Morgunblaðið - 09.05.2014, Page 40

Morgunblaðið - 09.05.2014, Page 40
40 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2014 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta í 90 ár Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Dagurinn verður annasamur, ekki síst fyrir hádegi. En þú þolir ekki þegar fólk stelur smekklegu hugmyndunum þínum og þykist eiga þær. 20. apríl - 20. maí  Naut Svo virðist sem fólk reyni vísvitandi að reita þig til reiði í dag. Bjartsýni þín er kannski á rökum reist, en gættu þess að láta ekki glepjast. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú býrð yfir ýmsum hæfileikum sem nýtast þér þegar á reynir. Er það upp- skrift að ævintýri eða ógæfu? Gakktu í lið með öðrum og hið fyrra verður ofan á. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Taktu eftir sérhverjum gleðiviðburði því þú átt eftir að hafa margt til þess að gleðjast yfir. Reyndar lifir sjálfsblekkingin bestu lífi í málefnum hjartans, svo mikið er víst. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er komið að því að menn taki eftir framlagi þínu. Og ef þú veist ekki hverju trúa skal, mun opinn hugur koma þér á réttan stað. Væntingar eru sennilega raunhæfar. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Sögur, slúður og dramatík gera vart við sig í fjölskyldulífinu. Dressaðu þig upp, stórkostlegt tækifæri bíður þín. 23. sept. - 22. okt.  Vog Gæðin sem þú glæðir daginn með auka líkurnar á heppni. Bjartsýni og eldmóður eru rétta umhverfið fyrir þá til að vaxa og dafna í. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það góða við að hafa tvöfaldan persónuleika, er að þú þarft ekki að bregðast við á einn veg. Ekkert er samt eins vandræða- legt og fólk sem talar í kross. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Finndu þér einhvern sem þú get- ur deilt hugsunum þínum með. Leggðu þitt af mörkum til þeirra sem hafa stutt þig með ráðum og dáð. Kvöldið verður óvænt og skemmtilegt. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú býrð yfir ýmsum hæfileikum sem nýtast þér þegar á reynir. Kannski þarft þú að hætta að telja þér trú um að bara þeir vinnusömu eigi skilið að vera elskaðir. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú átt í einhverri valdabaráttu, sem tekur æði mikinn tíma frá þér. Gefðu þér tíma til að sinna þínum nánustu, það gefur þér margfalt til baka. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það eru ýmsir möguleikar opnir í stöðunni og þú þarft að gefa þér tíma til að gaumgæfa málin vandlega. Annað mun ein- ungis koma í bakið á þér síðar. Það er skemmtilegt að flettaljóðabókum og rifja upp með sjálfum sér hvernig hin ýmsu skáld heilsa vorinu. Fyrstur er Jakob Jóh. Smári: Fyrir handan sortans sæ silfrast randir skýja. Í vesturstranda vörmum blæ vorið andar nýja. Steingrímur Thorsteinsson hefur verið í sólskinsskapi þegar hann orti: Grundin vallar glitruð hlær glóir á hjalla og rinda; sólarhalla blíður blær blæs um fjallatinda. Og þessi braghenda: Látum skotið fari á flot á fagran græði, vindur lotinn varpar mæði, varla er brot á Ránar klæði. Páll Ólafsson orti: Sólin gleður grund og hól græðir vetrar sárin; lætur þó in sama sól svellin fella tárin. Jaka lætur Jökulsá jafnt á löndin flóa, Hlíðin orðin auð að sjá er og fer að gróa. „Dýrðin!“ öllum dögonum drottni lóan kveður hjarðirnar í högonum hlýja veðrið gleður. Sér á fjalla blárri brún bjartir fossar hrósa, sóley kemur senn í tún, silungur í ósa. Kristmann Guðmundsson er í öðrum hugleiðingum vorið 1925: Vorið heldur í vestur, vorsól um Hvalfjörð skín; en ég er útlagi orðinn og enginn saknar mín. Því ég hef brotið brýrnar að baki mér, fyst um sinn. Í minn stað sálast úr sulti má sjálfur andskotinn. En golan gustar um ennið; góðvinar máli lík, hvíslar hún viðkvæmt að vestan um vorkvöld í Reykjavík. Elín Sigurðardóttir á síðasta orð- ið – vormorgnar eru fallegir á Langanesi!: Röðull fagur gyllir grund, glóir lagarveldi, gróðrarhag og gull í mund gefur dagur kveldi. Halldór Blöndal. halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vorvísur frá Arnarstapa austur í Jökulsárhlíð Í klípu BYGGIÐ BRÝR, EKKI VEGGI. NEMA ÞEGAR KEMUR AÐ HÚSNÆÐI. ÞÁ ER BETRA AÐ BYGGJA VEGGI. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „BARA SNYRTA SMÁ Í KRINGUM HÚFUNA.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar þið vitið allt hvort um annað. HJÁLP! ÉG ER AÐ BREYTAST Í KÖTT! NEI, BÍDDU, ÞAÐ ER EKKI RÉTT! ÉG ER BARA ÞAKINN ÓGEÐSLEGUM KATTAHÁRUM AF ÞÉR! EN ÞAU VONBRIGÐI. KOMIÐ EKKI NÆR! ANNARS MUNIÐ ÞIÐ IÐRAST! VÁ, SÁ ER KJARKAÐUR! ER ÞETTA EIGANDINN? NEI, HANN VINNUR HJÁ BANKANUM SEM Á LÁNIÐ Á HÚSINU. Margir af helstu listamönnumþjóðarinnar stigu sín fyrstu skref í bílskúrum og margar bíl- skúrssveitirnar hafa náð langt á frægðarsviðinu. Víkverji er sann- færður um að án þessara banda væri tónlistarheimurinn mun fátæklegri en hann er, jafnvel ekki svipur hjá sjón. x x x Hljómar frá Keflavík ruddu braut-ina í íslenska bítlaheiminum og á Suðurnesjum eins og víða annars staðar hafa bílskúrsbönd reynt með sér í keppni eins og til dæmis hljóm- sveitakeppninni Rokkstokk í Reykjanesbæ. Upp úr þessum keppnum hafa sprottið hin bestu bönd og miklir tónlistarmenn. Bíl- skúrsbönd hafa líka náð eyrum og augum tónlistarunnenda á hátíðum eins og Menningar- og listahátíðinni Björtum dögum í Hafnarfirði. x x x Ekki er samt algilt að liðsmenn bíl-skúrsbanda verði heimsfrægir. Þannig reyndi Víkverji fyrir sér í einu bílskúrsbandi fyrir margt löngu en hann lék aldrei á hljóðfærið utan bílskúrsins. Eftirspurnin eftir kröft- um hans á þessu sviði var einfald- lega engin. Hins vegar átti hann góðar stundir með félögum sínum í upphitaða bílskúrnum og einhvers staðar á hann áritaðar myndir af þeim sem til stóð að dreifa í Liver- pool og víðar í þá gömlu, góðu daga, en því miður lognaðist bandið út af áður en fyrsta utanlandsfrægð- arferðin var skipulögð. x x x Margir óslípaðir demantar eru átónlistarsviðinu víða um land. Þeir fá tækifæri til þess að blómstra í bílskúrsböndum og Bjarkir og Sig- ur Rósir eiga eflaust eftir að dafna og springa út. Alls staðar nema í Reykjavík, því nái ráðamenn borg- arinnar áfram meirihluta stendur hugur þeirra til að rífa bílskúra í borginni. Með því er ekki aðeins vegið að eignarrétti fólks heldur ráð- ist á grunn tónlistarfólks. Ef fram heldur sem horfir verða því engin bílskúrsbönd í Reykjavík í náinni framtíð. Ekkert Pollapönk. Það get- ur ekki verið gott fyrir framtíð tón- listarinnar í landinu. víkverji@mbl.is Víkverji Náð Drottins er ekki þrotin, miskunn hans ekki á enda, (Harmljóðin 3:22)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.