Morgunblaðið - 09.05.2014, Side 8

Morgunblaðið - 09.05.2014, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2014 Fyrrverandi ráðgjafi JosesManuels Barrosos, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, lýsir því í viðtali við írska sjónvarpsstöð hvernig Evr- ópusambandið hafi þvingað Írland til þess að taka á sig ábyrgð á skuldum írskra banka.    Ráðgjafinn fyrr-verandi, Phillipe Legrain, segir að fyrir írska skattgreið- endur hafi þetta verið „ranglátt og óbærilegt,“ enda hafa skuldir írska ríkisins sem hlutfall af landsframleiðslu fimmfaldast.    Legrain segir að þrýstingurinná írsk stjórnvöld að ábyrgj- ast skuldirnar hafi komið frá Þýskalandi vegna þess að þýskir bankar hafi átt mikilla hagsmuna að gæta. Þrýstingurinn hafi einn- ig komið frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sem hafi staðið þétt við hlið Þýskalands.    Þá hafi þrýstingur komið fráJean Claude Trichet, fyrrver- andi bankastjóra seðlabanka evrusvæðisins, sem hafi leitast við að gæta hagsmuna franskra banka.    Legrain segir að raunin sé súað „stofnanir ESB hafi tekið hagsmuni þessara banka fram yf- ir hagsmuni írskra borgara“.    Hvað halda „viðræðusinnar“ aðhefði komið fyrir Ísland hefði það verið í ESB þegar bank- arnir féllu?    Og hvernig ætli Íslandi tækistað gæta hagsmuna sinna í öðrum málum fyrst nágrannar okkar voru þvingaðir með fyrr- greindum hætti? Írskum borgurum fórnað fyrir banka STAKSTEINAR Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is mánudaginn 12. maí, kl. 18 í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg Jóhannes S. Kjarval Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd í dag föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–17, sunnudag kl. 12–17, mánudag kl. 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Listmunauppboð í Gallerí Fold Veður víða um heim 8.5., kl. 18.00 Reykjavík 7 alskýjað Bolungarvík 6 skýjað Akureyri 7 skýjað Nuuk -1 alskýjað Þórshöfn 10 skýjað Ósló 3 skýjað Kaupmannahöfn 12 skýjað Stokkhólmur 7 skýjað Helsinki 6 skýjað Lúxemborg 12 skúrir Brussel 12 skýjað Dublin 15 léttskýjað Glasgow 12 skúrir London 15 skýjað París 12 alskýjað Amsterdam 12 súld Hamborg 12 skýjað Berlín 15 skýjað Vín 20 léttskýjað Moskva 17 heiðskírt Algarve 22 heiðskírt Madríd 27 léttskýjað Barcelona 22 léttskýjað Mallorca 22 heiðskírt Róm 21 léttskýjað Aþena 17 heiðskírt Winnipeg 7 skýjað Montreal 13 léttskýjað New York 13 alskýjað Chicago 25 skýjað Orlando 29 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 9. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:32 22:17 ÍSAFJÖRÐUR 4:17 22:43 SIGLUFJÖRÐUR 3:59 22:26 DJÚPIVOGUR 3:57 21:52 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Félag sem eignaðist spildur úr Laugardælalandi á árinu 2007 und- irbjó skipulag fyrir mörg þúsund manna byggð á svæðinu. Áformin runnu út í sandinn í fjármálahruninu og nú hefur Sveitarfélagið Árborg eignast landið. Spildurnar sem Árborg hefur keypt af Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga á um 288 milljónir eru tæplega 200 hektarar að stærð. Þar af eru um 37 hektarar úr landi hjá- leigunnar Uppsala. Jörðin Laugar- dælir voru alls um 700 ha að stærð og þótt spildur hafi verið seldar úr henni eiga bændurnir enn megin- hluta jarðarinnar. Á landi þeirra eru 7-8 íbúðarhús auk útihúsa og kirkju. Kaupfélag Árnesinga eignaðist Laugardæli 1937 og var með bú- rekstur þar í tuttugu ár. Síðar rak Búnaðarsamband Suðurlands þar tilraunabú. Við uppstokkun á fjárhag KÁ upp úr 1990 eignaðist Samvinnu- lífeyrissjóðurinn jörðina. Sjóðurinn gerði samning um sölu á henni til fjárfestis 1998 en ábúendur jarðar- innar, Haraldur og Ólafur Þór Þór- arinssynir, neyttu forkaupsréttar. Þeir seldu síðar spildur til fyrir- tækja á Selfossi, meðal annars Mjólkurbús Flóamanna og bygg- ingafyrirtækis, meginhluta þess lands jarðarinnar sem enn var innan Sveitarfélagsins Árborgar. Um tíma voru þreifingar um að Selfossbær keypti landið næst bæn- um en þegar fasteignabólan var sem stærst festu fjárfestar sem víðar voru í uppbyggingu kaup á tæplega 200 hektara landi Laugardæla og hjáleigunnar Uppsala, því landi jarð- arinnar sem liggur næst Selfoss, með Ölfusá og beggja vegna Suður- landsvegar. Stofnuðu þeir Fjárfest- ingarfélagið Ferjuholt um viðskipt- in. Verðbréfastofan (VBS) fjármagnaði kaupin, meðal annars með útgáfu skuldabréfa í nafni fjár- festa. Einn þeirra sem töpuðu á þess- um viðskiptum, Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga, keypti eignina á nauðungaruppboði. Ferju- holt var úrskurðað gjaldþrota í febr- úar síðastliðnum. Ætluðu í mikla uppbyggingu Árborg kaupir spildur úr Laugardælalandi Golfvöllur 20,8 ha Laugardælir land 41,5 ha Laugard. 8,8 ha Laugard. 57,7 ha Laugard. 23,9 ha Spilda úr Uppsölum 36,8 ha Tindar Þorleifskot LaugardælavatnÖlfusá Ölfusá Suðurlands- vegur Árborg Árborg Fló ahr . Ölf us Flóahr. Laugardælir Selfoss 0,11 ha 0,32 ha Fyrirhugað brúar- stæði og ný lega Suðurlandsvegar Núverandi brú Loftmyndir ehf.  Meginhluti Laugardæla í eigu ábúenda Jörðin Laugardælir er að mestu leyti í Flóahreppi og er sveitarfélag- ið Árborg því að fjárfesta í landi í öðru sveitarfélagi. Golfvöllur Selfyssinga, Svarfhóls- völlur, er við Ölfusá en er með samn- inga til skamms tíma og vantar land til stækkunar. Þá kemur ný brú sem fyrirhuguð er yfir Ölfusá inn á völl- inn og skerðir hann og mun vegur- inn liggja yfir hið nýkeypta land inn á Suðurlandsveg rétt austan við Sel- foss. Ásta Stefánsdóttir segir að Ár- borg fari ekki með skipulagsvaldið á þessu landi en muni sem landeigandi hafa áhrif á þróun þess. Hún segir að þarna séu möguleikar til upp- byggingar í framtíðinni, til dæmis við Suðurlandsveg. Ekkert hafi ver- ið rætt um að breyta sveitarfélaga- mörkum enda hafi kaupin borið brátt að. Fjárfesta í Flóahreppi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.