Morgunblaðið - 23.05.2014, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 23.05.2014, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2014 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hafnar verða mælingar á veðri á Esjunni á næstunni. Eru þær liður í undirbúningi að því að koma upp kláfi til að flytja farþega upp á brún fjallsins. Verkefnisstjóri „Far- þegaferju í Esju“ segir þó að veð- urmælingarnar muni nýtast fólki sem gengur á Esjuna og öðru áhugafólki og muni auka öryggi fólks. Hugmyndir um að ferja farþega upp á Esju eru ekki nýjar af nálinni en með vaxandi ferðamannastraumi til landsins er talinn grundvöllur til að hrinda henni í framkvæmd. Verkfræðistofa Jóhanns Indriða- sonar hefur tekið málið upp á sína arma og undirbýr framkvæmdina. Matsskylda könnuð Leyfi hefur fengist fyrir veður- mælingum enda þurfa upplýsingar um vind að liggja fyrir við hönnun mannvirkisins. Á fyrirhuguðum áfangastað á brún Esju, um tvo kílómetra austan við Þverfellshorn, verður sett upp veðurstöð og vef- myndavél. Veðurstöðin er sjálfvirk og síritandi og hægt að fylgjast stöðugt með veðrinu. Einnig verða settir upp mælar á Rauðhól í Esju- hlíðum og á upphafsstað kláfsins, við Mógilsá. Áformað var að aka upp á fjallið í fyrradag til að setja búnaðinn upp en jepparnir urðu frá að hverfa vegna aurbleytu á vegi. Í staðinn munu starfsmenn fyrirtækisins sem setja upp búnaðinn ganga með hann upp í bakpokum, einhvern næstu daga. Arnþór Þórðarson, fjármála- og rekstrarráðgjafi hjá verkfræðistof- unni, segir að verið sé að undirbúa fyrirspurn til Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmdarinn- ar. Hún verði send á næstu dögum. Í sumar verði einnig gerðar mark- aðsathuganir, viðhorf og áhugi Ís- lendinga og erlendra ferðamanna kannaður. Þá segir hann rætt við Reykjavíkurborg og ríkið um lóðir fyrir Esjuferjuna og útsýnis- og veitingastað á brún fjallsins. Fjár- festar hafi sýnt verkefninu áhuga og segir Arnþór að viðræður standi yfir við nokkra þeirra. Reiknað er með að framkvæmdir taki eitt til tvö ár frá því ákvörðun verður tekin. Ef hægt verður að byrja á næsta ári ætti kláfurinn að komast í gagnið á árunum 2016 eða 2017. Esja Arnþór Þórðarson við göngustíginn upp á Esju. Þverfell og Kistufell fyrir ofan. Esjuferjan mun liggja talsvert austan við göngustíginn, frá Mógilsá. Áfangastaðurinn er tvo kílómetra austan við Þverfellshorn. Vindmælir og vef- myndavél á brún Esju  Uppsetning kláfs í Esjuhlíð undirbúin í sumar Gert er ráð fyrir því að Esjulyftan verði rekin allt árið. Í lóðarumsókn til Reykjavíkurborgar kom fram að áætlað væri að flytja 100-150 þúsund farþega á ári. Uppi á fjallinu er gert ráð fyrir útsýnisveitingastað enda segir Arnþór Þórðarson að gestamóttaka verði að vera fyrir farþega á fjallinu. Þar geti verið annað veður en á Mógilsá þar sem ferðin hefst. Gert er ráð fyrir því að í skjóli kláfsins skapist möguleikar til iðkunar íþrótta. Til dæmis verði hægt að skíða niður yfir háveturinn, þegar mesti snjórinn er. Möguleikar verði á að hjóla og ganga enda Esjuhlíðar stórkostlegt útivistarsvæði eins og Arnþór bendir á. Möguleikar á íþróttaiðkun LYFTAN REKIN ALLT ÁRIÐ Biskup Íslands, Agnes M. Sigurð- ardóttir, hefur kallað saman ráð- gjafahóp til að fjalla um hlunnindi kirkjujarða og prestssetra. Hópur- inn mun einnig fjalla um auka- greiðslur til presta og annarra starfsmanna sókna og kirkju. Í tilkynningu frá Biskupsstofu segir að hópnum sé ætlað að vera biskupi til ráðgjafar um ofangreind málefni, taka saman greinargerð um núverandi stöðu og eftir atvik- um gera tillögur til biskups um það sem nefndin telur að betur mætti fara. Biskup mun í framhaldi af vinnu hópsins leggja tillögur sínar fyrir stofnanir kirkjunnar þar sem þær verða ræddar og tekin afstaða til þeirra eftir þá formlegu máls- meðferð sem um slíkar tillögur gild- ir. „Ofangreind málefni hafa á und- anförnum árum verið rædd á vett- vangi kirkjunnar. Ýmsar breytingar og lagfæringar hafa verið gerðar á gildandi reglum en á sumum svið- um er þörf á að skýra reglurnar og jafnvel móta nýjar sem betur falla að því þjóðfélagi sem við nú búum í. Skipan ráðgjafahópsins er ætlað að flýta þeirri vinnu og auðvelda bisk- upi að taka afstöðu til þessara mik- ilvægu mála,“ segir í tilkynningu Biskupsstofu. Formaður hópsins er Óskar Magnússon, hrl. og útgefandi. Aðrir í hópnum eru Svana Helen Björns- dóttir, forstjóri Stika, og Steinunn Valdís Óskarsdóttir verkefnisstjóri. Þau eiga öll sæti í sóknarnefndum í þjóðkirkjunni, Óskar er formaður sóknarnefndar Breiðabólstaðar- sóknar, Svana Helen er varafor- maður sóknarnefndar Seltjarnar- nessóknar og Steinunn Valdís er í sóknarnefnd Laugarnessóknar. Hópurinn þiggur ekki laun fyrir störf sín. Skoða hlunn- indi og auka- greiðslur  Biskup Íslands stofnar ráðgjafahóp Andri Karl andri@mbl.is Þrettán núverandi og fyrrverandi starfsmenn Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins byggingavöruverslunar neituðu sök við þingfestingu máls sérstaks saksóknara á hendur þeim fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gærmorgun. Sakarefnið er aðallega verðsamráðsbrot og tilraunir til verðsamráðsbrota, einkum við verð- upplýsingagjöf á grófvörum, þ.e. bygginga- og timburvörum. Málið hefur verið til rannsóknar í rúm þrjú ár, en það hófst í mars 2011 þegar Samkeppniseftirlitið og efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra framkvæmdu húsleitir hjá Byko, Húsasmiðjunni og Úlf- inum. Málið var að hluta til rann- sóknar hjá lögreglu og að hluta hjá Samkeppniseftirlitinu, sem ekki hefur lokið sinni rannsókn. Samkvæmt því sem kemur fram í ákæruskjali var einkum um að ræða verðupplýsingagjöf símleiðis og voru þær upplýsingar hagnýttar innan fyrirtækjanna og urðu grund- völlur að einstökum verðbreyt- ingum á grófvöru. Mögulega fært í Safnahúsið Sakborningar mættu, ásamt verj- endum sínum, í Héraðsdóm Reykja- ness í gærmorgun og neituðu allir sök. Þá var ákveðið að næsta þing- hald færi fram í lok júní en það verður notað til að ákveða grein- argerðarfrest auk þess sem skipu- lag málsins verður mögulega til um- fjöllunar. Ljóst er að málið verður ekki rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness vegna fjölda sakborninga. Til greina kemur að aðalmeðferðin fari fram í dómsal 101 í Héraðsdómi Reykja- víkur eða jafnvel í Safnahúsinu, sem áður nefndist Þjóðmenningarhúsið. Dómari spurði hvort ekki ætti að stefna að því að halda aðalmeðferð- ina fyrir jól en efuðust verjendur um að það næðist. Fari svo að málið verði rekið í Héraðsdómi Reykja- víkur er viðbúið að takmarka verði aðgang almennings og fjölmiðla vegna plássleysis í salnum. Ekki aðeins eru sakborningar í málinu margir heldur eru skjölin sem sérstakur saksóknari hefur lagt fram tæplega fimm þúsund. Fór dómari fram á það við saksókn- ara að hann tæki saman þau máls- kjöl sem byggt yrði á, öllum til hag- ræðis. Taldi saksóknari að það tæki hann fjórar vikur og ætti verkinu því að vera lokið fyrir næsta þing- hald. Morgunblaðið/Ómar Dómstóll Málið var þingfest í Hér- aðsdómi Reykjaness í Hafnarfirði. Neituðu allir að hafa staðið að verðsamráði  Tæplega fimm þúsund skjöl lögð fram af sækjanda Fyrirsögn hér Fyrirhuguð leið kláfsins Gönguleið Fyrirhugaður kláfur Skipholti 3 - Sími: 552 0775 - www.erna.is GULL- OG SILFURSMIÐJA Njáluarmbandið Afmælistilboð112.000 kr. Hannað af Ríkarði Jónssyni og Karli Guðmundssyni myndskera frá Þinganesi. Silfurmunir og skartgripir í 90 ár 1924-2014

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.