreinsað
hefur verið úr útblæstri Hellisheið-
arvirkjunar, en tilraunarekstur
hreinsistöðvar er hafinn við virkj-
unina. Í tilkynningu frá Orkuveit-
unni kemur fram að vegna dæling-
arinnar telji vísindamenn að auknar
líkur verði tímabundið á að jarð-
skjálftar verði á niðurdælingarsvæð-
inu. Slíkir jarðskjálftar gætu náð
þeirri stærð að fyndist vel í byggð.
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri
í Hveragerði, segir að bæjarstjórnin
fagni því að Orkuveitan sé að reyna
að losna við brennisteinsmengunina
sem fylgi virkjuninni, en að það sé
ekki hægt að vera annað en ósátt ef
því fylgi jarðskjálftar. „Það er þó já-
kvætt að þeir séu með upplýs-
ingagjöf, þannig að íbúar viti hvað sé
í vændum, því að oftast nær er það
óvissan sem er verst í svona löguðu.“
sgs@mbl.is
Skjálfta-
hætta eykst
tímabundið
OR dælir niður