Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Qupperneq 18
Ferðalög
og flakk *Ný heimildarmynd um ferðaþjónustuna í borginni Barcelona áSpáni lýsir slæmu ástandi í borginni vegna þess fjölda ferða-manna sem leggur leið sína þangað á hverju ári. Í myndinni Byebye Barcelona lýsa íbúar og leiðsögumenn því hvernig borgin erað breytast í risavaxinn skemmtigarð og varpa þar fram hug-myndum um að auka skattlagningu á ferðamenn og takmarkafjölda þeirra sem fá að heimsækja borgina. Þá er einnig vakin at-
hygli á því að flestir ferðamenn eyða litlum peningum við dvöl
sína í borginni, eða innan við 300 evrum á viku.
Barcelona að breytast í skemmtigarð
Flórída, „the Sunny State“, stendur undir nafni. Hér er
sól og blíða nánast alla daga. Við ákváðum að taka okkur
frí frá ströndinni og sundlauginni og gerðum okkur ferð
í Lowry Park Zoo, sem er í Tampa. Þar heimsóttum við
gíraffa, fíla, nashyrninga, krókódíla og fleiri skemmtileg
dýr sem við lesum annars bara um í bókum. Við sáum
líka dýr sem við þekkjum betur eins og geitur og hesta.
Að heimsókn lokinni lá leið feðganna beint í sundlaug-
ina en móðirin fékk að leggjast með bók á sólbekkinn. Það
er ekki hægt að biðja um miklu ljúfari stundir í fríinu.
Svana, Högni & strákarnir Hin ýmsu dýr búa í dýragarðinum. Stefán Hrafn heilsaði m.a. upp á þennan gíraffa.
Sólarríkið stendur
undir nafni
Einbeittur knapi á hestbaki.
PÓSTKORT F
RÁ FLÓRÍDA
E
yjan Poveglia, rétt hjá Feneyjum á Ítalíu, stendur
nú þeim til boða sem hefur áhuga á að taka hana
á langtímaleigu. Fjárhagserfiðleikar ítalska ríkis-
ins hafa knúið yfirvöld til þess að leita tekna og
hefur verið farin sú leið að bjóða Poveglia og fjórar aðrar
stórar eignir á svæðinu út til langtímaleigu. Vonast yfir-
völd til þess að áhugasamur leigutaki geti séð sér hag í
því að hefja uppbyggingu lúxushótels á eyjunni. Eyjan er
sjö hektarar að stærð og er saga hennar athyglisverð fyr-
ir margar sakir.
Fortíð hennar gæti mögulega fælt áhugasama leigutaka
frá áformum sínum. Á tímum svartadauðans var eyjan
notuð sem geymslustaður fyrir lík þar sem þau voru ann-
aðhvort brennd eða skilin eftir til þess að rotna. Árið 1922
var byggt geðsjúkrahús á eyjunni. Sagan segir að lækn-
irinn sem starfaði á spítalanum hafi gert ýmiss konar til-
raunir til þess að lækna sjúklingana og voru ýmsar
hræðilegar tilraunaaðgerðir framkvæmdar á spítalanum.
Ógeðfelldri sögu eyjunnar lauk ekki þar því ævi læknisins
endaði samkvæmt sögusögnum á því að hann fleygði sér
út úr háum klukkuturni á eyjunni. Er sagt draugagangur
á eyjunni sé gríðarlega mikill því alls er talið að um 160
þúsund manns hafi látið lífið á eyjunni, margir undir afar
ógeðfelldum kringumstæðum.
Hópur Feneyjabúa, sem kallar sig Poveglia Per Tutti
(ísl. Poveglia fyrir alla), er ekki hrifinn af áformum yfir-
valda um að láta byggja lúxushótel á eyjunni. Sumir íbú-
anna eru afar hrifnir af töfrum eyjunnar og nýttu hana
sem leikvöll sinn í æsku. Þeir gefa lítið fyrir sögusagnir
um draugagang. „Þessi angló-saxneska hefð fyrir drauga-
gangi er ekkert annað en una cazzata,“ (ísl. kjaftæði) seg-
ir Lorenzo Pesola, arkitekt frá Feneyjum og einn þeirra
sem berjast gegn áformunum um byggingu hótels. „Sem
krakkar heimsóttum við eyjuna, veiddum okkur til matar
og grilluðum fiskinn á báli. Síðan snæddum við ferskjur
sem vaxa út um allt á eyjunni,“ segir Pesola.
POVEGLIA: PARADÍS EÐA DRAUGAEYJA?
Eyja vek-
ur athygli
EYJAN POVEGLIA LÍTUR ÚT FYRIR AÐ VERA
FULLKOMINN STAÐUR FYRIR GLÆSILEGT LÚX-
USHÓTEL. EN FORTÍÐ EYJUNNAR VELDUR
HUGSANLEGUM FJÁRFESTUM HUGARANGRI.
Björn Már Ólafsson bmo@mbl.is
Þrír ættliðir saman í sundi.