Morgunblaðið - 03.04.2014, Page 35
entsprófi frá FNV 1994, útskrifaðist
þá sem svæðisleiðsögumaður á Norð-
urlandi vestra, var í öðrum árgangi
kennaranema sem útskrifuðust frá
HA 1997 og stundar nú MA-nám þar.
Kristín vann mörg sumur á Ketil-
ási, hóf kennaraferilinn í Heiðarskóla
í Leirársveit og vann um tíma hjá
Skessuhorni.
Nóg að gera á Hólmavík
Um aldamótin flutti fjölskyldan til
Hólmavíkur þar sem Kristín hélt
áfram kennslu, var jafnframt bóka-
vörður hjá Strandabyggð, verk-
efnastjóri hjá Fræðslumiðstöð Vest-
fjarða, fréttaritari Morgunblaðsins
og Bændablaðsins, gaf út Gagnveg,
héraðsfréttablað, um tveggja ára
skeið, bætti við sig námi í svæðis-
leiðsögn um Vestfirði og Dali, sinnti
aukastörfum á Sauðfjársetrinu, upp-
lýsingamiðstöðinni og tók tvisvar að
sér framkvæmdastjórn Ham-
ingjudaga. Þá hefur þessi fjölhæfa og
starfsama kona tekið að sér veislu-
stjórn þegar mikið liggur við.
Fjölskyldan flutti á Sauðárkrók
fyrir réttu ári. Þar er Kristín blaða-
maður hjá Feyki og stundar MA-
námið af kappi sem hún sér nú loks
fyrir endann á: „Eitt af því sem mig
langar að gera í framtíðinni er að
vinna meira við ferðaleiðsögn og geta
lóðsað ferðamenn um allt Norður-
landskjördæmi vestra.“
Kristín var forseti nemendafélags
FNV seinni veturinn þar. Hún sat í
hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps eitt
kjörtímabil og jafnframt í fjölmörg-
um stjórnum, nefndum og ráðum.
„Blaðamennskan og námið gefa
ekki mikinn tíma fyrir áhugamál
þessa dagana. En ég hef gaman af
hannyrðum, einkum prjónaskap, bók-
menntum, ferðalögum og útivist.
Fyrir fáeinum árum fór ég að
ganga á fjöll og er óendanlega þakk-
lát Fjalla-Steina, vini mínum, sem
kynnti mig fyrir uppheimum fjalla og
tinda. Stefnan er tekin á fleiri tinda í
nánustu framtíð. Þó er fátt sem topp-
ar það að eyða gæðastundum með
fjölskyldu og vinum.“
Fjölskylda
Eiginmaður Kristínar er Alfreð
Gestur Símonarson, f. 12.8. 1965,
vaktmaður hjá Steinull og í auka-
starfi hjá Steypustöð Skagafjarðar.
Foreldrar hans eru Símon Ingi
Gestsson, ráðsmaður á Bæ á Höfða-
strönd, og Heiðrún Guðbjörg Al-
freðsdóttir, húsfreyja þar. Þau
bjuggu lengst af á Barði í Fljótum.
Synir Kristínar og Alfreðs eru Jó-
hannes Helgi Alfreðsson (stjúpsonur
Kristínar) f. 7.6. 1988, fiskvinnslu-
maður á Stykkishólmi og eru dætur
hans Louisa Lind, f. 2006, og Íris
Lilja, f. 2012; Einar Friðfinnur, f.
26.1. 1996, nemi við FNV og starfs-
maður á N1; Símon Ingi, f. 14.7. 1998,
nemi í Árskóla.
Systkini Kristínar eru Anna Guðný
Sigurgeirsdóttir (sammæðra) f. 3.10.
1962, kennari á Akureyri; Gísli Ein-
arsson, f. 26.1. 1967, fréttamaður í
Borgarnesi; Sigríður Einarsdóttir, f.
17.2. 1969, hjúkrunarfræðingur í
Noregi; Brynjólfur Óskar Einarsson,
f. 10.7. 1970, málari í Noregi; Ástríður
Einarsdóttir, f. 29.1. 1976, kennari í
Noregi.
Foreldrar Kristínar eru Auður Sig-
urrós Óskarsdóttir, f. 10.10. 1941,
sjúkraliði á Lundi og Akranesi, og
Einar Gíslason, f. 7.11. 1944, vélvirki
á Lundi og Akranesi.
Úr frændgarði Kristínar Sigurrósar Einarsdóttur
Kristín Sigurrós
Einarsdóttir
Steinunn Bjarnadóttir
húsfr. á Geitabergi
Sigríður Jónsdóttir
húsfr. á Lundi
Gísli Brynjólfsson
b. á Lundi
Einar Gíslason
vélv. á Lundi og Akranesi
Brynjólfur Einarsson
b. á Hrafnabjörgum
Ástríður Þorláksdóttir
húsfr. á Hrafnabjörgum
Gísli Einarsson
fréttamaður á RÚV
Sigfinnur Árnason
sjóm. í Vestmannaeyjum
Júlía Sigurðardóttir
húsfr. í Vestmannaeyjum
Óskar Sigfinnsson
skipstj. og starfsm. Skeljungs
í Nesk.st. og í Rvík
Guðný Þóra Þórðardóttir
húsfr. í Nesk.st. og í Rvík
Auður Sigurrós Óskarsdóttir
húsfr. og sjúkral. á Lundi og
Akranesi
Bergþóra Óskarsdóttir
húsfr. í Rvík
Edda
Garðarsdóttir
landliðsmaður
í knattspyrnu
Þórður Benediktsson
sjóm. í Nesk.st.
Kristín Björg Jóhannesd.
verkak. í Nesk.st.
Jón Pétursson
b. á Geitabergi
Helga Pétursdóttir
húsfreyja á Draghálsi
Sveinbjörn Beinteinsson
allsherjargoði
Afmælisbarnið Kristín Sigurrós.
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2014
Nína Sveinsdóttir leikkonafæddist að Fitjum í Miðnes-hreppi 3.4. 1899. Foreldrar
hennar voru Sveinn Gunnlaugsson,
útvegsbóndi í Hamarskoti, Fálka-
húsum, að Fitjum og á Flankastöð-
um, og k.h., Hlaðgerður Gísladóttir
húsfreyja.
Nína var listamannsnafn en hún
hét fullu nafni Jónína Þorbjörg
Sveinsdóttir.
Nína giftist 1920 Einari Jónssyni,
yfirprentara og einum af stofn-
endum Steindórsprents. Hann var
líka mikill áhugamaður um tónlist,
var einn af stofnendum Lúðrasveitar
Reykjavíkur 1922 og lék á píanó.
Synir Nínu og Einars, Bragi og
Guðjón, voru báðir lærðir prentarar
eins og faðir þeirra, og urðu báðir
tónlistarmenn eins og foreldrarnir.
Bragi, sem lést 1994, lék á klarinett
um árabil, m.a. með Bjarna Böðv-
arssyni, en Guðjón, sem lést 2004,
lék á píanó og lengi á básúnu. Þeir
bræðurnir léku m.a. saman í Sveiflu-
sextettinum, sem lék djass og Dixie-
land-tónlist. Guðjón lék knattspyrnu
með Val, var knattspyrnudómari og
radíóamatör en var ekki síst þekktur
sem fréttaljósmyndari á Tímanum.
Nína var prýðileg söngkona, söng
ung í kirkjukór Fríkirkjunnar og í
kórum hjá Páli Ísólfssyni.
Nína hóf sinn leikferil í Meyjar-
skemmunni hjá Leikfélagi Reykja-
víkur 1934. Eftir það lék hún mjög
mikið hjá Leikfélagi Reykjavíkur,
varð feikilega vinsæll revíuleikari og
tók þátt í revíusýningum í Iðnó og
Sjálfstæðishúsinu. Þar munaði ekki
minnst um óborganlegan gaman-
söng hennar. Aðrar þekktar gaman-
og revíuleikkonur frá þessum árum
voru þær Emelía Jónasdóttir og
Áróra Halldórsdóttir en þessar
þrjár leikkonur fóru oft á kostum
saman.
Nína lék í fjölda útvarpsleikrita, í
sjónvarpsleikritum og þremur kvik-
myndum, frá árdögum íslenskrar
kvikmyndagerðar. Það voru kvik-
myndirnar Milli fjalls og fjöru, 1949;
Síðasti bærinn í dalnum, 1950, og 79
af stöðinni, 1962.
Nína lést 29.10. 1979.
Merkir Íslendingar
Nína
Sveinsdóttir
95 ára
Ólöf Jónsdóttir
85 ára
Gunnar Guttormsson
Gyða Ebba Salómonsdóttir
Hólmfríður Gestsdóttir
Hrefna L. Kvaran
Jóna Snæbjörnsdóttir
Ragna Þorleifsdóttir
80 ára
Sigurdís Erla Eiríksdóttir
Sigurlaug Helgadóttir
Þorgerður Hermannsdóttir
75 ára
Erna Sveinbjörnsdóttir
Guðbjörg Ásgeirsdóttir
Ragnheiður B.
Stefánsdóttir
70 ára
Eiríkur Jón Ingólfsson
Óli Knöttur Ásgeirsson
Viðar Bjarnason
Þórunn Huld Nielsen
60 ára
Brandur Steinar
Guðmundsson
Kjartan Jónsson
Ólafía Arinbjörnsdóttir
Svala Guðjónsdóttir
Sverrir Sverrisson
50 ára
Agnes Vilhelmsdóttir
Ásta Sigríður
Guðmundsdóttir
Bára Denny Ívarsdóttir
Gréta Rögnvaldsdóttir
Gunnlaug Guðmundsdóttir
Hrafnhildur Eiríksdóttir
Lórenz Þorgeirsson
Magnea Þóra
Rögnvaldsdóttir
María Harðardóttir
Ómar Gunnarsson
Selim Poroshtica
Unnur María Rafnsdóttir
40 ára
Hallgrímur Friðrik
Sigurðsson
Hallur Egilsson
Margrét Halldórsdóttir
Mihaela Daniela Boitan
Sigmar Bech
Randýjarson
Smári Rafn Teitsson
30 ára
Ásdís Ósk Valsdóttir
Bára Dröfn Kristinsdóttir
Eyrún Valþórsdóttir
Jarinya Seelanak
Jónas Snæbjörnsson
Jón Ragnar Vilhjálmsson
Júlía Katrín Björke
Stella Rögn
Sigurðardóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Jóhann ólst upp í
Reykjavík, hefur starfað
við smíðar og önnur til-
fallandi störf við bygg-
ingar á undanförnum ár-
um og starfar nú í
múrverki hjá Fagmúr ehf.
Foreldrar: Guðlaug Jó-
hannsdóttir, f. 1961, var
lengi smurbrauðsdama
og starfar við veitinga-
húsarekstur, og Kristinn
Sigurjón Jónsson, f. 1958,
d. 2012, lengst af starfs-
maður við ljósritunarstof-
una Samskipti.
Jóhann Helgi
Kristinsson
30 ára Gústaf ólst upp í
Reykjavík, er þar búsettur
og er sölustjóri hjá Mó-
bergi.
Maki: Rósa Jónsdóttir, f.
1983, sjúkraþjálfari.
Börn: Ásgeir Karl Gúst-
afsson, f. 2008, og Björn
Jón Gústafsson, f. 2012.
Foreldrar: Björn Gúst-
afsson, f. 1950, verkfræð-
ingur, og Herborg Ívars-
dóttir, f. 1948, hjúkrunar-
fræðingur. Þau eru búsett
í Reykjavík.
Gústaf Smári
Björnsson
30 ára Íris lauk kennara-
prófi frá KHÍ, burtfarar-
prófi í söng frá Söngskól-
anum í Reykjavík og
stundar hárgreiðslunám.
Maki: Atli Jóhannsson, f.
1982, í MA-námi í íslensku
og meistaraflm. í knatt-
spyrnu hjá Stjörnunni.
Dætur: Sara, f. 2008, og
óskírð, f. 2014.
Foreldrar: Hjördís Guð-
bjartsdóttir, f. 1957, og
Elías Weihe Stefánsson, f.
1953.
Íris
Elíasdóttir
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að
Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
HJARTASTUÐTÆKI
Veit á vandaða lausn
Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00
Fastus ehf. • Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is
F
A
S
TU
S
_H
_1
0.
02
.1
4
Powerheart er alsjálfvirkt hjartastuðtæki sem gefur
leiðbeinandi fyrirmæli á íslensku til notandans ásamt
því að birta leiðbeinandi texta á skjá.
Fjögurra ára ábyrgð á rafhlöðu. Veggfesting fylgir með.
Verð kr. 229.000,- m.vsk.
• Nauðsynlegt tæki þegar
sekúndur skipta máli
• Alsjálfvirkt hjartastuðtæki
með fyrirmæli á íslensku