Morgunblaðið - 23.05.2014, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2014
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Brynjólfur Þorkelsson
Framkvæmdastjóri
binni@remax.is
Sylvía GWalthersdóttir
Löggiltur fasteignasali
sylvia@remax.is
„...veittu mér framúrskarandi
þjónustu í alla staði“
„Katrín heiti ég. Þau hjónin Binni og Sylvía sáu um
að selja húsið mitt sumarið 2013 og veittu mér
framúrskarandi þjónustu í alla staði. Haldið var
opið hús þar sem þau sáu um að bjóða fólkið
velkomið og fylgdu opna húsinu svo eftir
en það leiddi til sölu sem allir voru sáttir við.
Ég mæli hiklaust með þessum sætu hjónum“
820 8080 Hringdu núna ogpantaðu frítt söluverðmat
Baldur Arnarson
Andri Karl
Verkferlar á gjörgæsludeild Land-
spítalans hafa verið endurskoðaðir í
kjölfar mistaka hjúkrunarfræðings
sem leiddu til andláts sjúklings, að
sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar
á spítalanum.
Eins og fram hefur komið hefur
ríkissaksóknari gefið út ákæru á
hendur Landspítalanum og
hjúkrunarfræðingi á gjörgæsludeild
spítalans vegna atviks á árinu 2012
sem leiddi til þess að sjúklingur lést.
Hefur ákæran verið birt á vef
ríkissaksóknara. Fjórar einkarétt-
arkröfur eru í málinu vegna miska-
bóta og útfararkostnaðar. Þær
nema alls tæplega 14,5 milljónum
króna.
Fram kemur í ákærunni að hjúkr-
unarfræðingnum sem hefur verið
ákærður fyrir manndráp af gáleysi
hafi láðst að tæma loft úr kraga
barkaraufarrennu þegar hann tók
karlmann úr öndunarvél og setti tal-
ventil á rennuna. Afleiðingarnar
urðu þær að maðurinn gat einungis
andað að sér lofti en ekki frá sér, fall
varð á súrefnismettun og blóðþrýst-
ingi og hann lést skömmu síðar.
Slíkt atvik endurtaki sig ekki
Sigríður Gunnarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri hjúkrunar á Land-
spítalanum, segir málið litið mjög al-
varlegum augum.
„Þegar svona alvarleg atvik verða
hjá okkur skoðum við þau. Markmið
okkar er að átta okkur á því hvað
hefur gerst og hvað megi betur fara.
Lokamarkmið er alltaf að reyna að
fyrirbyggja að sambærileg atvik
geti gerst aftur.
Þannig að í kjölfar þessa atviks,
eins og annarra svona atvika, fórum
við yfir okkar vinnu og skoðuðum
verkferla. Það hafa verið settar
fram tillögur að úrbótum.
Oft snýst þetta um að skerpa á
ákveðnum hlutum og svo framvegis.
Það hefur verið gert í þessu tilfelli.
Þannig að það hafa verið teknar upp
nýjungar í starfseminni til þess að
auka enn frekar á árvekni og öryggi.
Eitt besta dæmið er svokallað
stöðumat, eða öryggismat, sem er
framkvæmt í upphafi vaktar til þess
að flagga því sérstaklega ef ein-
hverjir sjúklingar eru mjög veikir
fyrir, eða eitthvað mjög áhættusamt
við þá sem kallar á sérstaka at-
hygli.“
Hún kveðst aðspurð ekki hafa
upplýsingar um hvort breytingar
hafi verið gerðar á því hversu marga
sjúklinga hver hjúkrunarfræðingur
mun framvegis annast á gjörgæslu-
deild. Hún segir málið skapa óvissu.
„Þessar aðstæður sem upp eru
komnar skapa mikla óvissu í heil-
brigðiskerfinu. Starfsfólkið okkar
veit ekki almennilega hvar það er
statt og það vakna upp ótal spurn-
ingar. Ég get fullyrt að það er mikil
óvissa og fólk hefur margar spurn-
ingar um stöðu sína, hversu langt
ábyrgð þess nær og hvernig það
getur þá axlað hana.“
Ögmundur Jónasson, fv. heil-
brigðisráðherra, gagnrýndi ákvörð-
un ríkissaksóknara harðlega á vef
sínum, ákvörðunin væri „félagslegt
og siðferðilegt glapræði“.
Ný vinnubrögð á gjörgæslu
Landspítalinn yfirfer verkferla í kjölfar þess að sjúklingur lést vegna mistaka
Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru Ákært er fyrir manndráp af gáleysi
„Ég get fullyrt að
það er mikil
óvissa.“
Sigríður Gunnarsdóttir
Stjórnvöld ætla að stórauka fjár-
framlög í samkeppnissjóði og ráð-
stafanir til að auðvelda atvinnulífinu
að fjárfesta í rannsóknum og ný-
sköpun. Þetta kom fram á blaða-
mannafundi sem fram fór í Ráð-
herrabústaðnum í Reykjavík í gær
þar sem Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson forsætisráðherra kynnti
aðgerðaáætlun sem ætlað er að
styðja við og efla samkeppnishæfni
atvinnulífsins og gagnsæja nýtingu
opinbers fjár.
Með forsætisráðherra á fundinum
voru Bjarni Benediktsson fjármála-
ráðherra, Illugi Gunnarsson
menntamálaráðherra og Ragnheiður
Elín Árnadóttir iðnaðar- og við-
skiptaráðherra. Forsætisráðherra
sagði að um sögulegan áfanga væri
að ræða að mati ríkisstjórnarinnar
en stefnt væri að því með áætluninni
að Ísland yrði í hópi þeirra ríkja sem
væru fremst í flokki þegar kæmi að
vísindum, rannsóknum og nýsköpun.
Samkvæmt áætluninni er gert ráð
fyrir að árið 2016 verði fjárveitingar
til vísinda og nýsköpunar 3,0% af
vergri landsframleiðslu og verði það
sambærilegt því besta sem þekkist
innan OECD. Nýmæli væri að sett
væri fram slík tímasett aðgerðaáætl-
un þar sem tilgreindir væru
ákveðnir ábyrgðaraðilar, það er við-
komandi ráðuneyti.
„Ríkisstjórnin hefur fyrir sitt leyti
samþykkt að beita sér fyrir fjár-
mögnun áætlunarinnar með fyrir-
vara um fjárlagaferlið og afgreiðslu
Alþingis. Ætlunin er að auka opin-
bera fjárfestingu í samkeppnissjóð-
um um 2,8 milljarða, þ.e. um 800
m.kr. fjárlagaárið 2015 og um allt að
tvo milljarða kr. fjárlagaárið 2016.
Um leið er þess vænst að aðgerðin
auki fjárfestingar fyrirtækja um 5
milljarða kr. Það verður gert með
því að skapa fyrirtækjum slíkt um-
hverfi að þau sjái hag í að auka hlut
sinn í rannsóknar- og nýsköpunar-
starfi. Sérstaklega er hér horft til
skatthvata,“ segir í fréttatilkynn-
ingu. hjortur@mbl.is
Framlög til rannsókna
og nýsköpunar stóraukin
Morgunblaðið/Eggert
Fundur Ráðherrar ræða saman á
blaðamannafundinum.
Ísland verði í
fremstu röð 2016
Samstarfssamn-
ingur milli
Sjúkrahússins á
Akureyri og
Landspítalans um
styrkingu þjón-
ustu við börn og
unglinga með
geðrænan vanda
og fjölskyldur
þeirra á Norðurlandi var undirrit-
aður í gær.
Samningurinn felur í sér að barna-
og unglingageðlæknir frá BUGL,
ásamt öðrum starfsmanni úr fag-
teymi BUGL, munu fara reglubundið
norður til starfa tvo daga í senn en
fagteymi Sjúkrahússins á Akureyri
mun annast daglega meðferð og eft-
irlit með skjólstæðingum sínum.
„Sérfræðiteymið frá BUGL mun
veita barna- og unglingageðteymi
SAk sértækan stuðning varðandi
greiningar og meðferð skjólstæðinga
SAk. Í því felst ráðgjöf og viðtöl við
skjólstæðinga teymisins auk fræðslu,
samráðs við þróun þjónustunnar og
einstök fyrirliggjandi verkefni. Með-
limum barna- og unglingateymis SAk
býðst ennfremur að koma á BUGL til
kynningar og þjálfunar,“ segir í til-
kynningu frá Sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri og Landspítala.
Í tilkynningunni segir Gróa Björk
Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri
lyflækningasviðs SAk, samninginn
marka ákveðin þáttaskil í þjónustu
við börn og unglinga á svæðinu.
Samning-
ur um
samstarf
Markar þáttaskil í
þjónustu á svæðinu
Fundur hefur verið boðaður í kjara-
deilu Flugfreyjufélags Íslands (FÍ),
vegna félagsmanna sem starfa hjá
Icelandair, og SA, fyrir hönd Ice-
landair, síðdegis í dag.
Samningafundur hjá Rík-
issáttasemjara stóð fram undir
klukkan 17.00 í gær. Sturla Óskar
Bragason, varaformaður FÍ, vildi
ekki tjá sig neitt um gang viðræðna.
Yfirvinnubann flugfreyja og flug-
þjóna hjá Icelandair gók gildi 18.
maí og tímabundið verkfall er boðað
27. maí nk. gudni@mbl.is
Flugfreyjur
á fund í dag
Listahátíð í Reykjavík var sett við Reykjavíkurtjörn í gær, þegar Högni Eg-
ilsson og Bjöllukór Tónstofu Valgerðar Jónsdóttur fluttu verk Högna, Turiya,
með klukkum Hallgrímskirkju og Landakotskirkju. Högni samdi verkið sér-
staklega fyrir hátíðina en titil þess sótti hann í austræna heimspeki. »42-43
Bjölluhljómur og kirkjuklukkuómur
Morgunblaðið/Golli