Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Side 44
Fjármál
heimilanna
Bananarnir tamdir
Morgunblaðið/
Sverrir
*Það getur verið snúið að hafa bananana í eld-húsinu í því ástandi sem heimilismeðlimir viljahelst. Bananarisinn Chiquita bendir á að efbananarnir eru of grænir má flýta fyrir aðþeir þroskist með því að geyma þá með eplieða tómat í pappírspoka yfir nótt. Hægja máá þroskunarferlinu með því að setja ban-
anann í kæli. Hýðið kann að dekkjast en
holdið heldur réttum þroska í nokkra daga.
Alltaf er eitthvað um að vera hjá
Hallveigu Rúnarsdóttur. Næstkom-
andi laugardag heldur hún upp á
Evróska óperudaginn með því að
syngja með Ágústi Ólafssyni í Hörpu
síðdegis.
Hvað eruð þið mörg í heim-
ili?
Það myndu vera ég, Jón maðurinn
minn, Ragnheiður Dóra dóttir okk-
ar og lúxuskisan Aþena.
Hvernig sparar þú í heim-
ilishaldinu?
Ég reyni að kaupa mátulegt magn, ég
kaupi t.d. frekar kjöt í kjötbúðum
eða -borðum þar sem ég get keypt
nákvæmlega eins mikið og ég þarf.
Afganga dagar oft uppi í „tupper-
verunum“ þrátt fyrir eindreginn
ásetning um át.
Hvað áttu alltaf til í ísskápn-
um?
Hér þarf nauðsynlega að vera til
létt-G-mjólk í morgun-cappuch-
inoinn, skyr, sódavatn, smjör til að
steikja upp úr og svo túnfiskur og
parmesanostur handa kettinum.
Hvar kaupirðu helst inn?
Stórinnkaup eru í Bónus eða Krón-
unni en skutlinnkaup eru í Víði því
maður er svo fljótur. Svo er ein
verslunarferð í Pylsumeistarann
Laugalæk og Frú Laugu á viku. Eins
freistast ég oft í Melabúðina ef ég á
leið vestur í bæ!
Hvað fer fjölskyldan með í
mat og hreinlætisvörur á
viku?
Vandræðalega mikið. Ég hef enga
sjálfsstjórn í matvörubúðum.
Hvað vantar helst á heim-
ilið?
Ef einhver er með Kitchenaid-
hrærivél sem hann er hættur að
nota, þá já takk!
Hvað freistar helst í mat-
vörubúðinni?
Góðar vörur úr almennilegu hrá-
efni. Er t.d. mjög hrifin af Stonewall-
vörunum sem fást víða, hnetusmjör-
ið frá þeim er af himnum ofan.
Eyðir þú í sparnað?
Við reynum að nurla saman af
fremsta megni. Nú erum við til dæm-
is að safna fyrir nýjum bíl, fengum
okkur fullsödd á bílalánum fyrir hrun.
Skothelt sparnaðarráð?
Langbesta sparnaðarráð sem ég get
gefið fjölskyldum er að eiga ekki fleiri
en einn bíl og reyna af fremsta megni
að hjóla eða ganga það sem hægt er.
Við það að selja stóra bílinn vænk-
aðist hagur fjölskyldunnar gríðarlega,
auk þess sem almenn heilsa batnaði!
Einnig er gott að taka út pening af
og til og sjá hversu hratt hann hverf-
ur. Maður verður ögn meðvitaðri í
nokkra daga eftir það.
NEYTANDI VIKUNNAR HALLVEIG RÚNARSDÓTTIR SÖNGKONA
Hefur enga sjálfsstjórn í matvörubúðum
Morgunblaðið/Ómar
Hallveig segir það hafa
verið mikið gæfuspor
þegar fjölskyldan seldi
stóra bílinn.
Sumarfríið er framundan og margir
sem hyggja á utanlandsferðir. Er
rétt að minna þá, sem þurfa að
kaupa sér nýja ferðatösku, á mik-
ilvægi þess að velja léttustu
töskuna sem finna má.
Flugfélögin geta sum verið mjög
ströng á farangursþyngdinni og of
þungar töskur geta fljótlega orðið
dýrar vegna allra aukagjaldanna.
Rukkar t.d. Icelandair á bilinu
4.900-14.800 kr. fyrir töskur sem
fara yfir 23 kg og Wow tekur 1.495
kr. fyrir hvert aukakíló.
Getur munað mörgum kílóum á
þyngd tveggja ferðataska af sömu
stærð. Þannig eru t.d. léttustu
töskurnar frá Samsonite um helm-
ingi léttari en þyngstu töskurnar í
sömu stærð frá sama framleiðanda.
Aurapúkinn gerir það stundum,
ef hann þarf að pakka miklu, að
pakka í laufléttan bakpoka eða
„duffel bag“, sérstaklega ef hann
sér fram á að þurfa ekki að arka
langar vegalengdir með farang-
urinn. Er þá engin þörf fyrir inn-
byggð hjól og handföng sem bara
þyngja töskuna.
púkinn
Aura-
Lengi lifi léttar
ferðatöskur
B
iðja á um kvittun í öllum
viðskiptum en stóra spurn-
ingin er hvort kvittunina á
að geyma eða bara rétt
líta yfir strimilinn til að ganga úr
skugga um að ekki hafi verið gerð
mistök.
Hættan er sú að ef fólk er ekki
nógu duglegt að grisja kvittanirnar
hratt og vel þá eignist það fljótt
gríðarstórt safn af gagnslausum
snifsum, og á síðan erfitt með að
finna kvittanirnar sem máli skipta,
þegar kemur t.d. að því að fylla út
skattskýrsluna, krefjast ábyrgðar
seljanda á vöru sem hefur bilað,
eða fá styrk frá stéttarfélagi.
Að skipuleggja kvittanirnar er
þó léttara en margur heldur.
Grunnreglurnar eru einfaldar en
svo er undir hverjum og einum
komið að koma sér upp hentugum
venjum við grisjunina. Sumir fara
t.d. yfir kvittanirnar sem hafa safn-
ast upp í vösunum og veskinu um
leið og heim er komið, en aðrir
setja kvittanirnar allar í skúffu eða
á prjón, og grisja vikulega.
Bananar og nýmjólk
Ráðleggingarnar hér að neðan eru
hugsaðar fyrir venjulegt launafólk
með eðlilegan heimilisrekstur. Aðr-
ar reglur geta átt við t.d. þá sem
stunda sjálfstæðan atvinnurekstur.
Fyrst er rétt að nefna hvaða
kvittunum má henda. Allt sem
heitir dagleg neysla heimilisins má
alla jafna fara í ruslið – að því
gefnu, auðvitað, að búið sé að skrá
útgjöldin í heimilisbókhaldið. Kvitt-
anir fyrir kaffibolla og kökusneið á
kaffihúsi, hamborgara í hádeginu
eða kjötfarsið, bananana og mjólk-
urfernuna sem keypt var í kjörbúð-
inni á leiðinni heim þarf ekki að
varðveita.
En ef t.d. rafmagnstæki hefur
ratað ofan í körfuna úti í stórmark-
aðinum, þá er gott að passa að
henda ekki kvittuninni því hún
gildir sem sönnun fyrir kaupunum
og tryggir þannig réttan ábyrgð-
artíma.
Er þumalputtareglan sú að
geyma kvittanir fyrir öllu sem get-
ur bilað eða reynst vera gallað. Ís-
lensk lög kveða á um tveggja ára
neytendaábyrgð og er hægt að
henda kvittunum að þeim tíma
liðnum, nema seljandi hafi veitt
ábyrgð sem er umfram kröfur lag-
anna. Ef t.d. dýnan eða sjónvarpið
var keypt með fimm ára ábyrgð
þarf að geyma kvittunina á vísum
stað allan þann tíma.
Endurgreiðslur og skattamál
Sumir reikningar eru sjálfkrafa
geymdir í netbankanum, s.s. korta-
reikningar, símreikningar og af-
borganir lána. Þarf því ekki að
geyma pappírsútgáfuna en það er
góður siður að gaumgæfa reikn-
ingana vel áður en þeim er hent til
að ganga úr skugga um að ekki
hafi verið gerð mistök.
Greiðslur vegna lyfja- og læknis-
kostnaðar eiga að vera sjálfkrafa
skráðar af hinu opinbera, en samt
er gott að halda kvittununum til
haga, til öryggis, ef endurgreiðslur
og bætur reynast ekki stemma.
Ýmis útgjöld má líka fá end-
urgreidd að hluta eða í heild hjá
verkalýðsfélögum eða vinnuveit-
anda og þess vegna gott að geyma
kvittanir fyrir t.d. gleraugna-
kaupum, námskeiðsgjöldum og lík-
amsrækt.
Fyrir skattaskýrsluna er vissara
að geyma kvittanir fyrir hvers kon-
ar útgjöldum tengdum fram-
kvæmdum og endurbótum á heim-
ilinu, og einnig útgjöldum tengdum
vinnunni. Margir fá t.d. greiddan
bílastyrk og þurfa að halda akst-
ursskýrslu og halda saman kvitt-
unum fyrir öllum útlögðum kostn-
aði vegna bifreiðarinnar ef þeir
vilja geta dregið kostnað frá
styrknum.
GETA VERIÐ MIKILVÆG GÖGN
Hvaða kvittanir
þarf að geyma?
ERU ALLIR SKÁPAR OG SKÚFFUR FULLAR AF KVITTUNUM? HVAÐA KVITTUNUM Á AÐ HALDA
TIL HAGA OG HVAÐA KVITTANIR ER ÓHÆTT AÐ SETJA BEINT Í RUSLIÐ?
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is
Yfirleitt þarf ekki að geyma t.d. innkaupastrimilinn úr kjörbúðinni eftir að
búið er að skrá útgjöldin í heimilisbókhaldið. Aðrar kvittanir, t.d. fyrir raf-
tækjakaupum, getur stundum þurft að geyma í nokkur ár.
Morgunblaðið/Kristinn