Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Qupperneq 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Qupperneq 2
Í fókus 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.4. 2014 Svar: „Ekki spurning. Veturinn hefur verið leiðinlegur og þá eigum við skilið gott sumar.“ Málfríður Finnbogadóttir, 60 ára. Svar: „Nei, ég hef enga trú á því.“ Elisabeth Maria, 16 ára. Svar: „Já. Það kom alla vega á Egils- stöðum í fyrra.“ Andri Jóhannesson, 9 að verða 10 ára. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Svar: „Já, já. Alveg pottþétt. Ég tala nú ekki um ef Sunnudagsmogginn lagast eitthvað.“ Eggert Bogason, 74 ára. Morgunblaðið/Þórður SPURNING DAGSINS KEMUR SUMARIÐ Í ÁR? Í nýrri bók BBC þáttagerðar- mannsins og hljóðverkfræðings- ins Trevor Cox bendir hann ferðamönnum á að gleyma ekki að leggja við hlustir þegar þeir eru á ferðalögum. Hljóðin á framandi slóðum séu ekki síður þess virði að setja í minninga- bankann en til dæmis myndir. 18 Í BLAÐINU 2010 ‘11 ‘12 ‘13 2014 77.841 160.370 GISTINÆTUR Á HÓTELUM Í FEBRÚAR Heimild: Hagstofan (tölur fyrir innlenda og erlenda ferðamenn) Skálmöld var valin flytjandi ársins. Þið eruð þunga- rokkarar en komið fram með Sinfó og nú með trúðum. Hvar endar þetta? Ég vona nú að þetta endi bara ekki, eða í það minnsta ekki strax. Við erum mjög duglegir að finna okkur eitthvað nýtt og spenn- andi að gera og það er klárlega mikilvægt að hjakka ekki enda- laust í sama farinu. Það sem auðvitað stendur okkur næst er að spila á hefðbundnum þungarokkstónleikum og því munum við aldrei hætta, en ég þori að veðja að við finnum okkur eitt- hvað óhefðbundið að gera með reglulegu millibili svo lengi sem bandið lifir. Sem verður vonandi lengi. Fyrir hvoru ertu spenntari, Eurovision eða leiksýningunni Baldri? Þetta er mjög ólíkur spenningur. Spenningurinn í sam- bandi við Baldur er soldið svona eins og maður sé með bindi að sjá barnið sitt útskrifast. Eurovision-spennan er meira svona eins og maður sé að fara fullur í tívolí. Hvort tveggja mjög gaman og mjög nauðsynlegt. Forðum daga varstu einn fljótasti hlaupari Þingeyjarsýslu og settir héraðsmet í 100 metrum. Ertu enn á hlaupum? Nei, ég er alveg hættur að hlaupa. Sem er bagalegt því ég veit hversu gott það er að vera í formi. Mitt ráð til fólks er að byrja aldr- ei að hreyfa sig því þá finnur maður svo mikinn mun þegar maður missir formið. Djók. Ég drulla mér örugglega í form aftur bráðum. Seinna. Kannski. Hvaðan kemur sköpunarþörfin og hvar lærðirðu að yrkja? Mín sköpunarþörf er tónlistarlegs eðlis og hún hefur bara alltaf ver- ið til staðar. Frá því að ég byrjaði að fikta við hljóðfæri, sem var mjög snemma, hef ég verið að búa eitthvað til sjálfur. Ég hef lítinn áhuga á að spila tónlist eftir aðra. Varðandi ljóðlistina lít ég á mig sem textasmið, ekki ljóðskáld. Ég hef enga köllun til þess að setja saman bundið mál nema við tónlist sem ég er að sýsla við. Og kannski stöku sinnum til að vera fyndinn. Ég sest niður og yrki þegar það vantar texta, ekki þegar ég sé fallegan læk á vordegi. Pabbi kenndi mér grunninn að bragfræðunum þegar ég var lítill en ég gerði nú ekki mikið með þetta til að byrja með. Þegar Ljótu hálfvitarnir tóku að rotta sig saman varð þetta eiginlega hálfgerð keppni og þar yrkja allir samkvæmt reglum. Eftir að ég byrjaði að nota þetta fyrir alvöru hef ég haldið mig við það enda er þetta skemmtilegt form. Nefndu fjóra hluti sem þú myndir taka með þér á eyðieyju. Kassagítar, lengstu teiknimyndasögu í heimi, stærsta bjór í heimi og konu. Ég veit að þú sagðir „hluti“ og mér finnst klár- lega ekki fallegt að hlutgera konur, en í þessu tilfelli er það mér sjálfum svo óskaplega mikið í hag að ég læt mig hafa það. SNÆBJÖRN RAGNARSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Ólíkur spenningur Morgunblaðið/Þórður Í uppgerðri þakíbúð í Nóa- túni er að finna sniðugar lausn- ir fyrir heimilið. Heimilisfólkið fer óhefðbundnar leiðir í hönn- un og og deilir hugmyndum með lesendum. 28 Börn hafa ótrúlega hæfileika til að læra tungu- mál og því er snjallt að byrja snemma að kenna þeim. Mikilvægt er að leggja áherslu á talmál í upphafi segir frönskukennari leikskólabarna í Hjallastefnunni. 17 Agnar Sverrisson er íslenskur kokkur sem á og rekur Michelin veitingastaðinn Texture í Restaurant London. Hann gefur uppskrift að elduðum graflaxi. 34 Snæbjörn Ragnarsson, textasmiður Skálmaldar, stend- ur í ströngu þessa helgina. Skálmöld frumsýnir Baldur í Borgarleikhúsinu og upphitun fyrir Eurovision hefst á RÚV. Snæbjörn er hluti af Eurovision-hóp Íslands þar sem hann syngur bakraddir fyrir Pollapönk.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.