Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Qupperneq 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Qupperneq 38
Ódýrt Valuun Vibro, allt að 12 tíma rafhlöðuending, tengist við snjallsíma og önnur raftæki í gegn- um Bluetooth, USB eða 3,5 mm jack-tengi. Verð: 7.990 kr. Fæst í Tölvutek. ÓDÝRT, MIÐLUNGS OG DÝRT Bluetooth-hátalarar Dýrt: Bose Soundock 10, hljómtæki fyrir tæki sem bjóða upp á Bluetooth- tæknina. Nýjasta dokkan frá BOSE og sú öflugasta Verð: 149.900 kr. Fæst í Nýherja. Miðlungs: JBL Flip2 Bluetooth- hátalari. 2 x 5W magnari, Li-ion rafhlaða sem dugar allt að fimm klukkustundir. Verð: 19.990. Fæst í Tölvulistanum. G oogle-gleraugun eru nýtt fyrirbæri og því enn frekar óljóst hvort heimilt verður að nota þau undir stýri. Bann við notkun þeirra hefur þó hvergi verið bundið í lög, en slíkt er í skoðun í nokkr- um ríkjum Bandaríkjanna þar sem gleraugun eru nú þegar komin á almennan markað. Leggjast gegn notkun gleraugnanna við akstur Þórhildur Elín Elínardóttir, upp- lýsingafulltrúi hjá Samgöngustofu, segir að engin ákvæði umferðar- laga eða reglugerða kveði beint á um bann við gleraugunum meðan á akstri stendur. „Ökumönnum ber þó samkvæmt lögum að sýna al- menna varúð og tillitssemi. Jafn- framt kveða lög á um að ökumönn- um sé við akstur óheimilt að nota farsíma án handfrjáls búnaðar og getur ráðherra sett nánari reglur um notkun annars fjarskiptabún- aðar og svipaðs búnaðar við akstur. Svo virðist sem bann við notkun á hinni nýju tækni sem nú er fram- komin hafi enn sem komið er hvergi verið bundið í lög. Með um- ferðaröryggi að leiðarljósi leggst Samgöngustofa þó sterklega gegn notkun þessara gleraugna við akst- ur, enda geti þau spillt athygli öku- manns ekki síður en farsímar. Jafnframt telur stofnunin að æski- legt sé að ákvæði laga um notkun fjarskiptabúnaðar í akstri verði þróuð frekar með tilliti til tækni- framfara eins og umræddra Go- ogle-gleraugna,“ segir Þórhildur. Ekki verið rætt hjá lögreglunni Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarð- stjóri umferðardeildar hjá lögregl- unni, segir að ökumenn eigi að hafa athyglina í lagi við aksturinn. Slíkt sé í anda laganna. „Það er hinsvegar margt sem truflar við aksturinn, það getur verið samtal við farþega, hlustun á útvarp eða annað. Eitthvað sem kemur fyrir augað á ökumanni myndi ég halda að hefði truflandi áhrif. Þegar þessi gleraugu koma á markað þá ímynda ég mér að faghópar og lög- gjafinn setjist yfir lagabókstafinn og skoði málið. En þetta hefur ekki komið til tals hér innanhúss, að mér vitandi.“ Lögreglan getur ekki kært öku- menn nema hafa lagabókstaf á bak við. Það eru því engin viðurlög við akstri hér á landi með gleraugun enda eru þau ekki sími, en óheimilt er að tala í síma undir stýri nema með handfrjálsum búnaði. Innan- ríkisráðherra getur sett nánari reglur um notkun annars fjar- skiptabúnaðar og svipaðs búnaðar við akstur. Átta ríki í Bandaríkjunum skoða umferðarreglur Google hefur nú þegar ráðið til sín hagsmunagæsluaðila í Bandaríkj- unum í þeim ríkjum þar sem komið hefur til tals að banna notkun gler- augnanna við akstur. Í að minnsta kosti átta ríkjum Bandaríkjanna, þar sem gleraugun eru þegar kom- in á markað, hafa komið fram hug- myndir um að banna notkun, enda geti það að hafa lítinn skjá í horni augans verið truflandi. Ríkin sem nú kanna þessi mál eru Illinois, Delaware, Missouri, New York, Maryland, Vestur-Virginía, New Jersey og Wyoming. Samkvæmt frétt Reuters um málið hafa ýmsir lýst áhyggjum af því að notkun Go- ogle-gleraugna dragi athygli öku- manns frá akstrinum og skapi hættu. Þar sem gleraugun eru til- tölulega nýtilkomin tækni hafa dómstólar rétt byrjað að velta mál- inu fyrir sér en hvergi í Bandaríkj- unum hefur notkun gleraugnanna við akstur verið bönnuð. Að kalla þetta gleraugu er ef til vill ekki réttnefni því í raun er bara um gleraugnaumgjörð að ræða en á umgjörðina er festur agnarlítill skjár. Ekkert gler er í Google-gleraugum. Þau eru hins vegar tengd við snjallsíma þannig að sá sem er með þau á nefinu fær tilkynningu á skjáinn um það þeg- ar kemur sms, tölvupóstur eða ef síminn hringir, hvort sem viðkom- andi situr undir stýri eða ekki. Öryggistæki eða truflun? GOOGLE-GLERAUGUN KOMA SENN Á MARKAÐ UM ALL- AN HEIM. ÞAU GETA TEKIÐ VIÐ SMS-SKILABOÐUM, TEKIÐ UPP MYNDBÖND, TENGST NETINU OG LEIÐBEINT ÖKU- MÖNNUM. STÓRA SPURNINGIN ER HVORT ÞAÐ SÉ ÖRUGGT AÐ AKA MEÐ ÞAU EÐA HÆTTULEGT. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Google-gleraugun eru snjalltæki í formi gleraugnaumgjarðar. Skjá- myndin birtist í hægra horni. Um- deilt er hvort það að vera með mynd og texta fyrir augunum getur truflað akstur. Morgunblaðið/Þórður Skjáskot tekið með Google-gleraugunum við akstur. Þórhildur Elín Elínardóttur * Það eru enginviðurlög viðakstri hér á landi með gleraugun enda eru þau ekki sími Guðbrandur Sigurðsson 38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.4. 2014 Græjur og tækni Samsung var með besta aprílgabbið þetta árið samkvæmt könnun T3-tækniblaðsins. Samsung plataði þó nokkra viðskiptavini með því að kynna snjallhanskann þar sem sími, púlsmælir, myndavél, 5G, hátalari og 32 gígabæta minni var allt í einum hanska. Samsung með besta gabbið Fyrirtækið Dyson hefur komið með fjölmargar nytsamlegar hugmyndir á markað síðan það var stofnað árið 1991. Í marsbyrjun kom önnur útgáfa af viftunni „Air multi- plier“ og markar viftan ákveðin tímamót í loftræstingu. Hefur viftan fengið ótrúlega jákvæð viðbrögð gagnrýnenda. Hún er 75% hljóð- látari en hin venjulega vifta, hefur enga spaða og gusturinn frá henni er mun kröftugri en áður hefur þekkst. Viftan er allt ann- að en ókeypis en verðið er 250 til 299,99 dollarar eða 28-33 þúsund krónur í Bandaríkjunum en hún er ekki enn komin í sölu hér á landi. Hún var kynnt sem hugmynd árið 2009 og fyrsta útgáfa kom út á síðasta ári. Í marsbyrjun kom svo önnur útgáfa þar sem var bú- ið að minnka hávaðann enn frekar og auka kraftinn. Fyrirtækið hefur eytt rúmum 40 milljónum dollara í þróun- arvinnu en alls eru 1.500 verkfræð- ingar og vísindamenn í vinnu hjá Dy- son. Síðasta uppfinning þeirra var pokalausa ryksugan en líklegast þekkja flestir Íslendingar Dyson-handþurrkuna sem er í Kringlunni meðal annars þar sem nýþvegnum höndunum er stungið í blás- ara og kröftugur gustur þurrkar þær á nokkrum sekúndum. HÖNNUN OG UPPFINNINGAR Blæs án spaða og hávaða Hér má sjá þrjár gerðir af „Air multiplier“-viftunni. Engin hætta er á að barnsfingur verði fyrir spöðum á fleygiferð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.