Morgunblaðið - 23.05.2014, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2014
Viðskiptablaðið hélt í gær upp átuttugu ára afmæli sitt með
sérstakri hátíðarútgáfu í tímarits-
formi. Þar kennir margra grasa og
viðtal við Hörð Sigurgestsson, fyrr-
verandi forstjóra
Eimskips, er ekki
síst áhugavert.
Í viðtalinu fæstinnsýn í hvernig
aðstæður voru í ís-
lensku viðskiptalífi
fyrir um aldarfjórðungi og þær já-
kvæðu breytingar sem voru gerðar
upp úr því.
Hörður telur, vafalítið réttilega,að margir eigi nú erfitt með að
gera sér grein fyrir því hvað rekstur
fyrirtækja fyrir árið 1990 var frá-
brugðinn því sem nú er: „Aðstæður
voru allt aðrar. Fyrir utan gríð-
arlega verðbólgu og óstöðugt gengi
þá var viðskiptalífið undirselt op-
inberu valdi. Við þurftum að fá leyfi
hjá ráðuneytinu til að kaupa skip,
leyfi til að taka lán til að kaupa skip,
leyfi til að selja skip. Þetta var allt
háð duttlungum nefnda og ráða.“
Hörður tekur fleiri dæmi um rík-isafskiptin en segir svo að á
fyrstu kjörtímabilum Sjálfstæð-
isflokksins, á tíunda áratugnum,
hafi margar mikilvægar breytingar
orðið til hins betra og frelsi aukist
mjög mikið. „Öll samskipti við út-
lönd urðu einfaldari og sama á við
um samskipti við ríkisvaldið hér
heima. Við þurftum ekki lengur
leyfi til að kaupa eða selja skip og
við réðum því sjálf hvar við sóttum
fjármagn þangað sem við vildum.
Eins með verðlagseftirlit á flutn-
ingagjöldum.“
Afar mikilvægt er að rifja uppþessa sögu til að minna á að
þrátt fyrir tímabundna erfiðleika
hefur þjóðinni að mörgu leyti miðað
afar vel í rétta átt á liðnum áratug-
um.
Allt var þá
duttlungum háð
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 22.5., kl. 18.00
Reykjavík 9 léttskýjað
Bolungarvík 10 skýjað
Akureyri 10 alskýjað
Nuuk 2 skýjað
Þórshöfn 6 alskýjað
Ósló 23 heiðskírt
Kaupmannahöfn 23 heiðskírt
Stokkhólmur 23 heiðskírt
Helsinki 22 heiðskírt
Lúxemborg 15 skýjað
Brussel 20 léttskýjað
Dublin 12 skýjað
Glasgow 12 skýjað
London 17 léttskýjað
París 18 heiðskírt
Amsterdam 17 léttskýjað
Hamborg 27 heiðskírt
Berlín 30 heiðskírt
Vín 27 léttskýjað
Moskva 26 heiðskírt
Algarve 20 léttskýjað
Madríd 17 léttskýjað
Barcelona 21 léttskýjað
Mallorca 22 heiðskírt
Róm 23 léttskýjað
Aþena 26 léttskýjað
Winnipeg 13 heiðskírt
Montreal 16 alskýjað
New York 16 alskýjað
Chicago 18 skýjað
Orlando 28 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
23. maí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:47 23:03
ÍSAFJÖRÐUR 3:20 23:40
SIGLUFJÖRÐUR 3:01 23:25
DJÚPIVOGUR 3:09 22:40
SVO ÞÆGILEGIR
AÐ ÞÚ GETUR
GENGIÐ
ENDALAUST.
HVER ÆTLI SÉ
SÁTTUR VIÐ
ÞAÐ.
Þú færð GO walk skó í
Skór.is, Kringlunni og Smáralind | Steinar Waage, Kringlunni og
Smáralind | Intersport, Reykjavík | Dion, Glæsibæ | Skóhöllinni Firði,
Hafnarfirði | Versl. Nína, Akranesi | Blómsturvellir, Hellisandi |
Heimahornið, Stykkishólmi | Hafnarbúðin, Ísafirði | Skóhúsið, Akureyri
| Skóbúð Húsavíkur, Húsavík | Sentrum, Egilstöðum | Lónið, Höfn í
Hornafirði | Skóbúð Selfoss, Selfossi | Axel Ó, Vestmanneyjum | Palóma,
Grindavík | Skóbúðin, Keflavík
Miklar endurbætur hafa verið
gerðar á Gamla Garði sem stendur
við Háskóla Íslands. Húsið hefur
verið gert upp að miklu leyti í upp-
runalegri mynd en þó með nútíma-
þarfir stúdenta í huga.
Hafist var handa við byggingu
Gamla Garðs sumarið 1933. Hann
var fyrsta húsið sem reis á bygging-
arlandi Háskóla Íslands. Sigurður
Guðmundsson, húsameistari rík-
isins, teiknaði húsið. Framkvæmdir
tóku skamman tíma og var stúd-
entagarðurinn tekinn í notkun
1934, fyrir 80 árum, og fluttu þá 37
stúdentar í húsið.
Breska hernámsliðið lagði húsið
undir sig 1940 og notaði sem her-
sjúkrahús á stríðsárunum. Húsið er
nú hótel á sumrin. gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Endurnýjaður Gamli
Garður opnaður í gær
Borgarráð samþykkti í gær að veita
fjármálastjóra heimild til að greiða
tónlistarskólum í Reykjavík sem eru
í tímabundnum greiðsluvanda vegna
nemenda á mið- og framhaldsstigi í
söng og framhaldsstigi í hljóðfæra-
leik áætlað framlag vegna kennslu-
kostnaðar fyrirfram einn mánuð í
senn, fram til 30. september 2014. Í
fundargerð borgarráðs kemur fram
að frá 1. október verði aftur horfið til
eftirágreiðslu framlags og kemur þá
til uppgjörs á ofangreindu fyrir-
komulagi. Gert er ráð fyrir að fyr-
irframgreiðslan nemi alls 30-35
milljónum króna.
Borgarráð samþykkti einnig til-
lögu borgarstjóra um þátttöku borg-
arinnar í kostnaði Tónskóla Sigur-
sveins og
Tónskóla Eddu
Borg vegna veik-
inda kennara og
stjórnenda skól-
anna. „Eftir rýn-
ingu í þessar
beiðnir er áætlað-
ur áfallinn kostn-
aður um 5,2 m.kr.
Tillagan miðar við að Jöfnunarsjóð-
ur taki þátt í þessum kostnaði og
verður gerð krafa um það til sjóðs-
ins.
Vitað er um langtímaveikindi
kennara og stjórnenda í fleiri tónlist-
arskólum og má búast við hliðstæð-
um beiðnum á næstu vikum,“ segir í
fundargerð ráðsins.
Tónlistarskólarnir
fá greitt fyrirfram
Taka þátt í kostnaði vegna veikinda