Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Síða 22
Heilsa og
hreyfing
Mittismálið umtalað
AFP AFP
*Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera konungborinn.Á vef Telegraph er vakin athygli á mittismáli Vilhjálms Breta-prins, en hann hefur verið á ferð um Ástralíu ásamt eiginkonusinni Katrínu Middleton og syninum George. Það fer ekkiframhjá vökulu auga myndavélanna að belti, sem Vilhjálmur hef-ur sést nota í ferðinni, er í síðasta gati. Breska pressan á myndiraf honum frá 2009 með sama belti - en þá í næstsíðasta gati. Í
greininni er prinsinum vinsamlega bent á að vara sig á að verða
ekki of sver um sig miðjan.
TENGSL MATARÆÐIS OG AUGNHEILSU
Augun - spegill sálar og mataræðis?
Á SÍÐUSTU ÁRUM HEFUR ORÐIÐ MIKIL VAKNING Á VESTURLÖNDUM UM HEILBRIGÐI OG HOLLUSTU, EKKI SÍST FYRIRBYGGJANDI
ÁHRIF MATVÆLA Á HRÖRNUN KROPPSINS. AUGUN ERU ÞAR EKKI UNDANSKILIN EN VÍSINDAMENN HAFA Í AUKNUM MÆLI BEINT
SJÓNUM SÍNUM AÐ ÁHRIFUM MATARÆÐIS Á MYNDUN AUGNSJÚKDÓMA.
Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is
Það má með sanni segja að að fjölmörgu er að huga þegar kemur að
bætiefnum fyrir kroppinn dagsdaglega. Hvað augun og sjónina varðar er
mælt með því að fólk leggi einkum upp úr að fá tiltekin bætiefni, meðal
annars A-, C- og E-vítamín, auk karótenóíð- og steinefna, úr fæðunni.
Víða er einnig orðið hægt að nálgast tilbúnar bætiefnablöndur fyrir sjón-
ina í pilluformi nú til dags. Samkvæmt prófessor Grierson eru slík bæti-
efni ágæt til síns brúks, ekki síst þegar maður á óhægara um vik að borða
sem fjölbreyttasta fæðu eins og til dæmis á annatímum, ferðalögum
o.s.frv. Gallinn er hins vegar einkum sá að þeim hættir til að innihalda
minna magn lúteíns en æskilegt þykir (6 mg er miðað við í Bretlandi). Því
er áhugasömum bent á að hafa sérstakar gætur á lúteín-magninu þegar
innihaldslýsingar slíkra bætiefna eru skoðaðar.
FERSKMETI VS. BÆTIEFNABLÖNDUR
Best beint úr fæðunni
F
áir mæla gegn því að augnvandamál hvers
konar séu með algengari fylgifiskum ell-
innar. Fyrir utan fjarsýnina, sem læðist
aftan að flestum með aldrinum, taka önn-
ur og alvarlegri augnmein líka að hrjá marga,
svo sem ský á augum, þurrkur í slímhúð eða
hrörnun í augnbotnum, sem getur orsakað
blindu. Þótt ekki sé hægt að koma í veg fyrir
þessa sjúkdóma, hafa vísindamenn í auknum
mæli velt fyrir sér fyrirbyggjandi áhrifum vít-
amína og steinefna, úr fæðunni sem fólk neytir,
á myndun þeirra.
Réttar olíur og andoxunarefni mikilvæg
Ian Grierson, prófessor í augnlækningum við
Liverpool-háskóla, er einn af frammámönnum í
rannsóknum á áhrifum matvæla á sjónina. Hefur
hann m.a. gefið út bókina Vegetables for Vision:
Nature’s Supplements for Eye Health. Í viðtali
við The Telegraph nýverið segir hann frekari
rannsókna óneitanlega þörf en í tilfelli sjúkdóma
á borð við hrörnun í augnbotnum bendir hann
samt á mikilvægi þess að fólk á öllum aldri sé
duglegt að neyta fæðu sem rík er að viðeigandi
andoxunarefnum, til að efla varnir augnanna
gegn frumuskemmdum af völdum útfjólublárra
geisla.
Mælir hann með að neytendur hugi vel að
magni karótenóíð-efna í fæðunni, sérstaklega lút-
íns (e. lutein) og seaxantíns (e. zeaxanthin), en
þau vinna ötullega að því að útfjólubláir geislar
komist ekki að sjónhimnunni og geti valdið þar
skemmdum.
Fyrrnefnd andoxunarefni finnast m.a. í jurt-
um, ávöxtum og grænmeti sem er gult eða app-
elsínugult að lit auk þess sem grænt grænmeti,
á borð við spínat, grænkál og annað kál, er líka
ríkt að þeim að sögn Grierson.
Lausnin er þó ekki að gerast eingöngu græn-
metisæta, þar sem líkaminn þarf líka fitu til að
vinna andoxunarefnin úr fæðunni, hvort sem
hún kemur til í formi smjörs, olíu eða á annan
hátt. Omega-3 og Omega-6 fitusýrur eru líka af-
ar heilnæmar fyrir augun og þar með sjónina.
Þær má m.a. finna í hörfræolíu, hnetum, feitum
fiski og fleiru. Getur neysla þessara fitusýra
sem dæmi dregið úr líkum á þurrki í augum.
Sem fyrr segir leggur Grierson áherslu á að
frekari rannsókna í þessum efnum sé þörf, áður
en hægt sé að setja fram staðhæfingar um
óhrekjanleg tengsl mataræðis og augnheilsu.
Kostir þess að færa mataræðið til heilsu-
samlegri vegar, meðal annars með fyrrnefndum
áherslum (með miklu af litríku grænmeti), séu
hins vegar ótvíræðir. „Það útheimtir tiltölulega
einfaldar breytingar, t.d. bara appelsínusafa með
morgunmatnum, ber út á morgunkornið og þess
háttar,“ segir Gierson.
*Karótenóíð-efni, m.a. úr gulu,og appelsínugulu grænmeti,vinna að því að útfjólubláir geisl-
ar komist ekki að sjónhimnunni
og valdi skemmdum.