Morgunblaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2014 Verktakar nýrra fjölbýlishúsa í Urriðaholti hittust nýverið til að ræða stöðu mála við þá Gunnar Ein- arsson, bæjarstjóra Garðabæjar, og Jón Pálma Guðmundsson, fram- kvæmdastjóra Urriðaholts ehf. Á vef Urriðaholts segir að góður hugur hafi verið í mannskapnum á fundinum, enda margar bygging- anna langt komnar og styttist í að sala fyrstu íbúðanna hefjist. Til við- bótar við þær rúmlega 100 íbúðir sem nú er verið að byggja hefur verið ákveðið að hefja fram- kvæmdir við byggingu annars eins fjölda íbúða í haust. Verktakarnir eiga það sameiginlegt að vera að reisa lítil fjölbýli, yfirleitt þriggja hæða með bílageymslum og lyftum. Eitt húsanna er nánast uppsteypt. Íbúðirnar eru 80 til 145 fermetrar. Á fundinum ræddi Gunnar bæjar- stjóri sérstaklega um byggingu skóla í Urriðaholti, en hönnun hans er þegar hafin. Gunnar sagði að leikskóli og grunnskóli myndu taka til starfa haustið 2016, en í millitíð- inni gætu foreldrar barna í Urriða- holti valið í hvaða skóla börn þeirra færu. bjb@mbl.is Hugur í verktökum í Urriðaholti í Garðabæ Ljósmynd/Urriðaholt.is Urriðaholt Frá fundi verktaka með Gunnari Einarssyni, bæjarstjóra í Garðabæ, og talsmönnum Urriðaholts ehf. Aðeins ein kona var í þessum fríða hópi, Hulda Þorsteinsdóttir, sem er meðal eigenda fyrirtækisins Borgarhrauns. Hestadagar í Reykjavík hefjast með skemmtuninni Hestaati í Hörpu, í Norðurljósasal, í kvöld. Hilmir Snær Guðnason leikari og hljóm- sveitirnar Brother Grass og Hund- ur í óskilum rifja upp rysjótta sam- búð íslenska hestsins við ótamin náttúruöfl og brokkgenga þjóð. Hestadagar í Reykjavík eru ár- legir og standa hestamenn fyrir þeim til að kynna hestinn. Á morgun bjóða hestamanna- félögin á höfuðborgarsvæðinu gest- um í opin hesthús. Á laugardag kl. 13 hefst skrúðreið hestamanna frá BSÍ. Farið verður um miðbæ Reykjavíkur. Um kvöldið er ístölt- mótið Þeir allra sterkustu í Skauta- höllinni í Laugardal og á sunnudag verður sýningin Æskan & hest- urinn í Reiðhöllinni í Víðidal. Hestadagar hefjast með Hestaati Morgunblaðið/Eggert Hestar Hilmir Snær segir sögur. Nafn höfundar misritaðist Höfundur meist- araprófsritgerðar við Háskóla Ís- lands „Rættist draumurinn? Um virkni sam- ráðsvefjarins Betri Reykjavík í ljósi íbúalýð- ræðis“ heitir Svanhildur Ei- ríksdóttir. Föð- urnafn hennar misritaðist í frétta- skýringu í blaðinu í gær. Er beðist velvirðingar á því. LEIÐRÉTT Svanhildur Eiríksdóttir Jónas Þór Guðmundsson, hæsta- réttarlögmaður og formaður Lög- mannafélags Íslands, var kjörinn stjórnarformaður á aðalfundi Landsvirkjunar sem haldinn var í gær. Fundurinn staðfesti tillögu stjórnar um arðgreiðslu til eigenda að fjárhæð 1,5 milljarðar króna fyr- ir árið 2013. Með honum í stjórn eru Helgi Jó- hannesson hæstaréttarlögmaður, Jón Björn Hákonarson, forseti bæj- arstjórnar Fjarðabyggðar, Þórunn Sveinbjarnardóttir, fram- kvæmdastýra Samfylkingarinnar og fyrrverandi ráðherra, og Álf- heiður Ingadóttir, líffræðingur og fyrrverandi ráðherra. Varamenn í stjórn eru þau Páley Borgþórs- dóttir, Teitur Björn Einarsson, Ásta Björg Pálmadóttir, Skúli Helgason og Steinþór Heiðarsson. sgs@mbl.is Ný stjórn Lands- virkjunar kjörin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.