Morgunblaðið - 23.05.2014, Síða 4

Morgunblaðið - 23.05.2014, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2014 Óskar R. Harðarson hdl. og löggiltur fasteignasali Verð: 41,9 millj. Sandavað1 1 0Reykjavík Nánari upplýsingar veitir Jórunn Skúladóttir, Sölufulltrúi jorunn@miklaborg.is sími: 845 8958 Lágmúla 4 www.miklaborg.is Samtals að stærð 126,3 m² Sér hannaðar allar innréttingar Mikil lofthæð og innfeld lýsing Útgengi út á svalir úr stofu og baðherbergi Stæði í bílakjallara Glæsileg íbúð með útsýni allan hringinn Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Margir hópar leggja leið sína á Hvannadalshnjúk, Hrútfjallstind og aðra tinda í Öræfajökli þessa vor- daga. Að skipulagi koma m.a. Ferða- félag Íslands, Íslenskir fjallaleið- sögumenn, Glacier Guides, Einar Sigurðsson í Hofsnesi og Fjalla- félagið auk þess sem reyndir leið- sögumenn fara oft með hópa úr fé- lögum og fyrirtækjum. Aðalvertíð fyrir Íslendinga til að takast á við þá áskorun sem felst í 10-14 tíma göngu á Hvannadalshnjúk er í maí og fram í júní. Fækkað um helming frá 2007 Erfitt er að áætla hversu marg- ir fara á Hnjúkinn í vor og segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, að toppurinn í þeim ferðum hafi verið árin 2007 og 2008 þegar talið er að hátt í tvö þús- und manns hafi gengið á hæsta fjall Íslands, sem nú er skráð 2110 metr- ar. Án ábyrgðar áætlar Páll að um helmingur þess fjölda fari á tindinn í vor og hefur erlendum ferðamönn- um fjölgað í hópnum. Bæði Íslenskir fjallaleið- sögumenn og Glacier Guides eru með aðstöðu í Skaftafelli allt árið og sinna erlendum ferðamönnum og lausaumferð. Hjá fyrrnefnda fyr- irtækinu fengust þær upplýsingar að þeim útlendingum fjölgaði sem gengju á fjöll og allt sem snerti jökla nyti mikilla vinsælda. Ekki teflt í tvísýnu Páll segir að aðrir tindar í Öræfajökli njóti ekki síður vinsælda heldur en Hvannadalshnjúkur og fólk vilji gjarnan hafa val. Hann nefnir Hrútfjallstinda, Miðfellstind, Þverártindsegg, Heinabergsfjöll og Birnudalstind. Mikill snjór frá í vetur er á jökl- inum og í göngu á síðastnefnda tind- inn fyrir nokkrum dögum þurfti hópur frá Ferðafélaginu að snúa við vegna snjóflóðahættu. Þá sneri hóp- ur frá Íslenskum fjallaleið- sögumönnum við í ferð á Þverár- tindsegg síðasta föstudag, af sömu ástæðu. Hlýtt hefur verið í veðri og úr- koma, auk þess sem vindasamt hefur verið suma daga. Páll segir að ekki sé teflt í tvísýnu. ,,Það hefur snjóað mikið í Öræfajökli í vetur og í sól- bráð verða aðstæður mjög erfiðar. Gönguhópar hafa lent í snjókrapa upp fyrir hné sem eru mjög erfiðar aðstæður á svona langri göngu. Því er gott að vera snemma á ferðinni og til dæmis leggja af stað á miðnætti eftir því sem veður leyfir,“ segir Páll. Hjá Ferðafélaginu eru tvær minni ferðir skipulagðar um helgina ef veður leyfir. Um hvítasunnuna skipuleggur félagið árlega sína stærstu ferð á Hvannadalshnjúk. Í ár verða þátttakendur um 60 og hef- ur undirbúningur staðið í margar vikur. Þegar mest var fóru 140 manns á tindinn í einni ferð á vegum Ferðafélagsins um hvítasunnuna. Ljósmynd/Vilhjálmur Ásgeirsson Á toppnum Selma Benediktsdóttir, leiðsögumaður hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum, á Hvannadalshnjúki í veðurblíðu í byrjun mánaðarins. Með í för var meðal annars starfsfólk VSÓ-verkfræðistofu. Hnjúkurinn fær samkeppni Margir nota þessa vordaga til að ganga á jökultinda Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ég er staðgengill borgarstjóra og hef verið í fjögur ár,“ sagði Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs Reykjavíkur, til skýringar á því hvers vegna hann hefur haft aðgang að bílum í eigu borgarinnar. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokks lögðu fram í gær fyrirspurn á fundi borgarráðs um notkun Dags á bílum borgarinnar en borgarfulltrú- um er ekki heimilt að nota þá. „Ég sinni starfsskyldum borgar- stjóra við og við. Í upphafi kjörtíma- bilsins voru tveir bílar fyrir borgar- stjóra, forseta borgarstjórnar og staðgengla þeirra. Við fækkuðum þeim í einn bíl. Það er stóra breyt- ingin á þessu kjörtímabili,“ sagði Dagur. Hann kvaðst hafa haft að- gang að bíl borgarstjóra þegar hann hefði sinnt starfs- skyldum borgar- stjóra en þó ekki notað bílinn allt- af. Dagur sagði það hafa tíðkast áratugum saman að staðgenglar borgarstjóra hefðu haft aðgang að bílum embætt- isins. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins sögðu að í starfsgreiðslum til borgarfulltrúa væri gert ráð fyrir kostnaði við rekstur bíls. Dagur sagði bílastyrki til borgarfulltrúa hafa verið aflagða fyrir löngu. „Við fáum greiddan starfskostnað en bílafríðindi hafa ekki verið í mörg ár. Þetta er hlutlaust gagnvart því hvernig maður ferðast og tekur á öll- um starfskostnaði.“ Dagur kvaðst hafa þurft að víkja af fundi borgarráðs eftir þriggja stunda fundarsetu og þá hefði fyr- irspurnin verið lögð fram. „Ég hefði kunnað því betur að þeir hefðu lagt þetta fram á meðan ég var þarna til svara,“ sagði Dagur. Í fyrirspurn þeirra Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Kjartans Magnús- sonar sagði m.a. að það hefði komið fram í fjölmiðlum að Dagur hefði að- gang að bifreiðum í eigu borgarinnar og einnig að bifreið borgarstjóra. „Óskað er eftir upplýsingum um hversu lengi borgarfulltrúinn hafi notið þessara bílafríðinda, hversu umfangsmikil þau hafi verið og hvort umrædd bílanotkun hafi hlotið sam- þykki forsætisnefndar. Hafa bíla- tengdar starfsgreiðslur til borgar- fulltrúans verið skertar í ljósi notkunar hans á bifreiðum í eigu borgarinnar?“ Staðgengill borgarstjóra hefur afnot af bíl hans  Fyrirspurn um bílanotkun Dags B. Eggertssonar Dagur B. Eggertsson „Ég held að menn hafi áttað sig á því að það var skynsamlegast hreinlega að koma okkur úr þessu fari sem við vorum í. Það er óhætt að segja að viðræðurnar voru komnar í ákveðið öngstræti,“ segir Örnólfur Jónsson, formaður samninganefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FIA). Skrifað var undir kjarasamning félagsins við Samtök atvinnulífsins vegna Icelandair klukkan 5 í gær- morgun, eftir tæplega sólarhrings fundahöld. Samningurinn gildir þó aðeins í skamman tíma eða fram í septemberlok og er ætlaður til að höggva á hnútinn sem kominn var í kjaradeiluna. Mjög erfið kjaradeila Aðspurður hvort yfirvofandi inn- grip gerðardóms um mánaðamótin hafi ýtt undir að sættir næðust segir Örnólfur að auðvitað hafi það haft áhrif. „En fyrst og fremst var þetta mjög erfið kjaradeila og það var mikilvægt að reyna að bjarga þessu ferli með því að gera stuttan samn- ing, og sjá hvort andrúmsloftið í haust verði ekki á jákvæðari nótum. Líka út af því að það er stórt og mik- ilvægt sumar framundan fyrir Ice- landair og alla ferðaþjónustuna.“ Örnólfur vill ekki gefa nánar upp um efni samningsins að svo stöddu, á meðan hann hefur ekki verið kynnt- ur félagsmönnum. Hann segir þó að eðli málsins samkvæmt hafi báðir deiluaðilar þurft að slá af sínum kröfum. Í tilkynningu frá Icelandair í gærmorgun sagði að samningurinn væri í meginatriðum í takt við þá samninga sem gerðir hefðu verið á vinnumarkaði á árinu. Þá sagði fé- lagið að á þessu stigi væri ekki hægt að áætla fjárhagstjón Icelandair Group vegna aðgerða FÍA í vinnu- deilunni. Býst við að flugmenn vinni yfirvinnu aftur Flugáætlun Icelandair hefur verið í uppnámi síðustu daga þar sem flugmenn hafa neitað að vinna yf- irvinnu og fella hefur þurft niður fjölda ferða með stuttum fyrirvara. Má nú búast við því að ró falli á og flugmenn snúi aftur til vinnu að fullu? „Af okkar hálfu býst ég við því, já,“ segir Örnólfur. Samninganefnd FIA kynnti samn- inginn í gærkvöldi fyrir flugmönnum Icelandair og í kjölfarið hófst at- kvæðagreiðsla um samninginn. Nið- urstaðan ætti að liggja fyrir að viku lokinni. una@mbl.is Morgunblaðið/Friðrik Samið Fjöldi flugferða hefur fallið niður en nú má búast við að farþegar komist leiðar sinnar án tafa. Flugmenn snúa aftur til vinnu að fullu. Höggvið á hnút í erfiðri kjaradeilu  Flugmenn Icelandair sömdu til hausts Bátur sem verið var að sigla frá Hafnarfirði vestur á firði varð vél- arvana við Beruvík á Snæfellsnesi í gærkvöld. Tveir menn voru um borð. Björgunarskipið Björg frá Rifi var kallað út. Einnig var óskað eftir aðstoð nærstaddra báta. Einn nærstöddu bátanna hafði bilaða bátinn í togi þar til björg- unarskipið kom á vettvang. Það dró bátinn til hafnar í Rifi. Gert verður við bátinn í Rifi svo hann geti haldið för sinni áfram, samkvæmt frétt frá Slysavarna- félaginu Landsbjörg. Vélarvana bátur dreginn til hafnar í Rifi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.