Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Síða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Síða 15
ákveða að hætta. Jón er maður sem hefur brennandi áhuga á hlut- um í ákveðinn tíma, en finnur sér síðan ný verkefni sem eiga hug hans allan.“ Hefur þú áhuga á stjórnmálum? „Ég fylgist með pólitík eins og hver annar þegn í þessu landi en hef ekkert viljað beita mér þar. Jón hefur stundum sagt við mig: „Það væri flott ef þú værir bæj- arstjóri í Hafnarfirði og ég borg- arstjóri í Reykjavík.“ Og það er rétt hjá honum, það væri gaman. Góður stjórnmálamaður þarf að vera góður leikari og stjórn- málamennirnir okkar eru ekki góð- ir leikarar. Þess vegna gæti ég orðið nokkuð góður stjórn- málamaður, allavega sæmilegur.“ Kveðja til Davíðs Þú ert landsþekktur, verðurðu fyr- ir ónæði frá fólki vegna þess? „Ég fæ jákvæða athygli sem ég get ekki annað en verið ánægður með. Á ólíklegustu stöðum kemur fólk til mín til að lýsa yfir ánægju eða óánægju með eitthvað sem ég hef gert og ég læt það ekki trufla mig. Þegar öllu er á botninn hvolft þá valdi ég mér þetta starf sjálfur. Þegar maður tekur ákvörðun um að feta ákveðinn veg þá verður maður að vera til í að taka slaginn og því fylgja bæði kostir og gall- ar.“ Hvernig er einkalífið? „Ég reyni að halda einkalífinu utan fjölmiðla. Við Sigrún Hall- dórsdóttir höfum verið trúlofuð mjög lengi og ég þarf að fara að taka sambandið á næsta stig. Við eigum saman tveggja og hálfs árs strák og ég á eina stelpu úr fyrra sambandi og hún eina, báðar eru þær fimmtán ára og þeim semur mjög vel.“ Hefurðu hugsað um það hvernig líf þitt væri ef þú værir enn að vinna í byggingavöruversluninni? „Lífið væri ekki mikið öðruvísi því ég held að ég sé ekki mikið breyttur maður. Í bygginga- vöruversluninni gerði ég mikið af því að stytta mér stundir með glensi og gríni og þar lauk vinnu- deginum klukkan sex en núna skemmti ég mikið á kvöldin og um helgar, sérstaklega á vetrum. Ef hægt er reyni ég að láta vinnudeg- inum ljúka klukkan sex og svara til dæmis lítið í síma eftir þann tíma, nema um sé að ræða þá nánustu. Vinnudegi þarf að ljúka og þegar maður er sinn eigin herra þá þarf maður að ljúka honum sjálfur.“ Er eitthvað sem þú vilt koma að svona í lokin? „Já, ég bið að heilsa Davíð Odds- syni. Um daginn kom ég upp í Moggahúsið vegna ákveðins erindis og hitti Óskar Magnússon sem gaf sig á tal við mig. Ég spurði hann hvort Davíð væri í húsinu og hann spurði hvort ég vildi hitta hann. „Að sjálfsögðu vil ég hitta Davíð, ég hef bara séð hann í sjónvarp- inu,“ sagði ég. Hann vísaði mér á skrifstofu Davíðs og við Davíð spjölluðum örstutt saman. Ég var í svo mikilli geðshræringu að ég man ekkert um hvað við töluðum. Það var magnað að hitta hann!“ „Þegar maður tekur ákvörðun um að feta ákveðinn veg þá verð- ur maður að vera til í að taka slaginn og því fylgja bæði kostir og gallar,“ segir Pétur Jóhann. Morgunblaðið/Eggert 4.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is – hágæða ítölsk hönnun NATUZZI endurspeglar fullkominn samhljóm og kjarna ítalskrar hönnunar. NATUZZI umhverfi, staður þar sem fólki líður vel. 100%made in Italy www.natuzzi.com Komið og upplifið NATUZZI gallerýið okkar NATUZZI SÓFI –LEÐUR CT 15 – 311X223 CM – VERÐ 799.000,- NATUZZI BORÐ MEÐ BRÚ – VERÐ 138.000,- NATUZZI BORÐ – VERÐ 89.000,- NATUXXI MOTTUR - VERÐ FRÁ 85.000.-

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.