Morgunblaðið - 09.05.2014, Page 27

Morgunblaðið - 09.05.2014, Page 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2014 ✝ Guðrún HildurGuðbrands- dóttir fæddist í Ólafsvík 15. febr- úar 1934. Hún lést 26. apríl 2014 á hjúkrunarheim- ilinu Grund í Reykjavík. Foreldrar henn- ar voru hjónin Elín Snæbjörnsdóttir, húsmóðir í Ólafs- vík, síðar starfsmaður í eldhúsi Borgarspítalans, f. 30. nóv- ember 1913 í Ólafsvík, d. 25. apríl 1993 á Vífilsstaðaspítala, og Guðbrandur Vigfússon, sjó- maður og oddviti í Ólafsvík, síð- ar starfsmaður á Borgarspít- alanum, f. 27. desember 1906 á Kálfárvöllum í Staðarsveit, d. 14. október 2001 á Hrafnistu í Reykjavík. Guðrún var einka- barn foreldra sinna og ólst upp á heimili þeirra í Ólafsvík. Fósturbróðir Guðrúnar frá átta til fimmtán ára aldurs var Óskar Vigfússon, bróðursonur Guðbrands, f. 8. desember 1931, d. 23. mars 2006, formaður Sjó- mannasambands Íslands. Var af- ar kært með þeim frændsystk- inunum. Guðrún giftist 1. október 1955 börnum, fyrst á leikskóla Borg- arspítalans, vöggustofu Thor- valdsensfélagsins og síðast á leikskólanum Brákarborg. Árið 1972 var opnaður leikskóli í Ólafsvík. Var Guðrún fengin til halds og trausts við opnun skól- ans. Á árinu 1976 hóf hún starf á hjartadeild Landspítalans við hjartalínuritun. Kynntist hún þar mörgu góðu fólki, bæði hjartasjúklingum, læknum og öðru samstarfsfólki. Þar vann hún í 27 ár og undi sér vel þar til hún hætti störfum árið 2002. Fyrstu hjónabandsár Guð- rúnar og Jóhanns bjuggu þau í leiguíbúð ásamt öðrum hjónum á Kambsvegi í Reykjavík, en ár- ið 1958 fluttust þau í íbúð á 3. hæð í Ljósheimum 4, sem þá var í byggingu. Heimilið í Ljós- heimum stóð alltaf opið skyld- fólki Guðrúnar úr Ólafsvík og tengdafólkinu frá Egilsstöðum. Áttu margir þar skjól um lengri eða skemmri tíma. Alls átti Guð- rún heima í Ljósheimum í 34 ár, en sumarið 1992 fluttust þau Guttormur saman í Eikjuvog 5. Guðrún greindist með park- insonssjúkdóm í mars 2004. Veikindum sínum tók hún eins og öllu öðru með miklu hug- rekki og æðruleysi. Hún var trú- uð þótt hún flíkaði ekki mikið trú sinni. Guðrún var í áratugi félagi í Kvenfélagi Langholts- sóknar. Jarðarför Guðrúnar fer fram frá Langholtskirkju í dag, föstu- daginn 9. maí 2014 kl. 15. Jóhanni Kristni Ólasyni rafvirkja, f. 17. febrúar 1931 í Þingmúla í Skrið- dal, d. 30. maí 1969 í Reykjavík. For- eldrar hans voru hjónin Margrét Einarsdóttir hús- móðir og Óli Ein- arsson, bóndi og söðlasmiður í Þing- múla. Guðrún og Jóhann voru barnlaus. Seinni maður Guðrúnar var Guttormur Þormar verkfræðingur, f. 7. október 1925 í Hofteigi á Jök- uldal. Foreldrar hans voru hjón- in Ólína Marta Þormar hús- móðir, og Þorvarður G. Þormar, sóknarprestur í Laufási. Með Guttormi fékk hún þrjú börn hans, sex barnabörn og nú eru langömmubörnin orðin sjö. Yngsta langömmubarnið heitir Alda Guðrún, fædd 5. ágúst 2012, og heitir hún í höfuðið á tveimur langömmum sínum. Guðrún fluttist til Reykjavík- ur árið 1954. Hún stundaði nám við Húsmæðraskólann á Löngu- mýri í Skagafirði veturinn 1954 til 1955, en fór síðan að vinna við afgreiðslustörf í Reykjavík. Seinna fór hún að vinna með „Enn birtist mér í draumi sem dýrlegt ævintýr, hver dagur sem ég lifði í návist þinni.“ (Tómas Guðmundsson.) Nú þegar ég kveð elsku Guð- rúnu mína, er mér þakklæti efst í huga. Þakklæti til allra þeirra mörgu, sem hafa annast hana af mikilli hlýju og alúð í veikindum hennar síðust árin, bæði hér heima í Eikjuvoginum og á sjúkra- og hjúkrunarstofnunum. Hún naut síðast sérstakrar um- hyggju starfsfólks og stjórnenda á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, þar sem hún dvaldist að mestu leyti síðustu þrjá mánuð- ina. Þar fundum við aðstandend- ur hennar líka fyrir einstökum hlýhug og vináttu. Sérstaklega er ég þakklátur fyrir alla þá aðstoð sem við fengum þar á áttræðisaf- mælinu hennar 15. febrúar sl., sem gerði okkur fært að eiga góða stund með ættingjum og vinum. Við vorum bæði komin yfir miðjan aldur þegar við kynnt- umst í Ljósheimum 4 í apríl 1975, hún búin að vera ekkja í sjö ár og ég skilinn frá fyrri konunni minni þremur árum áður. Við töluðum oft um, hve það hefði verið mikil gæfa fyrir okkur bæði, að ég skyldi einmitt kaupa íbúð í blokk- inni hennar. Fyrstu árin fórum við frekar leynt með samband okkar, bæði gagnvart íbúum í blokkinni og skyldfólki okkar. Ég veit ekki hvers vegna, en sennilega höfum við viljað vera alveg viss um okk- ur sjálf, enda komin af léttasta skeiði. Þó kynnti hún mig strax fyrir foreldrum sínum, sem tóku mér einstaklega vel og reyndust mér góðir tengdaforeldrar. Sam- band okkar þróaðist síðan smátt og smátt. Við fórum í okkar fyrstu tjaldferð saman norður yf- ir Kjöl í júní 1975, og í fyrstu ut- anlandsferð okkar til Írlands í ágúst 1977. Síðan höfum við farið í ótal ferðir, bæði innanlands og utan, kynnst mestum hluta af landinu okkar og flestum löndum í Evrópu. Betri ferðafélaga en Guðrúnu get ég ekki hugsað mér. Við vorum oftast bara tvö ein saman á ferð, einkum fyrstu ára- tugina, og nutum vel félagsskap- ar hvort annars. Fyrstu árin höfðum við sjaldan fasta ferða- áætlun, en létum það bara ráðast hver yrði næsti náttstaður. Þetta breyttist svo með aldrinum. Ég er sérstaklega þakklátur fyrir að hafa kynnst öllu því góða fólki sem stendur að Guðrúnu í báðar ættir og öllu vinafólki hennar. Þau hafa öll tekið mér svo einstaklega vel og reynst mér svo vel bæði fyrr og síðar, nú síð- ast í veikindum hennar. Þá er ég þakklátur fyrrverandi tengda- fólki hennar, sem tók mér sem einum úr fjölskyldunni, og einnig skólafélögum fyrri mannsins hennar. Það var ekki sjálfgefið. Náttúrlega var það hin sterka nærvera Guðrúnar sem hér var að verki. Aðaleinkenni Guðrúnar var hlýja, góðmennska, hjálp- semi og skilningur á vanda- málum allra þeirra mörgu sem til hennar leituðu. Hún var óvenju- góður hlustandi og hún gat alltaf gefið góð ráð til lausnar hverjum vanda. Síðast en ekki síst vil ég að leiðarlokum þakka elsku ástinni minni, henni Guðrúnu, fyrir árin okkar 39. Blessuð sé minning hennar. Guttormur. Í dag kveðjum við elsku bestu Guðrúnu okkar. Hún var besta amma sem hægt var að hugsa sér. Hún var líka yndisleg langamma barnanna okkar. Það var alltaf svo huggulegt að koma í kaffi til afa og Guðrúnar og í góðu veðri voru kræsingarn- ar bornar út á pall. Það var í raun alltaf gott veður hjá afa og Guð- rúnu. Þau voru svo heppin með hvort annað, gleði og hlýja var svo áberandi á heimilinu og mikil jákvæðni. Við erum svo heppnar að hafa átt svona yndislega góða ömmu. Hún dekraði við okkur, knúsaði og þótti svo vænt um okkur, eins og okkur þótti svo vænt um hana. Elsku Guðrúnar verður sárt saknað og minnst með hlýju. Arnheiður, Dýrleif og langömmubörnin. Elsku besta Gunna amma mín. Mér þykir svo sárt að hafa fengið þessar fréttir að þú hafir nú lokað augunum í hinsta sinn. Ég vildi óska að ég hefði getað verið hjá þér og kvatt þig almennilega. Alveg frá því ég var lítil stelpa og bað þig að vera amma mín tókstu það hlutverk mjög alvar- lega. Þú hugsaðir um mig eins og ég væri barnabarn þitt. Þú varst alltaf með á hreinu hvað væri að gerast hjá mér, sama þó að við byggjum ekki í sama landi. Það hefur verið svo gott að fá eina „aukaömmu“ sem hefur verið til staðar fyrir mig frá fyrsta degi. Í dag, eins og alla daga, ber ég armbandið sem þú gafst mér í 12 ára afmælisgjöf. Armbandið sem þú hafðir fengið frá Höllu frænku þegar þú sjálf varst 12 ára. Það er svo gott að geta litið niður og séð þennan fallega grip sem minnir mig svo á þig. Ó, elsku amma, ég sakna þín svo. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. (Hugrún) Þín Halla Eyjólfsdóttir. Að heilsast og kveðjast er lífs- ins saga og þegar aldurinn hækk- ar verða kveðjustundirnar fleiri. Nú hefur hún Guðrún Hildur, frænka okkar systkina, kvatt þetta líf eftir langa baráttu við erfiða sjúkdóma. Þegar sá sem þetta ritar var að vaxa úr grasi vestur í Ólafsvík, áttu Guðrún og foreldrar hennar heima í næsta húsi, Sæbergi, sem var ysta (vestasta) hús í Ólafsvík í þá daga. Nokkuð langt var í önn- ur hús og mikill samgangur var milli heimilanna, enda margt sem tengdi þau. Þær voru jafnöldrur og fermingarsystur Guðrún og Kristbjörg, eldri systir okkar, og voru saman nánast allar sínar vökustundir meðan báðar bjuggu í Ólafsvík og vinátta þeirra hélst óslitin meðan báðar lifðu, þótt vík væri löngum milli vina. Var þá síminn óspart notaður. Foreldrar Guðrúnar Hildar, þau Guðbrand- ur Vigfússon, vélsmiður og lengi oddviti í Ólafsvík, og Elín Snæ- björnsdóttir, kona hans, voru okkur systkinunum eins og aðrir foreldrar og annað eins gæðafólk og þessi þriggja manna fjöl- skylda held ég hafi verið vand- fundið. Skyldleiki var milli heim- ilanna, því þær voru þremenningar að frændsemi Elín og móðir okkar, Kristjana Sig- þórsdóttir frá Klettakoti, en þeir voru hálfsystkinasynir Snæbjörn Eyjólfsson, faðir Elínar, og Sig- þór Pétursson, móðurafi okkar. Svo voru þeir að öðrum og þriðja að frændsemi nafnarnir, faðir okkar Guðbrandur Guðbjartsson frá Hjarðarfelli og Guðbrandur Vigfússon. Vigfús bóndi Vigfús- son á Kálfárvöllum, og Guðbjörg Vigfúsdóttir, móðuramma föður okkar, lengst húsfreyja á Búðum og síðar í Ólafsvík, voru alsystk- in. Guðrún lét sér annt um okkur systkinin alla tíð og þótt hún væri lítt til ferðalaga vegna heilsu- brests síðari árin, notaði hún sím- ann til að hafa samband og fylgj- ast með okkur. Guðrúnu Hildi, frænku okkar, þökkum við bræður að leiðarlok- um samfylgdina, vináttuna og öll þau gæði er hún auðsýndi okkur alla tíð. Guttormi Þormar, síðari manni hennar, sem lifir konu sína, og hans fólki vottum við samúð okkar. Guðbrandur Þ. Guðbrandsson. Í dag kveðjum við elskulega frænku okkar, hana Guðrúnu eða Gunnu frænku eins og hún var alltaf kölluð, sem lést hinn 26. apríl sl. eftir erfið veikindi. Þegar komið er að kveðjustund erum við minnt á að sá gamli heimur sem við systkinin munum eftir er smám saman að hverfa okkur eft- ir því sem árin líða. Þessi gamli tími sem okkur er svo kær er varðaður minningum um það hjartahlýja fólk sem við ólumst hvað mest upp með og þar skip- aði Gunna frænka okkar stóran sess. Þau systkinin þrjú, Eyjólfur afi okkar, Halla og Elín sem ætt- uð voru úr Bakkhúsi á Snoppunni í Ólafsvík eignuðust þrjú börn. Afi Eyjólfur átti þær Höllu og Guðmundu móður okkar og yngri systir hans, Elín, átti Gunnu, Halla eldri var ógift og barnlaus. Þær þrjár frænkur Gunna, Halla yngri og móðir okkar voru mjög nærri í aldri og ólust upp eins og systur og nánar eftir því. Af þess- um þremur barnabörnum Snæ- björns langafa okkar og lang- ömmu Guðmundu frá Bakkhúsi eru Halla móðursystir okkar og nú Gunna báðar látnar, missir móður okkar er því mikill. Við fráfall Gunnu okkar verður til mikið tómarúm en vart leið sá dagur að Gunna frænka og móðir okkar heyrðust ekki í síma og ómuðu þá gjarnan hlátrasköll um allt húsið. Að sama skapi var mik- ill samgangur þeirra í millum. Gunnu frænku verður fyrst og fremst minnst fyrir einstaklega góða nærveru og kunni hún manna best að umgangast bæði unga sem aldna. Dillandi hlátur- inn sem einkenndi hana, brosið sem náði til augnanna og hlýj- unnar sem streymdi frá henni. Hún bar hag okkar fyrir brjósti sér og með útbreiddan faðminn fylgdist hún vel með öllum okkar sigrum og ósigrum og var óspör á hrósið. Hún var einstakur gestgjafi og því var alltaf tilhlökkun hjá okk- ur systkinum að koma í heimsókn til hennar. Ófá matar- og kaffi- boð, sumarbústaðaferðir og heimsókn til okkar er við bjugg- um í London eru aðeins brot af þeim góðu minningum sem við áttum um Gunnu frænku okkar. Mikill hlátur og mikil gleði ríkti heima hjá Gunnu frænku, alltaf til litir og litabækur ásamt fleira dóti sem við krakkarnir fengum óspart að leika með. Alltaf passað upp á að blessuðum börnunum leiddist ekki. Ljósheimar 4 og síðar Eikju- vogur 5 þar sem þau Guttormur bjuggu síðustu æviárin, eru einn- ig uppspretta góðra minninga. Frænka okkar naut þeirrar gæfu að eignast hann Guttorm að lífs- förunaut og er æska okkar sam- ofin þeim báðum, sár er missir Guttorms sem sér að baki lífs- förunaut sínum en hann stóð við hlið hennar í veikindum hennar vakinn og sofinn. Ást hans og umhyggja í garð frænku okkar hefur kennt okkur sem yngri er- um hvað ástúð og hollusta eru. Við heyrum enn röddina henn- ar, dillandi hláturinn og munum mjúka faðmlagið hennar sem við munum sakna um ókomna tíð. Það er huggun harmi gegn að frænka okkar er loks laus undan fjötrum parkinsonssjúkdómsins sem að lokum hafði betur í bar- áttu þessarar sterku konu. Elsku Guttormur, okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Guðrúnar Hildar Guðbrandsdóttur. Kveðja, þín Snæbjörg, Gróa og Erlingur. Það var einstaklega gott skjól sem ég átti sem ungur námsmað- ur og leigjandi hjá henni Guð- rúnu, frænku minni, sem í dag er kvödd af ættingjum og vinum frá Langholtskirkju í Reykjavík. Hún bjó með sínum góða eigin- manni, Jóhanni Ólasyni, í Ljós- heimum 4 í Reykjavík og það var ekki í kot vísað að fá vetrarvist á heimili þeirra. Þar var gest- kvæmt því til þeirra kom frænd- fólk jafnt austan af Héraði sem vestan af Snæfellsnesi og átti þar öruggt athvarf hjá þeim hjónum. Um sambúð þeirra Jóhanns og Guðrúnar má segja að þar ríkti einlægni ofar öðru og með hóg- værð veittu þau vinum sínum skjól. Jóhann átti við mikinn heilsubrest að stríða og féll frá langt um aldur fram. Var mikill harmur kveðinn að frænku minni. En Guðrún var svo lánsöm að eignast sem lífsförunaut sómamanninn Guttorm Þormar en hann sýndi það best eftir að Guðrún veiktist og þurfti á stuðn- ingi og hjúkrun að halda. Guðrún ólst upp í Ólafsvík þar sem hún sleit barnsskónum og öðlaðist sterka tilfinningu gagnvart þorp- inu sínu sem „fylgdi henni alla leið“ eins og Jón úr Vör segir í ljóði sínu Þorpinu. Hún var ein- birni og augasteinn foreldra sinna og þau nutu þess að vera í nálægð við hana í höfuðborginni eftir að þau fluttu suður. Hún erfði góða eðliskosti frá foreldr- um sínum sem létti henni lífs- gönguna og gerðu henni svo auð- velt að sinna verkum sínum og öðlast virðingu þeirra sem kynnt- ust henni. Frá Elínu móður sinni fékk Guðrún ljúfa og létta lund og hún hreif samferðamenn með brosi sínu og hláturmildri fram- göngu. Frá Guðbrandi föður sín- um fékk hún festuna og engu varð haggað þegar ákvörðun hafði verið tekin. Það er mikil gæfa að kynnst slíkum einstak- lingi sem Guðrúnu og trúi ég því að allur sá fjöldi sem kynntist henni sem starfsmanni Landspít- alans hafi kunnað að meta þessa raungóðu og ráðagóðu konu sem í áratugi sinnti sínu starfi á sjúkrahúsinu og greiddi götu þeirra sem þangað leituðu. Við Hallgerður nutum þess á fyrstu búskaparárum okkar í Reykjavík að eiga vináttu Guðrúnar og fyrir það erum við þakklát og minn- umst hennar á kveðjustundu. Við vottum Guttormi innilega samúð okkar og óskum honum alls hins besta þegar hann kveður sína elskulegu konu eftir farsæla sam- búð. Sturla Böðvarsson. Guðrún Guðbrandsdóttir er látin eftir nokkur veikindi. Gunna frænka, eins og hún var ávallt kölluð, og mamma okkar voru mjög nánar. Minnisstæð eru löngu símtölin þeirra sem í minn- ingunni stóðu yfir í margar klukkustundir. Þess ber þó að geta að þá var eingöngu einn sími á heimilinu og við systur þurftum einmitt að nota hann þegar um- rædd símtöl stóðu yfir. Gunna var yndisleg og ljúf kona. Gunnu varð ekki barna auðið og því fengum við í meira mæli en ella að njóta góðrar nær- veru hennar og umhyggju. Oft hafa verið rifjaðar upp nokkrar andvökunætur hjá Gunnu þegar hún passaði okkur. Ekki vegna þess að við værum að vakna eða ættum erfitt með svefn, heldur það að Gunna var alltaf að kanna hvort við önduðum örugglega ekki. Þetta lýsti Gunnu vel. Gunna vann lengst af við umönnunarstörf og um tíma vann hún á heimili þar sem börn höfðu verið tekin í fóstur. Hún hafði löngun til að ættleiða barn en á þeim tíma var það ekki auðsótt þar sem Gunna hafði ung misst manninn sinn og var því einstæð á þeim tíma. Á heimilinu veitti hún þessum börnum alla þá ást og umhyggju sem hún hafði að gefa. Síðar á lífsleiðinni kynntist Gunna eftirlifandi manni sínum, Guttormi Þormar, og eignaðist hún þar yndislega fjölskyldu. Það var hennar gæfuspor. Við vottum Guttormi og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Helga og Vigdís Harðardætur. Mig langar að kveðja elsku Guðrúnu okkar með örfáum orð- um og þakka henni fyrir það hvað hún var mér og fjölskyldu minni góð. Guðrún var einstök mann- eskja, svo góðhjörtuð og hlý. Ég er þakklát fyrir að pabbi hafi bor- ið gæfu til að kynnast henni. Þau voru sannarlega heppin með hvort annað. Samrýndari hjón er ekki hægt að hugsa sér, alltaf voru þau ljúf og elskuleg við hvort annað, oftast glaðleg og spaugsöm. Það er mikil gæfa að hafa kynnst Guðrúnu. Hún kall- aði það besta fram hjá þeim sem hún umgekkst og ég veit að hún hefur gert mig að betri mann- eskju en ég var, áður en ég kynntist henni. Það var ávallt gaman að heimsækja Guðrúnu og pabba. Heimsókn til þeirra, sem stundum átti bara að vera stutt innlit, dróst yfirleitt á langinn, af því að það var svo gaman hjá þeim og svo var líka alltaf heitt á könnunni og góðgæti með. Ef eitthvað bjátaði á var Guðrún alltaf boðin og búin að hjálpa, hlusta og hugga. Hún reyndist mér vel þegar mamma dó langt fyrir aldur fram og á hverju ári eftir það færði Guðrún mér blóm á afmælisdaginn hennar mömmu. Dætrum mínum og barnabörnum hefur Guðrún verið besta amma sem hugsast getur. Ég mun alltaf hugsa til Guðrúnar með mikilli hlýju, væntumþykju og þakklæti. Margrét. Mig langar að minnast kærrar samstarfskonu til margra ára. Leiðir okkar Guðrúnar lágu saman fyrir meira en 30 árum þegar ég hóf störf á hjartarann- sóknarstofu Landspítalans þar sem hún hafði þá starfað í mörg ár. Guðrún var einstök kona, svo hlý og notaleg og elskaði lífið og alla í kringum sig og var alltaf svo tilbúin að gefa af sér til ann- arra. Ungt fólk og börn voru henni sérlega hugleikin, hún sá svo mikla framtíð í þeim. Hún átti ekki börn sjálf en þegar hún kynntist honum Guttormi sínum fékk hún stóra fjölskyldu til að annast og hún blómstraði svo sannarlega í því hlutverki. Guð- rún og Guttormur nutu lífsins saman, gerðu sér fallegt heimili í Eikjuvoginum, voru dugleg að ferðast og njóta menningar og lista og svo bara að sinna stórfjöl- skyldunni. Eftir að starfsaldri Guðrúnar lauk voru samskipti okkar minni, en hún var alltaf dugleg að mæta í allar uppákomur sem við sam- starfskonur hennar stóðum fyrir á meðan heilsa hennar leyfði. Hún hafði líka reglulega sam- band til þess að fá fréttir af mér og mínum. Alltaf með hugann við það hvort öllum liði ekki örugg- lega vel, þannig var hún. Guðrún tókst á við sjúkdóm sinn af æðruleysi og hugurinn var alltaf jafn skýr þó að skrokk- urinn gæfi sig. Nú hefur þessi góða og lífsglaða kona kvatt okk- ur og það var yndislegt að fá að vera samferða henni öll þessi ár. Far þú friði, Guðrún mín. Guttormi og fjölskyldunni sendi ég innilegar samúðarkveðj- ur. Hanna S. Ásvaldsdóttir. Guðrún H. Guðbrandsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.