Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Síða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Síða 6
átt hafi sér stað áður en menn sett- ust niður við friðarborðið, eða hafi ekki aðgang að reykfylltu herbergj- unum þar sem hinar raunverulegu ákvarðanir eru teknar hafi það ekki mikil áhrif að komast að borðinu. „Önnur ástæða er sú að ekki er nóg að setja sem skilyrði að kona sitji við borðið,“ segir hún. Alþjóða- samfélagið geti hæglega þrýst á um að konur komi að borðinu, en þá megi rétt eins búast við að stríðs- herrann nái í systur sína eða dóttur – einhvern, sem sýnir tryggð við hans málstað – frekar en að sækja konu, sem hefur verið virk í að gæta hagsmuna kvenna. Stórt stökk en langt í land „Annar þáttur og skyldur þessum er hættan á að aðlagast andrúms- loftinu sem fyrir er,“ segir Cohn. „Rétt eins og í fyrirtækjaheiminum er ætlast til að menn virði ákveðin gildi, til dæmis hagnaðarmarkmið, eru ákveðnar ályktanir innbyggðar í friðarviðræður um hvað sé mikil- vægt og léttvægt. Skipting valda eftir átökin er mikilvæg, en mann- réttindi og kynferðisofbeldi á hend- ur konum og körlum er ekki mik- ilvægt. Því eru þegar fyrir hendi kynbundnar for- sendur um forgang. Segj- um að kona sitji við borð- ið, reyni jafnvel að reka 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.4. 2014 HEIMURINN FRAKKLAND PARÍS Hollandes, forsetar FrancoisSósíalistaflokk ð rstjórnarkosningumgí bæjar- oFrakklands, fékk útrei r. Hæn sn UMP van tog hægri-miðflokkurin Hollande brást viðsótti einnig á.flokkurinn Þjóðfylking a upp í stjórn sinni,bmeð því gamalkunna g Segolene Royal,gerði ManuelValls að erra. Skipun hennarfyrrverandi maka sinn vakti meira an.umtal utan TYRKLAND p Tayyip gur í bæjar- ogTyrklands, vann stórsi gum. Erdogan hefur kæft mótmæsveitarstjórnarkosnin taka dómara og blaðamenn ogmeð valdi, látið hand kosninganna að stöðva umræðureyndi í aðdraganda félagsmiðla. Það hafði greininetinu með lokun Ákveði Erdogan að bjóða siáhrif á kjósendur. ram t þarf hann litlu að bæar á árinforseta síð u ná meirihluta. KÚ HA vo erl fj í la Kúbverjum búa erlendis, að fjárfesta. V ráðamenn til inn í landið IN Ha ð ingar-staðsetn ðbúnaði a arta kass úr malasísku fhlöðurfarþegaflugvéli því ersvarta kassans brak. Eur tími t fyrirráðgvé á leiðoru Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti árið 2000 ályktun 1325. Tveggja daga ráðstefna um ályktunina á vegum EDDU – öndvegisseturs við Háskóla Ís- lands, í samstarfi við utanríkisráðuneytið, hófst í gær og lýkur í dag. Yfirskrift ráðstefnunnar, sem fer fram í stofu 132 í Öskju, er Þrálæti misréttis kynjanna í fyrirbyggingu átaka og friðarferli. Meðal frummælenda í dag er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Fyrirlestur hennar nefnist „Að tryggja aukna þátttöku kvenna í friðarumleitunum: frá ræðuhöldum til raunveruleikans“. Karlar hafa hingað til einokaðstríð og frið. Þeir blása tilstríðs og semja um frið. Fyrir 14 árum samþykkti örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna ályktun 1325 um konur, frið og öryggi þar sem hvatt er til að konur taki ekki síður þátt í friðarviðræðum en karl- ar. Á ráðstefnu um ályktunina í gær spurði Carol Cohn, prófessor í kynjafræði við Massachusetts- háskóla í Boston, hvers vegna svona erfitt væri að fá aðgang að borðinu í friðarviðræðum og velti um leið fyr- ir sér hvort það væri yfir höfuð rétta spurningin. „Það eru margar ástæður fyrir því að það er röng spurning,“ segir Cohn. „Sú fyrsta er að til að skilja friðarferlið í raun þarf að átta sig á að það er aðeins lítill hluti af því að komast að borðinu. Áður en fólk sest niður við samningaborðið hafa menn jafnvel haldið samningafundi og skipst á skilaboðum árum saman. Þar eru lagðar línur fyrir friðar- samninga og iðulega ákveðið hver útkoman eigi að vera. Í huga al- mennings gerist allt við friðar- borðið, en í raun er það mjög af- markað. Meira að segja meðan á friðarviðræðum stendur gerist það sem máli skiptir í litlum herbergjum en ekki við borðið.“ Cohn segir að hafi konur ekki verið með í þeim samskiptum, sem hagsmuni kvenna og fái að taka til máls, sem er ekki gefið, er eftir að sjá hvort hlustað verði á hana.“ Cohn bætir við að jafnvel þótt allt gangi upp, konur fái aðgang að borðinu, séu með frá upphafi og komi að ákvæðum, sem ekki hefðu fengið inni annars, sé ekki gefið að þeim verði hrint í framkvæmd. „Segjum að takist að fá frábær ákvæði um kvenréttindi inn í stjórn- arskrá, eins og í Gvatemala, á enn eftir að koma þeim í framkvæmd,“ segir hún. „Þess vegna spyr ég hvort það sé rétta spurningin hvers vegna sé svona erfitt að fá konur að borðinu í friðarviðræðum.“ Ályktun 1352 er í 18 liðum. Þar er ákall um að glæpir gegn konum fari fyrir dómstóla, vernd kvenna og stúlkna í stríði verði aukin, fleiri konur taki þátt í friðargæslu á veg- um SÞ og þátttaka kvenna í ákvörð- unum á öllum stigum verði aukin. „Ályktunin var stórt stökk vegna þess að þar sagði öryggisráðið í fyrsta skipti að jafnrétti kynjanna kæmi friði og öryggi að einhverju leyti við,“ segir hún. „Konur eru ekki bara fórnarlömb stríðs heldur eiga líka að vera virkir þátttakendur í að leiða þau til lykta.“ Hún segir annað þegar spurt sé hvernig hafi gengið að innleiða ákvæði hennar, þar hafi árangurinn ekki verið mikill. „Ef horft er á þá sáttmála, sem gerðir hafa verið síð- an, er mun meiri áhersla á kynferð- islegt ofbeldi, en pólitíska þátttöku kvenna og aðild þeirra að ákvörð- unum. Kynferðislegt ofbeldi er vissulega mikilvægt, en það ógnar ekki völdum ráðamanna að taka á því vegna þess að í því samhengi eru konur enn fórnarlömb og kyn- verur. Það vantar áherslu á konur og pólitískt vald.“ Ályktuninni fylgir hins vegar ákveðið vogstangarafl, að sögn Cohn. „Konur geta notað hana til að fræða aðrar konur,“ segir hún. „Þær geta líka farið með hana til ráðamanna heima fyrir og sagt í krafti hennar að ekki megi snið- ganga konur. En hafa konur fengið aðgang að friðarviðræðum eftir að ályktunin var samþykkt? Ég held að ég verði að svara neitandi.“ Að komast í reykfylltu bakherbergin ÁLYKTUN ÖRYGGISRÁÐS SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA UM KONUR, FRIÐ OG ÖRYGGI MARKAÐI TÍMAMÓT. ÞÓ ER KONUM EKKI HLEYPT AÐ SAMNINGABORÐINU ÞEGAR GREIÐA Á ÚR EYÐILEGGINGU STRÍÐS OG KOMA Á FRIÐI. Karl Blöndal kbl@mbl.is „Kynferðislegt ofbeldi er vissulega mikilvægt, en það ógnar ekki völdum ráðamanna að taka á því vegna þess að í því samhengi eru konur enn fórn- arlömb og kynverur,“ segir Carol Cohn. Morgunblaðið/Golli Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir FRÁ RÆÐUHÖLDUM TIL RAUNVERULEIKA * Skilvirkni ofbeldis er að staðaldri ofmetin, en áhrifinvanmetin. Að sama skapi er skilvirkni þess að forðastofbeldi að staðaldri vanmetin og kostnaðurinn ofmetinn. Sara Ruddick heimspekingur, 1935-2011. Alþjóðamál KARL BLÖNDAL kbl@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.