Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Side 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Side 29
4.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 „Ég er að reyna að nýta íslensk- an grisjunarvið sem fer mjög gjarnan til spillis á Íslandi og er ekki nýttur í neitt nema salla og sag, sem fer undir búfénað og ég nýti sallann,“ segir Björk sem blandar viðarsalla saman við lífrænt plast og býr til efnivið sem hægt er að nýta á marga vegu. Efnið er algerlega lífrænt og eyðist upp í náttúrunni. Björk segir mikið af greinum og viði falla til við grisjun skóga sem er erfitt að nýta öðruvísi en að kurla niður í viðarsalla. „Á þetta sérstaklega við um íslenska skóga þar sem lítið hlutfall nýtist í viðarborð eða aðrar nothæfar einingar.“ Björk segir ekki einungis íblöndunarefnin umhverfisvæn heldur er viðarsallinn unninn með því að nota innlenda vist- væna orkugjafa. Verkefni Bjarkar gengur út á að nýta íslenskan grisjunarvið sem fer mjög gjarnan til spillis. BJÖRK GUNNBJÖRNSDÓTTIR Býr til lífrænan efnivið Viðarsalla er blandað saman við lífrænt plast og þannig skap- ast lífrænn efniviður. Björk Gunnbjörnsdóttir „Verkefnið snýst um hring- rás í framleiðslu. Eitt af lykilatriðunum er að það verði ekki til neinar auka- afurðir í framleiðslunni,“ segir Búi Bjarmar sem nýt- ir lífrænan úrgang í verki sínu Flugnagerðinni. Búi nýtir þá afskurð úr fiskverksmiðjum eða líf- rænan úrgang frá heimilum til þess að fæða lirfur sem síðan vaxa og verða að lirfukjöti sem er fullt af prótíni og fitu. Lirfukjötið nýtir Búi til þess að búa til matvöru sem er hugsuð fyrir íslenskt sam- félag og er unnin í lirfukæfu og lirfufars. Skítur lirfanna er einnig fullur af nær- ingu og hann má nota sem áburð fyrir plöntur. „Ég er að reyna að rækta lirfur við ís- lenskar aðstæður. Það er von mín að allir átti sig á mikil- vægi sjálfbærrar framleiðslu. Að öðrum kosti erum við ófær um að lifa innan þess ramma sem náttúran gefur. Verkefnið er innblásið af ábendingum Sameinuðu þjóð- anna um vistvæn matvæli fyrir hinn vest- ræna heim.“ Búi Bjarmar nýtir lífrænan úrgang í verki sínu Flugnagerðinni. Morgunblaðið/Þórður BÚI BJARMAR AÐALSTEINSSON Matvara úr lirfum Lirfukæfa og lirfufars sem eru full af hollu prótíni og fitu. Búi Bjarmar Aðalsteinsson Faxafeni 5, Reykjavik, S: 588 8477 | Skeiði 1, Ísafirði, S: 456 4566 | Dalsbraut 1, Akureyri • S: 558 1100 • www.betrabak.is TIMEOUT STÓLLINN Hannaður með fagurfræði og þægindi að leiðarljósi. Hönnuður: Jahn Aamodt

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.