Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Qupperneq 58

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.05.2014, Qupperneq 58
58 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.5. 2014 BÓK VIKUNNAR Meistari Marquez er fallinn frá og við hæfi er að endurlesa hið dáða meistaraverk hans Hundrað ára einsemd. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Nýju úrvali Íslenskra þjóðsagnahefur verið tekið fagnandi oghefur það trónað ofarlega á met- sölulista allt frá útkomu. Reyndar er ein- kennilegt að slík útgáfa hafi ekki komið mun fyrr á markað því eftirspurnin er sannarlega fyrir hendi, eins og sölutölur sýna. Feðgarnir Benedikt Jóhannesson og Jóhannes Benediktson sem stóðu að þessari fallega myndskreyttu og vönduðu útgáfu hafa ástæðu til að vera nokkuð ánægðir þessa dagana. Í vinsældakönnun sem Kiljan lét ný- lega gera um öndvegisrit þjóðarinnar kom í ljós að þjóðsögurnar eru þjóðinni kærar og undrar það víst engan. Þær eru snemma hafðar fyrir börnum sem hrífast af þeim og ýmislegt þar greypist í minni þeirra. Börn hafa marga eftirsóknar- verða eiginleika, búa til dæmis að þeirri gæfu að hafa ríka innlifunarhæfileika og segja ekki full tortryggni eins og við hin fullorðnu: „Þetta er nú ljóta vitleysan!“ eða: „Ansi hljómar þetta nú ótrúverð- ugt!“ Börn hlusta, lesa og njóta af ein- lægni, eins og við ættum öll að gera. Þau hafa gnægð af ímyndunarfli og horfa til dæmis sérstökum augum á náttúruna en fyrir þeim er hún sneisafull af lífi þar sem leynast ýmis undur, hugsanlega tröll og álf- ar. Það er ekki fyrr en löngu seinna sem við, sem einu sinni vorum börn, hættum að bera virðingu fyrir nátt- úrunni og förum að líta á hana sem steindautt fyrirbæri sem sjálfsagt sé að leggja undir sig. Þjóðsögurnar eru fullar af undrum og æsilegri atburðarás sem heillar og skemmtir. En í sögunum er líka áberandi boðskapur um mikilvægi dyggða. Í mörg- um sagnanna er sagt frá möguleikum þeirra sem minna mega sín til að eiga betra og auðugra líf búi þeir yfir dyggð- um eins og góðmennsku, fórnfýsi og um- hyggjusemi. Að sama skapi er ekki væn- legt að sýna eigingirni og kaldlyndi sem iðulega er grimmilega refsað fyrir. Eins og í raunveruleikanum eru sumir svo hreinlega heppnir og það þarf ekki annað til þess að líf þeirra gerbreytist en að þeir finni stein, sem í fyrstu virðist ósköp venjulegur en reynist vera óskasteinn. Ef við trúum því að ákveðnar dyggðir séu eftirsóknarverðar og rétt sé að til- einka sér þær þá eiga ungir nemendur að lesa sögurnar í skólum og leggja síðan út af efni þeirra. Þjóðsögurnar eru endalaus brunnur sem hægt er að leita í aftur og aftur. Orðanna hljóðan SÖGUR UM DYGGÐIR Knáir og stoltir útgáfufeðgar. Þjóðsögur heilla. L eitin að geislasteininum er ný barnabók eftir Iðunni Steins- dóttur, en hún er í hópi vinsæl- ustu barnabókahöfunda þjóð- arinnar og hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir bækur sínar. „Þessi bók er framhald á fyrstu bók minni, Knáir krakkar, sem kom út 1982,“ segir Iðunn. „Þegar sú bók var orðin 30 ára gömul ákvað ég að endurskrifa hana því í henni var mikið bókmál sem krakkar í dag skilja ekki. Ég ákvað líka að láta hana ger- ast eftir 2010 því að ýmislegt í lífi okkar hef- ur breyst á þessum tíma. Nú eru til dæmis komnir farsímar með alla sína fjölbreyttu möguleika. Bókin kom út endurskrifuð í hittifyrra og heitir nú Varið ykkur á Vala- helli. Í millitíðinni hafði það gerst að Kristín systir mín fann úti í bílskúr kassa sem í var útprent af handriti bókarinnar sem nú var að koma út. Á sínum tíma hef ég sennilega látið hana hafa handritið til að lesa yfir því við lesum alltaf yfir hvor fyrir aðra. Ég las þetta fundna handrit og ákvað að vinna það betur og nú er það komið út. Í Leitinni að geisla- steininum eru söguhetjurnar þrír tólf ára krakkar, þeir sömu og í Varið ykkur á Vala- helli. Krakkarnir lenda í miklum ævintýrum á fjallinu Stórutá sem er hæsta fjallið í sveit- inni. Á vegi þeirra verða skuggalegir ferða- langar og dularfullur drengur og svo fréttist að dýrmætur geislasteinn hafi horfið.“ Þú ert afkastamikill barnabókahöfundur. Finnst þér alltaf jafn gaman að skrifa fyrir krakka? „Mér finnst það mjög gaman, ég held að ég sé svo mikill krakki í mér. Ég hef aldrei verið neitt fyrir að rækta blóm eða gróður og dýr heilla mig heldur ekki, en börn eru mitt eftirlæti. Það er þakklátt hlutverk að skrifa fyrir börn og gaman þegar maður heyrir frá þeim sjálfum og foreldrum þeirra hvað þeim finnst um bækurnar. Mér finnst mikils virði að krakkar hafi gaman af að lesa. Þessi bók er ætluð börnum á aldrinum 6-11 ára. Hún er skrifuð á fremur léttu máli sem ætti að henta öllum krökkum. Ég vona að sem flest börn hafi gaman af henni.“ Hvernig barnabækur leitastu við að skrifa? „Ég hef skrifað þó nokkuð af spennubók- um eins og þessa. Reyndar skrifaði ég tvær bækur sem ég kallaði heimsfrelsunarbæk- urnar mínar, Í gegnum þyrnigerðið, sem varð til þegar Múrinn var fallinn og Fjár- sjóðinn í Útsölum þegar Serbar og Króatar börðust. Þær bækur skrifaði ég til að fá krakka til að íhuga að betra sé að vera vinir en berast á banaspjótum og vera reið og ill hvert út í annað. Persónurnar í bókunum mínum og góðar hugmyndir koma oft frá börnum. Fjallakrílin eru sótt í nemendur mína meðan ég kenndi og barnabörnin birt- ust í Ævar á grænni grein og Snuðru og Tuðru.“ Ertu að skrifa bók núna? „Já, ég er að skrifa bók sem er ætluð full- orðnum. Hún fjallar um langafa minn en hann varð úti á Haugsöræfum í lok nítjándu aldar. Þá ungur maður, giftur og faðir lítilla barna. Á meðan ég vinn að þeirri bók er ég ekki að hugsa um neitt annað því þetta er mikil vinna. Ég stefni á að bókin komi út á næsta ári, en lofa þó engu.“ VON ER Á FULLORÐINSBÓK Á NÆSTA ÁRI UM LANGAFA HÖFUNDAR SEM VARÐ ÚTI Börn eru mitt eftirlæti NÝ BARNABÓK EFTIR IÐUNNI STEINSDÓTTUR ER KOMIN ÚT OG HEITIR LEITIN AÐ GEISLASTEIN- INUM. HÚN ER FRAMHALD Á FYRSTU BÓK HÖFUNDAR SEM KOM ÚT ÁRIÐ 1982. „Það er þakklátt hlutverk að skrifa fyrir börn og gaman þegar maður heyrir frá þeim sjálfum og for- eldrum þeirra hvað þeim finnst um bækurnar,“ segir Iðunn. Morgunblaðið/Eggert Sé ég neyddur til að svara því hver uppáhaldsbókin mín sé segi ég yf- irleitt Plágan eftir Albert Camus eða 1984 eftir George Or- well. Reyndar eru bara örfá ár síðan ég las Pláguna fyrst en þetta er algjörlega mögnuð bók um borg í heljargreipum. Ég þarf að passa mig á því hvenær ég les 1984 því mig langar helst að liggja undir sæng og örvænta í viku þegar ég klára. Fear and Loathing in Las Vegas, eftir Hunter S. Thompson inniheldur líklega einn besta upp- hafskafla bókmenntanna. Þegar minnst er á góða upphafskafla má ekki gleyma Skugga-Baldri eftir Sjón en aðalsmerki þeirra beggja þykir mér vera hversu vel þær eru skrifaðar. Nýlendubókmenntir heilluðu mig þegar ég byrjaði í bókmenntafræðinni og ætli tvær þeirra bestu séu ekki Things Fall Apart eftir Chinua Achebe og Fantasia eftir Assia Djebar. Hringadróttinssaga átti huga minn allan í nokkur ár sem ung- lingur og ég las allt sem ég komst í tengt henni og auðvitað bækurnar þrjár aftur og aftur og aftur. Þýðing Þorsteins Thorarensen er sömuleiðis líklega besta þýðing sem ég hef lesið. Svo þegar ég byrjaði í menntaskóla og lærði Völuspá fann ég loksins verk sem mér fannst jafnast á við Hringadróttinssögu í epík og gleypti hana í mig. Ekki má gleyma myndasögunum en ég hugsa að ég hefði aldrei lært að meta bókmenntir nema vegna þeirra. Maus eftir Art Spiegelm- an er líklega sú bók sem ég hef stúderað mest enda bæði efnisleg og sjónræn frásögn stórbrotin. Ég get síðan ómögulega gert upp á milli bóka Alan Moore. From Hell, Watchmen og Swamp Thing serían eru bækur sem mér þykir ógurlega vænt um. Persepolis eftir Marjane Satrapi fer sömuleiðis í þann flokk. Í UPPÁHALDI ÁRNI ÞÓR ÁRNASON KYNNINGARSTJÓRI Árni Þór Árnason kynningarstjóri hjá Forlaginu er mikill lestrarhestur og á fjölmargar mjög ólíkar uppáhaldsbækur og þar á meðal eru myndasögur. Morgunblaðið/Eggert George Orwell.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.