Morgunblaðið - 03.04.2014, Page 34

Morgunblaðið - 03.04.2014, Page 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2014 Mér líst vel á það að verða fimmtug. Ég sé ekki að aldurbreyti neinu á meðan heilsan er góð. Hún er númer eitt,“sagði Gréta Rögnvaldsdóttir, gjaldkeri hjá VHE ehf. í Hafnarfirði, sem er 50 ára í dag. Gréta stefndi á að gera sér daga- mun í tilefni afmælisins með eiginmanni sínum, Inga Borgþóri Rúts- syni. Þau eiga þrjú börn, Telmu tannlækni, Rögnvald gítarleikara og Inga Grétar grunnskólanema. Auk þess eiga þau eitt barnabarn. Ingi Borgþór verður fimmtugur 3. maí. Gréta sagði að þau stefndu að því að halda síðar upp á afmælin sín í sameiningu og bjóða þá ætt- ingjum og vinum. En eru einhver afmæli hennar sérstaklega eft- irminnileg? „Já, 25 ára afmælið mitt var mjög skemmtilegt,“ sagði Gréta. „Þá var haldið gott partí. Annars hafa mér þótt öll afmælin mín eftir- minnileg og mér þykir gaman að gleðjast með fjölskyldunni.“ Gréta er söngelsk og hefur sungið mikið. „Söngurinn er mitt aðal- áhugamál. Ég hef sungið í Gospelkór Reykjavíkur og stundum verið með í Gospelkór Fíladelfíu. Svo er líka mikil tónlist á heimili okkar. Ingi Borgþór er tónlistarmaður og góður hljóðfæraleikari. Við tök- um oft lagið og þykir það bæði skemmtilegt og gefandi. Hér áður fyrr var hann með hljóðver og þá hljóðrituðum við talsvert. Rögn- valdur sonur okkar útskrifaðist nýlega úr framhaldsnámi í gít- arleik. Það er tónlist allt í kringum okkur.“ gudni@mbl.is Gréta Rögnvaldsdóttir, 50 ára Afmælisbarn Gréta Rögnvaldsdóttir hefur mikla unun af að syngja í kórum og tekur oft lagið heima með manninum sínum. „Söngurinn er mitt aðaláhugamál“ Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Hafnarfjörður Jónína Hugborg fædd- ist 18. ágúst kl. 15.17. Hún vó 3.578 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Eyrún Guðmundsdóttir og Kjart- an Hreinn Njálsson. Nýir borgarar Reykjanesbær Kristján Leó fæddist 6. júlí kl. 3.40. Hann vó 3.850 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Örvar Þór Kristjánsson og Herdís Ósk Unnarsdóttir. K ristín fæddist á sjúkra- húsinu á Akranesi 3.4. 1974 en ólst upp á Lundi í Lundarreykja- dal: „Þar átti ég ein- staklega ljúfa æsku með foreldrum, stórum systkinahóp og í miklu sam- neyti við ömmu, afa og Tobba frænda í næsta nágrenni. Ég var í fjölmennum og skemmti- legum bekk í barnaskólanum á Kleppjárnsreykjum en eyddi sumr- unum að hluta til í sveit hjá föður- systur minni og hennar fólki í Víði- dalstungu og síðar við barnapössun hjá systur minni á Akureyri. Fermingarárið mitt flutti fjöl- skyldan á Akranes, eftir nokkurra ára viðkomu í Bæjarsveit. Ég var 16 ára þegar ég kom í Skagafjörðinn og þá voru örlögin ráðin: „Skín við sólu Skagafjörður.“ Ég varð ástfangin af þeirri fallegu sveit Fljótunum, fjöll- unum og manninum í lífi mínu.“ Kristín var tvo vetur í grunnskóla á Akranesi, aðra tvo í FVA, lauk stúd- Kristín Sigurrós Einarsdóttir, blaðamaður á Sauðárkróki – 40 ára Fjölskylda Kristínar Frá vinstri: Símon Ingi, Jóhannes Helgi, Alfreð Gestur, Kristín Sigurrós og Einar Friðfinnur. Fjölmiðlun, kennsla og leiðsögn á landsbyggðinni ljósmynd/Tinna Schram Glöð á góðri stund Systkinin frá Lundi í Lundarreykjadal í Borgarfirði. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.