Morgunblaðið - 09.05.2014, Síða 11
Hönnuðurinn Erla Sigurlaug Sigurðardóttir með eitt af Frjálsmenunum.
fingrum fram,“ segir hún um
nafnið sem vísar til frjálsu aðferð-
arinnar að baki hverju meni og
gerir hvert hálsmen einstakt.
Leiðist aldrei nokkurn tíma
Erla vinnur við markaðsmál
hjá Icelandair Hotels en nýtur
þess að hafa ýmiss konar auka-
verkefni á borð við Frjálsmenin.
Hún var líka dugleg að prjóna
þegar mikið prjónaæði gekk yfir
fyrir nokkrum árum. Hún gekk
töluvert lengra en flestir og gaf út
tvær prjónabækur ásamt frænku
sinni. Erla var þá nýbyrjuð að
prjóna en frænkan hafði margra
ára reynslu.
„Það var til svo mikið af fal-
legum uppskriftum sem lágu hjá
prjónakonum þannig að við söfn-
uðum þeim saman og fyrri bókin
kom út árið 2009. Þarna var gras-
rótin komin saman í prjónabók.
Við eigum sjálfar uppskriftir í
henni ásamt fjölda prjónakvenna
og einum karli,“ segir Erla.
Bókin Prjónaperlur eftir þær
Erlu og Halldóru Skarphéðins-
dóttur seldist upp og nú er 2.
prentun líka uppseld, svo vinsæl
var bókin. Árið 2010 kom út bókin
Fleiri prjónaperlur: Prjónað frá
grasrótinni. Fyrri bókin var þýdd
á ensku og hét Iceland knits: 50
patterns from the Icelandic knitt-
ing grassroots og höfðaði sérlega
vel til ferðamanna og er nú upp-
seld.
Erla segir að hún myndi
gjarnan vilja skrifa fleiri bækur ef
hún hefði tíma. Hún nýtir tímann
oftast vel og lætur sér ekki leið-
ast.
„Ég horfi aldrei á sjónvarpið
því mér finnst það tímasóun og ég
sef mjög lítið því það þykir mér
líka tímasóun. Mér finnst
skemmtilegra að vera að gera eitt-
hvað annað og þrífst voða illa ef
ég er ekki með nein hliðarverk-
efni. Hugurinn er alltaf að finna
upp á einhverju,“ segir hin fjöl-
hæfa Erla Sigurlaug Sigurðar-
dóttir. Þeir sem vilja skoða Face-
book-síðu Frjálsmensins geta farið
inn á slóðina www.facebook.com/
perlufrjalsmen.
Skartgripir Stundum setur Erla
kristalsperlur með til gamans. Ég horfi aldrei á sjón-
varpið því mér finnst
það tímasóun og ég sef
mjög lítið því það þykir
mér líka tímasóun.
Ég mun eldast þónokkuð ínæstu viku. Það hendirmig endrum og eins enstökkin eru misstór. Á
fimmtudaginn verð ég 31 árs, sem er
einmitt mátulegur aldur fyrir mann
með mína reynslu.
Sannast sagna tel ég mér trú um
að ég sé enn bærilega ungur. Þess
vegna kom það mér óþægilega á
óvart í miðri klippingu á þriðjudag-
inn – hvar ég er tíður gestur ... sem
er æskilegt þegar hárið er farið að
þynnast (það var einmitt eitt af stóru
stökkunum í ellina) – að hárgreiðslu-
konan snyrti á mér augabrýrnar.
Fram að þessu höfðu þær lifað hinu
ljúfa lífi, frjálslegar og óhirtar. Hún
rak greiðu í hinar ósnertu augabrýr
og saxaði það burt sem stóð upp úr.
Þetta var alveg ný upplifun.
Mamma skellihló þegar ég deildi
þessu með henni. Aðrir hafa sagt, að
ég megi þakka fyrir að hún hafi ekki
snyrt hár í eyrunum. Það virðist
vera síðasta hálmstráið.
Ég ákvað að segja ekki
orð. Það er nefnilega langt
síðan ég fór að snyrta þau.
Daginn eftir lét einka-
þjálfari mig gera jafnvæg-
isæfingar. Þær gengu
erfiðlega, ég vaggaði
til og frá. „Jafnvæg-
isskynið er það
fyrsta sem fer þegar
fólk eldist,“ sagði
þjálfarinn. Það er
sem sagt komið að
því.
Til að kóróna
þennan nýja veruleika
hins fullorðna manns,
sem farinn er að missa jafnvæg-
isskynið og þarf að snyrta augabrýr
og eyru, fékk ég símtal rétt í þessu á
fimmtudegi – en hin tvö atvikin áttu
sér stað á þriðjudag og miðvikudag –
um að það þyrfti að ráðast í heil-
miklar framkvæmdir á baðinu
heima, sem þó er til þess að gera
nýtt, vegna þess að flísarnar míg-
leka. Það þótti mér leiðinlega full-
orðið: Díla við pípara, sundurtætt
baðherbergi, reikninga og annað
vesen. Út af baðherbergi.
Hingað og ekki lengra. Á loka-
metrum þessa pistils hef ég ákveðið
að breyta um takt og temja mér já-
kvæðari viðhorf. Reynslan hefur
sýnt að það getur skipt sköpum.
Á ég að segja þér?
Ég er nýklipptur
(og þá er sko
gaman að
horfa í speg-
il!), þjálfari er
að koma mér í
form (og þá líður
manni vel – líka þegar
horft er í spegil) og þegar
múrarinn hefur lagað bað-
herbergið má ég sprauta
þar vatni út um allt! (En
þar er einmitt spegill).
»Á fimmtudaginn verðég 31 árs, sem er ein-
mitt mátulegur aldur fyrir
mann með mína reynslu
HeimurHelga Vífils
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2014
Gus Gus og Reykjavík Dance Pro-
duction hafa verið að gera það gott
í útlandinu með sýninguna Á
vit … en henni er lýst sem framandi
ferðalagi skilningarvitanna um
heim dans, tónlistar og myndmáls
þar sem sameinaðir eru kraftar
ólíkra listforma. Sýningin fór fyrst
á svið á listahátíð hér heima 2012
og vakti mikla lukku og í kjölfarið
var þeim boðið að sýna erlendis.
Sýningin var í endurbættri útgáfu
með glænýrri tónlist frá gus gus í
Hörpu í gær og seinni sýningin
verður í kvöld. Búningarnir eru eftir Filippíu Elísdóttur og Ýr Þrastardóttur og
var hópurinn svo vinsæll í Moskvu að listamennirnir voru fengnir í ljós-
myndatöku fyrir Esquire, Rússlandi.
Gus Gus og Reykjavík Dance Production í Hörpu í kvöld
Upplifun Dans, tónlist og myndmál.
Ferðalag skilningarvitanna
Ungir og efnilegir arkitektanemar
sýna verk og standa fyrir hugleiðslu
nk. sunnudag 11. maí kl. 11 í Naut-
hólsvík. David Ingi Bustion, Selma
Sigurðardóttir og Pétur A. Maack,
nemar í Listaháskóla Íslands, standa
fyrir viðburðinum. Þar sýna þau af-
rakstur verkefnavinnu síðustu átta
vikna sem fjallar um að tengjast
sjálfum sér og náttúrunni í gegnum
hugleiðslu. Verkið mun standa í
nokkra daga á staðnum og er hægt
að spyrja nemana og fræðast meira
um tilgang verksins á þessum stað. Í
gegnum ferlið hafa þau unnið með
Arnbjörgu Kristínu Konráðsdóttur
jógakennara og viðfangsefni þeirra er
einingarvitund. Arnbjörg mun leiða
hugleiðslu í fjörunni um 600 m aust-
an við ylströndina (að Fossvogi).
Aðgangur er ókeypis og allir eru
velkomnir.
Nánari upplýsingar hjá Selmu Sig-
urðardóttur: selma13@lhi.is.
Að tengjast sjálfum sér og náttúrunni
Arkitektanemar hugleiða
Morgunblaðið/Frikki
Hugleiðsla Gerir öllum gott.