Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Page 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.04.2014, Page 47
verið að liggja frá því að hann lést. Orðin koma hvergi fyrir í neinum texta sem hann lét frá sér fara. Eftir að hann eignaðist innsiglið 1851 hélt hann áfram að nota eldri innsigli sín við bréfagerð. Grein Guðmundar er eftirtektarverð, læsileg og fróðleg. Það að Jón hélt áfram að nota gömlu innsigli sín eftir að hann fékk það nýja sem hann mun hafa not- að sjaldan (eða aldrei) þarf þó ekki að þýða að hann hafi haft andúð á því og þá hvatningunni „Eigi víkja“ alveg sérstaklega. Vafalítið hefur hann skilið slíka hvatningu sem áminningu um að halda sínu striki, láta ekki mótbyr buga sig að að villast af leið. Bregðast ekki. Hitt er þýðingarmeira að á hreinu sé að hin meintu „kjörorð“ voru ekki frá honum komin og það sem er uppspretta þeirra beggja „Eigi víkja“, sem varð síðar „Aldrei að víkja“, var í áletrun á innsigli sem aðrir höfðu búið honum í heiðursskyni. Aðdáendum hans og eftirmönnum, eins og Hannesi Hafstein, hefur þótt óbilgirniskeimur af fyrra slagorðinu og fyrir því væri naumast stoð og honum kann að hafa þótt það vara- samt, sérstaklega þegar látið væri eins og það hefði komið frá hinum elskaða og óskeikula „forseta“ þjóð- arinnar sem yfirskrift allrar þjóðfrelsisbaráttunnar. Guðmundur Magnússon rekur hvernig Hannes Haf- stein leitaðist við að beina „kjörorðsmálinu“ í hinn mildari farveg og gerði þar með sitt, viljandi eða óvilj- andi til að festa það í sessi sem ákall Jóns forseta sjálfs. Í áraraðir höfðu menn sungið hinn fjörlega söng Stein- gríms Thorsteinssonar „Öxar við ána“ með hrópinu: Fram, fram, aldrei að víkja … sem vaflaust er talið sótt til orða Jóns Sigurðssonar. Á aldarártíð Jóns er hins vegar flutt nýtt ljóð Hannesar Hafstein þar sem segir m.a: Áfram bauð hann: „Ekki víkja“. Aldrei vildi heitorð svíkja. Vissi: hóf æ verður ríkja vilji menn ei undanhald. Víðsýnn, framsýnn, fastur, gætinn, fjáði jafnan öfgalætin. Hannes Hafstein er stjórnmálamaður ekki aðeins í hugmyndafræði eða almennri stefnumörkun. Hann verður að fást við veruleikann, andstöðu og andóf ann- arra í lýðræðisþjóðfélagi, við það sem honum sjálfum þykir örugglega best og heillavænlegast fyrir þjóð- arhagsmuni. Hann hefur sem sagt fengið verklega kennslu í hörðum heimi, um að hversu góð sem lífs- regla eða kjörorð sem „aldrei að víkja“ eða „eigi að víkja“ séu og hressileg hvatning, getur hún, þrátt fyrir orðalagið, gefið algilda leiðbeiningu. Þá yrðu menn einnig að orða aðra hluti í samhengi við það, eins og „betra er kelda en krókur“ ef ekki megi hliðra til og krækja fyrir kelduna og kaffæra sig og hross sitt í henni fremur en að svíkja hástemmd heit. En mestu skiptir En eins og Guðmundur Magnússon bendir á voru að- stæður algjörlega sérstakar á þeirri tíð, vegna þess hver átti í hlut: Aldrei að víkja „hljómar óneitanlega sem mjög ósveigjanleg stefna. Í stjórnmálum þurfa menn oft að gefa eftir og semja til að ná einhverjum árangri. En hér var úr vöndu að ráða því sá sem borinn var fyrir stefnunni var nánast kominn í guðatölu á Íslandi. Orð hans voru sem lög í augum margra. Deilur hófust því snemma um það hver hugsun Jóns Sigurðssonar hefði verið með kjörorðinu“. Vissulega er virðing Jóns Sigurðssonar enn mikil á Íslandi og breytir þar ekki öllu, þótt kannanir sýni að nú viti furðu fáir hvað hann stóð fyrir. En sú virðing leiðir aldrei til þess að nútímamaður mundi taka orðin „aldrei að víkja“ eða „ekki víkja“ bókstaflega. Hitt sem sagnfræðingurinn vitnar til, um nauðsyn þess í stjórn- málum og þá væntanlega ekki síst í samsteypustjórn- málum, að menn hafi svigrúm til samninga við aðra, mætti hins vegar að ósekju fá nokkur mörk nú orðið. Og inntak hinna meintu kjörorða er auðvitað: Stefnufestan og viljinn til að standa fast við það sem lofað hefur verið og sveigja ekki af markaðri leið af litlu tilefni. Það er svo sannarlega ekki vanþörf á að skerpa á slíkum grundvallaratvikum. En Jón forseti var í lífi sínu og baráttu bæði trúr og samkvæmur sjálfum sér hvað slíka þætti varðar. Bókstafsskilningur varasamur á vegum Sú saga er sögð að nóbelskáldið okkar hafi einu sinni sem oftar verið á leið upp að Gljúfrasteini í einum af sínum glæsibílum og þá mætt þar vörubíl á mjóum sveitaveginum. Hinn stefnufasti ökumaður trukksins veitti svo lítið svigrúm að illa fór og bíll skáldsins var þvingaður út af veginum og út fyrir kant. Bílstjóra trukksins var að vonum brugðið, kom hlaupandi til þar sem bíll skáldsins sat hallandi og fastur, (sumir segja að honum hafi hvolft) en áður en sá móði maður fékk nokkuð sagt hafi skáldið spurt: „Er eitthvað fleira sem ég get gert fyrir yður?“ Sé þessi saga sönn, sem hún má gjarnan vera, þá hafa þeir hist þarna óvænt skáldjöfurinn og harð- drægnasti fylgjandi stefnu Jóns forseta: „Aldrei að víkja.“ En líklegt er að það hefði glatt forsetann mjög að sjá að svo vel hefði löndum hans farnast, að aðeins hálfri öld eftir að fullveldi landsins fékkst, mættust tveir al- þýðusynir í túngarði Egils gamla Skallagrímssonar og var annar búinn að koma sér upp trukk og hinn Jagúar og það þrátt fyrir að silfrið væri enn ófundið. Morgunblaðið/RAX * En þótt líklegt sé að hvatningaraf þessu tagi, jafnvel heitstreng-ingar, eigi ekki að skilja algjörlega bókstaflega, gætu mjög margir haft af því mikið gagn að leggja inntak þeirra á minnið og tileinka sér það. Þeir myndu hafa mikið gagn af þeirri sjálfsbreytingu og hugsanlega rísa betur undir þeim verkefnunum sem þeir hafa boðist til að sinna. Mýrdalsjökull 6.4. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.