Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Blaðsíða 24
Hlaup, hjólreiðar og annað sem reynir á þol og úthald er gott fyrir hjartað – og heilann. Morgunblaðið/Ómar Kröftug hreyfing á þrítugsaldri skilar sér lík- lega í verndun heilans þegar komið er á miðj- an aldur, að því er ný rannsókn bandarískra vísindamenna gefur til kynna. Hlaup, hjólreiðar, sund og annað sem reynir á úthald er talið skila sér í betra minni og aukinni færni allt að 20 ár fram í tímann. Vísindamennirnir, sem birtu niðurstöður rannsókna sinna í tímaritinu Neurology á dögunum, segja niðurstöðurnar enn frekar ýta undir fyrri vitneskju um að sterkt hjarta (sem byggist upp með úthaldsþjálfun) hafi góð áhrif á heilann. Prófaðir með 25 ára millibili Vísindamennirnir, sem starfa við háskólann í Minnesota í Minneapolis, prófuðu nærri 3.000 heilbrigða einstaklinga og settu þá í þolpróf á þrítugsaldri. Þátttakendur voru beðnir að hlaupa eins lengi og þeir gætu án þess að verða uppgefnir eða missa andann, að því er fram kemur í frétt um rannsóknina á fréttavef BBC. Aldarfjórðungi síðar var sami hópur settur í próf þar sem minni og önnur færni sem reynir á heilastarfsemi var prófuð. Niðurstöður sýndu að þeir sem komu vel út úr upphaflega þolprófinu sýndu jafnframt betri niðurstöður á seinna prófinu, jafnvel þótt tekið væri tillit til annarra þátta líkt og reykinga og sykursýki. Telja vísinda- mennirnir að þetta sýni að það borgi sig að stunda hreyfingu sem reynir á úthald á yngri árum, það skili sér í bættri heilastarfsemi þegar komið er á miðjan aldur. HREYFING MARGBORGAR SIG Þol á þrítugsaldri skilar betri heilastarfsemi á miðjum aldri 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.4. 2014 Heilsa og hreyfing S vefnrannsóknir fá sífellt meira vægi í vísindaheimum enda er góður svefn mannskepnunni dýrmætur. Ýmislegt er þó enn á huldu varðandi svefninn og áhrif hans á líkamsstarfsemina. Til eru ýmsar ævintýralegar sögur af svefnvenjum sumra af þekktustu einstaklingum mann- skynssögunnar. Ein sú kunnasta er á þá leið að uppfinninga- og myndlistarmaðurinn Lea- nordo Da Vinci hafi einungis lagt sig í tutt- ugu mínútur á fjögurra tíma fresti til þess að hámarka afköst. Aftur á móti vék víst Winston Churchill, forsætisráðherra Breta, nærri aldrei frá þeirri reglu sinni að fá sér góðan síðdegislúr í allt að tvo tíma. Svefnherbergið of mikið notað fyrir afþreyingu Svefnvenjur fólks geta verið misjafnar en eitt af því sem vísindamenn eru farnir að gefa æ meiri gaum í seinni tíð er hversu mikið svefnherbergið er notað fyrir alls kyns afþreyingu. Fyrst og fremst með ýmsum raf- tækjum, símum, spjaldtölvum, sjónvörpum og fleiru. Telja þeir sem stundað hafa svefn- rannsóknir á vegum ýmissa háskóla í Banda- ríkjunum þessa þróun minnka líkurnar á því að fólk nái góðum og djúpum nætursvefni. Bandaríski netmiðillinn Huffington Post birti á dögunum stutta grein þar sem hnykkt var á þessum vangaveltum. Þar eru raunar settur fram listi yfir sjö atriði sem forðast skal í svefnherberginu. Er þar meðal annars vitnað til dr. M. Safwan Badr sem er hvorki meira né minna en forseti bandaríska svefn- rannsóknarfélagsins. „Ég segi að rúmið sé nytsamlegt fyrir tvær aðgerðir sem byrja á bókstafnum S en ekki er átt við ströggl og sára þjáningu.“ Dr. Badr á þar við að svefn- herbergið eigi eingöngu að vera staður svefns og samræðis. Minnir þessi speki hans nokkuð á eftirminnilega útvarpstýpu Jóns Gnarr; Umferðar-Einar, sem sífellt tuðaði um S-in þrjú í umferðinni. Sjö atriði eru sérstaklega nefnd í umfjöll- un Huffington Post sem minnka líkurnar á því að festa svefn fljótt og örugglega: 1. Raftækin eru fyrst tínd til en sam- kvæmt könnun sem gerð var á svefnvenjum Bandaríkjamanna árið 2011 notuðu 95% þeirra sem tóku þátt síma eða tölvur áður en farið var í háttinn. Slíkt þykir ekki hjálpa til við að festa svefn og er frekar mælt með því að setja sér reglur um að nota ekki slík tæki rétt fyrir svefninn. 2. Sjónvarpsgláp er víst ekki afslapp- andi samkvæmt viðmælendum netmiðils- ins heldur getur það þvert á móti byggt upp spennu. Ekki er heldur mælt með spennandi bók í rúminu áður en lagst er til hvílu. 3. Þegar fólk er andvaka þá er ekki heppilegt að stara upp í loftið eða bylta sér endalaust í þeirri von að svefninn sæki á. Þá er víst betra að fara fram úr og finna sér eitthvað að gera og fara í koju þegar þreyt- an sækir að. 4. Þeir sem taka vinnuna með sér í rúmið, blaða þar í pappírum eða vinna á fartölvuna eru að venja heilabúið við þá tilhugsun að rúmið sé ekki eingöngu fyrir S-in tvö. Sam- kvæmt rannsóknum í Harvard hafa átta af hverjum tíu sem þar voru rannsökuð vanið sig á þetta áður en haldið er í draumalandið. 5. Viðmælendur netmiðilsins mæla ekki með því að gæludýrum sé hleypt upp í rúmið, jafnvel þótt þau kunni að vera með krúttlegasta móti. Því fylgi alls kyns áreiti sem minnki líkurnar á djúpum svefni. 6. Þó að tilhugsunin um hlýjan bedda sé notaleg þá eru ákjósanlegar aðstæður til hvíldar nokkuð kaldari en margur heldur. Mælt er með því að eiga fleiri en eina gerð sængur til að stjórna hitanum án þess að trufla rekkjunautinn. 7. Ekki er mælt með því að „snooza“ held- ur þykir þá heillavænlegra að stilla vekj- araklukkuna á áætlaðan fótferðartíma og sofa sleitulaust þangað til. Svefninn á „snooze-tímabilinu“ þykir vísindamönnum ekki nægilega djúpur til að gera álíka gagn og langur svefn. TÆKIN BURT OG SVEFNINN BATNAR S-in tvö í svefnherberginu Það þykir eftirsóknarvert að sofa eins og unga- barn, en ýmis tæki geta truflað svefninn. Morgunblaðið/Ernir * Svefnherbergið á að verafrátekið fyrir tvær athafnir: -Svefn -Samræði * Ekki er mælt með að raf-tæki séu í svefnherbergjum VINSÆLT ER HJÁ HINUM ÝMSU FJÖLMIÐLUM AÐ LEIÐBEINA FÓLKI MEÐ ÞVÍ AÐ BIRTA LISTA VARÐANDI ALLS KYNS ATHAFNIR DAG- LEGS LÍFS. HUFFINGTON POST BIRTI NÝVERIÐ LISTA YFIR SJÖ ATRIÐI SEM BER AÐ FORÐAST Í SVEFNHERBERGINU EN MÆLTI Á HINN BÓGINN MEÐ TVEIMUR ATHÖFNUM. Kristján Jónsson kris@mbl.is Eins og allir vita er hreyfing lífsnauðsynleg. Ráðlagt er að börn hreyfi sig í minnst klukkustund daglega, það er algjört lágmark. Fullorðnir þurfa líka hreyfingu, að lágmarki í hálftíma á dag. Góð leið til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að ganga upp tröppur í stað þess að nota lyftur. Tökum stigann og hreyfum okkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.