Morgunblaðið - 09.05.2014, Side 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2014
Uppskriftir á gottimatinn.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
SÍ
A
NÝTT
Prófaðu 36% sýrðan rjóma í matseldina.
Á gottimatinn.is finnur þú nýjar og spennandi
uppskriftir og fullt af öðrum sígildum
uppskriftum.
rjóminn af
sýrða rjómanum
Malín Brand
malin@mbl.is
H
ugur Erlu er ákaf-
lega frjór og hún
fær hverja hug-
myndina á fætur
annarri. Ólíkt mörg-
um öðrum kann hún vel að meta
skammdegið því hún segir að það
geri þá kröfu til manns að hugsa
og nýta sköpunarkraftinn.
Í október síðastliðnum varð
til ný útfærsla á Frjálsmeni, sem
er hálsmen sem Erla hannaði
fyrst fyrir um fjórum árum.
„Vinkona mín á afmæli í októ-
ber og mér finnst ég alltaf þurfa
að gefa henni eitthvað heimagert,
það er eitthvað sem ég verð að
gera og hún þreytist ekki á því,“
segir Erla Sigurlaug Sigurðar-
dóttir, hönnuður Frjálsmenanna,
um það hvernig nýjustu menin
urðu til. „Þetta verður alltaf
stærri áskorun því ég þarf að
finna upp á einhverju. Svona
perlufestar eru voða mikið í tísku
og mig langaði nú ekki að gera
neitt dæmigert því ég þarf alltaf
að finna upp hjólið,“ segir hún.
Erla fór því að velta fyrir sér
hvað hún gæti gert úr perlum og
minntist þess hvers konar perlu-
skraut hún hafði séð konur á
Grænlandi með. Þess vegna settist
hún niður á stofugólfinu heima hjá
sér kvöld nokkurt í október og fór
að þræða tréperlur og laumaði
nokkrum kristalsperlum inn á
milli.
„Ég eyddi heilu kvöldi í að
þræða og þræða til að sjá hvernig
þetta myndi hanga saman. Ég
fann út úr því og gaf henni menið
í afmælisgjöf. Hún var mjög
ánægð og ég ákvað að þróa þetta
áfram,“ segir Erla. Hún var ekki
lengi að koma Facebook-síðu í
loftið fyrir Frjálsmenin og viðtök-
urnar hafa verið prýðilegar.
Bankað upp á
síðasta vetrardag
Erla segir að sér þyki
skemmtilegast þegar fólk banki
upp á hjá henni í Hafnarfirðinum
til að kaupa af henni gjafir. „Mér
finnst ótrúlega skemmtilegt þegar
karlmenn banka upp á daginn fyr-
ir sumardaginn fyrsta og hafa
skyndilega áttað sig á því að þeir
eiga eftir að kaupa sumargjöf fyr-
ir konuna sína, og koma og kaupa
armband eða hálsmen,“ segir Erla
sem hefur gaman af slíkum heim-
sóknum.
Nafnið Frjálsmen er nokkuð
sniðugt og segir Erla að frænka
hennar hafi stungið upp á því þeg-
ar Erla var að búa til hekluð háls-
men. „Þá var ég að hekla af fingr-
um fram en núna er ég að perla af
Frjálsmen með
frjálsri aðferð
Erla Sigurlaug vill helst koma vinkonum sínum á óvart með heimagerðum gjöf-
um, einfaldlega af því henni þykir það skemmtilegt. Það var einmitt við gerð einn-
ar slíkrar gjafar sem Frjálsmenið varð til en það er hálsmen unnið með frjálsri
aðferð. Í það notar Erla tréperlur í öllum regnbogans litum og engin tvö Frjáls-
men eru eins. Á meðan aðrir horfa á sjónvarp á kvöldin, perlar Erla af ástríðu.
Ljósmynd/Erla Sigurlaug Sigurðardóttir
Fjölhæf Erla býr til ýmislegt, bæði hálsmen og armbönd svo dæmi sé tekið.
Litríkt Tréperlurnar eru málaðar í öllum regnbogans litum eins og sjá má.
Á sunnudagskvöld 11. maí kl. 20 mun
Karl Aspelund, lektor við University
of Rhode Island, halda fyrirlestur í
Hönnunarsafni Íslands í tengslum við
yfirstandandi sýningu á fatnaði fv.
forseta Íslands, frú Vigdísar Finn-
bogadóttur. Karl ætlar að sýna fram á
að fataval og hönnun í opinberum
pólitískum tilgangi lýtur öðrum lög-
málum en almennt gildir um annan
fatnað, einkum þegar litið er til tísku-
fatnaðar og merkjavöru. Skoðað
verður hvernig fatahönnun svaraði
þörfum pólitískra aðstæðna á tíma-
bilinu og hvernig formleg klæði karla
og kvenna þróuðust hvort fyrir sig
eftir mismunandi en mjög íhalds-
sömum ferlum: Ímyndir karla og fata-
val stöðnuðu að mestu snemma og
eru enn nánast í sjálfheldu, meðan
kvenklæðnaður þróaðist alla öldina
innan mótsagnakenndra væntinga
sem hafa síst minnkað.
Vefsíðan www. honnunarsafn.is
AFP
Klæði Siðareglur og venjur í opinberum athöfnum hafa þróast á löngum tíma.
„Þið talið um föt eins og konur?“
Jan Pozok hefur mynd-
skreytt barnabækur
undanfarin 25 ár en þekkt-
asta bókaserían sem hann
hefur teiknað er Krakk-
arnir í Kátugötu. Hann tók
við útgáfu hasarblaðsins
Blek árið 1997 og hefur
haldið ótrauður áfram að
gefa það út undir öðru
nafni, NeoBlek. Einnig hef-
ur hann teiknað mynda-
sögubækurnar Úrg Ala
Buks Unum, Rakkarapakk
og Skuggi Rökkva.
Í dag kl. 16 verður
myndasögusýning á verk-
um listamannsins Jan
Pozok opnuð í Borgar-
bókasafninu. Jan Pozok
eða Jean Posocco eins og
hann heitir réttu nafni er
fæddur í Frakklandi 1961. Hann setti
fyrsta myndasögunámskeiðið á Ís-
landi af stað árið 1995 í litlum einka-
reknum myndlistaskóla, Listaskól-
anum við Hamarinn, í Hafnarfirði.
Einnig hafa birst myndasögur eftir
hann í dagblöðum og tímaritum.
Árið 2013 byrjaði útgáfufyrirtæki
hans Froskur að gefa út þýddar
myndasögubækur. Þetta eru þrjár
seríur sem nefnast Tímaflakkarar,
Lóa og Svalur og Valur, en nýjar
þýddar myndasögubækur hafa ekki
komið út að neinu ráði undanfarin
þrjátíu ár.
Á sýningunni, sem er í aðalsafni
Borgarbókasafns í Tryggvagötu 15, í
myndasögudeild á annarri hæð, má
finna ýmis dæmi um myndasögur
listamannsins, aðallega þó úr bók-
unum þremur.
Sýningin stendur út júlímánuð.
Endilega...
Rökkvi Útigangsmaður sem breytist í ofurhetju.
Spennusaga um baráttu í skuggaheimi.
...farið á myndasögusýningu
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.