Morgunblaðið - 09.05.2014, Síða 48

Morgunblaðið - 09.05.2014, Síða 48
Nýliðar Fjölnis tróna á toppnum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu að loknum tveimur umferðum. Fjölnir sótti þrjú stig til Akureyrar í gær- kvöld með 2:1-sigri á Þór. Keflavík og Stjarnan hafa líka fullt hús stiga eins og Fjölnir. Keflavík vann Val, 1:0, og Stjarnan vann ÍBV, 2:1. Nánar um alla sex leiki gærkvöldsins í 8 síðna íþróttablaði. »1, 3, 4, 5, 6, 7 Fjölnir, Keflavík og Stjarnan með fullt hús FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 129. DAGUR ÁRSINS 2014 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Regluleg laun 436 þúsund krónur 2. „Hann ætlar að láta mig borga“ 3. „Þessi hjól skila sér aldrei“ 4. Leitað að þremur stúlkum »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Páll Óskar Hjálmtýsson hertekur þáttinn Poppland á Rás 2 í dag, frá kl. 12.45 til 16 og mun eingöngu leika Eurovision-lög til að hita hlustendur upp fyrir lokakeppnina sem fram fer annað kvöld. Útvarpsmennirnir Ólaf- ur Páll Gunnarsson og Matthías Már Magnússon verða honum til halds og trausts. Páll Óskar mun auk þess syngja Neil Young-lag dagsins með Ólafi Páli sem er einhver heitasti aðdáandi Young norðan Alpafjalla. Young-lag dagsins hefur til nokkurra vikna verið daglegur liður í Popplandi í tilefni af því að Young heldur tón- leika á Íslandi í sumar. Morgunblaðið/Kristinn Eurovision og Young  Sýning á verk- um Jans Pozoks verður opnuð í dag kl. 16 í að- alsafni Borgar- bókasafns við Tryggvagötu. Po- zok hefur mynd- skreytt barna- bækur frá árinu 1989, gefið út eigin myndasögur og myndasögur erlendra höfunda. Pozok í bókasafni  Kvikmyndin Vonarstræti var for- sýnd í Háskólabíói í fyrrakvöld og bað leikstjóri hennar, Baldvin Z, gesti að taka upp farsíma sína og taka mynd af honum að taka mynd af sjálfum sér með bíósalinn í bakgrunni. Bald- vin bað svo gesti um að setja mynd- irnar á samskiptavefi, t.d. Facebook og hvetja fólk um leið til að fara á myndina í bíó. Almennar sýn- ingar á Vonarstræti hefjast 16. maí. Sniðugur leikstjóri SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustanátt, víða 3-10 m/s. Skýjað með köflum og úrkomulítið sunnan- og vestanlands en áfram vætusamt norðaustanlands. Hiti 3 til 12 stig að deginum. VEÐUR ÍBV jafnaði úrslitaeinvígið við Hauka um Íslandsmeist- aratitil karla í handbolta þegar Eyjamenn sigruðu Hauka í öðrum leik liðanna, 25:23. Staðan í einvíginu er nú 1:1, en vinna þarf þrjá leiki í úrslitunum til þess að verða Íslandsmeistari. Rétt eins og í fyrsta úrslitaleik liðanna var leikurinn í gær jafn og gríðarleg barátta í báðum liðum, enda sjálfur titillinn í húfi. »2 ÍBV jafnaði metin gegn Haukum Íslenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu tapaði fyrir Sviss í gærkvöld, 3:0, í undankeppni heimsmeist- aramótsins í knattspyrnu. Sviss stendur nú með pálmann í hönd- unum með að ná 1. sætinu í riðl- inum. Ísland þarf því að setja stefn- una á 2. sæti og treysta á að komast í umspil um laust sæti á HM. »8 Tap gegn Sviss gerði leiðina á HM erfiðari ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Ufuoma Overo-Tarimo frá Nígeríu skreytir systur sína með slæðum, eins og gert er í Nígeríu við ákveð- in tilefni, eins og til dæmis þegar kona er á höttunum eftir eigin- manni, í Ráðhúsinu á morgun. Þetta er liður í dagskrá fjölmenn- ingardagsins. „Ég sagði við systur mína að hún yrði að koma til landsins vegna þess að mig vantaði höfuð,“ segir Ufuoma, sem kom fyrst til Íslands 1994 og hefur búið hér í rúman áratug. Ufuoma er mjög önnum kafin en finnur tíma fyrir allt. „Það reddast allt á endanum og þá er það ekkert mál,“ segir hún. „Ég fer í laugina á hverjum morgni, geri æfingar og fer svo að vinna.“ Menning og skreið Hún hefur tekið sérstöku ást- fóstri við enska skáldið Geoffrey Chaucer og hefur samið leikrit, sem verður í Austurbæ 12.-20. júlí í tengslum við ráðstefnu HÍ um Chaucer. Í leikritinu The Miller’s Tale: Wahala Dey Oh! tengir hún daglegt líf í Nígeríu við eina sögu í Kantaraborgarsögum Chaucers frá miðöldum. „Þetta er sama verk og ég setti upp á hátíð í Edinborg fyrir tveim- ur árum, þar sem það gekk vel og fékk góða dóma,“ segir Ufuoma, sem lauk MA-prófi frá Háskóla Ís- lands 2008 og er í doktorsnámi í enskum bókmenntum. Ufuoma fæddist í Nígeríu og bjó þar fyrstu árin en flutti átta ára til Englands. Eftir að hafa lokið BA-námi í heimspeki í London sinnti hún hjálparstörfum sem sjálf- boðaliði í flóttamannabúðum í Portúgal sumarlangt 1987. Þar hitti hún meðal annars Ás- mund Jónsson, með þeim tókst vin- skapur og þegar hún gekk í hjóna- band á Englandi nokkru síðar bauð hún honum í veisluna. „Hann gaf okkur skreið sem fyllti eina ferða- tösku og heillaði allt Afríkufólkið upp úr skónum,“ segir hún. Nokkrum árum síðar slitnaði upp úr hjónabandinu. Á leið í heimsókn til fjölskyldunnar í Bandaríkjunum í desember 1994 kom hún við á Íslandi, hitti Ás- mund á ný og svo fór að þau gengu í hjónaband á Þingvöllum árið 2003. „Við féllum strax fyrir landi og þjóð,“ segir Ufuoma um fyrstu heimsóknina 1994. „Hugarfarið hérna minnir mig á samfélagið í Nígeríu, hér er ég boðin velkomin á sama hátt og í Nígeríu.“ Allt bjargast á endanum  Nígerísk kona á fullu í menning- unni á Íslandi Morgunblaðið/Árni Sæberg Listakona Ufuoma Overo-Tarimo frá Nígeríu kann vel við sig á Íslandi og leggur menningunni lið. Fjölmenningardagur Reykjavíkur- borgar verður haldinn í sjötta sinn á morgun og verður boðið upp á fjölbreytta dag- skrá í Ráðhúsinu, Tjarnarbíói og Iðnó. Skrúðganga verður frá Hallgrímskirkju að Ráðhúsinu og hefst hún kl. 13. Í Tjarnarsal verður boðið upp á fjöl- þjóðlegan markað til kl. 17 en kynning Ufuomu Overo-Tarimo verður kl. 15-16. Í Tjarnarbíói verð- ur meðal annars boðið upp á dans- atriði og fleira og um kvöldið verð- ur sýnt leikritið Ragnarök. Í Iðnó verður listasmiðja fyrir börn þar sem hægt verður að búa til pappa- blóm, handalistaverk og margt fleira. Farið verður í leiki, hoppkast- ali verður fyrir utan, boðið verður upp á andlitsmálningu og kenndir litháískir dansar. Fjölbreytt dagskrá FJÖLMENNINGARDAGURINN Í REYKJAVÍK Í 6. SINN VEÐUR » 8 www.mbl.is Á laugardag Norðaustan 5-10 m/s. Lítilsháttar rigning eða slydda norðaustan- og austanlands. Bjart að mestu á Suður- og Vestur- landi. Hiti 1 til 11 stig að deginum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.