Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Síða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.5. 2014 Í slendingar eru fámenn þjóð og eru stundum minntir á það. Margir þeirra hafa lent í því að ekki háttvísustu útlendingar sem þeir eiga samskipti við hafa spurt um íbúafjölda lands- ins og gert sér svo, með nokkru yfirlæti, nokkurn mat úr svarinu. Þeir velta því þann- ig upp að það væri nú aðeins eins og gerðist í miðl- ungsborg í þeirra heimalandi, borg sem umheimurinn hefði jafnvel aldrei heyrt nefnda. Eða þeir þykjast sjá í hendi sér að það land byggi álíka fjöldi og ætti heim- ilisfesti í „a few blocks in Manhattan“ eða samsvarandi hópur og hlypi þar maraþon árlega. Bréfritari hefur á löngum ferli fengið sinn eðlilega skammt af þess háttar hjali, án þess að kvarta og er t.d. minnisstætt þegar þáverandi starfsbróðir spurði um íbúafjölda á Íslandi og sagði, er hann heyrði svarið: „Þetta er svipaður fjöldi og starfar í Seðlabanka Ind- lands.“ Landsmönnum fjölgar, minnimáttarkenndin vex Slík viðhorf koma ekkert á óvart. En það gerir hins vegar hitt, hve sumir heimamenn virðast illa þjakaðir af minnimáttarkennd vegna þessa. Það á jafnvel við um menn sem ákaft hafa kallað eftir því, með mis- jöfnum árangri, að fá að vera í fyrirsvari, inn á við og út á við, fyrir hið samansafnaða fámenni „á skerinu“. Sérlega minnisstæður í þessu samhengi er forystu- maður einn á stjórnmálavettvangi sem þjóðin greiddi ekki lakari laun en fjölmennari þjóðir greiða sínum pótintátum. Hvað eftir annað kallaði hann þennan skil- vísa launagreiðanda sinn „örríki“ í opinberri umræðu. Stundum var það raunar gert til að undirstrika póli- tíska nauðsyn þess að Íslendingar fælu öðrum forræði eða úrslitaáhrif um sín mikilvægustu mál. Ekki er úti- lokað að ýmsir hafi þá hugsað með sér að gæfuríkt var að slíkir höfðu ekki áhrif þegar barist var til sigurs fyr- ir heimastjórn og fullveldi og íbúafjöldi „örríkisins“ var aðeins tæpur fjórðungur þess, sem nú er. Þegar öll mál sem út af stóðu voru loks felld í inn- lendar hendur fyrir réttum 70 árum voru íbúarnir 144.000 eða svo, vel helmingi fámennari en þeir eru nú og miklum mun vanbúnari í veraldlegum efnum en síð- ar varð. Þeir voru vissulega til sem vantreystu þjóð- inni til að fara með eigin mál sökum fámennis, en þeir voru ekki margir. Þeir sem treyst hefur verið til for- ystu gagnvart öðrum hafa oft tekið eftir því, að það eru sjaldan dregin nein sérstök mörk við íbúafjölda á borð við hinn íslenska. Þeir sömu hafa aldrei heyrt erlenda fyrirsvarsmenn hafa örríkið í flimtingum. Aðeins inn- lenda minnipokamenn. Aldrei fundu menn fyrir því, til að mynda, að yf- irvöld í Bandaríkjunum gerðu neinn mun á norrænu ríkjunum hvað þetta varðaði. Þetta voru allt smáríki í þeirra augum, sem ekki gátu haft nein úrslitaáhrif á þróun alþjóðamála, fremur en önnur slík. Stundum virtust Ameríkumenn draga smáríkjamörkin við 10 milljónir íbúa eða þar um bil og gera engan mun á þeim sem voru undir því marki. Þetta voru þó ekki nein formleg skil á milli þjóða. Íslendingar hafa vanist því t.d. að horfa á Dani sem stórþjóð, enda átti hún alls kostar við okkur, þótt þeir beittu afli sínu oftar en ekki mildilega í samanburði við aðra nýlenduherra. Að því leyti voru þeir stærri í sniðum en margur fjölmennari nýlenduhafi. En enginn munur reyndist þó í raun á getu til sjálfsvarnar þegar Þjóðverjar hernámu Dan- mörku eða þegar Bretar hernámu Ísland. Íslendingar töldu sig auðvitað mun heppnari með hernámsþjóð Þær eru margar innréttingarnar og lúta ólíkum lögmálum * Reglur Evrópusambandsins varðað elta svo íslenskar bankastofn-anir fengju að eiga viðskipti á meg- inlandinu. Ísland leitaðist þó við að hafa sínar reglur eins þröngar og verða mátti, öfugt við kjánalegar fullyrðingar um hið gagnstæða. Reykjavíkurbréf 02.05.14 Myndin sýnir meðal annarra forseta Íslands, þáverandi forsætisráðherra, Ólaf Davíðsson ráðuneytisstjóra, Garðar Halldórsson, húsameistara ríkisins, og Þorstein Gunn- arsson arkitekt á upphafstíma endurnýjunar gamla stjórnarráðshússins við Lækjartorg.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.