Morgunblaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 14
Út er komin hjá Oxford Univers- ity Press í Bretlandi bókin Cancer Virus - The Story of Epstein-Barr Virus, sem segir söguna af upp- götvun Epstein-Barr-veirunnar (EBV) fyrir 50 árum. Veiran greindist þá í eitlakrabbameini í börnum og opnaði þar með fyrir rannsóknir á veirutengdum krabbameinum í mönnum. Bókin var formlega gefin út af Oxford University Press á al- þjóðlegri vísindaráðstefnu í Keble College í Oxford þann 24. mars sl., sem haldin var til að fagna 50 ára afmæli uppgötvunar EBV- veirunnar og tengsla hennar við æxli í mönnum. Meðal fyrirlesara á ráðstefn- unni var Sir Anthony Epstein, prófessor við Wolfson College, Oxford, sem uppgötvaði veiruna í febrúar 1964, og Harald Zur Hau- sen, prófessor við þýsku krabba- meinsstofnunina í Heidelberg, sem vann síðar við rannsóknir á veirunni og yfirfærði á vörtuveir- urnar. Zur Hausen hlaut Nób- elsverðlaunin í læknisfræði 2008 fyrir að sýna fram á orsakatengsl vörtuveiranna og krabbameins í mönnum. Tafir í flugi leiddu til uppgötvunarinnar Denis Burkitt var breskur skurðlæknir sem vann í Afríku í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar og veitti eftirtekt eitlakrabba sem reyndist algengur í afrískum börnum. Rannsóknir hans á mein- inu, sem nú er kennt við hann (eitlamein Burkitts eða „Burkitt’s lymphoma“), leiddu til samstarfs við Sir Anthony Epstein, sem þá var á Middlesex-sjúkrahúsinu í miðborg Lundúna, og fól m.a. í sér að Burkitt sendi sýni úr æxl- unum til Epsteins með flugi frá Kampala í Úganda í upphafi 7. áratugar síðustu aldar. Eitt slíkt sýni tafðist í flutningi vegna þoku á Lundúnaflugvelli, sem leiddi til þess að flugvélin lenti í Manchest- er og sýnið barst ekki rannsókn- arstofu Epsteins í Lundúnum fyrr en síðla föstudaginn 5. desember 1963. Þessi töf varð afdrifarík því allar rannsóknir á sýnunum höfðu reynst árangurslausar þar til þessi töf leiddi til vaxtar æxlisfrumna í flutningi. Fyrstu rafsjármyndir af veirunni náðust 24. febrúar 1964 og greint var frá niðurstöðunum í grein Epsteins í breska vísindarit- inu The Lancet sem kom út 28. mars 1964. Veiran er tengd öðrum tegundum krabbameina Frá þeim degi hefur komið í ljós að veiran er ekki einungis tengd eitlameini Burkitts heldur einnig öðrum tegundum krabbameina í mönnum sem og einkirningasótt. Bókin er 208 blaðsíður að lengd og rituð af Dorothy H. Crawford, prófessor við Edinborgarháskóla, Alan Rickinson, prófessor við Birminghamháskóla, og Ingólfi Jo- hannessen, sérfræðilækni við há- skólasjúkrahúsið í Edinborg og dósent við læknadeild Edinborg- arháskóla. Dorothy Crawford og Alan Rickinson unnu með Epstein að rannsóknum að EBV-veirunni og Ingólfur kynntist þeim rann- sóknum þegar hann fór að loknu læknisnámi við Háskóla Íslands til framhaldsnáms í grunnrann- sóknum í veirufræði á rannsókn- arstofu Dorothy Crawford við Lundúnaháskóla og síðan sér- fræðináms í klínískri veirufræði við Edinborgarháskóla. Hann starfar nú við læknaskólann og háskólasjúkrahúsið í Edinborg og kennir einnig við læknadeildir há- skóla í Reykjavík, París og Róm. Saga krabbameins- veirunnar komin út  Þess er minnst að 50 ár eru liðin frá uppgötvun Epstein- Barr-veirunnar  Íslenskur sérfræðilæknir er einn höf- unda nýrrar bókar um veiru sem tengist krabbameini Forsíða bókarinnar sem segir frá uppgötvun Epstein-Barr-veirunnar. Anthony Epstein, læknirinn sem uppgötvaði veiruna í febrúar 1964. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2014 Una Sighvatsdóttir Guðni Einarsson Undirmenn á Herjólfi, tvær þernur, bátsmaður og tveir hásetar, hringdu eitt af öðru kl. 7:30 í gærmorgun og tilkynntu forföll frá vinnu vegna veik- inda. Eimskip brást við með því að manna skipið staðgenglum. Seinkun varð á fyrstu brottför vegna þessa. Herjólfur fór þrjár ferðir í Landeyja- höfn í gær, þar á meðal kvöldferð sem var fyrsta kvöldferðin frá því að yfir- vinnubannið hófst 5. mars. Alþingi samþykkti eftir miðnætti í fyrrinótt lög sem frestuðu verkfalls- aðgerðum undirmanna á Herjólfi til 15. september. Forseti Íslands stað- festi lögin í gær. „Það er eitthvert heilsuleysi að hrjá mannskapinn,“ sagði Jónas Garðars- son, formaður Sjómannafélags Ís- lands, í gær. Í hópnum eru tólf manns sem ganga vaktir og áttu sex þeirra að mæta til vinnu í gær. „Trúnaðarlæknir okkar er í sam- bandi við heilsugæsluna í Vestmanna- eyjum og þau munu vinna í samstarfi að því að komast að því hvað hrjáir þetta fólk sem veikist allt svona skyndilega,“ sagði Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips. Hann sagði að staðgenglarnir í áhöfn Herjólfs væru landverkamenn hjá Eimskipafélaginu. Ólafur sagði að farið væri að lögum. „Við verðum að manna skipið sam- kvæmt mönnunarskírteini, þannig að það hafi haffærnisréttindi með þessa farþega, og við siglum skipinu ekki ólöglega, það er alveg klárt mál,“ sagði Ólafur. Aðspurður hvort búast mætti við mönnunarvanda aftur í dag sagði Ólafur erfitt að segja til um það. Hóp- veikindi um borð í farþegaferju væru ekkert grín. „Það er náttúrlega alvarlegt mál þegar margir á sama vinnustaðnum veikjast á sama tíma og við verðum að komast til botns í því hvað þetta getur verið. Þetta lýsir sér frekar sem far- aldur en eitthvað annað og læknar hljóta að skoða það mjög alvarlega,“ sagði Ólafur. Morgunblaðið/Eggert Herjólfur Lítilsháttar seinkun varð á brottför ferjunnar í gærmorgun vegna veikinda sex undirmanna. Eimskip útvegaði staðgengla í stöður þeirra. Sex undirmenn á Herjólfi veikir Herjólfsdeilan » Kjaradeilu undirmanna á Herjólfi við SA fyrir hönd Eim- skips, var vísað til ríkis- sáttasemjara 27. janúar. Ekkert þokaðist í viðræðunum. » Verkfallsaðgerðir á Herjólfi hófust 5. mars síðastliðinn. » Aðgerðir fólust í yfirvinnu- banni og stoppi um helgar. Virka daga fór skipið eina ferð í Þorlákshöfn. Við bættist stopp á föstudögum. Kjaraviðræður ríkisins og fram- haldsskólakennara héldu áfram í gærmorgun. Hófust þær klukkan tíu um morguninn í húsi ríkis- sáttasemjara og stóðu með hléum langt fram á kvöld. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var eðlilegur gangur á viðræðunum í gær, og er lögð mikil vinna í að ná saman. Þó séu enn atriði sem standi út af borðinu og nokkuð í land áður en gangi saman. Gert var ráð fyrir að viðræðurnar héldu áfram í dag og byrjuðu aft- ur fyrir hádegi. Ólafur H. Sigurjónsson, for- maður Félags stjórnenda í fram- haldsskólum, sagði í samtali við mbl.is í gær að viðræðurnar væru komnar langt, en að launalið- urinn væri ekki í hendi ennþá. Jafnframt sagði Ólafur að það þyrfti að fá nokkur atriði á hreint frá menntamálaráðherra varðandi rekstur skólanna. Sagði Ólafur að viðræðurnar mættu ganga aðeins hraðar. Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskóla- kennara, sagði í gærkvöldi að staðan væri óbreytt, og að ekki sæist til lands hvað varðaði launatölur og aukið fjármagn til skólanna. sgs@mbl.is Enn standa nokkur atriði út af Fylgi Sjálfstæðisflokksins stendur nánast í stað, og fleiri styðja ríkis- stjórnarflokkana en styðja ríkis- stjórnina, ef marka má niðurstöður nýjasta Þjóðarpúls Capacent Gall- up, sem Ríkisútvarpið greindi frá í gær. Þar kom fram að 37% þeirra sem tóku þátt í könnuninni styddu nú ríkisstjórnina, en hlutfallið í síðustu könnun var 43%. Kom fram í frétt RÚV að þjóðarpúlsinn hefði verið gerður á tímabilinu frá lokum febr- úar, þegar umræða um aðildarum- sókn Íslands að Evrópusambandinu stóð sem hæst og til síðasta mið- vikudags, eða áður en frumvörp ríkisstjórnarinnar um skuldaleið- réttingar voru lögð fram. Samkvæmt könnuninni er Sjálf- stæðisflokkurinn með mest fylgi allra flokka, eða 24,4%, en Björt framtíð fylgir þar á eftir með 17,5% fylgi, en var fyrir mánuði með um 16%. Samfylkingin er með 16,7% fylgi, sem er nánast óbreytt frá fyrri könnun og Framsóknarflokk- urinn mælist með 13,4% fylgi. Hef- ur fylgi flokksins ekki verið minna síðan í lok árs 2012, að því er segir í fréttinni. Vinstri hreyfingin – grænt framboð er með 12,2% fylgi og Píratar eru með 9,2% fylgi, sem er aðeins minna en í síðustu könn- un. Tæplega sjö prósent aðspurðra segjast myndu kjósa aðra flokka en nú eiga sæti á Alþingi. Heildarúr- taksstærð var 5.588 og þátttöku- hlutfall var 59,2 prósent. Vikmörk eru 0,8-1,5 prósent. sgs@mbl.is Ríkisstjórnin með 37% fylgi í þjóðarpúls

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.