Morgunblaðið - 23.05.2014, Side 34

Morgunblaðið - 23.05.2014, Side 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2014 Ólafur Ásgeirsson bar hag Þjóðskjalasafns Íslands mjög fyrir brjósti og vann af heilindum að framgangi þess. Eftir að safn- ið flutti í núverandi húsakynni sín við Laugaveg var hann óþreyt- andi við að knýja á um nauðsyn- legar framkvæmdir til að tryggja öryggi safnsins og framgang þess, auk þess að fylgja eftir tækniframförum á sviði skjala- mála sem gætu komið starfsemi skjalasafna til góða. Eitt síðasta verkefni hans fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið var að taka þátt í undirbúningi frum- varps til nýrrar löggjafar um starfsemi opinberra skjalasafna, sem var afgreitt sem lög frá Al- þingi fyrir þinglok. Þá sem fyrr átti víðtæk þekking hans og reynsla í málaflokknum sinn þátt í að leiða málið til lykta. Í öllum samskiptum sínum við ráðuneytið kom fram fag- mennska hans, kurteisi og heið- arleiki. Ólafur var heimsmaður og framganga hans öll einkennd- ist af prúðmennsku og geislandi fjöri. Hann vann að fjölmörgum framfaramálum í frístundum sín- um bæði hér á landi og erlendis og vann sér virðingu og traust allra sem kynntust honum. Starfsfólk mennta- og menning- armálaráðuneytisins þakkar góð kynni og samstarf við Ólaf Ás- geirsson og minnist hans sem góðs félaga sem lagði mikið af mörkum til samfélagsins. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningar- málaráðherra. Hver einstaklingur mótast að einhverju leyti af samferðamönn- um sínum og á sér sínar fyrir- myndir. Ólafur Ásgeirsson var ein af mínum fyrirmyndum. Við kynntumst innan Skátafélagsins Skjöldunga fyrir tæpum 50 árum. Óli var þá sveitarforingi Minka- sveitar og ég nýliði. Ég man enn okkar fyrstu persónulegu sam- skipti niðri í gamla Skátaheim- ilinu við Snorrabraut árið 1965. Ég átti að kunna sitthvað utanað á inntökuprófi, svo sem skáta- heitin og þjóðsönginn. Óli var prófdómarinn. Ég var tauga- óstyrkur og til þess að róa mig sagði Óli mér brandarann um manninn með bananana í eyrun- um. Óli var með hugmyndaríkari mönnum sem ég hef þekkt og það sem hann gat ekki framkvæmt sjálfur, hafði hann lag á að láta aðra framkvæma. Ég minnist hans í mörgum og fjölbreytileg- um hlutverkum í skátastarfinu. Einhverju sinni vorum við í úti- legu á Úlfljótsvatni og þótti við hæfi að hafa helgistund í kirkj- unni, m.a. var Jónasi B. Jónssyni þáverandi skátahöfðingja boðið til athafnarinnar. Rétt þótti að spila eitthvað á orgelið, en enginn okkar taldist fær til þess þá. Óli spilaði þá á orgelið það sem spilað var. Þegar farið var í útilegur hafði Óli gjarnan með sér spritt- fjölritara og gaf út morgunblöð, sem hann teiknaði myndir í, samdi allan textann og fjölritaði svo blöðin á nóttinni meðan við hinir sváfum. Voru blöðin full af gamansögum, skrýtlum og vísum um líðandi stund. Hann skraut- ritaði heiðursskjöl, útbjó orður og viðurkenningarplatta, skipu- lagði endalausar ævintýraferðir út um allar trissur, stjórnaði kvöldvökum á þann hátt að allir hlökkuðu til þeirrar næstu og hélt uppi jákvæðum aga, sama á hverju gekk. Óli var laginn að velja til liðs við sig réttu mennina á hverjum tíma. Einhverju sinni sótti hann fast að einum okkar að taka að sér ákveðið starf. Við- komandi baðst undan vegna tímaleysis. „Það er fínt að þú hef- ur engan tíma“ svaraði Óli, „það eru of margir innan skátahreyf- ingarinnar sem hafa alltof mikinn tíma.“ Þannig liðu unglingsárin og við urðum fullorðnir. Áfram tengdi skátastarfið okkur saman og þótt lengra yrði á milli sam- verustunda var alltaf eins og við hefðum hist í gær. Nú er þessi lit- ríki félagi okkar og foringi fallinn frá alltof snemma, en við sem eft- ir stöndum drúpum höfði. Fjöl- skyldu hans sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Ólafs Ásgeirssonar. Jón Þorsteinn Gunnarsson. Virðing fylgir ekki starfi, hana verða menn að ávinna sér með verkum sínum og framkomu. Ólafur Ásgeirsson var starfs- mönnum sínum vinur og sam- herji. Hann virti þá að verðleik- um, bar hagsmuni þeirra fyrir brjósti og hafði einlægan áhuga á högum þeirra. Því var alltaf gott að leita til hans. Hann tók hverj- um manni vel og aldrei stóð á góðum ráðum, hlýhug og hvatn- ingu. Hann var jafnan reiðubúinn til að virða allar skoðanir og taka tillit til þeirra. Hann mátti ekkert aumt sjá, studdi alla sem leituðu til hans og gerði engan manna- mun í því efni. Þó að hann um- gengist starfsmenn sína sem jafningja, þá reis hann áreynslu- laust upp sem sannur leiðtogi þegar það átti við. Þess vegna naut Ólafur ósvikinnar virðingar starfsmanna sinna. Hann treysti hverjum starfsmanni fyrir dag- legum störfum án sífelldra af- skipta. Hann kallaði þetta „ítölsku“ aðferðina við stjórnun og því kunnum við öll vel og blómstruðum í starfi. Hann treysti okkur hverju og einu til að skila dagsverkinu. Þetta þótti okkur farsæl stjórnunaraðferð og fyrir hana kunnum við honum miklar þakkir. Ólafur var hafsjór af fróðleik og hafði gaman af því að segja sögur. Þess nutum við oft á kaffi- stofunni og þar var oft glatt á hjalla. Hann var sagnfræðingur og fræðimaður sem varð oft á tíð- um að víkja fyrir önnum í starfi þjóðskjalavarðar. Hann hafði alltaf skilning á fræðastörfum starfsmanna sinna og studdi þá í einu og öllu og var alltaf tilbúinn til að lesa yfir og gera gagnlegar athugasemdir. Að leiðarlokum þökkum við starfsmenn Þjóðskjalasafns Ólafi Ásgeirssyni fyrir gefandi sam- fylgd og vottum eiginkonu hans og nánustu fjölskyldu innilega samúð. Fyrir hönd samstarfsfólks í Þjóðskjalasafni Íslands, Björk Ingimundardóttir, Kristjana Kristinsdóttir, Benedikt Jónsson og Helga Jóna Eiríksdóttir. Höfðingi er fallinn. Ólafur Ás- geirsson var höfðingi í víðum skilningi þess orðs Mér er enn minnisstæður fyrsti fundur okkar sem fram fór á kaffistofunni í Þjóðskjalasafni fyrir nær 25 árum við hringborð úr eldhúsi móður hans. Tilfinning mín var strax að ég hefði þekkt hann alla tíð en ekki renndi mig þá grun í að við ættum eftir að starfa náið saman svo lengi. Ólafi tókst alla tíð að vera í senn traustur yfirmaður og tryggur félagi. Honum var alltaf umhug- að um persónulegar aðstæður sinna starfsmanna og reyndist þeim ætíð vel ef á bjátaði. Ólafur starfaði mikið á vett- vangi Alþjóða skjalaráðsins ICA og gegndi þar ýmsum ábyrgðar- stöðum í stjórnum, nefndum og ráðum. Það voru forréttindi mín að fá að kynnast þeim vettvangi og hversu mikils metinn Ólafur var í þeim hópi, ráðagóður, út- sjónarsamur og traustur. Ein- staklega næmur á aðstæður og gat með sinni víðfeðmu sögu- þekkingu tekið á málum á þess- um alþjóðavettvangi og var oft til kallaður þegar taka þurfti á við- kvæmum málum í samskiptum innan ráðsins. Hópur félaga sem Ólafur vann með innan ICA kom í heimsókn í vor til að eiga kveðju- stund með kærum vin. Það er með djúpum söknuði sem ég kveð minn leiðtoga til margra ára en hugur minn er með Mínu og fjölskyldunni allri. Drottinn blessi minningu Ólafs. Bjarni Þórðarson. Kveðja frá Fjölbrauta- skóla Vesturlands Haustið 1977 tók til starfa nýr framhaldsskóli á Akranesi. Þá var hafin langþráð nýsköpun ís- lensks framhaldsskólakerfis og þó margt væri enn óljóst um skipulag skólans horfði fólk von- araugum til nýrra aðferða sem kenndar voru við áfangakerfi. Til að innleiða slíkt kerfi í nýj- an skóla var ráðinn þrítugur kennari úr Menntaskólanum við Hamrahlíð, Ólafur Ásgeirsson, en hann hafði starfað þar sem áfangastjóri og haldið utan um skipulag. Þegar hafist var handa á Akranesi um haustið kom sér vel að hinn ungi skólameistari var fljóthuga og djarfur að skipa fyr- ir verkum en starfslið skólans kappsamt og vílaði ekki fyrir sér nokkra aukavinnu. Tókst því verkið allvel; Fjölbrautaskólinn á Akranesi, eins og hann var þá nefndur, varð einn af brautryðj- endaskólum hins nýja skipulags og í hönd fóru miklir uppbygg- ingartímar. Þar mæddi mikið á skólameist- aranum, bæði í glímu við yfirvöld en ekki síður höfðingjadjarfa samverkamenn er lágu ekki alltaf á skoðunum sínum. En svo sem til að styrkja myndugleika emb- ættisins tamdi Ólafur sér að koma jafnan til vinnu á morgnana í jakkafötum og með bindi. Þegar komið var kvöld og sjónarspili dagsins lokið, mátti hins vegar oft rekast á hann í skólanum í hversdagslegri klæðum að sinna einhverjum verkum. Og þegar umsvif á skrifstofu skólans köll- uðu á aukið svigrúm flutti hann skrifstofu sína í litla kytru við bakdyrainngang, sem ætluð hafði verið sem afdrep fyrir húsvörð, og eftirlét áfangastjóranum rúm- góða skrifstofu til að afgreiða mál nemenda. Ólafur gerði ráð fyrir að starfsmenn legðu metnað í verk sín og sinntu hlutverkum sínum af einlægni. En hann hafði strákslegan húmor, gat verið hvass í tilsvörum og stundum sárnaði fólki hvatvísi hans. Hann var hins vegar raungóður þeim sem leituðu til hans; fylgdi ekki alltaf almannarómi í dómum um annað fólk, gat því átt það til að halda hlífiskildi yfir þeim sem ekki nutu almennrar hylli en ver- ið nokkuð kaldhæðinn í garð þeirra sem voru mestir á lofti. Hann var örlátur og greiðvikinn; þess voru jafnvel dæmi að hann greiddi úr eigin vasa þegar eitt- hvað smálegt stóð útaf í sam- skiptum starfsmanna við skól- ann. Ólafur var litríkur persónu- leiki og hafði jafnan mörg járn í eldinum: talnaglöggur hugvís- indamaður, sérfræðingur í mið- aldasögu en kappsamur um tæknivæðingu; tilfinningamaður en flíkaði því ekki mikið opinber- lega; tryggur vinum sínum. Hann hirti lítt um að dútla við forms- atriði, kom beint að kjarna hvers máls - sem vissulega ögraði sum- um - en orðum hans mátti jafnan treysta. Um slíka menn er stund- um sagt að þeir séu stórir í snið- um - en það vill oft gusta nokkuð um þá. Ólafur Ásgeirsson var skóla- meistari á Akranesi í sjö ár, til 1984, er hann var ráðinn þjóð- skjalavörður. Ljóst er að hann vann mikið þrekvirki við að móta hinn nýja skóla, efla metnað með aðstandendum hans og koma starfsemi hans á rekspöl. Starfs- lið Fjölbrautaskóla Vesturlands vottar fjölskyldu Ólafs samúð við fráfall hans og minnist hans með þakklæti. Jón Árni Friðjónsson. Mikill öndvegismaður er nú fallinn frá langt fyrir aldur fram. Ég kynntist Ólafi fyrst fyrir rúmum tólf árum þegar Iðnsaga Íslendinga réð mig að ritun viða- mikils verks um rafvæðingu Ís- lands frá upphafi, verk sem Ólaf- ur hafði tekið að sér allnokkrum árum fyrr en ekki getað sinnt eins og hann vildi vegna annríkis í starfi þjóðskjalavarðar. Ég fékk aðstöðu í ónotuðu húsnæði innan veggja Þjóðskjalasafnsins, kafaði í heimildir og gögn um rafvæð- ingu Íslands og skrifaði þessa miklu og áhugaverðu sögu næstu misserin. Ólafur fylgdist vel með hvern- ig verkinu miðaði, veitti holl ráð og miðlaði af yfirgripsmikilli þekkingu sinni á sagnfræðilegum sviðum. Alltaf var hann til taks með sitt fræga bros á vör ef á þurfti að halda og tilbúinn að finna lausn á hugsanlegum vand- kvæðum, enda maður sem bjó yf- ir þeim mikilvæga eðliskosti að vilja greiða úr málum og ekki flækja þau að óþörfu. Þó að saga rafvæðingarinnar sé því sem næst tilbúin til útgáfu og hafi ver- ið í heilan áratug hefur hún því miður ekki ennþá komið út. Ástæður þess verða ekki tíund- aðar hér, en væri óskandi að for- ystumenn í rafmagnsiðnaði á Ís- landi tækju á sig rögg og tryggðu útgáfu verksins hið fyrsta, nú þegar hillir undir 110 ára afmæli fyrstu virkjunar hérlendis. Minn- ingu Ólafs væri sómi sýndur með útgáfu þessa viðamikla verks okkar félaga, sem er tvímæla- laust ítarlegasta heimild sem fyr- irfinnst um hvernig Ísland var rafvætt. Skrifstofan hans undir rjáfri safnsins var rúmgóð en troðfull af bókum, skjalahlöðum og mun- um – maður gat hæglega ímynd- að sér að einhvern veginn í þess- um dúr hefðu vistaverur handritasafnara á borð við Árna Magnússon litið út. Þetta voru bækistöðvar manns sem unni sögunni og helgaði sig varðveislu hennar af eljusemi og festu, festu sem full þörf var á til að auka skilning misviturra ráðamanna á mikilvægi safnsins. Hann átti þó fleiri áhugasvið en söguna og heill safnsins, og ég minnist þess til dæmis að eitt sinn þegar við snæddum hádegisverð saman ræddi hann mest allan tímann fjörlega um gamanmynd Billy Wilders, One, Two, Three, sem hann hafði bersýnilega miklar mætur á. Ólafur var hlýr í viðkynningu, skarpgreindur og fjölfróður, sagnamaður með ríkulega kímni- gáfu, kunni hafsjó af skemmtileg- um sögum og sagði frá með djúpri og hljómfagurri röddu sem hver leikari væri fullsæmdur af. Það brást vart að af hans fundi fór maður nokkrum gamansög- um ríkari. Hann var þéttur á velli og virðulegur einsog embættis- manni sæmir, skapríkur en kunni að halda því í skefjum, ákveðinn og fylginn sér og hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefn- um. Að honum er mikil eftirsjá. Ég sendi fjölskyldu Ólafs inni- legar samúðarkveðjur og veit að minning þessa merkismanns mun lifa. Sindri Freysson. Ég vil með þessum orðum kveðja Ólaf Ásgeirsson, fyrrver- andi þjóðskjalavörð, sem lést 11. maí sl. Í sagnfræðinámi við Háskóla Íslands nýtti ég mér heimildir Þjóðskjalasafns í Safnahúsinu og fékk afbragðsþjónustu hjá starfs- mönnum. Stundum fannst mér þó eins og tíminn stæði í stað á safn- inu og það væri eins og ryklag yf- ir öllu. Þegar ég kom heim úr námi í skjalfræðum í Bandaríkjunum árið 1987 og tók við stöðu borg- arskjalavarðar varð fljótlega ljóst að breytingar höfðu orðið á Þjóðskjalasafni og í skjalamálum frá því ég fór úr landi. Komin voru ný lög um Þjóðskjalasafn Ís- lands og nýr þjóðskjalavörður hafði verið skipaður, sem var drífandi, stórhuga og vildi breyt- ingar, bæði á rekstri Þjóðskjala- safnsins og á skjalavörslunni í landinu. Með Ólafi Ásgeirssyni bárust ferskir vindar. Þjóðskjalasafn var flutt að miklu leyti úr þröngum óhentug- um húsakynnum fallega Safna- hússins við Hverfisgötu yfir í rúmgóð húsakynni við Laugaveg 162. Þar fór betur um skjölin, starfsmenn höfðu meira rými og gestir fengu síðar betri aðstöðu. Ólafur beitti sér fyrir að rík- isstofnanir afhentu eldri skjöl til safnsins og að gerð væri brag- arbót á skjalavörslu opinberra aðila. Gefin voru út leiðbeininga- rit og haldin námskeið. Þegar Ólafur tók við starfi voru 13 starfsmenn á Þjóðskjalasafni en fljótlega bættust við fleiri starfs- menn og meira en tvöfaldaðist fjöldi þeirra á starfstíma Ólafs. Ég var oft í sambandi við Ólaf með að auka samstarf Þjóð- skjalasafns og héraðsskjalasafna, efla opinberu söfnin og styrkja. Skjalasöfn í landinu höfðu þá ímynd að þau væru rykfallnar, lokaðar stofnanir. Við lögðum til sameiginlegan kynningardag fyr- ir skjalasöfnin 26. apríl 1992. Þjóðskjalasafn, handritadeild, Borgarskjalasafn og tíu önnur héraðsskjalasöfn tóku þátt í deg- inum. Hann fékk góða fjölmiðla- umfjöllun og fjöldi fólks sótti söfnin heim. Mér er minnisstætt hversu stoltur Ólafur var af safn- inu á opnu húsi í Safnahúsinu og glaðlegur þegar hann sýndi mér gersemar á sýningunni sem ég vissi ekki að væru til. Í framhaldi af velheppnuðum kynningardegi stóðu Þjóðskjala- safn og Borgarskjalasafn að lík- lega fyrsta fundi allra starfs- manna skjalasafnanna 16. apríl 1993 í Rúgbrauðsgerðinni. Síðar jókst smátt og smátt samstarf Þjóðskjalasafns og héraðsskjala- safna og þau fóru í formlegra far líkt og þau eru í dag. Við Ólafur þekktumst ein- göngu gegnum störf okkar að skjalamálum. Við vorum ekki alltaf sammála um leiðir en við vorum sammála um það markmið að bæta starf skjalasafna okkar og auka veg og virðingu skjala- vörslunnar í landinu. Því miður entist Ólafi ekki aldur til að sjá ný lög um opinber skjalasöfn verða að veruleika sem hann hafði unn- ið ötullega að en þau urðu að lög- um föstudaginn 16. maí sl. Ólafur var greindur, fylgdi málum eftir og hafði góða kímni- gáfu. Til dæmis byrjaði hann oft ræður á því að það væru bara 15 mínútur í dagskrá fyrir hann en sem gamall kennari talaði hann alltaf í 40 mínútur. Í veislum með héraðsskjalavörðum var unun að hlusta á sögur hans og þær bötn- uðu bara með árunum. Ólafur var vel kynntur meðal skjalavarða erlendis, ekki síst innan Alþjóða skjalaráðsins ICA. Fyrir hönd okkar á Borgar- skjalasafni Reykjavíkur vil ég kveðja Ólaf Ásgeirsson með þakklæti og virðingu og ég sendi innilegar samúðarkveðjur til fjöl- skyldu hans, vina, vandamanna og fyrrverandi samstarfsmanna. Svanhildur Bogadóttir. Leiðir okkar Ólafs lágu fyrst saman um það leyti sem Þjóð- skjalasafn Íslands festi kaup á húsakynnum Mjólkursamsölunn- ar í Reykjavík við Laugaveg. Við þau kaup voru bundnar miklar vonir um framtíðarstað fyrir safnið. Hlutverk mitt var að fjalla um lagfæringu húsakynna safnsins en þó aðallega greining kostnað- ar við nauðsynlegar breytingar. Húsin voru traustlega byggð í upphafi og gólf í aðalgeymsluhúsi safnsins voru óvenju burðarmik- il, sem hentaði stofnuninni mjög vel við varðveislu skjala. En að öðru leyti voru húsakynnin í mis- góðu ástandi, sem reiknað var með að bætt yrði úr næstu árin þar á eftir. Ég fylgdist vel með baráttu Ólafs næstu áratugina við að sækja fé í hendur stjórn- valda til þess að gera húsakynni safnsins sómasamleg til að unnt væri að tryggja varðveislu menn- ingararfsins. Sú barátta bar þó ekki alltaf þann árangur sem hugur Ólafs stóð til, enda hefur skilningur ráðamanna á varð- veislu íslenskra menningarminja lengst af verið af skornum skammti. Ólafur hafði víðtækan áhuga og þekkingu á íslenskum menn- ingarminjum og varðveislu þeirra. Oft ræddum við um gamla prentgripi og bækur prentaðar á Hólum og Skálholti eða þá ís- lenskar bækur sem prentaðar voru erlendis. Einnig komu Vil- helmína og Ólafur í heimsókn til okkar hjóna, þar sem skoðaðir voru íslenskir gjaldmiðlar og ým- iskonar safngripir af þjóðlegum toga. Samstarf okkar Ólafs stóð yfir í meira en tvo áratugi og var sér- staklega ánægjulegt og farsælt, hvort sem um var að ræða tækni- leg eða menningarsöguleg mál- efni. Það er mikill og óbætanlegur missir fyrir íslensk fræði, vini hans og fjölskyldu, að Ólafur skuli vera fallinn frá alltof snemma, en minning hans mun lifa um ókomin ár. Við hjónin sendum fjölskyldu Ólafs innilegar samúðarkveðjur. Freyr og Hulda. Kveðja frá Þjóðskjalasafni Ólafur Ásgeirsson, fyrrver- andi þjóðskjalavörður, lést að kvöldi dags 11. maí síðastliðinn eftir langvinn veikindi. Þeir sem þekktu Ólaf vita að þar fór ekki venjulegur maður. Miklar gáfur og metnaður leiddu hann til forystu hvar sem hann fór. Ólafur tók við starfi þjóð- skjalavarðar 1. desember 1984 og lét af því 31. maí 2012. Ólafur gegndi starfi þjóðskjalavarðar í rúm 27 ár, lengur en nokkur ann- ar sem hefur gegnt embættinu frá því að fyrsti landsskjalavörð- urinn var skipaður árið 1900. Þegar Ólafur hóf störf í Þjóð- skjalasafni 1984 stóð safnið á tímamótum. Farið var að huga að nýjum lögum og rætt var um hvernig mætti leysa húsnæðis- vanda safnsins. Þjóðskjalasafn Íslands hafði ekki getað tekið við skjölum árum saman. Hér var Ólafur réttur maður, á réttum stað og á réttum tíma. Af krafti tók hann til óspilltra málanna. Hann lagði gjörva hönd á nýtt frumvarp til laga um Þjóðskjala- safn sem Alþingi samþykkti haustið 1985 og hann sannfærði þáverandi menntamálaráðherra, Sverri Hermannsson, um að hús Mjólkursamsölunnar við Lauga- veg í Reykjavík væri besta lausn- in á húsnæðisvanda safnsins á þeim tíma. Bæði lögin frá 1985 og hús gömlu Mjólkursamsölunnar hafa reynst það veganesti sem dugað hefur Þjóðskjalasafni Ís- lands til öflugs vaxtar og þroska undir stjórn Ólafs. Ólafur beitti sér fyrir stofnun héraðsskjalasafna vítt og breitt um landið. Hann var hvatamaður að samstarfi við Háskóla Íslands og gerði samning við skólann um kennslu í skjalfræðum, mikið gæfuspor. Ólafur lagði áherslu á samstarf við ríkisskjalasöfn í öðr- um löndum, taldi að þar væri þekkingin sem við þyrftum á að halda. Norrænt samstarf hafði hann í hávegum, var m.a. upp- hafsmaður að vestnorrænu sam- starfi skjalasafna. Ólafur stóð að samkomulagi um frekari skjala- afhendingar frá Danmörku og margt fleira væri vert að nefna, svo sem fræðastörf hans. En í Ólafur Sigurður Ásgeirson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.