Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Síða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Síða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.5. 2014 Í húsasundum Laugavegar ÓMAR ÓSKARSSON, LJÓSMYNDARI MORGUNBLAÐSINS, ÞRÆDDI ÝMSA KRÓKA ÚT FRÁ VERSLUNARGÖTUNNI LAUGAVEGI, ÞAR SEM GRAFFITÍ, RUSLAFÖTUR, GLÆSILEGAR HÚSALÓÐIR OG BAKGARÐAR TAKA VIÐ. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Eflaust fáir sem laumast hingað enda þröngt að komast inn í portið og ekkert sem tekur við nema bakhliðar verslana við Laugaveg 20. Það hús var byggt árið 1902 en áður stóð þar hús sem kallað var Vegamót en það var rifið sama ár. 16 ár- um síðar var húsið klætt bárujárni og er það enn í dag og fimm árum síðar var það minnkað örlítið. Milli verslananna Litla bóndabæjarins og tískuvöruverslunarinnar Aftur er enn ein dimm og myndskreytt göngin að finna og stórt bílastæði og íbúðir taka svo við baka til. Horft er á Laugaveg 38 þar sem ferðamannaverslunin Ísbjörninn er til húsa og Sandholt bakarí er rétt úr augsýn hægra megin. Gegnt Svarta kaffi, milli Laugavegar 53b og 55, er hægt að smeygja sér inn göng og um leið sjá listaverk graffara hér í borg en með réttu má kalla bakhlið Lauga- vegar paradís graffara og hægt að eyða deginum í að virða verkin fyrir sér. Víða aftan til er að finna bílastæði sem tilheyra fyrirtækjum við götuna og eru þau rækilega merkt. Á litlum reit aftan við hús sem áður hýsti verslunina Sautján eiga nokkur fyrirtæki sitt stæði. Í huggulegum bakgarði Dillon sem þetta hlið liggur að er hægt að skoða húsið við Laugaveg 30 aftan frá en það hefur verið talið eitt besta dæmið um svokall- aðan sveitserstíl í Reykjavík sem varð algengur um aldamótin 1900. Slík hús eru háreist timburhús, á háum kjallara með miklu risi. Ljósmyndir ÓMAR ÓSKARSSON Í myndum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.