Morgunblaðið - 23.05.2014, Síða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2014
Smáauglýsingar
Dýrahald
Hundasnyrting
Bjóðum upp á hundasnyrtingu á
laugardögum í sumar fyrir smá/-
millistóra hunda. Margra ára reynsla.
Tímapantanir í síma 868 7448.
Hvuttar hundasnyrtistofa,
Anja og Inga, hundasnyrtar.
Bílskúr
Til sölu ULTRA LIFT
notaður fjarstýrður bílskúrshurðar-
opnari ásamt opnunarjárnum og
tilheyrandi. Selst ódýrt.
Upplýsingar í síma 847 2860.
Sumarhús
Eignalóðir í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með
aðgang að heitu og köldu vatni í
vinsælu sumarhúsahverfi í landi
Vaðness í Grímsnes- og Grafnings-
hreppi ca. 45 km frá Rvk. Allar nánari
upplýsingar í síma 896 1864.
Rotþrær – vatnsgeymar
– lindarbrunnar
Rotþrær og siturlagnir.
Heildarlausnir – réttar lausnir.
Heitir pottar.
Borgarplast.is,
Mosfellsbæ, sími 561 2211.
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
Staðgreiðum gull, demanta og úr
Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex,
Cartier, Patek Philippe o.fl.
Hringdu núna og fáðu tilboð þér að
kostnaðarlausu!
www.kaupumgull.is
Opið alla daga 11–18.
Kringlan – 3. hæð
(Hagkaupsmegin)
Upplýsingar í síma 661 7000.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Ýmislegt
TILBOÐ – TILBOÐ – TILBOÐ
Vandaðir dömuskór úr leðri,
skinnfóðraðir. Stakar stærðir.
TILBOÐSVERÐ: 5.500.
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími 551 2070.
Comenius University
Jessenius Faculty of Medicine í
Martin, Slóvakíu, býður íslenskum
stúdentum upp á 6 ára nám í
læknisfræði. Kennsla fer fram á
ensku.
Skólinn er viðurkenndur í Evrópu,
Bandaríkjunum og af WHO.
www.jfmed.uniba.sk
Inntökupróf verða haldin 27. maí
og 10. júlí n.k. í Reykjavík og 29.
maí á Akureyri. Ekkert prófgjald.
Tveggja tíma krossa-próf.
Niðurstaða samdægurs.
Uppl. í síma 5444 333 og
kaldasel@islandia.is
Tískuverslunin Smart
Grímsbæ/Bústaðavegi
Buxur, peysa, bolir. St. 42–56
Sími 588 8050.
- vertu vinur
3 ALVEG FRÁBÆRIR
Teg.21323 – haldgóður í CD skálum
á kr. 5.800, buxur við á kr. 1.995.
Teg.11478 – fást í hvítu og þessum í
CD skálum á kr. 5.800, buxur við á
kr. 1.995.
Teg. 902418 – mjúkur og yndislegur
í B,C,D skálum á kr. 5.800, buxur við
á kr. 1.995.
Laugavegi 178, sími 551 3366.
Opið mán.–föst. 10–18,
laugardaga 10–14.
Þú mætir – við mælum og
aðstoðum.
www.misty.is
– vertu vinur
Vélar & tæki
Snittvél óskast
Upplýsingar í síma 820 9390
Bílar
Kaupum alla bíla
Hærra uppítökuverð
Við staðgreiðum bílinn þinn og þú
getur þar með fengið staðgreiðslu-
afslátt af nýja bílnum. Sendu okkur
upplýsingar í gegnum www.seldur.is
og við sendum þér staðgreiðslutilboð
þér að kostnaðarlausu.
Bílaþjónusta
NICOLAI
BIFREIÐASTILLINGAR
Faxafeni 12 Sími 588-2455
Véla- og hjólastillingar
Tímareimar - Viðgerðir
Hjólbarðar
Tilboð á heilsársdekkjum
135 R 13 kr. 5900
165 R 13 kr. 6.900
165/70 R 13 kr. 7.900
185/70 R 13 kr. 7900
195 R 14 kr. 8500
185 R 15 kr. 8900
Kaldasel ehf, dekkjaverkastæði,
Dalvegi 16 b, 201 Kópavogi,
s. 5444 333 og 820 1070.
Frábært tilboð
Matador heilsaársdekk
framleiddum af Continetal
Matador Rubber.
175/65 R 14 kr. 9.900
195/65 R 15 kr. 13.900
195/70 R 15 C kr.17.200
225/70 R 16 kr. 23.560
235/70 R 16 kr. 25.950
235/65 R 17 kr. 29.500
235/60 R 18 kr. 29.900
Kaldasel ehf, dekkjaverkastæði,
Dalvegi 16 b, 201 Kópavogi,
s. 5444 333 og 820 1070.
Húsviðhald
✝ RagnhildurÁrnadóttir
fæddist á Atl-
astöðum í Svarf-
aðardal, 5. nóv-
ember 1923. Hún
lést á Landspít-
alanum 3. maí
2014.
Foreldrar Ragn-
hildar voru: Árni
Árnason, f. 19. júní
1892, d. 4. desem-
ber 1962 og Rannveig Rögn-
valdsdóttir, f. 8. október 1894,
d. 14. júlí 1989, ábúendur á
Atlastöðum í Svarfaðardal.
Systkini Ragnhildar eru Sigríð-
ur, f. 22. maí 1917, d. 4. maí
2003, Anna, f. 26. janúar 1919,
d. 12. október 1980, Rögnvald-
ur, f. 16. mars 1920, d. 11. jan-
úar 2010, Sigurlína, f. 26. apríl
1922, d. 30. október 2011, Ísak
Árni, f. 23. maí 1925, d. 15. apríl
2004 og Trausti Helgi, f. 21. maí
1929. Ragnhildur giftist 2. maí
1948 Páli Halldórssyni, frá
Haga í Holtum, f. 8. ágúst 1923,
d. 1. júlí 2013. Börn þeirra: a)
Katrín, blaðamaður, f. 14. júlí
1949, maki Ágúst Ragnarsson, f.
11. desember 1948, sonur þeirra
Ragnar Árni, f. 14.
mars 1989. b) Árni,
hæstarétt-
arlögmaður, f. 7.
mars 1952, maki
Emelía Gunnþórs-
dóttir, f. 29. febr-
úar 1959. Börn
þeirra: Páll, f. 2.
ágúst 1986 og
Ragnhildur, f. 22.
febrúar 1989. c)
Rannveig, læknir,
f. 12. júní 1961, maki Guð-
brandur Sigurðsson, f. 2. maí
1961. Börn þeirra: Anna Katrín,
f. 30. mars 1986, Ragna Kristín,
f. 13. nóvember 2000 og Ingi
Hrafn, f. 29. apríl 2003.
Ragnhildur fluttist frá Atla-
stöðum með foreldrum sínum
og öðru heimilisfólki að Syðri-
Hofdölum í Viðvíkurhreppi í
Skagafirði árið 1936 og ólst þar
upp til fullorðinsára. Ragnhild-
ur var heimavinnandi húsmóðir
á meðan börnin voru ung, en
lengst af starfaði hún á Klepps-
spítala.
Útför Ragnhildar Árnadóttur
verður gerð frá Neskirkju í dag,
23. maí 2014, og hefst athöfnin
klukkan 15.
„Hvað segirðu um að renna við
hjá barnafatabúðinni, ég þarf að
skoða fermingargjöf,“ sagði hún
og það var stríðni í röddinni. Við
Ragnhildur fórum oft í „skrepp-
ur“ eins og hún kallaði það og
gerðum þá aðeins meira úr ferð-
inni. Eitt sinn fórum við í inn-
kaupaferð og þegar henni var
lokið þá renndum við inn í Skeifu
til að kíkja á golfvörur. Allt í einu
stöndum við inni í barnafatabúð,
við vorum svo upptekin við að
spjalla að við áttuðum okkur ekki
á að við áttum erindi í næstu búð
við hliðina. Þaðan í frá kallaði
hún golfbúðir alltaf barnafata-
búðir.
Ragnhildur var ern og fylgdist
vel með þjóðmálum fram á síð-
asta dag. Hún var minnug og
sagði vel frá eins og góðum
Svarfdælingum einum er lagið.
Ég tók snemma eftir því að
hún fylgdist betur með veður-
fréttum fyrir Norðurland en fyr-
ir Reykjavík. Hún vissi hvernig
heyskapur gekk á Syðri-Hofdöl-
um í Skagafirði. Þangað flutti
hún með fjölskyldu sinni úr
Svarfaðardal þegar hún var ung-
lingur.
Þar bjó „fólkið hennar“ eins og
hún orðaði það. Ég hef oft komið
við á Hofdölum með henni og á
leiðinni heim var hún alltaf svo
glöð með fyrirmyndarbúið á Hof-
dölum.
Hún lagði mikið upp úr því að
börnin hennar töluðu fallegt mál.
Þegar Katrín dóttir hennar sagði
henni að hún hefði fengið vinnu á
Ríkisútvarpinu lagði hún mikla
áherslu á að hún talaði ekki sunn-
lensku í útvarpið. Katrín skyldi
æfa sig í að láta það heyrast að
hún hefði alla vega komið við á
Norðurlandi. Börnin hennar eru
vel menntuð og það er engin til-
viljun. Það voru gerðar miklar
kröfur um að standa sig vel í
skóla og skila sínu vel. Það var
gert í senn með mildi og aga.
Ragnhildur saumaði á börnin
sín eftir þörfum, hvunndags- og
sparifatnað. Hún gat lagað og
gert við hvaða flík sem var þann-
ig að hún varð sem ný. Ferðir
mínar til hennar með alls konar
flíkur voru ófáar. Eftir Ragnhildi
liggur falleg handavinna sem ber
þess vitni hversu vandvirk og
listræn hún var.
„Ágúst minn, ég kem bara og
kenni þér að steikja kótelettur,“
sagði hún eitt sinn fyrir margt
löngu þegar ég hringdi og allt var
orðið ónýtt á pönnunni og mér
tókst ekki að láta raspinn tolla á
kótelettunum. Hún var alltaf
boðin og búin að gera mér greiða
og aðstoða á allan hátt og bjóða
okkur Ragnari Árna í mat þegar
mamman var ekki heima. Við
feðgarnir kunnum svo sannar-
lega að meta matinn hennar.
Þegar ég kynntist Ragnhildi
vann hún á Kleppsspítala. Þar
vann hún þar til hún fór á eft-
irlaun. Hún hafði mikinn áhuga á
geðheilbrigðismálum og fylgdist
vel með á því sviði. Þegar hún
rifjaði upp starfsárin sín á Kleppi
var það ávallt með hlýju, bæði
vann hún með prýðisfólki en
mestu máli skipti fyrir hana að
verða sjúklingunum að liði.
Síðustu árin var hún vakin og
sofin yfir barnabörnum sínum.
Fylgdist með því sem þau tóku
sér fyrir hendur og var mjög
sátt. „Það er ekkert gefið í þessu
lífi,“ sagði hún og var þakklát
fyrir það sem lífið gaf henni.
Ég kveð Ragnhildi með sökn-
uði og þakklæti fyrir allt gott á
liðnum árum.
Ágúst.
Ragnhildur
Árnadóttir
Í dag, 23. maí, er
afmælisdagur móð-
ur minnar, Stein-
unnar Þórleifsdótt-
ur, og hefði hún
orðið 82 ára í dag en einnig er
brúðkaupsdagur minn þennan
sama dag. Steinunn fæddist í
Garði í Þistilfirði. Hún var dóttir
hjónanna Sigríðar Helgadóttur
húsfreyju og Þórleifs Benedikts-
sonar, bónda í Garði í Þistilfirði,
síðar á Efri-Hólum í Núpasveit.
Bróðir Steinunnar var Lárus
Benedikt Þórleifsson, f. 21. júní
1920, d. 21. maí 1968. Steinunn
giftist eiginmanni sínum Þórhalli
Guðjónssyni þann 20. júlí 1957 á
Efri-Hólum og hófu þau síðan
búskap að Lyngholti 17 í Kefla-
vík.
Steinunn var mikil hagleik-
skona og saumaði föt á okkur
systkinin og marga fleiri. Einnig
bakaði hún og skreytti þær flott-
ustu tertur sem ég hef séð, því
þar sem og í saumaskapnum var
100% fagmennska. Gaman er að
geta þess, að móðir mín þræddi
nálarauga í saumavél blindandi –
næmi í fingrunum var slík. List-
hneigðin byrjaði snemma og
saumaði mamma og hannaði
sinn fyrsta kjól aðeins 11 ára
gömul og hafði enga fyrirmynd
Steinunn
Þórleifsdóttir
✝ Steinunn Þór-leifsdóttir
fæddist 23. maí
1932. Hún lést 2.
mars 2014. Stein-
unn var jarðsungin
11. mars 2014.
aðra en þá sem bjó
í huga hennar.
Snemma var hún
fengin til að vera til
aðstoðar á sauma-
námskeiðum í sveit-
inni, þá aðeins ung-
lingur og
sjálfmenntuð í list-
grein sinni.
Á sumrin og þar
til foreldrar hennar
fluttu til Keflavíkur
árið 1968 var hún ávallt fyrir
norðan með okkur systkinin. Þar
fengum við að vera frjáls og þá
sérstaklega ég (Guðjón) þar sem
ég var með eindæmum atorku-
samur og kannski ofvirkur skv.
nútímaskilgreiningu. Er mér
minnisstætt þegar Lalli, móður-
bróður minn, fékk mig til að ná í
kindur og sagði: „Guðjón, náðu í
þessa!“ Rauk ég af stað eins og
smalahundur, æddi út í hraunið
en kom með ána tilbaka sigri
hrósandi. Eitt sinn er móðir mín
var að fara heim eftir dvölina á
Efri-Hólum, þakkaði faðir henn-
ar fyrir dvölina en fannst dvölin
hafa verið heldur stutt, þótt hún
hefði staðið yfir í heilar 7 vikur!
Seinustu 20 árin hef ég og
mín fjölskylda farið norður í
Núpasveit og dvalið þar og alltaf
sendi mamma mig með blóm á
leiði foreldra sinna og bróður.
Hugsaði hún hlýtt til sveitarinn-
ar og klippti út minningargrein-
ar sem hún varðveitti um sveit-
unga sína. Mamma kenndi sig
alla tíð við Efri-Hóla í Núpasveit
en þangað flutti hún með for-
eldrum sínum og bróður
snemma vors 1945 en þá tók
Þórleifur afi við jörðinni Efri-
Hólum af Guðrúnu Halldórsdótt-
ur, frænku sinni.
Er móðir mín varð áttræð var
haldið upp á afmælið heima hjá
mér í Lyngholti. Þá skoðuðum
við stórfjölskyldan gamlar „sli-
des-myndir“ æskuáranna. Þá
varð einu barnabarnanna á að
segja: „Amma, fórst þú í úti-
legu?“ og var mjög hissa, því
móðir mín talaði aldrei um sjálfa
sig, heldur helgaði sig því hlut-
verki að hlúa að öðrum. Gott var
að koma til Steinunnar og alltaf
var til heimabakað með kaffinu.
Hélt hún fallegt heimili og sá um
sig alla tíð alveg þangað til ljóst
var, að sjúkdómurinn hafði tekið
völdin.
En minningin um elskulega
móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu, Steinunni Þórleifs-
dóttur frá Efri-Hólum í Núpa-
sveit, mun áfram lifa sem ljós í
hjörtum okkar.
Þinn sonur,
Guðjón Þórhallsson.
Meira:
mbl.is/minningar
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Minningargreinar