Morgunblaðið - 09.05.2014, Side 19

Morgunblaðið - 09.05.2014, Side 19
Ný könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið á fylgi flokka í Reykjavík leiðir í ljós að meirihlutinn í borgarstjórn heldur velli. Samfylkingin er í sókn. Fylgi hennar mælist 30,3% sem gefur fimm borgarfulltrúa. Fylgi við Sjálfstæðisflokkinn hefur aukist frá síðustu könnun í mars, en það er mun minna en í kosningunum 2010. Flokkurinn fengi fimm menn kjörna. Björt framtíð, arftaki Besta flokksins, tapar fylgi og fær þrjá menn. Píratar og VG fá einn mann hvor. Framsóknarflokkurinn fær ekki mann kjörinn. SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Meðal tekjuhópa er mestur stuðn- ingur við Samfylkinguna frá þeim sem hafa meðaltekjur, mánaðarlaun á bilinu 301 til 400 þúsund krónur. Meiri stuðningur er við Sjálfstæð- isflokkinn meðal tekjuhæsta hópsins en annarra, 33%. Af kjósendum Besta flokksins sem ekki styðja Bjarta framtíð núna ætla 28% að kjósa Samfylkinguna og 10% Sjálfstæðisflokkinn. Af þeim sem kusu VG árið 2010 ætla 26% að kjósa Bjarta framtíð, 18% Samfylkinguna og 8% Pírata.Flestir þátttakendur í skoðanakönnuninni myndu styðja sama framboð ef kosið yrði til alþing- is. Kjósendur VG í Reykjavík eru undantekning, 29% þeirra myndu kjósa Samfylkinguna og 17% Bjarta framtíð. Þá myndu 21% kjósenda Bjartar framtíðar í vor kjósa Sam- fylkinguna til þings. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2014 Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin í Faxafeni) - Sími 553 3450 - Vefverslun: www.spilavinir.is - Opiðmán-fös 11-18 20% afsláttur Spilavinir, spilasafnarar og spilaáhugafólk nú er tækifærið að bítta, selja og kaupa lítið eða mikið notuð borðspil og jafnvel ný. Spilavinir opna kjallarann hjá sér og setja upp borð fyrir einstaklingsspilasölu. Nánari upplýsingar á spilavinir.is. Komdu og gerðu góð kaup!  Daginn áður en könnun Félags- vísindastofnunar á fylgi flokka í Reykjavík hófst skiptu framsókn- armenn um oddvita sinn. Tók Svein- björg Birna Sveinbjörnsdóttir, for- maður Landssambands framsóknar- kvenna, við oddvitahlutverkinu af Óskari Bergssyni sem sagði sig frá listanum. Skipt var um nær alla aðra frambjóðendur á lista flokksins. Jafnframt var ákveðið að bjóða fram í nafni flokksins og „flugvallarvina“ og gera framtíð Reykjavíkurflugvallar þannig að helsta máli framboðsins. Samkvæmt könnuninni dugar þessi breyting ekki til að ná inn full- trúa í borgarstjórn. Fylgið mælist að vísu svolítið meira en áður, 4,5%, en var 2% í könnuninni í mars. En vel má vera að þetta eigi eftir að breyt- ast þegar framsóknarmenn hafa náð að kynna stefnu sína betur og kosn- ingabaráttan verður komin á fullt skrið. Framsóknarmenn mega muna fífil sinn fegri í höfuðborginni. Þeir áttu fulltrúa í borgarstjórn áratugum saman og voru margsinnis aðilar að meirihlutasamstarfi. Eftir aðild flokksins að Reykjavíkurlistanum 1994 fór hins vegar að halla undan fæti. Tvö önnur framboð í höfuðborg- inni eru „úti í kuldanum“ samkvæmt könnuninni, Dögun með 2,1% fylgi og Alþýðufylkingin með aðeins 0,1% fylgi. Oddviti Dögunar, Þorleifur Gunnlaugsson, var áður borgarfull- trúa Vinstri grænna sem tapa nokkru fylgi á milli kannana, fara úr 8,6% í mars í 5,9% núna. Eina nýja framboðið sem er að ná árangri í Reykjavík er Píratar. Þeir eru orðnir fjórða stærsta stjórn- málaaflið með um 10% fylgi. Er næsta öruggt að oddviti þeirra, Hall- dór Auðar Svansson, verður borg- arfulltrúi. Oddvitaskiptin hafa enn ekki breytt stöðu Framsóknarflokks Fylgi flokka eftir því hvað var kosið síðast (2010) Fra ms ókn arfl . Kýs nú: Kaus þá: Bes ti flo kku rinn Vin stri -græ n Sam fylk ing Sjá lfst æð isfl. Ann an flok k eða fram b. ? Ann an flok k eða fram b. ? Björt framtíð Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur Samfylking Dögun Píratar Vinstri-græn Annar flokkur eða framboð Flokkur ef kosið yrði á morgun til Alþingis Myndi kjósa í sveitar- stjórn: Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið 30. apríl - 6. maí 2014. Fra ms ókn arfl . Myndi kjósa á Alþingi: Sjá lfst æð isfl. Bjö rt f ram tíð Sam fylk ing Vin stri -græ n 5% 7% 6% 26% 38% 28% 23% 49% 3% 5% 4% 13% 10% 28% 18% 8% 46% 2% 2% 1% 5% 5% 82% 3% 6% 2% 1% 82% 66% 8% 8% 12% 71% 67% 91% 7% 17% 18% 2% 7% 14% 10% 2% 46% 3% 9% 37% 5% 29% 1% 1%1% 1% 90% 7% 1% 1% 16% 17% 2% 2%4% 21% Morgunblaðið/Kristinn Reykjavík Gangi könnun Félagsvísindastofnunar eftir munu borgarbúar búa við stjórn sömu flokka og áður eftir kosningar 31. maí. myndum við vilja hafa sterkara um- boð en þetta,“ sagði hann. Eru með kjarnafylgið „Þetta er að okkar mati nokkurn veginn okkar kjarnafylgi,“ sagði Halldór Auðar Svansson, oddviti Pí- rata. „Við höfum verið að vonast til að hækka okkur varanlega með kosningabaráttu okkar. Það er greinilega nóg vinna eftir hjá okkur miðað við þessar tölur,“ sagði hann. Halldór kvað Pírata í Reykjavík nú setja fullan kraft í baráttu sína og vonuðust þeir til að það skilaði sér í auknu fylgi á kjördag. Samkvæmt könnuninni ættu 14% kjósenda eftir að gera upp hug sinn þannig að stað- an í kosningunum væri enn opin. Framsókn bjartsýn „Þetta eru bara tölur á blaði. Við erum bjartsýn og höldum áfram að vinna að þeim góðu málefnum sem við berjumst fyrir,“ sagði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins. Hún sagði að framsóknarmenn vonuðu að kosn- ingamál þeirra næðu augum og eyr- um fjöldans þegar fram í sækti. „Þó að ekki séu nema rúmar þrjár vikur til kjördags er það langur tími í póli- tík,“ sagði hún. Alvarlegar fréttir „Þetta eru alvarlegar fréttir. Það væri vont ef borgarbúar höfnuðu Vinstri grænum í vor, enda enginn flokkur sem stendur jafn fast með félagslegu réttlæti og umhverf- isvernd,“ sagði Sóley Tómasdóttir, oddviti VG. „Það skiptir gríðarlegu máli að rödd Vinstri grænna heyrist skýrt á næsta kjörtímabili.“ Sóley kvaðst ekki trúa öðru en að fylgi flokksins myndi aukast aftur fyrir kosningar. gudmundur@mbl.is Halldór Auðar Svansson S. Björn Blöndal Halldór Halldórsson Dagur B. Eggertsson Sóley Tómasdóttir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir  Næsti borgarstjóri Á morgun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.