Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Síða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Síða 21
Morgunblaðið/Brynjar Gauti 4.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Vissulega er dálítill munur á Nauthólsvík og Mallorca en ef þú vilt njóta sólarinnar, hvort sem er í íslenskri hafgolu eða hlýjum and- vara á suðlægum slóðum, er aldrei of oft minnt á sólarvörnina. Hún er staðalbúnaður þegar sólargeislunum er leyft að leika um kroppinn, jafnvel á svæði á líkamanum sem fá ekki að njóta sólar nema stopult yfir þrjá mánuði á ári. * Þeir sem eru óvanir sólinni eða með óvenjuföla húð ættuað byrja á sólarvörn með frekar háum SPF-stuðli, t.d. 25 eða 20 en slík vörn síar um 95% hinna skaðlegu UVB-geisla frá. Engar áhyggjur, þú verður samt sólbrún/n á endanum því það eru að- allega UVA-geislarnir sem valda litabreytingunum í húðinni smám saman. Þér ætti svo að vera óhætt að færa þig niður í sól- arvörn 15, sem er sögð sía 90% UVB-geislanna frá. * Til er sólarvörn með lægri stuðli, 10 og 4, en mælt er meðstuðli 15 og yfir fyrir flesta, þannig fær kroppurinn lit og nóg af D-vítamíni en verst á sama tíma skaðlegu geislunum. * Athugið að sólarvörn sem keypt er í Bandaríkjunum er oft-ast með tvöfalt hærri stuðli en sú evrópska, þannig að þar er sól- arvörn númer 20 í rauninni með stuðulinn 10 á okkar mæli- kvarða. * Sérstök sólarvörn fyrir börn er með mjög háum SPF-stuðlienda húð barnanna sérstaklega viðkvæm og nauðsynlegt að maka vel á þau, einnig í hársvörðinn, og helst láta þau nota sól- hatta sem mest. * Sólarvörn gerir mest og nánast einungis gagn ef hún er bor-in á ÁÐUR en þú ferð út í sólina og svo sannarlega er of seint að bera hana á eftir að bruninn er byrjaður, en það getur gerst á frekar stuttum tíma. Þrátt fyrir að sólarolíur innihaldi margar hverjar einnig sólarvörn þá eykur olían hitamyndun í húðinni, sem aftur ýtir undir bruna, og því er sólarolía eilítið vand- meðfarin og alls ekki fyrir óvana. * Ef dvalið er á sólarströnd þar sem maður fer út af hótelinusnemma dags og eyðir mestum deginum útivið er einfaldast að bera vel á allan líkamann áður en maður klæðir sig að morgni og passa svo að bera aftur reglulega á ber svæði á líkamanum yfir daginn. * Góð regla er að bera á sig sólarvörn á tveggja klukkustundafresti. Vatnsheld sólarvörn kallast svo því hún lekur ekki strax af manni í vatni og heldur því áfram að veita vörn meðan við fáum okkur sundsprett í sólinni en þegar maður er búinn að þurrka sér á eftir þarf svo sannarlega að bera á sig sólarvörn upp á nýtt. * Íslendingar sem vilja nýta hverja sólarstund vel í sumarfríinuog fá mikla sólbrúnku fyrir heimferð átta sig ekki alltaf á því að það er ekki nauðsynlegt að liggja beint undir sólinni til að taka lit, sem getur aukið hættuna á sólsting og sólbruna, heldur fær mað- ur líka smám saman lit þótt maður liggi í skugga, sérstaklega á sundlaugarbakka eða við sjó þar sem sólargeislarnir endurkast- ast af vatninu á líkamann. Verjumst sólinni NOKKUR GÓÐ RÁÐ UM SÓLARVÖRN SUMARFRÍ MEÐ ALLT IN NIFALIÐ FYRIR ALLA FJÖLSKYLD UNA! OKKAR ÓDÝRASTA ALLT INNIFALIÐ BON APART -ALANYA Gildir eingöngu nýjar bókanir, með minnst tvo saman í herbergi. ÍSLENSKIR BARNAKLÚBBAR! PEGASOS WORLD -SIDE Gildir eingöngu nýjar bókanir, með minnst tvo saman í herbergi. 1 vika 2 vikur 9/7 159.599 249.599 16/7 159.599 249.599 13/8 139.599 199.599 20/8 123.999 199.599 1 vika 2 vikur 18/6 99.999 Örfá sæti laus 25/6 99.999 139.999 23/7 119.999 159.999 30/7 119.999 Örfá sæti laus nazar.is · 519 2777 Til Tyrklands frá Keflavík

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.