Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.5. 2014
Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur, máfara að hugsa sinn gang. Og reyndar öllþau sem leggja upp úr „sögu daganna“
en Árna nefni ég sérstaklega vegna fróðlegra
og skemmtilegra bóka hans og rannsókna á
sögu merkis- og hátíðisdaga, innlendra og al-
þjóðlegra.
Ástæðan fyrir því að menn kunni að þurfa að
hugsa sinn gang er tillaga sem nú svífur yfir
vötnum á Alþingi um að leggja niður hefð-
bundna hátíðisdaga og skjóta þeim sem frídög-
um að næsta helgarfríi því við fáum best notið
þeirra í samfellu við annað frí.
Auðvitað má segja að þetta kæmi ekki að sök
að því leyti, að margir hátíðisdagar hafa fyrir
löngu glatað upphaflegri merkingu sinni, alla
vega í dagatalinu en jafnvel einnig að öðru leyti.
Þjóð sem var háðari veðurguðunum en við er-
um nú, með góðum húsakosti fyrir menn og
skepnur og fær í flestan sjó í eiginlegri og óeig-
inlegri merkingu, lagði meira upp úr því að
rýna í samspil dagsetninga og veðurfars, svo
dæmi sé tekið. Þannig mun það hafa tíðkast að
setja vatn út fyrir hús aðfaranótt sumardagsins
fyrsta til að sjá hvort saman frysi vetur og
sumar því þannig þóttust menn komnir með vís-
bendingar um sumarið. Væru þessir dagar
hreyfðir mikið til má ætla að gömlum nátt-
úrurýnum þætti þar með kompásinn úr lagi
færður.
Ljóst er að þýðing daganna í vitund þjóð-
arinnar tekur breytingum í áranna og aldanna
rás. Þannig segir Árni Björnsson frá því í riti
sínu, Sögu dagnna, að rannsóknir hafi leitt í ljós
að um aldamótin 1900 hafi sumardagurinn
fyrsti hvarvetna á landinu verið talinn mikill
„hátíðis- og veitingadagur“ og gengið víðast
hvar „næst jólum og nýári að fyrirferð“. Þetta
er liðin tíð en þó ekki að öllu leyti, alla vega
ekki í mínum huga. En spurning er hvort máli
skipti þótt sumardeginum fyrsta væri hnikað til
þannig að hann félli að komandi helgi. Svari
hver fyrir sig.
Það gerði ég að kvöldi dags 30. apríl. Þá
barst mér fyrirspurn um það hvort ég gæti fellt
mig við að gera hátíðisdagana hreyfanlega á
framangreindan hátt. Ég sat þá við tölvu og var
að hugleiða ávarp sem ég ætlaði að flytja morg-
uninn eftir. Tilefnið var 1. maí, alþjóðlegur bar-
áttudagur verkalýðsins. Sá dagur væri haldinn
1. maí en ekki 2. maí, svaraði ég að bragði. Það
væri dagurinn sem tengdi heiminn saman,
„strönd við strönd“ eins og segir í Nallanum.
Eitthvað finnst mér rangt við það að rífa alla
sögulega merkingu innan úr hátíðardögum –
gleyma því hvers vega þeir urðu til – en horfa
bara til hins, hve gott frí þeir gefa. Er ekki
hætt við því að þar með glati dagarnir lit sín-
um?
Þá munu dagarnir lit sínum glata
* Sá dagur væri haldinn1. maí en ekki 2. maí,svaraði ég að bragði. Það væri
dagurinn sem tengdi heiminn
saman, „strönd við strönd“
eins og segir í Nallanum.
ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM
Ögmundur Jónasson
ogmundur@althingi.is
Sjónvarpsmaðurinn Sölvi
Tryggvason birtir myndir á Face-
book af ferðalagi sínu um Japan en
með honum í för er faðir hans.
Með nýjustu
myndinni frá
Kyoto skrifar
hann: „Ég kom
fyrst til Kyoto i
Japan þegar ég var
18 ára til að keppa á heimsmeist-
aramóti í skylmingum. Síðan þá
hefur þessi borg átt sérstakan stað
hjá mér, enda einhver fallegasti
staður veraldar. Ég er þakklátur
fyrir að fá að koma hingað einu
sinni enn og rækta tengslin við Jap-
an með pabba gamla.“
Nokkrar fréttir hafa birst und-
anfarið þar sem fjallað er um Ís-
lendinga sem komist hafa inn í
merka háskóla.
Helgi Seljan
kastljósmaður
skrifaði á face-
booksíðu sína í
vikunni: „Fékk
símhringingu í gær. Á línunni var
ung og kurteis íslensk kona sem
sagði mér að einhver hefði bent á
mig sem tilvalinn nemanda í skól-
ann hennar. Ég áttaði mig ekki alveg
á um hvaða skóla hún var að tala,
en hann hlýtur að hafa verið banda-
rískur. Skólinn vildi nefnilega fá mig
í sérstakt NBA-nám. Ég sagði henni
að ég gæti það ekki. Air Jordan-
skórnir mínir eru nefnilega orðnir
allt of litlir á mig.“
Ellý Ármannsdóttir skráði sig
á samskiptamiðilinn Twitter í vik-
unni og virtist ánægð með þá
skráningu ef marka má ummæli
hennar á bæði Twitter og Face-
book. „Elska Twitter. Þar má dólg-
ast og rífa kjaft.“
Og fleiri voru
að uppgötva sam-
skiptamiðla en
Katrín Júl-
íusdóttir þing-
maður skráði sig á
Instagram. „Ákvað að skrá mig inn
á þetta Snapchat. Ég veit nákvæm-
lega ekkert hvað ég er að gera.
Mitt fyrsta verk var að senda mynd
af þvottakörfunni.“
AF NETINU
Sigurður Guðmundsson, sem var
uppi 1833-1874 og er oftast nefnd-
ur Sigurður málari, þykir sláandi
líkur Hollywood-stjörnunni Neil
Patrick Harris sem er trúlega
þekktastur fyrir hlutverk sitt sem
Barney Stinson í sjónvarpsþátt-
unum How I met your mother.
Einn aðdáandi þáttanna, Matt
Walton að nafni, var staddur hér
á landi og fór á Þjóðminjasafnið
þar sem málverk af Sigurði hang-
ir. Þar rak hann upp stór augu,
smellti af mynd af Sigurði og
sagði Harris frá uppgötvun sinni
á Twitter. Ekki stóð á svari því
stórstjarnan svaraði einfaldlega:
„Love“ eða ást og aðdáendur hans
endurtístu orð hans í gríð og erg
eða rúmlega átta þúsund sinnum.
Harris er með átta milljónir fylgj-
enda á Twitter. Fór svo að Wal-
ton sagðist hafa séð eftir því að
hafa látið Harris vita af uppgötv-
un sinni. „Geri þetta ekki aftur.
Síminn minn logar hérna og fylgj-
endum mínum fjölgar stöðugt.
Fylgifiskur frægðarinnar trú-
lega,“ sagði Walton á Twitter-
síðunni sinni.
Sigurður var íslenskur listmál-
ari og starfaði mikið að leik-
húsmálun, hannaði búninga og
gerði sviðsmyndir. Á heimasíðu
Leikminjasafns Íslands er hann
sagður frumkvöðull leiklistar,
myndlistar og minjavörslu en Sig-
urður átti drjúgan þátt í stofnun
Fornminjasafnsins.
Neil Patrick Harris var verð-
launaður árið 2012 af People’s
Choice Award sem eftirlætis-
sjónvarpskarakterinn fyrir hlut-
verk sitt sem Barney.
Sigurður Guðmundsson, málari og leikhúsfrömuður,
þykir sláandi líkur leikaranum Neil Patrick Harris.
Sigurður líkur Harris
Neil Patrick Harris skaust upp á stjörnuhimininn með hlut-
verki sínu sem Barney Stinson í How I met your mother.
Vettvangur