Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Blaðsíða 36
Símatilraunir Google hafa gengiðbrösulega á síðustu árum, eins ogsannast einna best á Motorola-
ævintýrinu, en Google hyggst selja Mot-
orola Mobilty, símahluta Motorola, til
Lenovo á gjafverði á árinu, þótt það séu
ekki liðin nema tvö ár frá því Google
keypti fyrirtækið.
Að því sögðu
þá hefur Google
líka tekist bráð-
vel upp í síma-
samstarfi, sjá til
að mynda verð-
launasímann LG
Nexus 4, sem
kom á markað
síðla árs 2012.
Gott innlegg í
þá frægðarsögu
er svo nýr Nexus frá LG, Nexus 5, sem
er framúrskarandi sími og á þvílíku verði
að óhætt er að telja hann ein bestu
kaupin á farsíma sem stendur.
Nexus 5 svipar um margt til fyrirrenn-
ara síns, sem vonlegt er, sami framleið-
andi og sama vörumerki, en er þó tals-
vert frábrugðinn þegar grannt er skoðað.
Bakið á símanum er úr plasti með mjúka
áferð, eiginlega matta gúmmíkennda
áferð. Síminn fer og vel í hendi, engin
hætta á að hann renni úr hendinni. Ekki
ber þó minna á fingraförum á bakinu en
ef það hefði verið úr glampaplasti, en
það er eins og við er að búast. Hann er
130 g að þyngt, nákvæmlega jafnþungur
og Samsung Galaxy S4, en
heldur þyngri en iPhone 5S
(stærri skjár).
Myndavélin í símanum er
góð, fljót í gang og fljót að
finna fókus. Það er líka einfalt
að stilla vélina, maður þrýstir
einfaldlega fingri á skjáinn og
getur svo valið stillingar. Það er
þó blár blær á myndum (á hvítum
flötum) sem teknar eru með
HDR+-stillingunni á (þótt þær
myndir hafi annars verið einkar vel
heppnaðar). Að sögn þeirra sem til
þekkja verður þetta lagfært í næstu
Android-uppfærslu.
Líkt og aðrir Nexus-símar (og aðrar
Nexus-græjur reyndar) er síminn alltaf
með nýjustu útgáfu af Android og allar
uppfærslur skila sér í hann jafnharðan
og þær eru tilbúnar, ólíkt til að mynda
uppfærslum í Samsung eða Sony (og
reyndar líka þá LG-síma sem eru ekki
með Nexus-vörumerkinu). Þetta skiptir
náttúrlega ekki máli ef menn eru sáttir
við þá útgáfu sem þeir eru með af
Android og ekki spenntir fyrir viðbótum
í umræddri uppfærslu, en svo hefur líka
komið fyrir að uppfærsla hafi verið gör-
ótt enda eru símarnir sumir ólíkir að
innvolsi. Að því sögðu þá er óneitanlega
sitthvað spennandi í boði í nýjustu
Android-uppfærslum og líka spenanndi
framundan, eins og væntanleg uppfærsla
á myndavélarforriti Android-síma sem
sumir segja reyndar að verði gefinn út
sér og þá áður en Android 4.4.3 kemur
út.
Óhjákvæmilega bera menn Nexus 5
saman við „bróður“ hans frá LG, LG G2,
enda eru þeir um margt áþekkir, báðir
með 2,27 GHz Snapdragon 800-örgjörva,
með jafnmikið vinnsluminni og nánast
jafnstórir, en G2 hefur þó sitthvað fram-
yfir nexusinn, til að mynda það að hann
er með mun betri myndavél, 13 MP að
aftan og 2,1 að framan, samanborið við 8
að aftan og 1,3 að framan, aukinheldur
sem G2 er með aðeins stærri skjá og
stærri rafhlöðu (en litlu meiri endingu).
Í því ljósi er G2 lítt siðri kostur en
Nexus 5, jafnvel betri að sumu leyti, en
hann kemur með Android 4.2 JellyBean,
en Nexus 5 með 4.4 KitKat eins og getið
er. Verð á símunum er áþekkt, en fer þó
eftir því hvar er keypt. Þeir eru til að
mynda báðir til sölu hjá Nova á 79.990
kr., en G2-símanum fylgir 1.000 kr. notk-
un á mánuði í þrjá mánuði. Hjá Síman-
um kostar Nexus 5 89.900 kr. og G2
79.900 kr. Hjá Vodafone kosta báðir
79.990 kr.
KOSTAGRIPUR Á KJÖRVERÐI
ALLA JAFNA ER ÞAÐ SVO AÐ SÍMAR ERU ÞVÍ DÝRARI
SEM ÞEIR ERU BETRI, EÐA SVO HEFUR ÞVÍ VERIÐ
HÁTTAÐ UNDANFARIN ÁR OG ÁRATUGI. NÝR SÍMI
FRÁ LG, LG NEXUS 5, SEM FYRIRTÆKIÐ SMÍÐAR Í
SAMVINNU VIÐ GOOGLE, ER ÞÓ ÖÐRUVÍSI VERÐ-
LAGÐUR EN VÆNTA MÁTTI Í LJÓSI ÞESS HVE HANN
ER ÖFLUGUR OG ALMENNT VEL HEPPNAÐUR
* Ekki er hægt að setja í hann minniskort og þvíaðeins hægt að fá síma með 16 MB eða 32 MB minni
fyrir gögn. Ekki er heldur hægt að skipta um rafhlöðu,
því að er ekki hægt að opna símann mema með til-
færingum og er reyndar ekki ætlast til þess að aðrir
en fagmenn fáist við slíkt.
* Skjárinn er fyrirtak, rétt tæpar fimm tomm-ur, 4,95“, en síminn er annars 13,8 x 7 x 8,6 sm
að stærð. Upplausnin á skjánum er líka mjög
góð, 1920 x 1080 dílar, sem gefur 445 díla á
tommu. Ef vel er að gáð sést daufur gulur blær
á skjánum, en það kemur ekki að sök.
* Vélbúnaður í Nexus 5 er sprækur,2,27 GHz fjögurra kjarna Snapdragon 800-
örgjörvi, 2 GB af vinnsluminni og 16 eða
32 GB geymsluminni eftur gerð. Hægt
er að hlaða símann þráðlaust, þ.e. ekki
þarf að stinga honum í samband, að
því gefnu að maður hafi aðgang að
slíku hleðsluapparati.
Græjan
ÁRNI
MATTHÍASSON
Græjur
og tækni
Seldi ókeypis vírusvörn
*Mohammed Khalid Jamil, 34 ára gamall mað-ur frá Luton, hefur verið dæmdur í skilorðs-bundið fangelsi og gert að greiða þúsundirsterlingspunda í skaðabætur fyrir að hafa seltfjölda manns á Bretlandi vírusvörn sem hægtvar að hlaða niður ókeypis á heimasíðuMicrosoft. Flestir viðskiptavinir hrappsins
voru eldri borgarar og rukkaði hann þá um
allt að þrjátíu þúsund krónur fyrir viðvikið.
Android-stýrikerfið hefur tekið
stakkaskiptum á síðustu árum og
eftir kynni af 4.4 er ljóst að það
stendur iOs (á iPhone og iPad) lítið
sem ekkert að baki, er betra að
mörgu leyti.
Helstu breytingar eru í viðmóti
og þá á ég ekki bara við útlit, sem
er nokkuð breytt, heldur er svörun
orðin mun betri og snertiskjárinn
nákvæmari. Fjölvinnsla, þ.e. að nota
mörg forrit í einu, er líka mun þægi-
legri og fljótlegra að skipta á milli.
Meðal helstu breytinga er að
SMS/MMS-skeyti renna nú saman
við Hangouts-spjallforritið (ef vill,
hægt að halda því aðskildu með
stillingu) og síminn svarar eftir því
AÐGENGILEGRA VIÐMÓT
sem við á, þ.e. SMS með SMS og
svo framvegis.
Google Now er líka alltaf í gangi,
þ.e. nóg er að segja við símann
„OK Google“ og síðan fyrirmæli (á
ensku) um það sem maður vill gera,
til að mynda ef ræsa á Google now.
Hann getur líka látið vita af við-
burðum í nágrenninu, birtir veð-
urspá, álag í umferðinni (ekki hér á
landi þó), birtir niðurstöðu í kapp-
leikjum, sendir áminningu eftir stað
og tíma, til að mynda þegar ekið er
framhjá tiltekinni verslun og svo má
telja.
Símaforritið sjálft er mun betra
og aðgengilegra, raðar tenglalist-
anum sjálfkrafa eftir því við hverja
maður talar mest, en náttúrlega líka
hægt að leita eftir nafni/staf.
Eins og kemur fram hér til hliðar
er hægt að velja svonefnda HDR+-
stillingu á myndavélinni í Nexus 5,
en HDR-stillingin virkar annars
þannig að síminn tekur nokkrar
myndir í einu með mismunandi lýs-
ingu og býr til úr þeim eina mynd
þar sem allir fletir eru rétt lýstir
(eða eins rétt lýstir og viðeigandi er
eða hægt að ná). Í mörgum tilfellum
verður myndin líka minna hreyfð.
Plúsinn aftan við HDR er vegna
þess að HDR-útgáfan í Nexus 5 er
sérsmíðuð fyrir þann síma, þótt hún
muni eflaust rata í komandi Andro-
id-útgáfur.
Ný útgáfa af Android