Morgunblaðið - 09.05.2014, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ekki erumörg ár fráþví að und-
irskriftasafnanir
töldust nýmæli sem hrist gætu
upp í hinni pólitísku tilveru. Þá
þóttu það tíðindi ef undirskrift-
irnar á móti einhverju dægur-
máli næðu 10 þúsundum. Undir-
skriftir Varins lands höfðu þó
algera sérstöðu enda voru áhrif-
in mikil. En muna mætti að að-
standendur þeirrar söfnunar
voru sérlega gætnir og vand-
virkir og var ekki laust við að í
hita leiksins væri jafnvel reynt
að notfæra sér það, til að gera
hið merka framtak tor-
tryggilegt.
Í fyrri tíð var það auðvitað
þannig að menn skrifuðu per-
sónulega undir yfirskrift skjals-
ins, enda var þetta söfnun und-
irskrifta. Fölsun nafns var
nánast óhugsandi, enda litin
mjög alvarlegum augum, en þó
voru dæmi þess. Eftir að fjölda-
safnanir á netinu komu til er
óhjákvæmilegt að hafa vara á.
Slíkar undirskriftir er nánast
ómögulegt að sannreyna. Stikk-
prufur hafa verið gerðar og t.d.
hringt í tilviljanakennt úrtak til
að kanna hvort þeir sem í því
lenda kannist við að hafa lýst yf-
ir samþykki í gegnum tölvuna
sína. Slík áreiðanleikakönnun er
þó ekki mjög mikils virði.
Þeir sem hafa lengi verið
staðsettir viðtökumegin við
undirskriftarsafnanir, ekki síst
á meðan undir þær var sannar-
lega ritað, sáu að aðstandendur
kannana gerðu sjálfir ekki ráð
fyrir því, að nokkru sinni yrði
rýnt í nöfnin. Fór ekki á milli
mála að í mörgum tilvikum
höfðu aðstandendurnir látið
nægja að renna lauslega yfir
þær. Látið að öðru leyti nægja
að telja útfylltar blaðsíður og
margfalda svo með þeim nöfn-
um sem komust á hvert blað.
Auðvitað sást að strikað hafði
verið yfir Andrés Önd, Ketil
Skræk og Stekkjastaur, sem
gerði plöggin og tölurnar trú-
verðugri. En iðulega höfðu þeir
komist upp með að segja sitt álit
Bjartur í Sumarhúsum 16
Hornafirði, Jesús Jósefsson, Ol-
íufjalli 15, Fáskrúðsfirði og
fleiri sem full ástæða var svo
sem til að taka töluvert mark á.
Glöggur lesandi í röðum við-
takenda sá eitt sinn að þjóð-
kunnur merkismaður hafði
skrifað 5 sinnum nafn sitt á mis-
munandi undirskriftarblöð.
Þegar lesandinn rakst á þann
kunna mann á förnum vegi og
innti hann eftir hvernig á þessu
stæði svaraði sá: „Þetta er svo
góður málstaður að minna mátti
það ekki vera.“
En hvað sem slíkum dæmum
líður þá standa engar líkur til
þess að aðstandendur slíkra
safnana hafi haft vilja til þess að
gefa villandi mynd af þunganum
í andstöðunni það og það sinnið.
Fólki var einfald-
lega treyst til að
taka ábyrga afstöðu
og skynja alvöruna
sem í því fælist að rita nafn sitt,
heimilisfang, nafnnúmer (eða
kennitölu) á blað sem var ætlað
að hafa áhrif á ákvarðanatöku
opinberra aðila. Á síðari tíma
hefur viðhorfið orðið annað.
Fræg eru dæmin um undir-
skriftirnar gegn fjölmiðlalög-
unum. Þá gengu hagsmuna-
aðilar svo langt að með
ólíkindum var og í öndvegi
þeirrar óskammfeilni allrar er
atgangur eins núverandi alþing-
ismanns.
Undirskriftirnar, sem feng-
ust með þvílíkum aðferðum,
voru raunar furðu fáar miðað
við það sem á gekk og síðar hef-
ur orðið. Þær munu þó hvergi
vera til svo hægt sé að skoða
þær eða sannreyna. Gömlu und-
iskriftirnar, sem risu undir því
nafni, er að finna í skjalasöfn-
um. Þær eru í eðli sínu fjarri því
að vera trúnaðarmál. Þeir, sem
ljá nafn sitt við áskorun, vilja
setja fullan þunga persónu-
legrar skoðunar sinnar mál-
staðnum til gagns.
Þess vegna vekur nýupplýst
framganga ESB-sinna sérstaka
eftirtekt. Þeir viðurkenna að
ómögulegt sé að fá nema lítinn
hluta þjóðarinnar til að styðja
yfirlýsingu um að ganga í ESB.
Þess vegna var skipt um gír.
Þeir, sem lengi hafa barist fyrir
því að Ísland gangi í ESB og
„verndi fullveldi sitt með því að
fela hluta þess öðrum,“ eins og
þeir orða það, breyttu sér í
skoðanalausa „viðræðusinna,“
opna fyrir öllu!
Kannanir voru gerðar og
spurt hvort „klára“ bæri „samn-
ingaviðræður“ sem þó fóru eng-
ar fram að mati ESB sjálfs og
þótt aðlögunarathugun hefði
legið niðri í tæp 3 ár! Þeim tókst
stundum í könnunum að fá við-
unandi svar við spurningu um
að „klára og kjósa,“ jafnvel þótt
yfirgnæfandi meirihluti sé gegn
því að ganga í ESB. Þeir hafa
síðan þennan steininn klappað,
en málstaðurinn, um að ganga í
ESB, verið falinn.
Undirskriftasöfnun í þessa
veru var sett af stað, en gekk
dræmt. Þegar henni loks lauk
hafði hún aðeins náð 70% af
undirskriftum gegn aðför að
flugvellinum. Nú er upplýst að
tæplega fjórðungur þeirra sem
þó „skrifuðu undir“ virðist ekki
telja sér neinn heiður að því.
Þess vegna blasir við, að sá ein-
staklingur sem oftast skrifar
undir þessa söfnun, er Óskar
Nafnleyndar.
Ekki er vitað með öruggri
vissu hvar Óskar Nafnleyndar
býr, en líklegt er talið að lög-
heimili hans sé að Leynimýri,
við hlið útfararþjónustunnar,
sem þar er. Það fer ekki illa á
því.
Ekki batnar það}Fá óskar í undirskriftum
É
g fyrirlít skoðanir þínar en er
reiðubúinn að deyja fyrir rétt
þinn til þess að tjá þær.“ Ein-
hvern veginn svona hljóðar
þekkt tilvitnun sem gjarnan
hefur verið eignuð franska heimspekingnum
François-Marie Arouet sem var betur þekkt-
ur undir nafninu Voltaire. Voltaire lét um-
rædd orð hins vegar að öllum líkindum aldrei
falla með beinum hætti en talið er að tilvitn-
unina sé að rekja til enska rithöfundarins
Evelyn Beatrice Hall og bókar hennar The
Friends of Voltaire sem hún reit undir höf-
undarnafninu S.G. Tallentyre og gefin var út
árið 1906. Með tilvitnuninni reyndi Hall að
draga saman afstöðu Voltaires til tjáningar-
frelsisins og hefur tilvitnunin fyrir vikið
gjarnan verið notuð til þess að lýsa kjarna
þess.
Talsvert önnur útlegging hefur hins vegar oft heyrzt í
seinni tíð þegar kemur að tjáningarfrelsinu. Þar hefur
orðalagið yfirleitt verið á þá leið að bera ætti virðingu
fyrir skoðunum annarra. Sama hverjar þær væru. En
skoðanir fólks eru líklega nokkurn veginn jafn margar
og misjafnar og fjöldi þeirra einstaklinga sem byggja
þessa jörð. Mörgum þeirra er vafalaust hægt að bera
virðingu fyrir og í sumum tilfellum mikla virðingu. Öðr-
um klárlega ekki og sumar skoðanir eru einfaldlega þess
eðlis að full ástæða er til þess að fyrirlíta þær.
Hvernig er til að mynda mögulegt að bera virðingu
fyrir þeirri skoðun að réttlætanlegt sé að
beita aðra ofbeldi og mismunun á grundvelli
kynþáttar? Það er skoðun sem ég persónu-
lega get engan veginn borið virðingu fyrir og
mun aldrei geta. Eða að konur skuli kúgaðar
vegna kyns síns og meinað á þeim grundvelli
að taka eðlilegan þátt í samfélaginu? Stað-
reyndin er sú að það er einfaldlega ekki hægt
að bera virðingu fyrir öllum skoðunum. Hins
vegar er hægt að bera virðingu fyrir rétti
fólks til þess að tjá skoðanir sínar enda sá
réttur einn og hinn sami í lýðræðislegu sam-
félagi þó skoðanirnar kunni að vera ólíkar.
Þetta er enda nákvæmlega það inntak sem
felst í tilvitnuninni sem getið er í upphafi og
eignuð hefur verið Voltaire. Hún er rétt-
nefndur kjarni tjáningarfrelsisins. Hugsuðir
upplýsingarinnar litu einu sinni svo á að tján-
ingarfrelsið væri ekki aðeins fyrir þá sem hefðu réttar
skoðanir heldur einnig þá sem talið væri að hefðu rangar
skoðanir. Hins vegar verða vitanlega allir að vera reiðu-
búnir að axla ábyrgð á skoðunum sínum ef á reynir. Þar
kemur til hið sígilda samband frelsis og ábyrgðar sem
því miður hefur ekki alltaf verið haft í hávegum.
Hitt er svo annað mál að þegar allt kemur til alls eru
beztu viðbrögðin við skoðunum sem ekki þykja æskileg-
ar af einhverjum ástæðum ekki boð og bönn heldur að
svara þeim með rökum í málefnalegri og lýðræðislegri
umræðu. Boð og bönn gera jú gjarnan einungis illt verra.
hjortur@mbl.is
Hjörtur J.
Guðmundsson
Pistill
Virðing og skoðanir
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Þrátt fyrir bata á bygging-armarkaði að undanförnuáætla sements- og steypu-salar að salan í ár verði
undir langtímameðaltali.
Gunnar H. Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Sementsverksmiðj-
unnar, segir að salan á sementi sé
enn undir langtímameðaltali.
„Sé litið áratugi aftur í tímann hafa
að meðaltali selst um 110 þúsund
tonn af sementi á ári á Íslandi. Ég á
ekki von á að það meðaltal í sölu náist
í ár. Það mun taka lengri tíma.“
Sementsverksmiðjan á Akranesi
hætti framleiðslu í ársbyrjun 2012 og
hóf þá í staðinn innflutning á sementi
frá NORCEM í Noregi. Gunnar seg-
ist aðspurður ekki telja að fram-
leiðsla á sementi hefjist aftur á Ís-
landi í bráð. Slík framleiðsla yrði
enda að óbreyttu ekki raunhæf.
Alexander G. Alexanderson, fram-
kvæmdastjóri Steypustöðvarinnar,
segir að salan sé nú á bilinu 50-60%
meiri en þegar steypusala var í sögu-
legu lágmarki á Íslandi árið 2010.
„Steypusala hefur aukist undan-
farna mánuði. Við fórum að finna svo-
lítið fyrir þessu þegar það fór að líða
á síðasta ár. Þá urðu skörp umskipti í
steypusölu. Það virðist margt í píp-
unum. Þær eru hins vegar oft stífl-
aðar, þessar pípur. Áætlanir okkar
gera ráð fyrir að salan í ár aukist
töluvert frá því í fyrra. Samt munum
við ekki ná meðalárferði í sögulegu
samhengi. Það vantar töluvert upp á
það.“
Samkeppni þrýstir niður verði
Spurður hvernig verðið á steypu sé
þessa dagana bendir Alexander á að
þar sem „kakan sé lítil“ sé lítið til
skiptanna fyrir steypufyrirtækin.
„Samkeppnin á þessum markaði hef-
ur verið mjög hörð. Steypuverð hefur
alls ekki fylgt verðlagsþróun, langt í
frá. Steypuverð hefur ekki fylgt verði
á öðrum byggingarvörum. Félögin á
markaðnum eru enda í bullandi vand-
ræðum. Þau þurfa að fá meiri fram-
legð út úr vörunni,“ segir Alexander.
Gunnar Þór Ólafsson, forstöðu-
maður sölu- og markaðssviðs BM
Vallár, segir útlit fyrir að árið 2014
verði það besta í rekstri félagsins frá
2009. Því fari hins vegar fjarri að sal-
an á steypu í ár verði til jafns við söl-
una í kringum aldamótin þegar hún
var í hinu sögulega meðaltali.
„Salan er að glæðast og árið 2014
verður stærsta steypuár frá hruni.
Magnið er hins vegar enn ekki mikið
og því er verðið of lágt, því fyrirtækin
þrjú sem selja steypu á höfuð-
borgarsvæðinu eru í grimmri sam-
keppni. Þetta kemur fram í afkomu
fyrirtækjanna. Það þarf tvö til þrjú
ár til viðbótar til að ná jafnvæginu
sem var á markaðnum fyrir bóluárin.
Við hjá BM Vallá vonumst eftir að ná
þessu jafnvægi í rekstrinum á ár-
unum 2016-2017,“ segir Gunnar sem
telur að enn sé því langt í land.
Hálfdrættingar á við fyrri ár
„Við erum nú um það bil hálfdrætt-
ingar á við það sem við vorum á ár-
unum fyrir bóluárin í sölu á steypu.
Rekstur byggingarfyrirtækja og
steypuframleiðenda er erfiður vegna
þess hvað sveiflurnar eru miklar. Það
væri æskilegt að það væri jafnari
dreifing á opinberum fram-
kvæmdum. Það væri heppilegt að hið
opinbera væri einskonar sveiflujafn-
ari á markaði. Þá væri betra að hafa
nákvæmari gögn um þörf fyrir nýjar
íbúðir á markaðnum svo verktak-
arnir yrðu þá öruggari með að ráðast
í framkvæmdir. Framkvæmdir í
ferðaþjónustu og jarðgangagerð hafa
aukið sölu á steypu í landinu á þessu
ári.“
Ýmislegt í farvatninu
Haukur Guðmundsson er forstjóri
og eigandi steypustöðvarinnar Grá-
bergs. Fyrirtækið tók til starfa í
haust og segir Haukur að síðan hafi
salan verið á uppleið.
„Það eru mörg stór verkefni fram-
undan. Það er því mikil magnaukning
í framleiðslu í steypu á höfuð-
borgarsvæðinu. Nefna má verkefni
eins og Hljómalindarreitinn, Lýsis-
reitinn, 16 hæða hótelturn á Höfða-
torgi, Mýrargötuhúsið, Alvogen-
húsið í Vatnsmýri og fangelsi á
Hólmsheiði, svo eitthvað sé nefnt.
Að auki eru margir verktakar að
fara af stað á næstunni með íbúða-
framleiðslu. Eftirspurnin er að
aukast og Gráberg mun taka fullan
þátt í samkeppninni á markaðnum.
Framlegðin er því miður enn lítil.
Þegar ég kom inn í þennan bransa
veðjaði ég á að samhliða minni fjár-
festingu myndi tvennt koma til;
hækkandi einingarverð og aukin
eftirspurn. Magnið hefur tekið við
sér og ég hef fulla trú á að einingar-
verðið fari hækkandi. Þess vegna
hefur Gráberg fjárfest í auknum
tækjakosti til að mæta þörfum mark-
aðarins,“ segir Haukur.
Steypusalan enn undir
langtímameðaltali
Morgunblaðið/Ómar
Framkvæmdir Þrátt fyrir bata á byggingarmarkaði að undanförnu áætla
sements- og steypusalar að salan í ár verði undir langtímameðaltali.
Íslenski sements-
markaðurinn
„Annað Portlandssement“
í þúsundum tonna
2007
2008
2009
2010
2011
2012
2013
Heimild: Hagstofa Íslands/Sementsverksmiðjan
Innflutt
Innlend
framleiðsla
166 153 319
229
105
63
59
65
78
111 118
38 67
24 39
27 32
65
78
Samtals