Morgunblaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2014 ✝ Ólafur Sig-urður Ásgeirs- son fæddist í Reykjavík 20. nóv- ember 1947. Hann andaðist á líkn- ardeild Landspít- alans 11. maí 2014. Foreldrar hans voru Dagmar Gunnarsdóttir hús- móðir, f. í Reykja- vík 28. júní 1920, d. 30. júní 1995, og Ásgeir Ólafsson forstjóri, f. í Hvammi í Dölum 2. desember 1922, d. 16. ágúst 1986. Systkini hans voru Sigrún Elísabet, f. 14. maí 1956, d. 4. mars 2005; Ásgeir Gunnar, f. 26. júní 1957 og Rannveig Hildur, f. 8. janúar 1967. Ólafur kvæntist þann 4. desember 1971 eftirlif- andi eiginkonu sinni, Vilhelmínu Elsu Johnsen mennta- skólakennara, f. 24. janúar 1949. Foreldrar hennar voru Sigríður Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 3. september 1910, d. 15. janúar 2005 og Gunnar Johnsen verka- maður, f. 4. janúar 1911, d. 9. nóvember 1984. Börn Ólafs og Vilhelmínu eru: 1) Dagmar Ýr dýralæknir, f. 12. október 1975, eiginmaður hennar er Guð- mundur Viðar Hreinsson bif- vélavirki, f. 18. janúar 1975, börn þeirra eru: Stefán, f. 2.6. 2007, María, f. 21.1. 2011 og Gunnar, f. 28.2. 2013. 2) Ásgeir tæknifræðingur, f. 4. október 1977, eiginkona hans er Helga Auður Gísladóttir nemi, f. 8. mars 1986, barn þeirra Kristín Vilhelmína, f. 26.12. 2012. 3) El- ínborg Ingunn stærðfræðingur, f. 6. apríl 1979, eiginmaður hennar er Stefán Ingi Valdi- marsson stærðfræðingur, f. 5. júlí 1980, barn þeirra, Þórarinn, f. 8.3. 2012. handskrifter rörande Skandin- aviens historia árið 1988. Félagi í Vísindafélagi Íslendinga frá 1989; félagi í Societa Italia di Demigrafia Storica frá 1990. Hann gegndi formennsku í ýms- um nefndum á vegum Alþjóða- skjalaráðsins, International Co- uncil on Archives (ICA), og sat um skeið í aðalstjórn. Hann var síðan gerður að heiðursfélaga ICA árið 2010. Ólafur var frá unga aldri virkur í skátahreyfingunni, og var einn helsti hvatamaður að stofnun skátafélagsins Skjöld- unga í Reykjavík árið 1969. Hann var formaður Skátafélags Akraness 1981-1984, Skjöld- unga í Reykjavík 1975-1977 og 1985-1987. Hann sat í stjórn Skátasambands Reykjavíkur 1987-1993, formaður 1988-1993; í stjórn Bandalags íslenskra skáta 1988-2004. Ólafur var skátahöfðingi 1995-2004. Hann var einnig félagi í Oddfellow- reglunni. Meðal rita Ólafs eru „Íslands- verslun Aldinborgara og versl- unarbók af Snæfellsnesi frá 1585“, (fjölrit, 1971). „Hólastóll, rekstur og efnahagur 1374- 1594“, (cand. mag.-ritgerð 1976). „Bosetningen i Snæfells- nessýslas vestlige del 1300- 1600“, (1978). „Kirkjueignir“ í ritinu Lúther og íslenskt þjóðlíf (1989). Sjávarbyggð undir Jökli. Saga Fróðárhrepps, (1988). Kauphöfn og verslunarstaður. Saga Stykkishólms I. (1992). Kirkjueignir 1597-1984, (1994). Ólafur hlaut ýmsar við- urkenningar fyrir störf sín. Hann hlaut silfurúlfinn, æðsta heiðursmerki skátahreyfing- arinnar árið 1995. Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu árið 1998 og riddarakrossi Ordre des Arts et des Lettres árið 2005 fyrir störf að alþjóðamálum skjalasafna. Útför Ólafs Ásgeirssonar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 23. maí 2014, og hefst athöfnin kl. 15. Ólafur lauk stúd- entsprófi frá MR árið 1967; BA-prófi í sagnfræði og þjóð- félagsfræði frá HÍ 1971; cand.mag.- prófi í sagnfræði frá HÍ 1976. Nám í uppeldis- og kennslufræði við HÍ 1982. Nám í efna- verkfræði við Uni- versity of Man- chester Institute of Science and Technology 1968-1969. Nám- skeið í norskri sögu við Björg- vinjarháskóla 1973. Ólafur var kennari við Gagn- fræðaskóla Reykjavíkur 1967- 1972, MR 1970-1972, Mennta- skólann við Tjörnina 1970-1971, MH 1971-1976. Áfangastjóri við MH 1976-1977. Stundakennari við HÍ 1976-1978 og 1988-1992. Hann var fyrsti skólameistari Fjölbrautaskólans á Akranesi haustið 1977 og gegndi því starfi uns hann var skipaður þjóð- skjalavörður þann 1. desember 1984. Hann fékk lausn frá störf- um frá 1. júní 2012 og hafði þá gegnt embætti þjóðskjalavarðar lengur en nokkur forvera hans. Ólafur sat í stjórn Sambands iðnfræðsluskóla 1977-1985. Hann var starfsmaður Kirkju- eignanefndar 1984. Formaður þjóðminjaráðs 1991-1994. Í skólanefnd Menntaskólans við Sund 1996-2000, formaður 1998- 2000. Hann sat í stjórn Skóla- meistarafélags Íslands 1983- 1985; stjórn Sagnfræðingafélags Íslands 1972-1973 og 1985-1988, formaður 1987-1988. Í stjórn Hins íslenska þjóðvinafélags frá 1988 og var forseti Hins íslenska þjóðvinafélags frá árinu 1999. Hann var kjörinn félagi í Kungl. Samfundet för utgivande av Ólafur, tengdafaðir minn, tók mér einstaklega vel frá upphafi okkar kynna. Það var alltaf jafn- gaman að setjast með honum með kaffibolla og ræða daginn og veginn. Hann var líka boðinn og búinn ef það var eitthvað sem hann gat gert til að aðstoða. Þetta náði til allrar fjölskyldu minnar, enda náðu foreldrar mín- ir og tengdaforeldrar mjög vel saman. Ég man enn þegar þau hittust fyrst. Þá höfðu foreldrar mínir boðið okkur Elínborgu og foreldrum hennar í kaffi en fljót- lega vorum við börnin send á annað borð svo foreldrarnir gætu betur stungið saman nefjum. Næst þegar ég hitti pabba lýsti hann því með mikilli gleði hvað honum fannst gaman að spjalla við Ólaf. Oft áttu þeir eftir að gera það síðar. Veikindi settu mark sitt á síð- ustu ár Ólafs. Hann veiktist fyrst fljótlega eftir að við hjónin flutt- um heim frá Bandaríkjunum og við tók nær samfelld veikinda- saga í rúm fimm ár. Hann lét samt ekki deigan síga heldur vann hann og sinnti áhugamálum sínum bókstaflega fram á síðasta dag. Hann naut þess að fara út og hitta fólk þó það þýddi að hann þyrfti að hvíla sig eftir á. Síðustu árin naut Ólafur og öll fjölskyld- an góðs af einstakri vináttu Jóns Friðbergs Hjartarsonar sem allt- af gaf sér tíma til að hjálpa Ólafi. Ég efast um að ég muni nokkurn tímann verða vitni að fallegri vin- skap. Dag einn í febrúar 2011 til- kynnti Ólafur starfsmönnum sín- um að hann þyrfti að halda áfram í krabbameinsmeðferð. Ég var þá með breskan samstarfsfélaga minn í nokkurra daga heimsókn og vildi fara með hann út fyrir borgina. Ólafur tók ekki annað í mál en að leggja til bíl og fara með okkur og seinni hluta dags- ins keyrðum við hringferð um Suðurland. Í mínum huga reynd- ist þetta nokkur svaðilför í ís- lensku vetrarveðri því færðin var ekki upp á það besta en Ólafur var vanur svona aðstæðum og hafði bara gaman af. Um kvöldið bauð hann okkur út að borða af sínum alkunna höfðingsskap og ekki veitti af þar sem við vorum nokkuð blautir eftir að ég fann ekki göngustíginn að Gullfossi fyrr en eftir nokkra leit. Ólafur hafði alla tíð sterk tengsl við Þýskaland. Á unglings- árunum kynntist hann skáta það- an og í kjölfarið fékk hann sum- arvinnu hjá fjölskyldufyrirtæki mágs hans úti í Bæjaralandi. Þessi vinátta varði æ síðan. Þeg- ar Ólafi var boðið í níræðisafmæli hjá vinnuveitandanum úti í Bæj- aralandi í desember 2012 lét hann ekki veikindin stoppa sig. Við fjölskyldan og Ásgeir mágur minn skelltum okkur með. Þar átti Ólafur góða daga í faðmi vina. Svo mjög hafði hann gaman af ferðinni að minnstu munaði að hann yrði eftir þegar við tókum lestina til baka út á flugvöll. Barnabörnin fimm voru Ólafi alltaf ofarlega í huga. Hann var sífellt að spyrja frétta af þeim og fylgjast með afrekum þeirra. Eðli málsins samkvæmt kynntist Stefán, elsta barnabarnið, Ólafi best. Gaman var að fylgjast með lestri þeirra til undirbúnings leikhúsferð á Gulleyjuna og síð- ustu mánuðina gripu þeir iðulega í tafl. Því miður fengu barnabörn- in ekki meiri tíma með afa Óla en við minnumst þó öll þeirra stunda sem við fengum. Stefán Ingi Valdimarsson. Hann fagnaði stúdentsútskrift vorið 1967, þá var ég fimm mán- aða. Margir sem ekki voru í nán- um tengslum við fjölskylduna héldu að Óli ætti þetta litla barn og svo sem þótti það eðlilegra á þessum tíma, en að það væru for- eldrar mínir þá 45 og 47 ára. Óli var í mínum huga afskaplega merkilegur maður og yfir honum hvíldi dulúð. Herbergið hans var fullt af kynjahlutum; framandi bókum, undarlegum bréfapress- um, pennastöngum og pennaodd- um, enda var hann lista skraut- skrifari. Upplýsti hnötturinn hans var í ákaflega miklu uppá- haldi. Hann átti kærustu sem var prinsessu líkust og ég man að ég sat löngum stundum og starði á hana þar sem hún sat í eldhúsinu með ferðahárþurrku á höfði og námsbók í hönd að læra undir próf. Leið Óla og Mínu lá í Kópa- voginn, þar festu þau kaup á fyrsta heimili sínu við Kópavogs- braut. Það var ævintýri að koma þangað hvort sem var sumar eða vetur því Óli var mikill aðdáandi klassískrar tónlistar og ég naut þess vel og m.a. gaf hann mér tvær plötur úr safni sínu, önnur þeirra var Carmen. Ég var þá átta ára. Þessar plötur spilaði ég í gríð og erg og lék ýmist stjórn- anda eða persónur verkanna. Án efa mótaði þetta meðal annars áhuga minn á klassískri tónlist. Um jólin á tólfta aldursári mínu beið ég eins og flest börn spennt eftir því að opna jólagjafirnar. Ég var bókaormur og sá að pakkinn frá Óla og co gaf ákveðin fyrir- heit. En þegar ég opnaði pakk- ann blasti við mér bók sem ber heitið Hugtök og heiti í bók- menntafræði. Bókin fór upp í hillu og beið þess að safna ryki um aldur og ævi. Síðar lagði ég fyrir mig nám í íslensku. Þarf ekki að orðlengja að jólagjöfin gamla frá Óla var dregin oft út úr hillunni og varð mitt haldreipi við ritgerðarsmíðar og glöggvunar. Það sama ár var ég sumarlangt barnapía á Akranesi hjá Óla og Mínu. Ég hafði nóg fyrir stafni við leik með frændsystkinum, en á kvöldin hlýddi kennarinn mér yfir ýmsa hluti. Óli tók einhliða ákvörðun að ég þyrfti ákveðna kennslu og um tveggja vikna skeið lagði hann fyrir mig al- gebruverkefni. Þá kunnáttu reyndi ekki á fyrr en í mennta- skóla, en þá vafðist verkefnið heldur ekki fyrir mér. Framsýni stóra bróður sannaðist þar. Þeg- ar ég hóf þátttöku í pólitísku starfi í Kópavogi 2010 og fram til síðasta dags var upphaf samtals þannig að Óli sagði „það er gott að búa í Kópavogi“ og svo rædd- um við landsins gagn og nauð- synjar og leituðum ráða hjá hvort öðru. Ég naut þá sagnahæfileika hans, þar sem hann lýsti ævintýr- um sínum á sviði kennslu, stefnu- mótunar, skólastjórnunar, skjalamála og skátastarfa. Þar varð svo skýrt fyrir mér að stóri bróðir minn hafði upplifað og af- rekað ótrúlega hluti um ævina í störfum sínum öllum og hann lýsti verkefnum sínum og sam- ferðafólki af mikilli væntum- þykju. Það hefur kristallast í um- mælum vina og samstarfsmanna að hann naut djúprar virðingar, en það var ekki hans háttur að hreykja sér. Ég og fjölskylda mín þökkum samfylgdina og vináttuna. Megi allt gott fylgja Mínu, stórfjöl- skyldunni og vinum öllum. Megi allt gott fylgja Óla bróður. Rannveig litla systir, Karl Jóhann og börn. Við leikslok átti Ólafur á bratt- ann að að sækja eins og stórvinur hans komst að orði. Ótímabært fráfall Ólafs skilur eftir sig stórt skarð hjá fjölskyldu, vinum og samstarfsfélögum. Hann var feikn fróður og skemmtilegur maður sem gaman var að um- gangast. Það verða viðbrigði að geta ekki flett upp í alfræðibók- inni, Ólafi. Hvergi var komið að tómum kofanum í hans ranni. Skarpgreindur, víðlesinn og frá- sagnargóður. Störfin voru fjöl- mörg; sagnfræðingur, kennari, skólameistari, skáti, þjóðskjala- vörður svo einungis sé drepið á þeim helstu. Hann var öflugur leiðtogi á mörgum vígstöðvum, afar framsækinn og opinn fyrir nýjungum. Ólafur átti einstak- lega auðvelt með að miðla sinni víðfeðmu þekkingu og þeir eru ófáir nemendur hans, í víðasta skilningi þess orðs, sem nutu góðs af hans kennslu. Framsækinn í aðra röndina en forn í hina. Forneskjan hans Óla fólst aðallega í því að passa vel upp á að ofreyna sig ekki heima fyrir. Það fer reyndar enginn í spor Vilhelmínu. Við höfum átt margar góðar stundir saman í lífinu, innihalds- ríkar samræður sem enduðu yf- irleitt á þann veg að Ólafur náði manni á sitt band. Ég vil muna hann í sínu elementi með fjöl- skyldunni á sumardegi uppá Sprænu í Borgarfirði. Mína ber- andi á borð tífalt meiri veitingar en nokkur gat torgað. Þeir bræð- ur teflandi fram á nótt, nokkurn veginn jafn tapsárir og í óvinn- andi gáfumannakeppni. Ég er nokkuð viss um að Óli mágur er nú þegar búinn að leið- rétta nokkrar staðreyndavillur í efra. Þakklætið er mitt. Ragnhildur Zoéga Við Ólafur Ásgeirsson kynnt- umst í gegnum síma – og mátti merkilegt heita þar eð hvorugur var að tala við hinn. Í endurminn- ingunni er þetta feiknlangt sím- tal, sannkallaður draumur Litla skrefatalningarmannsins. Í kjöl- farið komu ótal önnur er hafist gátu fyrirvaralaust þegar við- mælandi Ólafs, vinur minn og bróðir hans, og ég vorum að búa okkur undir mikilvæg verkefni á gleðiöldum menntaskólaáranna. Þaulskipulögð útrás á skemmti- staði borgarinnar, gjarnan með stöðvarbíl og dömur af skárri sortinni, gat tafist í marga klukkutíma þegar bræðurnir settust að símum og í gang fór taumlaust reiki um söguleg tíma- belti. Fljótlega varð mér þó ljóst, að þræðirnir er tengdu þá bræð- ur lágu mun dýpra en reykvískir símakaplar og nú, hartnær fjöru- tíu árum síðar, efast ég um að hafa kynnst jafn tærri vináttu og þeirra í millum og aldrei bar skugga á. Á þessum árum var Ólafur kennari við Menntaskólann við Hamrahlíð meðfram háskóla- námi, en valdist fljótlega til stjórnunarstarfa. Þótti nemend- um það lakara, því hann var róm- aður fyrir skemmtilegar og efn- isríkar kennslustundir. Í framgöngu var hann ólíkur flest- um kennurum á þessari sælu mussutíð; smekklegur í klæða- burði og ók jafnan á skínandi bif- reiðum, enda sneri hann niður al- ræmda og harðsvíraða bílasala – og þótti afreksmaður að vonum. Fasið endurspeglaði sjálfstraust án sjálfsviðmiðunar og rík kímni- gáfa bauð honum að hallast held- ur á sveif með kjaftforum ungum mönnum en sómakærum kúrist- um. Í öllu falli taldi maður sér trú um það. Vegur slíks manns gat aðeins legið upp á við; um árabil gegndi hann með sóma einu elsta og mikilvægasta embætti ís- lenskrar stjórnsýslu, ásamt fjöl- þættum trúnaðarstörfum. Í samskiptum við nemendur forðum daga komu fram þeir þættir er einkenndu hann öðru fremur og öfluðu honum bæði virðingar og væntumþykju – og trausts á lífsleiðinni. Hann var vissulega kröfuharður og á stundum óþarflega hreinskilinn. En á móti kom umhyggja og rík réttlætiskennd – og ætla ég að leið margra til manns hafi fyrir vikið orðið nokkuð beinni en við blasti á stundum. En mikið óskaplega hlýtur maður stundum að hafa reynt á þolinmæði hans, drottinn minn dýri! Líkt og á sjálfan útskriftardaginn þegar í ljós kom að við fóstbræður höfð- um ekki lokið tilskildum eining- um í vatnsleikfimi og allt stefndi í áframhaldandi vistun okkar við stofnunina. Við blasti upplausn; kennarar boðuðu fjöldauppsagn- ir og nemendur hungurverkfall þyrftu þeir að þola frekari sam- búð við okkur. Þá drifu þeir í því, Ólafur og valmennið Magnús Þorsteinsson skólalæknir, að greina okkur með akút-klórof- næmi í bland við streitutengda akvafóbíu á lokastigi – og þar með var stúdentsprófið í höfn og friður tryggður. Mun þetta afrek lengi í minnum haft. Þeir munu ófáir er telja sig eiga Ólafi Ásgeirssyni skuld að gjalda, nú þegar hann er kvaddur af fjölskyldu, vinum og sam- starfsmönnum. Sjálfur á ég hon- um ærið margt upp að inna og verður sá kreditlisti ekki tíund- aður hér. En lánsmaður hlýtur hver sá að heita er átt hefur slík- an hauk í horni. Ögmundur Skarphéðinsson. Far vel, vinur! Síðastliðinn Lokadag, einni stundu fyrir Pankratíusmessu, lagði Ólafur S. Ásgeirsson At- geirnum, Andvaranum og lokaði aftur Almanakinu – forseti Þjóð- vinafélagsins. Við Ólafur kynntumst fyrst í skátaheimilinu við Snorrabraut veturinn 1957-58 og urðum Fóst- bræður í Skjöldungum þegar hann stofnaði flokkinn þar. Fór- um í fjallgöngur og lásum kort og beittum áttavita, lærðum flagg- astafrófið og æfðum okkur að morsa, hnýta og höggva Gordons hnúta og leysa aðra. Enn á ég og varðveiti kompásinn sem hann gaf mér, en hann kom sér vel við leitir í Hjálparsveit skáta. Við vorum skólabræður í Austurbæj- arskólanum og síðar í MR. Mill- um heimila okkar voru gagnveg- ir. Ólafur var greiðvikinn og hjálpsamur eins og skátaheitið felur í sér, glaðvær, kíminn, við- ræðugóður og vinaríkur. Heimil- islíf þeirra Vilhelmínu fagurt og birta yfir öllu í þeirra ranni og gestrisni að höfðingjasið og glað- værðin eftirminnileg. Ólafur var sem skólameistari einn af sóknd- jörfustu frumkvöðlum þeirrar sveitar manna sem mótaði áfangakerfið og innleiðingu þess í íslenskum framhaldsskólum. Ég fylgdist með námi hans og fræðastörfum en Ólafur var gagnfróður um sögu mannkyns og fylgdist með skrifum um það efni allt fram undir það síðasta og enn á ég ólesið sumt af því sem hann setti mér fyrir um „óvizka“ menn og „óviturlig ráð þeirra“ og hvernig þau „snúask“. Þegar heilsan virtist ætla að bregðast honum kvað hann það að deyja væri hluti af þeim störf- um sem hann yrði að sinna, ýmist í hjáverkum eða sem aðalvinnu eftir atvikum og nauðsyn. Það að deyja væri seinni hluti þess að fæðast. Um trúmálin var hann heimspekilegur og samsinnti þeirri skoðun að aðalatriðið fyrir manninn til að þroskast væri að kunna smíða og endurmóta spurnir sínar um sköpunarverkið eftir framgangi þess, – aukaatrið- ið væri hver svörin yrðu. Nýlega fórum við Ólafur vest- ur í Borgarfjörð með Brian stjórnarmann í Alþjóðaskjala- ráðinu sem greindi frá hversu mjög Ólafur væri metinn af þjóð- skjalavörðum víða um heim eins og sést m.a. af því að hann var sæmdur Riddarakrossi Ordre des Arts et des Lettres af frönsku þjóðinni. Kynnti Ólafur honum landnám Vesturlands og sitt landnám við Langá en fjöl- skyldan hafði búið sér þar sum- arbústað. Var þar flett myndaal- búmum og minningarbókum um dvöl þeirra hjóna þar og barna. Þegar Ólafur leit um vistarver- urnar til útgöngu var ljóst að hann vissi að hann ætti ekki aft- urkvæmt og var sáttur við að fá að líta þær augum hinsta sinni. Hann var sáttur við sitt ævistarf. Fyrir skömmu heimsóttum við Úlfljótsvatn til að líta uppbygg- ingu skáta. Jóhannes páfi gaf til landsins kross, sem upp er settur við vatnið, og breiðir arma sína yfir staðinn sem Ólafur hefur átt svo ríkan þátt í að tryggja skát- um til framtíðar. Ég veit eigi bet- ur en þar megi líta Ólafs Geisla hinn nýja, sem stafar af kross- inum enda þar um verk tveggja dýrlinga að ræða í sinni gagn- virkni, annar meðal skáta, hinn meðal kaþólskra. Nú syngja þar mófuglar, glað- ir og reifir óðinn til gleðinnar. Jón Friðberg Hjartarson. Vinur minn til margra ára er fallinn frá eftir langvinn veikindi. Þegar ill tíðindi berast, eins og um andlát góðs vinar, hrannast upp minningarnar. Ég á aðeins góðar minningar um Ólaf Ás- geirsson. Kynni okkar hófust 1999 þegar Ólafur tók sæti í stjórn Hins íslenska þjóðvina- félags sem forseti þess en þar átti ég þegar sæti. Hann mætti á fyrsta fund brosandi og glað- beittur og heilsaði öllum með handabandi, þéttu og sterklegu, eins og hann hefði þekkt okkur öll langa hríð. Það var auðfundið að þarna fór traustur og góður maður. Ólafur var þá þjóðskjala- vörður og hittumst við reglulega á fundum í húsakynnum safnsins. Brosið heillandi fylgdi honum frá fyrsta fundi til hins síðasta þrátt fyrir alvarleg veikindi síðustu ár- Ólafur Sigurður Ásgeirsson HINSTA KVEÐJA Með djúpri virðingu og þakklæti kveðja Ægisbúar góðan skátabróður sem starfaði alla tíð af trú- mennsku og tryggð við skátahreyfinguna. Sofnar drótt, nálgast nótt, sveipast kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt, hvíldu rótt. Guð er nær. (Kvöldsöngur skáta ) Fyrir hönd Skátafélags- ins Ægisbúa, Guðrún Harpa Bjarna- dóttir félagsforingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.