Morgunblaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 35
stuttu máli sagt hefur Þjóðskjala-
safn tekið stakkaskiptum undir
stjórn Ólafs og orðið nútímaleg
stofnun sem leitast við að sinna
þörfum samfélagsins á hverjum
tíma.
Á ferli sínum valdist Ólafur til
margra trúnaðarstarfa, og hlaut
oft að launum viðurkenningar og
heiðurstitla. Hann var virkur í
starfi Alþjóðaskjalaráðsins,
gegndi þar formennsku í nefnd-
um og var um tíma í fram-
kvæmdastjórn. Hann var afar
mikils metinn á þessum vettvangi
og var gerður að heiðursfélaga
samtakanna árið 2010.
Ólafur reyndist starfsmönnum
sínum vel og studdi þá með ráð-
um og dáð, velgjörðarmaður
margra.
Ég hef notið þeirrar gæfu að
vera samferðamaður Ólafs lengi,
síðustu þrettán árin í Þjóðskjala-
safni. Nú er mér efst í huga þakk-
læti fyrir farsælt samstarf og þá
vináttu sem með okkur tókst.
Degi fyrir andlátið hittumst við í
síðasta sinn. Að þessu sinni talaði
ég meira en Ólafur en hann hélt
uppi fjörinu með gamansömum
athugasemdum. Far vel, vinur og
félagi.
Fyrir hönd starfsmanna Þjóð-
skjalasafns færi ég eiginkonu
Ólafs, Vilhelmínu E. Johnsen,
börnum þeirra, systkinum Ólafs
og öðrum í fjölskyldu hans ein-
lægar samúðarkveðjur.
Eiríkur G. Guðmundsson
þjóðskjalavörður.
„Friður hefur færst yfir mig. Dásam-
legur friður.
Nú get ég farið þegar þú kallar,
og hvert sem þú kallar mig.
Því þú hefur tekið þjáningar mínar
burtu.
Og þjáning þeirra sem ég elska mun að
engu verða í þinni hendi.“
Þessar ljóðlínur Sigurjóns
Friðjónssonar skáldbónda í
Skriftamálum einsetumannsins
koma upp í hugann þegar ég kveð
skátabróður minn Ólafur Ás-
geirsson, fv. skátahöfðingja.
Skátahreyfingin á Íslandi átti
því láni að fagna að Ólafur gekk
til liðs við hana ungur að árum.
Hann var meira og minna í
fremstu „víglínu“ í íslensku
skátastarfi alla ævi og skildi eftir
sig ófáar vörður sem verða þeim
sem á eftir koma leiðarvísir í
skátaveröldinni. Sem skátahöfð-
ingi stýrði hann stjórn Bandalags
íslenskra skáta af röggsemi, hug-
kvæmni og krafti, trúr grundvall-
arhugsjónum skáta. Með víðtæka
reynslu og djarfan hug lagði
hann áherslu á að tryggja fjár-
hagslegt öryggi skátahreyfingar-
innar, lagði grunn að öflugri for-
ingjaþjálfun og jók samstarf
íslenskra skáta við erlend skáta-
systkini okkar um víða veröld.
Ofan á þennan grunn hafa þeir
sem tekið hafa við kyndlinum
byggt og stuðlað að öflugu skáta-
starfi íslenskri æsku til heilla.
Kynni okkar Ólafs hófust þeg-
ar ég mætti í fyrsta skipti sem
ungur skátaforingi fyrir hönd
skátafélags míns á fund stjórnar
Skátasambands Reykjavíkur þar
sem hann var þá formaður. Vakti
hann strax athygli mína fyrir ein-
arða framkomu í erfiðum málum
sem þá voru til úrlausnar. Í kjöl-
farið lágu leiðir okkar oft saman á
ýmsum sviðum skátahreyfingar-
innar. Satt best að segja vorum
við ekki alltaf sammála og tók-
umst oft á en þó í mesta bróðerni
enda vissum við báðir að við
deildum sömu sýn og sömu hug-
sjón þó að okkur gæti greint á um
leiðir að settum markmiðum.
Þegar ég tók sæti í stjórn
Bandalags íslenskra skáta sem
hann þá veitti forystu sem skáta-
höfðingi gerði hann mér strax
ljóst að því fylgdi ábyrgð og hana
bæri mér að axla. Án hiks fól
hann mér ögrandi verkefni en
veitti mér þann stuðnings sem
nauðsynlegur var. Síðar gerði ég
mér grein fyrir hversu dýrmætur
þessi skóli hafði verið mér. Bý ég
enn að þeirri reynslu nú þegar ég
gegni því embætti sem hann
sinnti svo vel. Allt frá því að ég
var kjörinn skátahöfðingi Íslands
fyrir rúmum fjórum árum reynd-
ist Ólafur traustur félagi og góð-
ur ráðgjafi. Á síðustu vikum átt-
um við góð samtöl og var honum
umhugað að deila reynslu sinni
og þekkingu. Voru þær stundir
mér mjög dýrmætar, sérstaklega
þegar ljóst varð að ég myndi ekki
geta leitað í smiðju hans það sem
eftir lifði af kjörtímabili mínu
sem skátahöfðingja. Í síðasta
samtali okkar þakkaði hann mér
sérstaklega fyrir störf mín og
þótti mér innilega vænt um að fá
þá hvatningu.
Örlögin haga því svo að ég get
ekki kvatt minn góða skátabróð-
ur þegar hann leggur í sína
hinstu útilegu, þar sem ég verð
staddur erlendis á vegum skáta-
hreyfingarinnar, en ég veit að
hann hefði skilið það öðrum
mönnum fremur enda sjálfur
vanur að láta hagsmuni skáta
ganga framar öllu.
Nú er Ólafur farinn heim eins
og skátar orða þessi vistaskipti.
Skátahreyfingin saknar vinar í
stað og harmar einstakan liðs-
mann. Ég þakka Ólafi fyrir sam-
fylgdina, hjálpina og ómælt starf
í þágu skátahreyfingarinnar á Ís-
landi og bið að eilíft skátaljós lýsi
honum heimleiðina. Megi Guð
styrkja þá sem syrgja.
Bragi Björnsson
skátahöfðingi.
Kvaddur er í dag Ólafur Ás-
geirsson, eftir erfiða sjúkdóms-
baráttu. En samt finnst vinum
hann hafa farið alltof fljótt.
Margar minningar rifjast upp –
laða fram bros og nokkra angur-
værð.
Anna man glöggt þegar hann
snaraðist inn á skrifstofu Banda-
lags íslenskra skáta til að segja
henni (framkvæmdastjóranum)
að Jónas B. Jónsson skátahöfð-
ingi hefði tekið tilboði sínu um að
verða ritstjóri Skátablaðsins. Þá
var þessi kotroskni og kröftugi
skátapiltur 17 ára. Arnlaugur
man vel eftir honum í fyrsta
skátaflokknum sem hann veitti
forystu í Víkingum. Óli var einn
nýliðanna hans og minntist þess
oft síðar. Hann flutti sig síðar um
set og gerðist Skjöldungur og
sem slíks minnast víst flestir
hans.
Þótt við þekkjum vel feril hans
í skólamálum og safnastarfi
munu aðrir líklega gera ítarlegar
grein fyrir slíku. Við viljum minn-
ast vinarins og margvíslegra
samskipta, einnig þess sem ein-
kenndi hann í skátastarfi.
Ólafur Ásgeirsson var metnað-
arfullur maður, en ekki að
ástæðulausu. Hann sýndi málefn-
um, sem hann kom að, óskiptan
áhuga og reyndi að laða sterkt
fólk að málum sem hann bar fyrir
brjósti. Auðvitað var hann tilætl-
unarsamur og óhræddur við að
biðja fólk um að taka að sér störf,
en hann stóð bakvaktina vel í
flestum slíkum málum!
Oft áttum við góðar viðræður
um hvað skipti máli í skátastarfi
og mikilvægi reisnar í forystu
starfsins. Einnig að þar búi menn
að yfirgripsmikilli þekkingu á
sögu, eðli og framvindu skáta-
starfs. Því til staðfestu skrifaði
hann gjarnan sögulegar greinar
sem skátahöfðingi og áður í for-
ystu Reykjavíkurskáta. Þá
studdi hann vel við er Minjanefnd
skáta var stofnuð fyrir rúmum 20
árum.
Við söknum hressilegra sam-
skipta, þess að finna hlýjuna sem
bjó undir stundum hvatskeytlegu
yfirborði og að geta hlegið svo
innilega með honum. Vertu ein-
læglega vel kvaddur, Ólafur Ás-
geirsson.
Anna Kristjánsdóttir og
Arnlaugur Guðmundsson
Fleiri minningargreinar
um Ólaf Sigurð Ásgeirs-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2014
✝ ÞórhildurSkarphéð-
insdóttir fæddist á
Húsavík 10. desem-
ber 1921. Hún lést á
Sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 13. maí
2014.
Foreldrar henn-
ar voru Jónína
Bergvinsdóttir, f.
1883 í Aðaldal, d.
1933 á Kristnesi, og
Skarphéðinn Stefánsson, f. 1888
á Fótaskinni, Aðaldal, d. 1948 á
Húsavík. Þórhildur átti eina
hálfsystur, Guðrúnu Jón-
asdóttur, f. 1911, d. 1992, og bjó
hún alla tíð á Húsavík. Þórhild-
ur giftist eiginnmanni sínum
Páli Emilssyni Línberg, línu-
manni, f. 1. apríl 1920, d.13. okt.
1990, 1. desember 1942. Eign-
uðust þau þrjár dætur, Jónínu, f.
1943, búsetta í Kópavogi, hún á
þrjú börn, Rósu, f. 1944, gifta
Arnóri Þorgeirsyni, þau eru bú-
sett á Akureyri og eiga þau 5
börn, Ástu, f. 1946, d. 2003, hún
á tvær dætur. Jafnframt ólu þau
Þórhildur og Páll upp dótt-
ursyni sína þá Pál
Þór og Guðmund.
Þórhildur flutti til
Akureyrar á ung-
lingsaldri og var til
heimilis í Ham-
arstíg hjá hjón-
unum Guðrúnu
Jónasdóttur og
Valdemari Pálssyni
sem reyndust henni
mjög vel alla tíð.
Sem unglingur var
hún í vist en fór síðan að læra
fatasaum. Á stríðsárunum vann
hún á Hótel Gullfossi og síðar
vann hún á Heklu fataverk-
smiðju. Eftir að hún lét af störf-
um hjá þeim starfaði hún við
kjólasaum heiman frá sér og
muna margar konur kjólana
sem hún saumaði fyrir þær enda
var Þórhildur vinsæl sauma-
kona og hafði alltaf nóg að
starfa á meðan starfsþrekið ent-
ist henni. Afkomendur Þórhild-
ar eru margir og átti hún 29
langömmubörn þegar hún lést.
Útför Þórhildar fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 23. maí
2014, kl. 13.30.
Elsku amma mín. Þá er komið
að leiðarlokum og langar mig,
með þessum fátæklegu orðum, að
þakka þér allt það sem þú veittir
mér og mínum í lífinu. Að fá að
alast upp hjá þér tel ég að hafi
verið forréttindi og hef ég búið að
því alla ævi. Þú veittir mér svo
margt sem ég hef lært af og gert
mig að betri manni. Aldrei mun
ég gleyma því hve mikla um-
hyggu ég fann frá þér í símtölum
sem við áttum eftir að ég hóf
störf ungur sem sjómaður á milli-
landaskipum. „Farðu varlega,
Palli minn“ var setning sem ég
fékk alltaf að heyra frá þér þegar
ég hélt af stað í nýja ferð. Ég mun
halda áfram að fara varlega,
elsku amma mín.
Ég bið Guð að gæta mín,
góða anda að hugga mig.
Sama ósk er eins til þín:
Almættið það sjái um þig.
(Leifur Eiríksson)
Þinn
Páll Þór.
Þórhildur
Skarphéðinsdóttir
✝ Grantas Grigo-rianas fæddist í
Baku í Azerbaijan
þann 27. júlí árið
1954. Hann lést á
krabbameinsdeild
Landspítalans 15.
maí 2014.
Grantas eyddi
æskuárunum í
Baku, yngstur fjög-
urra bræðra. Fjöl-
skylda hans var
ættuð frá Armeníu og árið 1988
þegar stríð braust út milli
Azerbaidzan og Armeníu flúði
fjölskylda hans til Armeníu og
nas Petkus og þau eiga einn son,
Eymantas. 2) Vytautas, fæddur
árið 1983, búsettur í Reykjavík.
Hann er kvæntur Odeta Steigvi-
liene. Börn þeirra eru: Adriana,
Eymantas og Gabriela. 3) Isa-
bella, fædd árið 1992. Hún
stundar nám í sálfræði í London.
Grantas fluttist til Íslands árið
2001 og starfaði fyrst í Garð-
yrkjustöð Óttars Baldurssonar í
Hveragerði. Frá árinu 2005 hef-
ur hann verið starfsmaður Kjör-
íss ehf í Hveragerði. Áhugamál
Grantas voru fjölmörg, hann
hafði mikinn áhuga á skák og
tefldi frá barnæsku. Því hélt
hann áfram á Íslandi og var fé-
lagi í Skákfélagi Selfoss. Hann
varð skákmeistari Suðurlands
2010-2012.
Útför hans fer fram frá Kot-
strandarkirkju í dag, 23. maí
2014, og hefst athöfnin kl. 15.
átti aldrei aft-
urkvæmt. Þaðan
fór Grantas síðan
til Litháen þar sem
hann stofnaði skó-
verksmiðju en hann
var háskólamennt-
aður á því sviði. Ár-
ið 1990 kynnist
Grantas eiginkonu
sinni Elenu Lat-
anauskiene, f. 26.
maí 1960. Hún átti
þá tvö börn af fyrra hjónabandi
sem hann gekk í föðurstað. Þau
eru 1) Karolina, fædd árið 1981,
búsett í Litháen. Hún er gift Lin-
Stundum verða á vegi okkar
einstaklingar sem hafa djúp-
stæðari áhrif á mann en gengur
og gerist. Einstaka sinnum er
maður svo heppinn að kynnast
fólki sem auðgar líf manns og
eykur manni víðsýni. Slík kynni
gera okkur að betri einstakling-
um.
Það má segja að þannig hafi
það verið þegar við hjónin kynnt-
umst Elitu og Grantas. Lárus og
Grantas unnu báðir hjá Kjörís og
fljótlega myndaðist milli okkar
allra einlæg og góð vinátta. Með
þeim höfum við verið svo lánsöm
að fá að kynnast lífi sem okkur er
framandi. Við höfum fengið að
heyra sögur af lífi sem okkur Ís-
lendingum er nær því óhugsandi.
Lífi sem einkennst hefur af gríð-
arlegu baráttuþreki og einlægum
vilja til að skapa sér og sínum
betri tilveru. Það þarf krafta til
að rífa sig upp í fjarlægri heims-
álfu og flytja ítrekað á milli landa
í von um betra líf. Enda svo hér á
klakanum kalda án ættingja og
vina og án þess menningarheims
sem maður er vanur. Það var
sérlega ánægjulegt þegar þau
hjón samþykktu að vera viðmæl-
endur mínir í jólaviðtali Bláhvers
á síðasta ári. Þá eyddum við sam-
an dágóðum tíma þar sem þau
rifjuðu upp æsku sína og lífs-
hlaup, við skoðuðum myndir og
ég kynnti mér þau lönd sem þau
eru alin upp í. Þarna kynntist ég
vel þeirri baráttu sem þau hafa
mátt heyja fyrir því lífi sem þau
lifðu hér. Þarna fékk ég og von-
andi lesendur blaðsins nýja sýn á
líf einstaklinga sem ekki geta bú-
ið á heimaslóðum og þurfa að yf-
irgefa allt. Fyrir að leyfa mér að
skrifa um þeirra líf verð ég æv-
inlega þakklát. Það hefur verið
aðdáunarvert að fylgjast með
Elitu og Grantas skapa sér afar
fallegt heimili hér í Hveragerði
auk þess sem þau hafa getað að-
stoðað börn sín, til dæmis til
náms. Við hjónin höfum ítrekað
notið gestrisni þeirra og eru mat-
arboðin á Fljótsmörk 6 engu lík.
Ekkert hefur verið til sparað og
fjölbreytni rétta með ólíkindum.
Grantas og Elita voru líka sam-
hent í því að enginn mátti fara
svangur úr þeirra húsum. Við
gleymum heldur ekki rússnesku
söngvunum og Grantasi að
dansa. Í matarboðunum skyldi
skálað, haldnar ræður og skálað
oft. Í dag þegar við kveðjum
Grantas eftir stutta en snarpa
baráttu við alvarleg veikindi þá
viljum við kveðja að hans hætti.
Skál!, kæri félagi. I sveikata!
Minningin mun lifa um yndisleg-
an mann. Við Lárus Ingi sendum
Elitu, börnum tengdabörnum og
barnabörnum þeirra okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Aldís Hafsteinsdóttir.
Grantas var Armeni að upp-
runa, fæddist í Baku í Azerbaijan
en fjölskylda hans hraktist síðar
frá Baku til Armeníu í kjölfar
trúarátaka. Grantas leitaði betra
lífs og fór til Litháen þar sem
hann kynntist eftirlifandi konu
sinni Elitu. Eftir nokkur ár í
Litháen komu Grantas og Elita
til Íslands og höguðu örlögin því
svo að þau settust að í Hvera-
gerði. Grantas vann ýmis störf í
bæjarfélaginu við góðan orðstír
en lengst framan af í garðyrkju
og fór svo að hann kom til starfa
hjá okkur í Kjörís vorið 2006.
Grantas var strax vel liðinn í
vinnunni, vann öll sín störf vel.
Ákaflega stundvís og áreiðanleg-
ur í öllu sem hann gerði. Hann
hafði skoðun á starfinu og starf-
semi Kjöríss og varð mér það
ljóst að honum féllu ekki í geð
allir siðir sem við höfum vanist í
gegnum tíðina. Enda, þegar bet-
ur var að gáð, var oft um ýmsa
ósiði að ræða sem við sjáum ekki
alltaf, sem hér erum uppalin. En
Grantas var greinilega alinn upp
við það að þessa hluti var best að
ræða varlega við framkvæmda-
stjórann og því lét hann nú ekki
allt flakka við mig. Áður en ég
kynntist Grantasi þá var maður
búinn að taka eftir þessum
manni á göngu í Hveragerði, þar
sem hann gjarnan kom við á
íþróttakappleikjum, eins og
knattspyrnu- og körfuknattleikj-
um og hafði gaman af að fylgjast
með. Eftir var tekið hversu
Grantas bar sig vel á göngu, tein-
réttur með dökkt yfirbragð sinn-
ar þjóðar og vel snyrt yfirvara-
skeggið vakti athygli. Hvort sem
það var honum eðlislægt, eða því
að þakka að hann hafði hlotið
þjálfun í sovéska hernum, þar
sem hann gegndi herþjónustu á
yngri árum, þá fór þetta fas hon-
um vel og er til eftirbreytni.
Okkur varð fljótt ljóst að Gran-
tas var hæfileikaríkur maður og
á skáksviðinu var hann með yf-
irburði yfir okkur sem unnum
með honum. Enda fór hann fljótt
að tefla með skákfélögum á Sel-
fossi og á mótum í Reykjavík,
þar sem hann varð öflugur liðs-
maður. Grantas tefldi fjöltefli við
okkur starfsmennina og að sjálf-
sögðu bauð hann undir eins jafn-
tefli þegar hann sá að farið var
að halla undan fæti hjá fram-
kvæmdastjóranum. Og eins og
einhver sagði: „Þetta kann Gran-
tas“. Á árshátíðum og starfs-
mannasamkomum var Grantas
hrókur alls fagnaðar, skemmti
sér manna best, dansaði við döm-
urnar og tók kósakkadansa eins
og menn af hans uppruna gera.
Þegar gist var á árshátíðum
buðu Elita og Grantas gjarnan
upp á veisluföng, þegar leið á
kvöld, á herbergi sínu. Þar var
ekki í kot vísað og vodki skyldi
drukkinn með. Eða eins og Gran-
tas sagði gjarnan: „Ekki drekka
bjór, þá bara pissa og pissa.
Drekka vodka, þá ekki pissa.“
Við vorum sáttir með þessa út-
listun og andmæltum lítið. Átti
ég þess líka kost að vera boðinn í
mat heim til þeirra hjóna og það
var hátíðleg stund, borð vægast
sagt svignuðu undan kræsingum.
Vodki skyldi drukkinn, góð orð
sögð og skálað. Ég þakka fyrir
að hafa kynnst Grantasi, hann
auðgaði andann í Kjörís og okkar
samfélag og getum við öll lært af
hans lífshlaupi og framkomu.
Fyrir hönd Kjöríss þakka ég góð
störf og votta Elitu og fjölskyldu
mína innilegustu samúð.
Valdimar Hafsteinsson.
Grantas
Grigorianas
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu, langömmu og langalangömmu,
INGIBJARGAR ÁRNADÓTTUR
hárgreiðslumeistara,
Hlíðarvegi 57,
Kópavogi.
Árni Björgvinsson, Jenny Sigmundsdóttir,
Ragnhildur Björgvinsdóttir, Steingrímur Björnsson,
Líney Björgvinsdóttir,
Guðný Björgvinsdóttir, Anton Örn Guðmundsson,
Páll Björgvinsson, Áslaug Þormóðsdóttir,
Lára Magnúsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför móður
okkar, ömmu og langömmu,
ÓLAFÍU ÞORSTEINSDÓTTUR,
Keilufelli 20,
Reykjavík.
Magnús Guðnason, Birte Nielsen,
Þorsteinn Guðnason, Ósk Árnadóttir,
Bjarni Guðnason, Elínbjörg Kristjánsdóttir,
Kristín Guðnadóttir,
Þórný Guðnadóttir, Lúðvík I. Helgason,
Ágúst Guðnason, Drífa Geirsdóttir,
Gísli Guðnason,
Halla Guðnadóttir, Borgþór Hjörvarsson,
Þórdís Guðnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.