Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Page 38
Ódýrt: Tristar-skeggsnyrtir Stillanleg
lengd 3-39 mm. Hleðslustandur, mismun-
andi kambar fyrir lengd hárs og skeggs.
45 mín. hleðsla Fæst í Rafha
Verð: 3.990 krónur.
Miðlungs: Remington MB4040
Lithium-hleðslurafhlaða sem gef-
ur allt að 160 mín. notkun. 1-18
mm lengdarstillingar. Fæst í
Elkó. Verð: 11.995 krónur.
Dýrt: Philips Laser Guide-
skeggsnyrtir með LazerGuide-
leysigeisla sem hjálpar við ná-
kvæmari rakstur. 17 stillingar
(0,4-7mm). Stálhnífar sem ekki
þarf að brýna. LED-skjár sýnir
allar stillingar. Fæst í Heim-
ilistækjum.
Verð: 22.995 krónur.
ÓDÝRT, MIÐLUNGSDÝRT
Skeggsnyrtir
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.5. 2014
Græjur og tækni
Réttarhöldunum yfir Apple og Samsung lauk á fimmtu-
dag og eru kviðdómendur nú að lesa í gegnum grein-
argerðir lögfræðinga fyrirtækjanna um hvort það hafi
verið Samsung sem stal frá Apple eða öfugt. Apple
krefst 2,2 milljarða dala í skaðabætur, Samsung vill 6
milljónir dala.
Hver stal frá hverjum?
Þ
að mætti líkja Snapchat-
skilaboðum við sápukúlur
sem gleðja augað í nokkr-
ar sekúndur og springa
svo, horfnar að eilífu. Að því gefnu
að myndskilaboðin gleðji viðtak-
andann. En Snapchat-forritið var
hið fyrsta sinnar tegundar þegar
það fór í dreifingu árið 2011:
samskiptaforrit sem eyðir sjálf-
krafa myndskilaboðum nokkrum
sekúndum eftir að þau eru opnuð
Ungu mennirnir þrír sem hönn-
uðu Snapchat-forritið gætu verið
milljarðamæringar í dag, hefðu
þeir tekið tilboði Facebook um þrjá
milljarða dollara fyrir Snapchat-
snjallsímaforritið síðastliðið haust.
En Evan Spiegel og félagar hans
afþökkuðu gott boð og buðu í stað-
inn aðra fjárfesta velkomna, enda
höfðu þeir lýst því yfir að þeir
hefðu engan áhuga á að selja fyr-
irtækið frá sér.
Býr heima hjá pabba
Spiegel heldur því áfram að búa
heima hjá pabba sínum og starfa
sem forstjóri Snapchat-fyrirtæk-
isins, en hann heldur upp á 24 ára
afmælið sitt í næsta mánuði. Spie-
gel og félagi hans, Reggie Brown,
bjuggu til fyrstu útgáfuna af
Snapchat sem skólaverkefni í Stan-
ford-háskólanum í Bandaríkjunum.
Þeir fengu forritarann Bobby
Murphy í lið með sér og Spiegel
kynnti afkvæmið stoltur fyrir
bekkjarfélögum sínum, sem höfðu
miklar efasemdir um skilaboð sem
eyðast. Þeir sáu ekki tilganginn í
því og töldu hugmyndina ekki lík-
lega til vinsælda. Nokkrum mán-
uðum síðar hleyptu þremenning-
arnir samskiptaforritinu af
stokkunum, þá undir nafninu Pi-
caboo, og svo endurbættri útgáfu í
september sama ár, undir nafninu
Snapchat.
20 milljónir sendar daglega
gegnum Snapchat
Rúmu ári síðar voru notendur for-
ritsins búnir að deila meira en ein-
um milljarði myndskilaboða með
forritinu, og er talið að daglega séu
yfir 20 milljón myndir sendar
gegnum Snapchat.
Margir telja að sá eiginleiki
Snapchat-skilaboða að eyðast
nokkrum sekúndum eftir að þau
eru opnuð, valdi því að notendur
leyfi sér að senda allskonar myndir
sem þeir annars myndu ekki kæra
sig um að neinn ætti afrit af. Telja
þeir getnaðarlimi og brjóst vinsæl-
asta myndefnið á Snapchat.
Spiegel telur hins vegar að
minnihluti Snapchat-notenda sé að
senda viðkvæmar myndir. „Snapc-
hat er bara ekki hentugt í þeim til-
gangi. Það þarf að fara sérstaklega
inn í forritið til að smella af mynd-
inni sem á að senda, og senda hana
samstundis. Forritið er langmest
notað að deginum, þegar fólk er í
vinnu og það væri erfitt að vera
alltaf að girða niður um sig bux-
urnar á skrifstofunni,“ sagði Spie-
gel í viðtali við The Telegraph.
„Auk þess eru yfir 70% notenda
konur og við notum forritið ekki til
að eiga þannig samskipti við vin-
konur okkar. Og ekki nota ég for-
ritið þannig í samskiptum við
mömmu mína.“
Eyðing gagna aðalsmerki
Snapchat
Hann heldur því fram að Snapchat
sé brautryðjandi nýrra hugmynda
gagnageymslu netfyrirtækja. Flest-
ar vefsíður státi af því að þar geti
fólk geymt myndir og upplýsingar
um aldur og ævi, á öruggum stað,
en aðalsmerki Snapchat er sjálf-
krafa eyðing gagna. Svolítið eins
og sjálfeyðandi skilaboðin í öllum
njósnamyndunum.
„Snapchat ögrar því viðhorfi að
eyðing gagna sé endilega slæm. Á
netinu eyðum við vanalega því sem
við teljum slæmt eða virkilega
skammarlegt. Snapchat reynir að
líkja eftir raunverulegum sam-
tölum, sem eru liðin tíð um leið og
þeim lýkur. Við getum reynt að
skrifa niður og geyma sérstök
augnablik en að stærstum hluta
sleppum við takinu á þessu öllu.
Við munum samtöl en geymum
ekki afrit af þeim,“ sagði Spiegel
og benti á að með því að taka afrit
af öllu mögulegu týnist það sem er
virkilega sérstakt og þess virði að
geyma.
Geymum einungis það sem
er mikilvægt
Honum finnst fólk þurfa að leggja
of mikið á sig til að halda úti síðum
á samfélagsmiðlum, það sé í raun
heilmikið vinna að halda utan um
þannig samskipti, en að Snapchat
sé bara eins og leikvöllur.
„Eyðum öllu, geymum svo ein-
ungis það sem er mikilvægt og þá
þurfum við bara að halda utan um
þetta eina prósent sem er þess
virði að geyma.“
En þrátt fyrir gríðarlegar vin-
sældir forritsins er það ekki enn
farið að skila hagnaði, enda hala
notendur því niður ókeypis. Spiegel
lætur lítið uppi en virðist hafa stór
framtíðaráform því af netfyr-
irtækjum segist hann helst líta upp
til Google-risans.
„Við erum mjög ungt fyrirtæki,
erum bara á þriðja ári, og erum
svo heppnir að starfa í umhverfi
þar sem fjármagnskostnaður er
lágur. En ég tel mikilvægt að
svona fyrirtæki byrji snemma að
huga að því hvernig það geti skap-
að tekjur, hvernig það geti gert
framleiðslu sína arðbæra.“
„Þessi skilaboð eyðast af sjálfu sér
eftir 10 sekúndur“
EITT VINSÆLASTA SNJALLSÍMAFORRIT HEIMS ER EKKI ENN
FARIÐ AÐ SKILA TEKJUM, EN ÝMSIR ÁGIRNAST ÞÓ FYR-
IRTÆKIÐ OG HERMA SÖGUSAGNIR AÐ HÁAR FJÁRHÆÐIR
SÉU NEFNDAR ÞEGAR VERÐMÆTI ÞESS BER Á GÓMA MEÐ-
AL FJÁRFESTA Í KÍSILDALNUM FRÆGA.
Ingibjörg Rósa Björnsdóttir ingibjorgrosa@gmail.com
Evan Spiegel og Bobby Murphy mættu á galakvöld Time tímaritsins í Lin-
coln Center í New York í síðustu viku þar sem 100 áhrifamestu var fagnað.
AFP
Panono-boltinn er með 36 innbyggðar myndavélar með
sjálfvirkum fókus sem allar eru þriggja megapixla.
Eru þetta því 108 megapixlar sem sauma saman eina
mynd. Boltinn sló í gegn á CES-tækni- og græju-
sýningunni í Las Vegas þar sem hann var
kynntur í febrúar.
Boltanum er hent upp og tekur
hann mynd á hæsta punkti og býr
til 360° x 360° mynd sem sendist í
snjallsímann eða annað tæki en
hann styður einnig Bluetooth. Sá
sem kastar boltanum er alltaf í
mynd þannig að boltinn nýtist
þeim sem hafa sérstakan áhuga á
sjálfsmyndatökum.
Ekki er hægt að nota hann í miklu
myrkri án þess að myndin verði óskýr
enda þriggja megapixla myndavél svipuð og
myndavélin framan á iPhone.
Boltinn kostar 549 dollara eða rúm-
lega 62 þúsund krónur á heimasíðunni
panono.com, en hann mun koma í búðir
vestanhafs og í vefverslanir í september.
360° x 360° sjálfa
PANONO-BOLTINN SETUR NÝ VIÐMIÐ Í
SJÁLFSMYNDATÖKUM EÐA „SELFIES“. BOLT-
INN BÝR TIL HRING ÚR 36 MYNDAVÉLUM
SEM SAUMA SVO SAMAN EINA MYND.
Hér má sjá smábrot af mynd sem tek-
in var í Tókýó með boltanum.