Morgunblaðið - 03.04.2014, Page 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2014
-VOTTUÐ FRAMLEIÐSLA
Smiðjuvegi 7 - 200 Kópavogi - Sími: 54 54 300 www.ispan.is - ispan@ispan.is
Allt í gleri,
bæði úti
og inni
SPEGLAR • SANDBLÁSTUR • SLÍPUN
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Annað árið í röð bjóðum við hér til
kvikmyndaveislu og sýnum brot af
því besta í norrænni kvikmynda-
gerð,“ segir Þuríður Helga Krist-
jánsdóttir, verkefnastjóri Norrænu
kvikmyndahátíð-
arinnar, en há-
tíðin hefst í dag
og stendur til 15.
apríl.
Að sögn Þur-
íðar stendur
Norræna húsið
fyrir hátíðinni í
samstarfi við
norrænu sendi-
ráðin á Íslandi og
því er aðgangur ókeypis, en mynd-
irnar eru allar sýndar með enskum
texta.
Fjórtan kvikmyndir
Alls verða sýndar fjórtán myndir
á hátíðinni sem allar eru nýjar eða
nýlegar og hafa því ekki verið
sýndar hérlendis áður nema ein
þeirra. „Hátíðardagskráin er fjöl-
breytt og boðið er upp á spennu,
dramatík, gamanmyndir og fjöl-
skyldumyndir,“ segir Þuríður og
tekur fram að allir eigi því að geta
fundið eitthvað við sitt hæfi.
„Opnunarmynd hátíðarinnar er
sænska kvikmyndin Monica Z í leik-
stjórn Per Fly þar sem hin íslensk-
ættaða Edda Magnason leikur aðal-
hlutverkið auk þess sem Sverrir
Guðnason leikur stórt hlutverk í
myndinni,“ segir Þuríður, en þess
má geta að þau hlutu á dögunum
sænsku kvikmyndaverðlaunin,
Gullbjölluna, fyrir leik sinn.
Þrjár aðrar sænskar myndir
verða sýndar og eru þær allar í
dramatíska kantinum. Þar er um
að ræða ævisöguna Dom över död
man (Dómur dauðs manns) með
Jesper Christensen og Pernilla
August í aðalhlutverki, Himlen är
oskyldigt blå (Himinninn er saklaus
og blár) og spennumyndina Call
Girl.
Frá Noregi koma spennumyndin
Pionér (Frumkvöðull) sem að hluta
var tekin upp í Silfru á Þingvöllum,
dramatíska myndin Jeg er din (Ég
er þín) en meðal leikari í henni er
Ola Rapace, rómantíska gaman-
myndin Kyss meg, for faen i hel-
vete (Kysstu mig, helvítis fíflið þitt)
og fjölskyldumyndin Mormor og de
åtte ungene (Amma og börnin átta).
Sverrir í mynd August
Frá Danmörku koma ævisagan
Marie Krøyer í leikstjórn Bille Aug-
ust með Birgitte Hjort Sørensen,
Sören Sætter-Lassen og Sverri
Guðnasyni í aðalhlutverkum,
spennumyndin Skytten (Skyttan)
með Kim Bodnia og Trine Dyrholm
í aðalhlutverkum og fjölskyldu-
myndin Fuglejagten (Fuglakeppnin
mikla.
Frá Finnlandi koma spennu-
myndin Lärjungen (Lærisveinn-
inn), gamandramað Miss Farkku-
Suomi (Fröken bláar gallabuxur)
og barnateiknimyndin Seitsemän
veljestä (Sjö bræður).
Allar nánari upplýsingar um
myndirnar sem og dagskrá hátíð-
arinnar má nálgast í heild sinni á
vef Norræna hússins, nordice.is.
Þess má að lokum geta að Monica
Z verður að hátíð lokinni tekin til
almennra sýninga í Laugarásbíói
og er það eina hátíðarmyndin sem
sýnd verður áfram.
Verðlaunamynd Edda Magnason
fer með aðalhlutverk Monicu Z.
„Brot af því besta“
Norræn kvikmyndahátíð hefst í dag
Hin sænska Monica Z opnunarmynd
Þuríður Helga
Kristjánsdóttir
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Hátt í 500 listamenn frá um 20
löndum taka þátt í eða eiga verk á
þessari viðamiklu og fjölbreyttu há-
tíð, á yfir 60 tónleikum, leiksýn-
ingum, kvikmyndasýningum, gjörn-
ingum og myndlistarsýningum.
Mörg verkanna eru samin sérstak-
lega fyrir eða frumflutt á hátíðinni,“
sagði Hanna Styrmisdóttir, listrænn
stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík,
á blaðamannafundi í Nýlistasafninu
í gær þar sem dagskrá hátíðarinnar
í ár var kynnt. Kynningin fór fram í
miðri uppsetningu á myndlistarsýn-
ingu Hreins Friðfinnssonar, æ ofan í
æ, sem opnuð verður nk. laugardag,
en hluti hennar verður á dagskrá
hátíðarinnar.
Listahátíð í Reykjavík, sem í ár
ber titilinn Ekki lokið, verður sett
22. maí og lýkur 5. júní. „Mörg verk-
efni teygja sig langt út fyrir tíma-
ramma hátíðarinnar og Listahátíð
fikrar sig einnig út fyrir borgar-
mörkin, með viðburðum og sýn-
ingum á Stykkishólmi, í Árborg og í
Landsveit,“ sagði Hanna. Á fund-
inum kom fram að lokaverk Listahá-
tíðar, sem er eftir Ragnheiði Hörpu
Leifsdóttur, krefjist sérstakra veð-
urskilyrða og verði því flutt undir
beru lofti á tímabilinu 2.-5. júní.
Á meðal þátttakenda í ár eru
Michel Butor, Jamie Burton, Ólöf
Nordal, Margrét Bjarnadóttir,
Ragnar Kjartansson, Ingunn Fjóla
Ingþórsdóttir, Arto Lindsay, Sidsel
Endresen, Nordic Affect, Tinna
Þorsteinsdóttir og Margrét Vil-
hjálmsdóttir.
„Opnunartónleikar Listahátíðar í
Hörpu hverfast um sögu og endur-
sköpun. Kammersveit Reykjavíkur
leitar aftur á bak og áfram í nýrri
tónleikainnsetningu í kringum flutn-
ing Pierrot lunaire Schönbergs og
frumflutning á nýju verki Atla
Heimis Sveinssonar. Þá tekur við
mikil tónlistarveisla í Hörpu með
tónleikum stórsöngvarans Bryns
Terfels, píanóundursins Khötiu
Buniatishvili, flutningi Kammerkórs
Suðurlands á Sonnettum Taveners
sem fékk afar lofsverða dóma eftir
frumflutning í London í haust, tón-
listargjörningi Sonic Youth-
mannsins Lees Ranaldos með Leuh
Singer, heimsfrumflutningi á nýju
verki Önnu Þorvaldsdóttur, sérpönt-
uðu af bandaríska tónlistarhópnum
International Contemporary En-
semble og síðast en ekki síst flutn-
ingi Sinfóníuhljómsveitar Íslands
undir stjórn Osmos Vänskäs á stór-
virkinu Þriðju sinfóníu Mahlers.“
Ný kvikmynd Barney
Í máli Hönnu kom fram að sam-
starf listamanna að umfangsmiklum
verkefnum er áberandi á hátíðinni.
Þannig verður River of Fundament,
kvikmynd eftir myndlistarmanninn
Matthew Barney og tónskáldið Jon-
athan Bepler, sem tók sjö ár í
vinnslu, sýnd í Laugarásbíói aðeins
einu sinni. Í samtali við Morgun-
blaðið sagði Hanna að samningarnir
við Barney hefðu verið þeir um-
fangsmestu þetta árið og tók fram
að mikill fengur væri að þátttöku
hans í Listahátíð.
Aðspurð sagði Hanna rekstrar-
kostnað Listahátíðar í ár nema 101
milljón króna. „Listahátíð í Reykja-
vík er umfangsmesta listahátíð á
landinu. Hún er rekin með fram-
lögum frá stofnaðilum sem eru ríki
og borg, en byggir að lágmarki 37%
tekna sinna á þessu ári á miðasölu-
tekjum og framlögum bakhjarla og
annarra styrktaraðila,“ sagði Hanna
og benti á að sjálfboðaliðastarf lista-
manna og aðstoðarmanna þeirra
vægi þungt í undirbúningi og fram-
kvæmd viðburða.
Á fimmta tug hátíða eru haldnar
hérlendis á þessu ári og því lá beint
við að spyrja Hönnu með hvaða
hætti Listahátíð í Reykjavík marki
sér sérstöðu. „Listahátíð í Reykja-
vík hefur meira bolmagn en aðrar
hátíðir og á að skera sig úr. Hún
nær t.d. yfir lengri tíma en aðrar há-
tíðir og við getum lagt meira í fram-
leiðslu verkefna. Eitt hlutverk hátíð-
arinnar er að færa hingað það besta
af hinu alþjóðlega sviði, sem ég held
að við séum að gera myndarlega
þetta árið, og líka að leiða saman ís-
lenska og erlenda listamenn og
hvetja til nýsköpunar,“ sagði
Hanna.
500 listamenn frá um
20 löndum taka þátt
Ekki lokið er yfirskrift Listahátíðar í Reykjavík árið 2014
Morgunblaðið/Þórður
Listrænn stjórnandi Hanna Styrmisdóttir kynnti dagskrá Listahátíðar í
Reykjavík í Nýlistasafninu, en yfir 60 viðburðir eru á dagskrá þetta árið.
Fyrsta fimmtudag í mánuði kynnir
Listasafn Íslands í samstarfi við
700IS Hreindýraland vídeólista-
mann mánaðarins.
„Að þessu sinni mun franski lista-
maðurinn Renaud Perrin sýna
myndina Lettres à la mer í kaffi-
stofu safnsins við Fríkirkjuveg 7. Í
kvikmyndinni eru línur og lögun
dregin ramma fyrir ramma með
„stop-motion animation“ tækni.
Myndbandið fjallar um örlög
spænsks flóttamanns í Marseille,
undir lok 4. áratugar síðustu aldar.
Vatnið gufar upp sem tákn um firr-
ingu og gleymsku, sem endurspegl-
ast í sendibréfunum; bréf sem aldrei
komust á leiðarenda,“ segir í til-
kynningu frá skipuleggjendum. Aðr-
ir sem komu að gerð kvikmyndar-
innar eru Julien Telle sem er
meðleikstjóri og John Deneuve sem
sá um tónlistina. Aðrar myndir eftir
Perrin sem sýndar verða eru: De-
voiko og Des Rides, eða Hrukkur.
Sýningin hefst kl. 17 og er að-
gangur ókeypis.
Samkvæmt upplýsingum frá
skipuleggjendum eru vídeósýning-
arnar á kaffistofunni samstarfsverk-
efni Listasafns Íslands og 700IS
Hreindýralands sem standa munu til
27. nóvember. „Sýningunum er ætl-
að að efla vídeólist í landinu og
skapa vettvang fyrir umræður.“
Allar nánari upplýsingar um Perr-
in eru á vef listamannsins: lettre-
salamer.blogspot.fr/.
Vídeólist Úr mynd franska listamannsins Renaud Perrin, Lettres à la mer.
Lettres à la mer í
Listasafni Íslands