Morgunblaðið - 09.05.2014, Page 38

Morgunblaðið - 09.05.2014, Page 38
38 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2014 Ég verð nú bara á stóra sviði Þjóðleikhússins að leika í Spamalotá afmælinu mínu en ætla að halda upp á þetta eftir sýningu álaugardaginn,“ segir Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir, leik- og söngkona, sem er þrítug í dag. Hún leikur og syngur í Spamalot þessa dagana, auk hlutverks í Eldrauninni á stóra sviði Þjóðleikhússins. Þetta er hennar eldskírn á leiksviði hérlendis en Thelma lærði óp- erusöng og sviðslistir í Glasgow á árunum 2007-2009. „Ég kom heim eftir að hafa útskrifast í Skotlandi og hef aðallega verið í söngnum. Það var rosalega gaman að komast að hjá Þjóðleikhúsinu og skemmti- legt að fá tækifæri í verki eins og Spamalot.“ Sem fyrr segir gefst ekki tækifæri til þess í dag, til að halda upp á þrítugsafmælið, en að lokinni sýningu á Spamalot á morgun, sem hefst kl. 16, ætlar hún að bjóða til sín vinum og ættingjum. Partíið byrjar um það leyti sem stigagjöfin í Eurovision hefst. „Ég er mikið Eurovision-barn og orðin vön því að halda upp á afmælið á sama tíma og keppnin fer fram. Það er bara gaman að því.“ Thelma verður að leika fram í miðjan júní og síðan tekur við sum- arfrí. „Ég mun taka gigg í söngnum hér og þar,“ segir Thelma en auk einsöngs við ýmis tækifæri hefur hún sungið með Schola Cantorum og fleiri sönghópum. Hún hefur m.a. lagt stund á söngkennslunám og stýrir Krúttakórnum í Langholtskirkju. bjb@mbl.is Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir 30 ára Leik- og söngkona Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir bæði syngur og leikur og er mikill aðdáandi Eurovision-söngvakeppninnar. Eurovision að leik loknum í Spamalot Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Guðríður Dýrleif Kristjánsdóttir Skjóldal, Holtateigi 54, Akureyri er níræð í dag. Dýrleif er fædd í Ytra-Gili í Eyjafirði 9. maí 1924, ein af níu systkinum. Dýrleif og eig- inmaður hennar Guðjón Símon Björnsson fagna áfanganum í Reykjavík, ásamt börn- um sínum. Eiginmaður hennar, börn, barnabörn og barnabarnabörn óska henni hjartanlega til hamingju með daginn og megi dagurinn verða henni hamingjuríkur og ánægju- legur. Árnað heilla 90 ára Kópavogur Freyja Karítas fæddist 17. september kl. 14.15. Hún vó 3.926 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Íris Hauksdóttir og Finnur Marinó Flosason. Nýir borgarar Reykjanesbær Sigrún Svala fæddist 25. mars kl. 23.17. Hún vó 3.480 g og var 51,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Bryndís Ósk Pálsdóttir og Siggeir Pálsson. K ristján fæddist í Reykja- vík 9.5. 1974 og ólst upp á Njálsgötunni fyrstu fimm árin en síðan á Austurgötunni í Hafn- arfirði: „Ég á skýrar og skemmti- legar minningar frá fyrstu æviár- unum á Njálsgötunni. Þar ólst ég upp undir þöndum vængjum Hallgríms- kirkju og var ekki hár í loftinu þegar ég lagði í könnunarleiðangra um ná- grennið í þessu gamla, fjölbreytilega og skemmtilega hverfi. Á Austurgötunni í Hafnarfirði bjuggum við hins vegar nokkurn veg- inn miðja vegu milli Fríkirkjunnar og Hafnarfjarðarkirkju, svo ég noti nú kirkjurnar sem kennimörk á þessum æskulóðum. Ég var svo í sveit í tvö sumur í Fell- sási í Breiðdalnum. Þar var manni haldið að vinnu og mér fannst það svolítið puð á þeim tíma. En eftir á að Kristján Þór Sverrisson, viðskiptafr. og kristniboði – 40 ára Fjölskyldan Helga Vilborg og Kristján, ásamt Margréti Helgu, Karitas, Davíð Ómari, Dagbjarti Elí og Jóel. Við kristniboðsstörf í Eþíópíu í fimm ár Bókhaldsnemar Kristján, ásamt nemendum sínum í Addis Abeba.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.